Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 10
10 MMBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað DAGBLAÐlt). FIMMTUDAC'.UR 23. SEPTKMBER 1976. 1 " .. " " ~ Þingkosningar í V-Þýzkalandi 3. október Útuffancli Daiíblaúiúhf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Fyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Biruir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Sleinarsson. tþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asurímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asueir Tómasson. Berulind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Krna V Ingólfsdóltir. Gissur Siuurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín úýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson (Jjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinuarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setninu ou umbrot: Daublaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-ou pliítuuerð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Arvakurhf.. Skeifunni 19. Leggið niður leyndina Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra hefur skipað nefnd til að semja nýtt lagafrumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þessi ánægjulegu tíðindi fela í sér, að ráðherra hefur hafnað hinu af- leita frumvarpi um sama efni, sem alþingi vísaði til ríkisstjórnar- innar fyrir hálfu öðru ári. Alþingi óskaði vorið 1972 eftir því, að ríkis- stjórnin léti semja slíkt frumvarp. í greinar- gerð tillögunnar er talað um, að allt of mikil leynd hvíli yfir starfsemi stjórnvalda og ríkis- stofnana og að þessi leynd dragi mjög úr því aðhaldi, sem borgararnir gætu ella veitt. Svo undarlega fór, að frumvarp það, sem dómsmálaráðuneytið lét þá semja, gekk í berhögg við andann í tillögu alþingis. Þótt það fjallaði að nafninu til um upplýsingaskyldu stjórnvalda, gaf það stjórnvöldum endalausa möguleika á að halda upplýsingum leyndum að geðþótta. Þetta frumvarp vakti mikla gremju. Menn voru fljótir að benda á, að núverandi ástand væri skárra en það mundi verða í kjölfar frumvarpsins. Alþingismenn létu ekki bjóða sér þetta og svæfðu frumvarpið með því að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar. Tók allsherjar- nefnd alþingis við þetta tækifæri undir öll helztu atriði þeirrar gagnrýni, sem frumvarpið hafði sætt. Almenn upplýsingaskylda er nauðsynleg vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á þjóðfélaginu, síðan lýðræði hóf göngu sína. í upphafi fólst lýðræðið í því, að borgararnir komu saman á aðaltorginu í Aþenu fornaldar og afgreiddu sameiginleg mál sín með atkvæða- greiðslum. Síðan hafa þjóðfélögin orðið mun flóknari. Skari af embættismönnum, sérfræðingum og atvinnustjórnmálamönnum hefur ýtt borgur- unum frá stjórnvelinum. Lýðræðið er orðið óbeint og meira eða minna óvirkt. Borgararnir vita ekkert, hvað gerist frá degi til dags í ,,kerfinu“. Virk upplýsingaskylda á að veita borgurun- um á nýjan leik eitthvað af fyrri nálægð við valdið í þjóðfélaginu. Hún á að felast í því, að hver sem er geti á hverjum degi komið í skjalasöfn opinberra aðila og fengið að sjá þau gögn, sem hinir opinberu aðilar framleiddu daginn áður. Þessi gögn geta verið bréf frá þessum aðilum og til þeirra, minnisblöð milli manna innan stofnana, skýrslur og greinar- gerðir, bæði í bráðabirgðaútgáfum og endan- legri mynd. Sjálfsagt mundu blaðamenn mest nota slíka þjónustu. Þeir mundu sigta þetta mikla magn upplýsinga og birta það, sem þeir teldu koma lesendum mest að gagni. En upplýsingaskyldan á engan veginn að vera bundin við blaðamenn. Bezt væri, ef skólar kenndu nemendum að notfæra sér beint þessi borgaralegu réttindi. Ástæöa er til aö hvetja hina nýju nefnd til að ganga djarflega og hreinlega til verks á þessu sviði. Ást embættismanna á leynimakki er yfir- leitt ástæðulítil eða ástæðulaus, þótt undan- tekningar séu til á þessu sviði sem öðrum. Enginn réttur embættismanna, sérfræðinga og stjórnmálamanna getur verið æðri rétti fólksins í landinu til að vita, hvað er á seyði. Eitt vinsælasta áróðursspjald þýzku rikisstjórnarinnar þessa dagana er með eftirfarandi texta: ,,Sá hæfari verður að gegna áfram embætti kansl- ara.“ Þessi setning lýsir því betur en heil blaðagrein, hversu mikla áherzlu flokkur Helmuts Schmidts, sósíaldemó- kratar, leggur á að hann vinni sigur í þessum fyrstu kosning- um sínum sem kanslari. Helmut Schmidt varð kansl- ari Vestur-Þýzkalands, er fyrir- rennari hans, Willy Brandt, varð að láta af embætti á miðju árinu 1974. Schmidt er nú all- miklu vinsælli í Þýzkalandi en helzti keppinautur hans og nafni, Helmut Kohl, formaður eins stjórnarandstöðuflokksins, Kristilegra demókrata. Þessi skoðun þjóðarinnar á þeim keppinautum hefur komið ber- lega í ljós í undanfarandi skoðanakönnunum en jafn- framt sýn greinilega að Kohl er valdmestur innan stjórnarand- stöðunnar. Sósíaldemokratar hafa hamrað helztu röksemd sinni í kosningabaráttunni inn í höfuð kjósenda i áróðursplöggum, sjónvarpsauglýsingum og fram- boðsræðum. Röksemdin er þessi: „Hvers vegna ættuð þið að vera að skipta á kanslara, sem er viðurkenndur um allan heim, og landsmálastjórnmála- manni, sem hefur hlotið þá reynslu eina að vera forsætis- ráðherra í héraði með aðeins þrjár milljónir íbúa?“ Þessa röksemd notar Helmut Schmidt mjög mikið, er hann þeysist um landið þvert og endilangt og biður um stuðning landsmanna til að samsteypu- stjórn flokks hans og Frjálsra demókrata geti haldið velli í kosningunum. Samsteypu- stjórnin hefur verið við lýði síðan 1969. Síðustu skoðana- kannanir benda til þess að hún hafi svipað atkvæðamagn að baki sér og stjórnarandstaðan. Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra frá Bayern, Kristilegir sósíalistar. Stjornin stendur því og fellur með Helmut Schmidt og fram- gangi hans slðustu dagana fyrir kosningar. Segja Strauss leiðtoga stjórnarandstöðunnar Eitt helzta kosningabragð stjórnarinnar er að telja þjóð- inni trú um, að fyrirliði stjórnarandstöðunnar sé alls ekki Helmut Kohl forsætisráð- herra Rínarlandanna, heldur Franz Josef Strauss formaður Kristilegra sósIalista.Hann var, eins og Helmut Schmidt, áður varnarmála- og fjármálaráð- herra og er mun lengra til hægri í stjórnmálum en Kohl. Á kosningafundi í borginni Ludwigshafen í Rinarlöndun- um hélt Schmidt þessu hiklaust fram. Þar lýsti hann ástandinu í eldhúsi stjórnarandstöðunnar þannig, að þar væri Franz Josef Strauss kokkurinn, en Helmut Kohl væri aðeins þjónn. Ludwigshafen er fæð- ingarborg Helmuts Kohl og menn skyldu ætla að svona grín félli ekki í góðan jarðveg þar. Borgin er einnig í kjördæmi Kohls. En þar er idnaður í mikl- um uppgangi. Aðalmiðstöðvar BASF efnaverksmiðjanna standa þar og þarna eiga Sósíal- istar miklu fylgi að fagna. „Þjónninn (það er Kohl) á eftir að komast að raun um annað ef hann heldur að það eitt dugi til að hann nái kosn- ingu i Ludwigshafen að hann sé fæddur þar,“ sagði Schmidt á Franz Josef Strauss, gamalreyndur í v-þýzkum stjórnmálum. fundi í borginni og var fagnað geysilega af þeim 5000 áheyr- endum, sem komu til að hlusta á hann. Helmut Kohl, sem hefur aldrei setið á ríkisþinginu, verður ekki í neinum vand- ræðum með að komast þangað, þó að hann tapi einhverjun atkv. í Ludwigshafen. Þing- fulltrúar eru kosnir eftir blönd- uðu kerfi, það er bæði beinum kosningum og hlutfalls- kosningu. Hann hefur því þegar náð árangri sem tryggir honum sæti á Ríkisþinginu næsta kjörtimail. Schmidt er viss um að halda kanslaraembœtti sínu Fréttamenn, sem fylgdust með Helmut Schmidt á þriggja daga ferðalagi hans um Rínar- löndin, Baaden-Wuerttemberg og Bayern, segja að eftir fram- komu hans að dæma á ferðalag- inu sé hann þess fullviss að halda kanslaraembætti sínu eftir kosningarnar sem fara fram 3. október. Þó getur kuldaleg framkoma hans og hlýlegar viðtökur væntanlegra kjósenda ekki dulið þá staðreynd að hann berst nú harðri baráttu til að halda velli. 1 síðustu þingkosningum, sem voru haldnar fyrir fjórum árum náðu sósíaldemókratar og frjálsir demókratar 46 sæta meirihluta á Ríkisþinginu. Allt bendir nú til þess að þeir muni missa talsvert af þessum meiri- hluta. Aðalástæðan fyrir því er sú, að sjórnarandstaðan hefur náð nokkrum árangri í því að telja fólki trú um, að fræðileg takmörk sósíalismans skeri niður persónufrelsi einstakl- ingsins. íhaldsmenn eru bjartsýnir Ihaldsmenn hafa gildar ástæður til að vera vongóðir um árangur. Þeir hafa aukið fylgi sitt verulega í Jíu af þeim ellefu héraðskosningum, sem hafa farið fram síðan 1974, er Willy Brandt fór frá. Ef svo fer, að samsteypu- stjórnin fellur, þá verður Brandt aftur aðalmaður sósíal- demókrata. Hann er enn for- maður flokksins, en Schmidt er aðeins annar tveggja varafor- manna. Schmidt mun þó væntanlega taka við gamla Opiðbréf til menntamólaráðheiTa Eg vil með bréfi þessu herra menntamálaráðherra, biðja yður að gera opinberlega grein fyrir þeirri málsmeðferð varð- andi umsókn mína um stöðu prófessors í félagslækningum, sem ég tel ekki samræmast lögum og reglum og sé í beinni mótsögn við verndaðan þegn- rétt minn samkvæmt landslög- um. Birti eg hérmeð ákæru mína sem eg sendi forseta tslands 15. jan. sl. Herra forseti íslands. Með bréfi þessu, herra for- seti, vil eg fara þess á leit við yður, að rannsakað verði mál það sem hér verður að nokkru reifað. Beiðni þessa sendi eg til yðar með skirskotun til stjórnar- skrár lýðveldisins íslands og viðurkennds stjórnai farsréttar. Það er von ntín og trú að það sé réttur háttur að leila til þjóð- höfðingjans, ef þegn hans telur sig ofríki eða rangindum beittan af handhöfum valds yðar. Eg vil leyfa mér að vísa til bréfs sends menntamálaráðu- neytinu 1975 12.18.og svarbréfs ráðherra frá 1975 12.30. (Fylgsk. I, II). Eg tel að með bréfi sínu hafi ráðherra ekki rökstutt úrskurð sinn heldur visað til bréfs og álits deildar- ráðs læknadeildar en ekki deildarinnar sjálfrar, sem er umsagnaraðili þessa máls. Sam- kvæmt gildandi reglugerð um Háskóla Islands ber sérstaklega tilkvaddri dómnefnd, sem skipuð er af menntamálaráðu- ne.vtinu og viðkomandi deild Háskólans að fjalla um hæfni umsækjenda en síðan ber að leita álits deildarinnar og mun þá ætlast til að deildin skeri úr um hvern umsækjenda, sem dómnefnd telur hæfan. hún telji hæfastan. Álit dómnefnd.u er bindandi fyrir ráðherra en ekki umsögn deildar. Álit dómnefndar hlýtur því að hafa meira gildi en umsögn deildar. Ég vil sérstaklega benda á hinn ótrúlega seinagang við af- greiðslu þessa máls en embætti það, sem hér um ræðir, var aug- lýst laust til umsóknar í byrjun árs 1974 eða fyrir tveimur árum síðan. Dómnefnd skilar áliti til menntamálaráðuneytisins 7. jan. 1975 og taldi báða umsækj- endur hæfa til embættisins skv. 11. gr. laga nr. 84/1970. Ráðu- neytið sendir síðan málið til læknadeildar 30. jan. s.á. Á deildarfundi 9. maí 1975 fjallar deildin síðan um hæfniumsækj- enda og telur Olaf Ólafsson landlækni hæfari með miklum atkvæðamun. eða 28 atkvæðum gegn tveimur, en tveir sátu hjá. Ólafur Ólafsson fékk þvi meðmæli deildarinnar til emb- ættisins. Á sama fundi kemur fram eftirfarandi tillaga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.