Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 11
D.KiBLAÐIÐ. I'I.MMrn i)AC,l K 2:í SKPTEMBER 1976. Helmútarnir tveir, Kohl tii vinstri og Schmidt tii hægri. Schmidt kanslari viðurkennir Kohl ekki sem helzta andstæðing sinn, en segir hann vera þjón kokksins Franz Josefs Strauss í eldhúsi stjórnarandstöðunnar. NÚ HEYJA HELMUTARNIR ORÐASTRÍÐ starfinu sínu sem formaður þingflokksins, ef hann missir kanslarastöðuna. Nú er Her- bert Wehner, 70 ára gamall stríðshestur, formaður þing- flokksins. Einvígi Helmutanna Pólitískir fréttaskýrendur í Þýzkalandi fullyrða, að úrslit kosninganna 3. október velti mjög á baráttu Helmútanna tveggja. Þeir eru menn með gjörólíka fortiö og gjörólíkir menn. Kohl er ljúfur sem lamb og lágraddaður. A meðan Schmidt hefur barizt fyrir því að vinna sér álit alheimsins sem röggsamur kanslari, hefur Kohl haldið kyrru fyrir á yfirráða- svæði sínu, Rínarlöndunum,‘og unnið sér álit þar sem góður stjórnandi. Schmidt hefur verið áber- andi maður í höfuðborginni Bonn síðan á miðjum sjötta ára- tugnum. Hann tók við af Brandt, þegar hann varð að segja af sér. Hann hefur öðlazt reynslu og álit fyrir að standa sig sérstaklega vel, er erfið- leikar hafa steðjað að. Síðan hann tók við embætti kanslara, hefur hann stjórnað iðnríkinu Þýzkalandi með festu og aukið álit þess, að meðan önnur Vestur-Evrópuriki hafa minnkað í áliti í viðskiptaheim- inum. Vegna þessa árangurs, nota sósíaldemókratar það slag- orð, að Þýzkaland hafi orðið fyrirmynd annarra ríkja á við- skiptasviðinu undir stjórn flokksins. ,,Með tilvísun til 11. gr. laga um Háskóla íslands getur læknadeild ekki fallist á að um- sækjandinn Brynleifur Stein- grímsson, læknir, sé hæfur til að gegna prófessorsembætti í félagslækningum." Tillaga þessi var samþykkt með 16 at- kvæðum gegn 10 en 10 seðlar voru auðir. Með vantrauststillögu þessari er ekki aðeins verið að lýsa vantrausti á viðkomandi umsækjanda heldur dómnefnd- ina, sem þó, samkvæmt reglu- gerð er talin dómbærari á málið. Og tillagan kemur fram eftir að atkvæðagreiðsla hefir farið fram um hvorn umsækj- enda deildin telji hæfari. Athyglisvert er að við seinni atkvæðagreiðsluna taka þátt 36 kennarar og er helmingur þeirra ekki samþykkur tillög- unni, þó að hún nái fundarsam- þykkt. Eins er það athyglisvert að við fyrri atkvæðagreiðsluna taka þátt 32 kennarar en við hina seinni 36. Fundargerö læknadeildar getur e.t.v. gefið skýringu á þessum atriðum. En greinilegt er að meiri- hluti fundarmanna vill ekki lýsa vantrausti á undirritaðan en alkunna er að samþykkt, sem ekki hefir meirihlutafylgi fundar, hefir mjög veikt gildi. Það, að allt að þriðjungur fundarmanna skilar auðu við atkvæðagreiðsluna, bendir á að þeir telji aó um formgalla eða óvanalegt afbrigði sé að ræða. Eg vil engum getum að því leiða hvað hér var í rauninni á ferðinni en tel rétt að það sé rækilega kannað. En ég tel að meginmáli skipti það, að ekki liggur fyrir meirihluti með van- trauststillögunni, sem deildar- ráð styður sig svo við. Eg vil ennfremur leyfa mér að vekja athygli á því að deildin samþykkir á fundi sínum 9. mai 1975 tiilögu um nefndarskipan, þar sem prófessorinn í félags- lækningum yrði formaður en í það embætti hafði deildin þá valið Ölaf Ölafsson. Hér mun deildin eða flutn- ingsmaður tillögunnar fyrst og fremst hafa höfðað til 38. gr. laga um heilbrigðisþjónustu og, ef til vill, ætlað að tengja land- læknisembættið og prófessors- embættið saman, sem seinna reyndist ófær leið. En samkvæmt bréfi mennta- málaráðuneytisins virðast hug- myndir læknadeildarinnar mjög á reiki, samanber bréf 19. júní 1975. En deildin vill þó að sem fyrst yrði skipað í embættið og fer fram á það með bréfi 30. júní. Þá taldi deildin enga ástæðu til að bíða með skipunina. En eitthvað amar þó að, því að með bréfi til deildarforseta 2. júlí 1975 vísar menntamála- ráðune.vlið til umræðufundar Kjallarinn deildarforseta og menntamála- ráðherra 9. f.m. hvað varðaði prófessorsembættið í geisla- lækningum en minnir á að ennþá séu ókomnar tillögur um vinnutilhögun prófessors í félagslækningum. Og það líður og biður. Með bréfi dagsettu 6. okt. 1975 tilkynnir menntamálaráðu- neytið rektori Háskóla íslands að Ölafur Ólafsson landlæknir hafi dregið umsókn sina til baka og enn segir orðrétt 1 greindu bréfi: „Jafnframt því að læknadeild óskast skýrt frá framanrituðu er óskað tillagna deildarinnar varðandi ráðstöf- un prófessorsembættisins að svo komnu máli. Minnt er einnig á bréf ráðuneytisins 19. júní sl. varðandi starfsaðstöðu prófessorsins i félagslækning- um.“ Deildarráð (ekki lækna- deild) tekur ofangreint bréf til meðferðar 5. nóv. sl. og vísar til ofangreindrar vantrauststil- lögu á hæfni undirritaðs frá 9. maí 1975. Og nú ítrekar deildarráð tillögu sína um nefndarskipun vegna skipulagningar og tengsla á kennslu í félagslækn- ingum, heimilislækningum og heilbrigðisfræðum og tilnefnir Ölaf Ólafsson sem formann þeirrar nefndar þótt hann sé nú afhuga embættinu. Herra forseti. Mínar kvartanir eru sam- kvæmt bréfi þessu og fylgi- skjölum í skemmstu máli þessar: 1. Eg tel að menntamálaráð- herra hafi ekki orðið við ósk minni um rökstuddan ráðherra- úrskurð, þó að um tvíhliða og neikvæða stjórnarathöfn hafi verið að ræða þegar hann synjar mér um veitingu þess starfs, sem ég er talinn hæfur til að gegna samkvæmt rétttil- kvaddri dómnefnd. 2. Meðferð og afgreiðslu Brynleifur H. Steingrímsson n Ríkisstjórnin gagnrynd fyrir hroka og sjólfsónœgju Gagnrýnendur kanslaráns eru ekki sammála honum og segja að þessi orð sýni einungis hversu hrokafullur hann sé og ríkisstjórn hans ánægð með sjálfa sig. Þessi röksemd hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá kjósendum og er hún ásamt þeim einfalda vilja margra landsmanna til að fá fram breytingar í Ríkisþinginu, talin geta orðið samsteypustjórninni að falli. Samsteypustjórnin bendii oft á tfðum á það, sem hún hefur bezt gert í stjórnartíð sinni. Það helzta er bætur á skilnaðalöggjöfinni, lög um frjálsar fóstureyðingar, jafn- rétti karla og kvenna, að sam- starfsvilji verkamanna sé f há- marki og sfðast en ekki sízt lög um endurmenntun vinnandi fólks og fullorðinsfræðslu. Helmut Schmidt vitnar oft til skoðanakannanar i framboðs- ræðum sfnum, þar sem 75% þýzku þjóðarinnar hafa sagt, að hún komizt mjög vel af fjár- hagslega. Árleg verðbólga f landinu er aðeins 5%, en Schmidt láist ávallt að geta þess, að tæp milljón vinandi manna í Þýzkalandi er atvinnu- laus. Hœðarmunur Helmutanna vekur athygli Enda þótt Helmut Schmidt staðhæfi það hvað eftir annað, að baráttan um kanslaraemb- ættið standi ekki á milli hans og Helmuts Kohl, heldur hann stöðugt áfram að svfvirða hann. Schmidt er aðeins 165 senti- metrar á hæð og því stundum nefndur „Járnkanslarinn“ eftir Otto von Bismarck, sem þótti fremur lágur í loftinu. Helmut Kohl er hins vegar 196 senti- metrar á hæð. Schmidt minnir fóljc stöðugt á þennan hæðar- mismun með því að tala um að sveitapólitfkusinn frá Rfnar- löndunum sé pólitískur dverg- ur. Schmidt er einn albezti ræðu- maðurinn á ríkisþinginu, bæði vel að sér í flestum málum og hraðmælskur. Auk þess hefur hann. vissa persónutöfra. Það vekur því talsverða furðu, að hann hefur neitað að mæta Kohl f kappræðum í sjónvarpi. Ástæðan fyrir neitun Schmidts er sú, að Kohl sé alls ekki leið- togi stjórnarandstöðunnar, heldur Franz Josef Strauss. Margir fiokksbræður Schmidts vildu þó glaðir, að þeir Helmut- arnir mættust í sjónvarpi, því að þá fengju kjósendur tæki- færi til að sjá, hve litlausan leiðtoga stjórnarandstaðan hefur valið sér. málsins af hálfu læknadeildar og deildarráðs tel ég mark- leysu. 3. Eg tel að skeytingarleysi ráðuneytisins gagnvart undir- rituðum sé ámælisvert, þar eð eg hefi nú í meir en eitt og hálft ár beðið þess að fá niðurstöðu i málinu en fékk hana ekki fyrr en eg hafði margítrekað ósk mfna þar um. Eg tel því að meðferð málsins af hálfu menntamálaráðuneytisins sé án fordæmis og eigi ekki stoð í gildandi stjórnarfari og réttar- reglum. Að öðru leyti vísa eg til bréfs mfns til menntamála- ráðherra fsk.: I. 4. Mér er kunnugt um að um- sókn Ölafs Ölafssonar barst ekki til ráðuneytisins fyrr en umsóknarfrestur var útrunn- inn. Eg undirritaður gerði fyrirspurn til ráðuneytisins þegar fresturinn var liðinn og var tjáð að eg væri eini um- sækjandinn. Seinna hringir deildarstjórinn, Arni Gunnars- son, í mig og tjáir mér að Ölafur Ólafsson hafi sótt um embættið til sfn munnlega og þvf hafi umsókn hans ekki komist f bækur ráðuneytisins í tæka tíð. 5. Eg tel mig eiga rétt á því að mál þetta verði tekið fyrir að nýju og það rannsakað hvort afgreiðsla þess sé samkvæmt gildandi stjórnarrétti, lögum og reglum. Br.vnleifur II. Steingrímsson héraðsiæknir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.