Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. þrótfir þróttir íþróftir Iþróffir Norðmenn sigruðu Svía — fyrsta tap Dana ó órinu Fjöldi landsleikja fór fram a meginlandi Evrópu í gærkvöld — vináttulandsleikir. Fjórar Norð- urlandaþjóðir voru í baráttunni og annars staðar á síðunni var sagt frá stórsigri Finna í Helsinki. í Osló vann Noregur góðan sigur yfir Svíþjóð, sem var án atvinnumanna sinna. Noregur vann 3-2, eftir að hafa haft 2-0 yfir í hálfleik. í Kapmannahöfn á Idræts- parken áttust við Danir og Italir. Danir, sem voru ósigrandi á árinu byrjuðu leikinn mjög vel og fullir sjálfstrausts. En skyndisókn ítala á 17. mínútu kom þeim úr jafn- vægi og Pulici skoraði fyrir ítali. Danir náðu sér aldrei á strik eftir þetta áfall og þetta eina mark nægði Ítölum. Evrópumeistararnir — Tékkóslóvakía —léku í gærkvöld vináttuleik við Rúmeníu í Búkarest. Jafntefli varð 1-1. Marina Masny — leikmaður Slovan Bratislava — skoraði mark Tékka en Dudu Gerogescu svaraði fyrir Rúmena. i Vín léku Austurríkismenn og Svisslendingar. Austurríkismenn sigruðu 3-1. Mörk Austurrikis skoruðu Krankl á 50. minútu — Koelberger á 52. mínútu. Trinchero svaraði fyrir Sviss á 62. minútu en Kreuz skoraði síðasta mark leiksins aðeins mínútu fyrir leiksiok . Olympíumeistararnir A- Þýzkaland léku við Ungverja í A-Berlin. Þjóðirnar skildu jafnar. Riediger skoraði fyrir Þjóðverj- ana á 20. mínútu en Fazekas svaraði fyrir Ungverja sjö minút- um síðar. Því jafntefii 1-1. í Patras í Grikklandi áttust við heimamcnn og ísraeismenn. Nokkuð óvænt sigruðu fsraels- menn — 1-0 og skoraði Cabak markið á 55. mínútu. Búlgaría og Tyrkiand skildu jöfn í Soffíu í Búlgaríu 2-2. Sigur Celtic í Albion Celtic vann nauman sigur í gærkvöld á 2. deildarliði Albion í skozka deildabfkarnum i knatt- spyrnu. Celtic léK á útivelli og sigraði með eina markinu í leikn- um. Glasgow Rangers lék hins vegar á Ibrox Park við Clydebank —sigurvegara 2. deildar á síðastliðnu vori. Mjög á óvart lyktaði leiknum með jafntefli — hvort liðið skoraði þrjú mörk. Hér eru úrslit í 8-liða úrslitum skozka deildabikarsins: Aberdeen — Sterling Albton 1-0 Albion — Celtic 0-1 Hearts — Falkirk 4-1 Rangers — Clydebank 3-3 Þetta eru fyrri leikir liðanna i keppninni. Þannig er nú ljúst að Ceitic er nokkuð öruggt í undan- úrslit keppninnar — en hins vegar eru hlutirnir ekki svo skýrir með meistarana frá í tyrra — Rangers Keppni um bezla hnefaleikamann USA Bandarikjamenn hafa ákveðið að koma á keppni í hnefaleikum þar sem keppt verður um titilinn „meistari Bandarikjanna". Keppt verður í öllum þyngdarflokkum en hingað til hefur engin keppni verið í Bandaríkjunum þar sem keppt hefur verið um bandaríska meistaratitilinn. Keppnin mun hefjast í byrjun næsta árs, en hingaó til hafa bcztu hnefaleikamenn Banda- ríkjanna einungis keppt um heimsmeistaratitilinn. WBA og Tottenh. slegln út af 3. deildarliðum! — og til að gera hlutina verri — fyrir framan eigin úhorfendur í deildabikarnum Það var margt óvæntra úrslita i deildabikarnum á Engiandi í gær- kvöldi. Tvö 3. deildarliö — Brighton og Wrexham gerðu sér lítið fyrir og slógu út 1. deildarlið WBA og Tottenham á leikvelli 1. deildarliðanna. Derby County varð að gera sér að góðu jafntefli gegn 2. deildariiði Notts County á Baseball Ground í Derby og Manchester United gerði jafn- tefli við Sunderland á Old Trafford. Já, það var margt óvæntra úrslita á Englandi i gær- kvöld. En áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslit leikja i deildabikarnum á Englandi i gær- kvöld. Derby — Notts County 1—1 Fulham — Bolton 2—2 Manch. Utd. — Sunderland 2—2 Newcastle — Stoke 3—0 Torquay — Swansea 1—2 Tottenham — Wrexham 2—3 WBA — Brighton 0—2 Brighton og Wrexham eignuðu sér sannarlega kvöldið með óvæntum en verðskulduðum sigr- um gegn 1. deildarliðum Totten- ham og WBA. Brighton — sem í síðustu um- ferð sló út Ipswich — ferðaðist til Hawthorns í útjaðri Birming- ham og átti við WBA. Að vonum var ekki við miklu búizt af Brighton þrátt fyrir að liðið sé nú efst í 3. deild. Jú, WBA hafði slegið sjálfa meistarana út, Liverpool í umferðinni á undan. Hvernig gat þá Brighton stöðvað WBA — þar sem Johnny Giles hefur gert svo góða hluti. En áhangendur WBA þögnuðu fljótt þegar 21 árs gamall leik- maður — Peter Ward skoraði tví- vegis í fyrri hálfleik. Brighton lék ágæta knattspyrnu og kom leik- mönnum WBA úr jafnvægi. Þessi kornungi leikmaður — Ward skoraði tvívegis á laugardag I 7-2 sigri Brighton yfir York.WBA náði sér aldrei áetrikeftir þessi óvæntu áföll. Til að gera hlutina verri fyrir miðlandaliðið þá var skozki landsliðsmaðurinn — Willie Johnston rekinn af leik- velli á 88. mlnútu. Ástæðan jú, hann reyndi aó sparka i dómarann en hitti ekki. Á White Hart Lane f Lundúnum átti sér stað svipuð saga. Velska liðið Wrexham var þar í heimsókn en liðið er nú meðal efstu liða í 3. deild og stóð sig með miklum ágætum í Evópu- keppni bikarhafa á síðastliðnu keppnistimabili. Já svipuð saga gerðist þar. Ungur leikmaður — Miky Thonas skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik án þess að Tottcn- ham gæti svarað fyrir sig. Fyrra Willie Johnston — hann var rekinn af leikvelli fyrir að reyna að sparka i dómara þegar WBA tapaði fyrir Brighton i deilda- bikarnum. mark Thomas kom á 37. minútu og fimm minútum síðar bætti Thomas við öðru marki. Þegar á fyrstu minútu síðari hálfleiks bætti Bill Ashcroft við þriðja marki Wrexham. Glen Hoddle og Ian Moores svöruðu með tveimur mörkum fyrir Tottenham en það var of seint — Wrexham var ásamt Brighton k'omið-I 16 liða úrslit deildabikarsins. Á Baseball Ground i Derby virtust svipaðir hlutir ætla að gerast og i West Bromwich og Lundúnum. Notts County náði forystu með marki írska landsliðs- mannsins Ray 0‘Brien. Það var ekki fyrr en langt var liðið á sfðari hálfleik að Derby tókst að svara fyrir sig. Þá jafnaði Charlie George úr vítaspyrnu fyrir Derby. Sunderland, sem ekki hefur unnið leik á nýbyrjuðu keppnis- tímabili á Englandi náði óvænt jafntefli á Old Trafford i Manchester í furðu- legum leik. Gordon Hill skoraði snemma mark — en ekki réttum megin. Hann sendi knöttinn framhjá markverði sinum, Alex Stepney og kom Sunderland yfir. Fyrrum Man- chester City leikmaðurinn Jeff Clarke sá aumur á Hill og skoraði einnig framhjá eigin markverði og jafnaði þannig fyrir Sunder- land. Hins vegar virtist stefna i sigur United þegar Stuart Pear- son skoraði fyrir liðið en fyrrum Manch. City leikmaðurinn Tony Towers, sem nú vill fara frá Sunderland svaraði fyrir lið sitt og tryggði því jafntefli 2-2. Newcastle vann öruggan sigur á Stoke City. Irving Nattrass og Tommy Craig úr víti skoruðu fyrir Newcastle í fyrri hálfleik og Mikey Burns bætti við þriðja markinu átta minútum fyrir leiks- lok. Að lokum — í Lundúnum gerðu Fulham og Bolton jafntefli. George Best — sem nú sýnir hvern stórleikinn á fætur öðrum skoraði fyrra mark Fulham. Hankin til Leeds Cropley til A. Villa Mikið var um sölur og tærslur á leikmönnum I ensku knattspyrn- unni í gær. Leeds United keypti miðherja Burnley — Ray Hankin. á 150 þúsund pund. Hankin neitaði á sinum tima- að fara til West Ham United eftir að Burn- ley og West Ham höfðu komið sér saman um söluna. Ray Hankin er marksækinn miðherji og hefur verið bezti sóknarmaður Burnley síðastliðin tvö ár. Aston Villa keypti í gær út- herjann Alex Cropley frá Arsenál fyrir 125 þúsund pund Þessi sala kom nokkuð á óvart þvi Terry Neill framkvæmda- stjóri Arsenal og Ron Saunders framkvæmdastjóri Aston Villa lentu I hár saman um helgina þar sem fréttir um nugsanlega sölu höfðu lekið út. Þá sagði Neill að Cropley yrði kyrr hjá Arsenal. Cropley var keyptur frá Hiberni- an á 150 þúsund pund fyrir tveim- ur árum. Miðvörður Manchester United — Jim Holton skozki landsliðs maðurinn, sem missti sæti sitt hjá United og Skotlandi vegna meiðsla var í gær lánaður til Sunderland og verður raunin sennilega sú að Holton Ilengist hjá Sunderland, borginnimiklu á n-austur strönd Englands. Terry Mancini — miðherji Arsneal og áður QPR gerði I gær samning við Aldershot sem leikur I 3. deild. Mancini var i fyrra styrkasta stoð Arsenal en hefur nú misst sæti sitt I liðinu. Slœmt tap Standard Liege í haf narborginni Ostende — Standard tapaði 1-5 og Charleroi 1-2 i 1. deild belgísku knattspyrnunnar í gœrkvöld Lið íslendinganna Guðgeirs Leifssonar og Ásgeirs Sigurvins- sonar töpuðu bæði í 1. deild belgísku knattspyrnunnar í gær- kvöld. Standard tapaði sínum fyrsta íeik á keppnistimabilinu— 1-5 fyrir Ostende. Charleroi lék í Liege við FC Liege og tapaði 1-2. Sýnu verra er tap Standard Liege en liðið ferðaðist til hafnar- borgarinnar Ostende, þar sem íslendingar hafa gert svolítið af því að selja Belgum fisk. Fimm sinnum mátti landsliðsmark- vörður Belga — Piot hirða knöttinn úr netinu hjá sér en Standard svaraði aðeins einu sinni fyrir sig. Ásgeir Sigurvins- son Iék ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í innbyrðisleik Liegeliðanna. Hann Iá fyrir í gær- kvöld þar sem þjálfari liðsins vildi heldur að hann lægi en léki með liðinu. Þetta var fyrsta tap Standard en jafnframt fyrsti sigur Ostende — liðið hafði ekki hlotið stig í tveimur fyrstu leikj- um sinum í 1. deild. Charleroi Iek i Liege við FC Liege og matti Charleroi þola sitt annað tap í deildinni. Guðgeir Leifsson kom inn á í hálfleik og voru Sebrarnir frá Charleroi óheppnir að tapa leiknum. Þeir verðskulcjuðu að minnsta kosti jbfntefli, að sögh belgíska sjónvarpsins í gærkvöld. Áður en lengra er haldið skulum við líta á úrslit leikja í 1. deild í gærkvöld. Beershoot—Beringen 3-0 Lierse—-FC Brugge 0-0 Waregem—Lokeren 0-2 Ostende—Standard Liege 5-1 Molenbeek—Anderlecht 1-1 FC Liege—Charleroi 2-1 Beveren—Courtrai 0-0 Winteralag—Antwerp 1-2 Engir leikir fóru fram í 2. deilc en þar er Royale Union—lió Marteins Geirssonar og Stefáns Halldórssonar nú I efsta sæti. Stórsigur Finna í undankeppni HM Finnar unnu stóran sigur a Luxemburg í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Lokatölur urðu 7-1 en liðin eru í 2. riðli ásamt Eng- landi og Italíu. Aðeins tæplega 5 pusund manns sáu leikinn og voru yfirburðir Finna algjörir. Finnar skoruðu þrjú mörk i fyrri hálfleik. Þá voru þeir Eas Heiskenan 2 og Ak.v Rissanen að verki. Finnar bættu síðan fjórum mörkum við í síðari hálfleik. Olavi Heiskenen skoraði fljótlega . en Gilbert Zender svaraði fyrir Luxemburg 1-4. Finnar létu þar ekki staðar numið. Olavi Heiskenen skoraði sitt annað mark og þeir Teppa Heikinen og Ari Maekynen sáu um að skora fyrir r inna. Staðan í 2. riðli er nú: . England 1 1 0 0 4-1 2 Finnland 2 10 18-52 Ítalía 0 0 0 0 0-0 0 Luxemburg 10 0 11-70 Finnar höfou áður tapað fyrir Englandi 1-4.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.