Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 15
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ne DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. „Hér líður mér vel.“ John Wayne við hús sitt á Newport Beach. Kyrrahafið er aðeins í nokkurra milna fjarlægð. Pilar og hann fluttu þangað þegar börnin voru enn lítil. Þessi mynd var tekin af fjölskyldu John Wayne skömmu áður en erfið lífsskilyrði eyðilögðu hjóna- band foreldra hans. dag. Framabraut hans var samt þyrnum stráð. Samningi hans við Fox kvikmyndaverið var slitið eftir nokkrar slæmar kvikmyndir. Þá tóku Columbia Pictures við honum og eyðilögðu hann, því aðalmanni fyrirtækisins, Harry Cohn, mislikaði eitt sinn mjög við Wayne. „Hann hélt að ég ætti vingott við eina af stúlkun- um, en það var algjör vitleysa," sagði Wayne. Jafnvel þótt Cohn léti það berast að John væri alkóhólisti þá tóku Warner Brothers við honum og þar tókst honum að ávinna sér talsvert traust. John Ford bjargaði honum fimm árum síðar og lét hann fá hlut- verk í Stagecoach. „t fyrsta sinn fékk ég tækifæri að spreyta mig á almennilegu hlutverki,“ sagði John. John Wayne stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1952 og frá því kom fjöldinn allur af góðum myndum sem öfluðu honum bæði fjár og vinsælda. Meðal mynda frá þessu tímabili má nefna The High And The Mighty, The Alamo og True Grit. Fyrir þá síðastnefndu fékk hann Óskarsverðlaun. Á þessum árum var einkalíf hans eins breytilegt og frami hans — annaðhvort var allt I blóma eða vegur hans var grýttur. Hann hefur gifzt þrisvar sinnum. Fyrsta kona hans, Josephine Saenz, var frá Mið-Ameríku, dóttir starfs- manns í utanríkisþjónustunni. Þau eignuðust fjögur börn á mjög skömmum tíma um það leyti er John átti í sem mestri baráttu við að ná frama í kvik- myndaheiminum. Hann vann langan vinnudag og eftir að hann fór að búa til sínar eigin myndir átti hann það til að koma heim og fara síðan út aftur í hvelli með konu sinni Josie til að taka þátt í einhverjum félagslegum við- burðum. „Þetta var hennar líf og yndi. Mér likaði við margt af þessu fólki sem við hittum. En svo voru líka margir sem ég þoldi ekki. Fólk það, sem Josie umgekkst, leit ekki niður á leik- ara. Það viðurkenndi mig alveg. En vinna mín varð þess vald- andi að ég þurfti að umgangast fólk sem það leit niður á. Að lokum gekk það svo langt að ég gat ekki lifað í báðum þessum heimum og við Josie fórum að færast fjær hvort öðru.“ Þau skildu eftir 13 ára hjóna- band. Josie vildi ekki skilnað og það var einhver biturleiki frá hennar hendi. Hann saknaði barnanna mjög og reyndi að hitta þau eins oft og.hann gat. í fyrstu reyndist það erfitt. Hann minnist þess þegar hann fór eldsnemma á fætur á jóladag svo hann gæti beðið fyrir utan heimili þeirra og hitt þau um leið og þau vökn- uðu. En smám saman eyddist biturleikinn og allt féll í ljúfa löð. Þrem árum síðar giftist hann ungri leikkonu frá Mexíkó, Esperanza Baur að nafni. Þau bjuggu sarnan af og til í sjö æsileg ár. Ári eftir að þau skildu dó Esperanza af hjartaslagi. Þriðja kona John Wayne, Pilar Paletto, var smávaxin kona með dökk augu. Hún var frá Perú. Þau giftust á Hawai eftir tveggja ára kunningsskap. Þau eignuðust þrjú börn, Aissa, Ethan og Marisa, og voru gift I 20 ár áður en þau skildu„en það var fyrir tveim árum. Pilar var við hlið hans er hann gekk í gegnum krabba- meinsuppskurðina. Innan þriggja mánaða var hann aftur tekinn til starfa — en ekki af sama krafti og áður. Nú hafði hann meiri tíma til að eyða í faðmi fjölskyldunnar og nú hafði hann meiri tíma til að sinna ýmsum viðskipta- málum sem hann hafði alltaf haft áhuga á. Hann gaf sér líka meiri tíma til að kanna pólitísk mið. Hann hefur þótt mjög áhugaverður I sambandi við stjórnmál ekki sízt vegna þess að hann svarar spurningum afdráttarlaust og án nokkurra vafninga. John Wayne hefur eignazt sex börn um daga ' sína og tuttugu barnabörn. Hann er gjörkunnugur öllum hnútum í kvikmyndaverinu, rykugu andrúmsloftinu, leiðindabið milli töku atriðanna og kjafta- ganginum á bak við tjöldin. Hann stendur enn keikur fyrir framan myndavélina I steikj- andi sólinni. „Eg geri mér ljóst," segir John, „að ég þekki miklu fleira af látnu fólki en lifandi. En ég geri mér far um að lifa í nútím- anum en ekki í fortíðinni." Pilar og ég árið 1964 ásamt börnum mínum og barnabörnum. Talið frá vinstri: Standandi — Michael heldur á barni sinu. Patrick, Aissa, tengdasonur minn, Don La Cava heldur á syni sinum. Sitjandi — Kona Michaels, Gretchen, ásamt þrem börnum þeirra, ég, Pilar með Ethan, dætur mínar, Melinda Munoz og Toni La Cava. hati'a á börnum sínum. Illllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 15 Geri aðrir betur Zsa Zsa Gabor er kvenmaður sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Hún gifti sig á dögunum í sjöunda skipti,l‘/4 tíma eftir að hún skildi við sjötta eiginmanninn. Geri aðrir betur. Allir með hatta —eins og Silvía Vitið þið að Silvía, hin nýja drottning Svíþjóðar, hefur fengið tryggan hóp aðdáenda Það eru framleiðendur kven- hatta og kaupendur þeirra. Sala hatta hefur aukizt um 70%. Auðvitað eins og við má búast. Silvía sést sjaldan hattlaus. RITA VILL EKKI LÁTA PLATASIG Leikkonan „gamla“ Rita Hayworth stendur i mála- ferlum um þessar mundir. Hún hefur stefnt fyrrverandi við- skiptaráðgjafa sínum og lög- fræðingi Jack Ostrow og krefst meira en milljón dala (200 millj. Isl. kr.) skaðabóta. Leikkonan heldur þvl fram að Ostrow hafi visvitandi fengið hana til þess að fjárfesta á röngum stöðum. í stefnunni segir að Ostrow hafi fengið Ritu til þess að fjárfesta i ákveðnu fyrirtæki og kaupa hlutabréf i gegnum sama fyrirtæki. Honum hafi láðst að geta þess að hann væri sjálfur forstjóri fyrirtækisins og bróðir hans gegndi þar þrem mikilvægum stöðum. Ekki gat Ostrow heldur um að fyrirtækið væri algjörlega eignalaust og ætti enga framtíð fyrir sér. Rita Hayworth má sannarlega muna fífil sinn fegri en með fylgjandi mynd var tekin I febrúar þegar hún kom til London með umboðsmanni sínum, Burton Moss. Allt of líkt pipar- sveinsvistarverum Barbara Marx Sinatra, nýjasta frúin hans Franks og sú fjórða hefur mikið að gera þessa dagana. Hún er nefnilega að breyta nýja heimilinu þeirra I Palm Springs. „Þaðer allt of líkt piparsveinsvistarverum," sagði hún, „og þeir dagar í lífi Franks eru liðnir."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.