Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBEB 197« — 213.TBL. -RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMr.fe7022 Stöðvast öH útgerð fró Vestfjörðum? - Línusjómenn róa ekki og vonast til að togarasjómennirnir veiti þeim einnig stuðning í kjarabaráttunni Jú, togarasjómennirnir hafa haft á orði að eitthvað þurfi að gera, en 'enginn togari hefur verið í landi síðán deilan harðnaði og þvl vitum við ekki enn hvort togarasjómennirnir muni styðja línusjómennina með því að hætta róðrum þar til samkomulag hefur náðst, sagði Pétur Sigurósson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða í viðtali við DB í morgun. Hann sagði að Hnusjómenn- irnir byndu vonir við stuðning togarasjómannanna en það þýddi að útgérð legðist að mestu niður frá Vestfjörðum, eða þar til samkomulag næðist. Pétur sagði að Htið bæri á milli, og því hefði verið óþarfi að láta þetta fara svona í hart, en sjómenn töluðu um að það væri nú eða aldrei að ná rétti sínum, ekki sízt með hliðsjón af bráðabirgðalögun- um. Vestfirzkir sjómenn líta ekki svo á að þeir séu með lausa samninga og því eigi lögin ekki að ná yfir þá, en að mati þeirra eru þau kjaraskeröing miðað við þá samninga sem sjómenn telja sig aðila að. Línubátarnir vestfirzku eru vanir að byrja um þetta leyti, en nii liggja þeir flestir eða allir bundnir við bryggjur og er það ekki vegna manneklu, að sögn Péturs, heldur láta sjó- mennirnir ekki skrá sig í mót- mælaskyni. — G.S. 70 þúsund kr. strax saknað Farið var inn i hús við Bergstaðastræti í morgun. Höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér að minnsta kosti 70 þúsund krónur. Rannsóknarlögreglan var á staðnum að kanna vegsum- merki og lá ekki alveg ljóst fyrir hversu mikið hafði verið tekið. Peninganna sem fyrr var getið vaf strax saknað. — BA Sjónvarpið: Málamiðlun frá ráðherra Miðlunartillögur voru væntanlegar frá menntamála- ráðherra inn á fund starfs- manna sjónvarpsins, en' sá fundur hófst klukkan 11 i morgun. Ef samkomulag næst verður sjónvarp þegar í kvöld. Formaður starfsmannafélags- ins vildi fyrir fundinn ekkert segja ummálið, enda væri það margsiungið, og hann vildi ekki hafa áhrif á gang þess. Það er ekki matazt i teppalögðum höllum Þessi aldni heiðursmaður borðar bitann, sem hann hefur i nestispakkanun að heiman frá sér og drekkur með mjólk úr fyrrverandi sultukrukku. Hugurinn hvarflar eflaust heim til hennar, sem útbjó nestið. Það smakkast ekki verr en gúllasið í ríkis-, borgar- og bankamötuneytunum, sem hann heldur uppi. Aðstaðan þyrfti óneitanlega að vera betri en myndin sýnir. Hvar eru nú heilbrigðisyfirvöld? DB-mynd Sv. Þorm. — Sjá bls. 9. Þrír strákar á aldrinum 14—16 ára stálu hverjum bíln- um á fætur öðrum í nótt og ýmist klesstu þá eða skildu eftir. Fyrsta bílnum stálu þeir Kópavogi og komust þeir á honum niður á Njarðargötu i Rey.kjavlk. Þar keyrði hinn réttindalausi ökumaður á l.jósa- Unglingar af Upptökuheimilinu: STÁLU ÞREMUR staur og skildu þeir bílinn þar eftir við svo búið. Næst fundu þessir pörupiltar sér bíl vestur í bæ. Óku þeir sem leið lá suður I Fossvog en þar sást til þeirra. Piltarnir töldu sér ekki óhætt að vera lengur á þessum bíl og skildu hann þvi eftir einhvefs staðar Fossvoginum. Næst lá leið þeirra inn á Grensásveg. Þar fundu þeir sér bíl og óku nú góða stund um bæinn. Þá vildi nú ekki betur til en svo að þeir lentu árekstri skammt frá Grensás- veginum. Piltarnir sáu sér þann kost vænstan að stinga af. Er haft var samband við lög- regluna i morgun kom í ljós að Þetta munu vera sömu pilt- arnir og létu mjög dólgslega á Kleppsveginum um síðustu helgi. Þar óku þeir á ofsahraða og lentu á stólpa og skemmdu stolinn bíl sem þeir voru á. — BA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.