Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. (i STJÓRN HVÍTRA MANNA í RÓDíSÍU ER NÆRRI10KH) — Smith á engra kosta vöf, vif/i hann forðast efnahagslegt hrun og aukinn skœruhernað íbúar Ródesíu búa sig nú undir aó heyra frá því sagt aó stjórn hvítra manna í landinu sé því sem næst hluti lióinnar sögu. Ian Smith, forsætisráð- herra, sem eitt sinn sagói aó hann gæti ekki ímyndað sér Ródesíu undir stjórn blökku- manna næstu þúsund árin, flytur sjónvarps- og útvarps- ávarp undir kvöldið, þar sem hann mun gera grein fyrir þeim ákvörðunum er teknar hafa verió um framtíð lands og þjóóar. Smith er talinn hafa sann- færzt um þaó eftir fundi með Henry'Kissinger, utanríkisráó- herra Bandaríkjanna, og Johannes Vorster, forsætisráó- herra Suður-Afríku, aö stjórn hvítra manna í Ródesíu væri á enda. Á fundunum var Smith sagt, aö sögn, aö stjórn blökku- manna væri óumflýjanleg, vildi hann komast hjá efnahagslegu hruni og vaxandi skæruhernaði í landinu. NÝ STJÓRN GÆTITEKIÐ VIÐINNAN SEX VIKNA Ljóst er að blökkumenn muni ná undirtökunum i Suður-Afríku og Ródesíu innan tíðar og mun þá Ian Smith, áhyggjufuilur hér á myndiniii, láta af völdum. — segja embœttismenn í föruneyti Kissingers Bráðabirgðastjórn, sem héldi völdum þar til blökkumenn gætu endanlega tekið við stjórn mála í Ródesíu, gæti verið sett á laggirnar innan fjögurra til sex vikna að sögn bandarískra embættismanna sem voru í för með Kissinger utanrikisráð- herra í Afríku undanfarna tíu daga. Kissinger hitti James Callag- han, forsætisráðherra Breta, að máli í London í gærkvöld og hvatti hann til að setja upp stjórnarskiptastjórn í Ródesíu eins fljótt og auðið væri. Dr. Kissinger, sem fór beint til London frá Afríku, sagði í gærkvöld að það myndi koma sér mjög á óvart ef Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, hafnaði tillögum sínum til lausnar Ródesíudeilunni. Oeirðir í miðborg Jóhannesarborgar Mörg hundruð herskáir ungir blökkumenn fóru um miðborg Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í gær og sýndu mörgum hvítum íbúum í fyrsta skipti, hvernig svartvald getur brotizt út. Um tíu hvítir menn meiddust í andófinu sem stóð í klukkustund, flestir af hnífsstungum. Fjögur hundruð blökkumenn voru hand- teknir og beitti vel vopnuð lög- regla k;lfum til að dreifa mann- fjöldanum, sem hélt áletruðum spjöldum á lofti. Andófið, sem blakkir frétta- menn iýstu sem skipulagðri til- raun til að sannfæra hvíta íbúa landsins um styrk frelsishreyf- ingar blökkumanna, var hið fyrsta sinnar tegundar í miðborg- inni, sem hvítir menn eru allsráð- andi í, síðan ókyrrð hófst i land- inu fyrir rúmlega fjórum mán- uðum. Stjórnvöld hafa að undanförnu neyðzt til að láta undan nokkrum kröfum blökkumanna vegna óeirðanna, sem hafa geisað í sumar. I gær lýsti íþróttamálaráð- herra landsins því til dæmis yfir, að framvegis gætu blökkumenn ásamt hvítum mönnum fyrir hönd tekið þátt í íþróttakeppnum Suður-Afríku. Óeirðir voru í miðborg Jóhannesarborgar i Suður-Afríku í gær og særðu blökkumenn tíu hvíta menn hnífstungum, en enginn lét þó lífið í þessum blóðugu átökum. Myndin er frá átökunum, þar fyrir skömmu er ieiddu til þess að 17 menn voru handteknir.— Frelsishreyfíng Palestínu fœr áheyrnarfulltrúa á þingi kjarnorkunefndarinnar — í óþökk Bandaríkjanna, ísraels, Suður-Afríku og Costa Rico Stjórn Alþjóða kjarnorku- manna, PLO, að sendi nefndarinnar samþykkti á áheyrnarfullrúa á þing fundi sínum í Rio de Janeiro í nefndarinnar, sem nú er að gær, uppkast að þvi að bjóða hefjast. Frelsishreyfingu Palestínu- Atkvæði féllu þannig að 46 greiddu atkvæði með tiliög- unni, fjórir á móti og 21 sat hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru ísraelar, Bandaríkja- menn, Suður-Afríkanar og Costa Rica menn. írakar báru frarn þessa tillögu. Ráðstefnan hefst á þriðjudaginn. Dómur yfir Patty Hearst kemur í dag Alríkisdómari í San Francisco mun í dag kveða upp dóm yfir Patty Hearst fyrir þátttöku henn- ar í bankaráni þar I borg árið 1974. Patty Hearst, sem er 22 ára, hefur gengizt undir geðheil- brigðisrannsókn i fangelsinu síðan í marz er hún var fundin sek um að hafa tekið þátt í banka- ráninu ásamt félögum sínum í Symbióneska frelsishernum (SLA), sem rændi henni í febrúar 1974. Dómarinn í málinu, Oliver Carter, kvað upp bráðabirgðaúr- skurð — 35 ára fangelsi — þar til niðurstöður geðrannsóknarinnar- lægju fyrir. Hann lézt skömmu síðar og var þá skipaður nýr dómari, William Orrick. Hann mun í dag hlýða á loka- ræður beggja aðila, sækjanda og verjanda, áður en hann kveður upp endanlegan dón sinn. — Patty á enn yfir höfði sér ákæru vegna skotárásar á verzlun eina í Los Angeles, sem rænd var á meðan hún var i félagi við liðs- menn SA í sextán mánuði. Hún er sögð hafa hafið skothríð á verzlunina til að hjálpa tveimur SLA-félögum, William og Emily Harris, að komast undan þegar upp komst um þjófnað þeirra úr verzluninni. Harris-hjónin hafa þegar verið fundin sek og dæmd í minnst ellefu ára fangelsi fyrir þetta sama atvik. Þau komu í gær fyrir rétt í Berkeley, nærri San Francisco, sökuð um að hafa rænt Patty á sínum tíma. Patty verður „stjörnuvitni" saksóknarans, þegar réttarhöldin i í mannránsmálinu hefjast fyrir | lokuðum dyrum á mánudaginn. í dag verður kvcðinn upp dóinur vfir Patty Hearst fyrir aðild aö bankaráni en fyrri dómur yfir henni, sem hljóðaði upp á alit að 35 ára fangelsisvist. var til vara, eða þar til geðrannsókn iyki og sakhæfni hennar hefði verið metin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.