Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. 9 Hafnarverkamennirnir: Þar gengur eitt yfir alla í bókstaf legri merkingu Þegar togarar koma inn til löndunar iöar allt af athafnalífi við höfnina og ungir og gamlir strita þar baki brotnu til að koma hinum góða feng sem fyrst í vinnslu og verð. En hafnarverkamennirnir taka sér þó hádegisverðarhlé þegar svo ber undir og trítla þá út í gamla togaraafgreiðslukof- ann þar sem „öll“ þeirra að- staða er. Hún er nú reyndar ekki upp á það allra fínasta því í einu litlu og loftlausu her- bergi er fjölda fólks ætlað að skipta um föt, geyma muni sína, fá sér blund í hádeginu o.s.frv. Nei, það þýddi víst lítið að bjóða þannig aðstöðu í fínu frystihúsunum sem verið er að reisa vítt og breitt um landið. Þarna er ekki einu sinni sér skápur þar sem leggja má af sér larfana og verðmæta muni sem stundum þarf að bera á sér. Einkanötuneyti er á staðnum þar sem kaupa má fæði á fullu verði, engar niðurgreiðslur þar, takk. Já, það er víða sparað en Togarinn Karlsefni var nýkominn inn með 150 tonn svo nóg var að gera hjá henni þessari við að þvo iestarbakkana. kannski ekki alltaf á réttum stöðum. Og vist er að hann Jón gamli, sem átti sjötugsafmæli um daginn og hefur unnið við höfnina í 50 ár, er fyrir löngu búinn að vinna til þess að fá smáafkima til að kasta af sér tuskunum og fá sér blund. —JB K Þröngt mega sáttir... gæti verið yfirskrift þessarar myndar. Þarna hefur fjöidi manns eitt herbergi til umráða til að geyma og skipta um föt og oft getur reynzt erfitt að fá snaga. DB-myndir. S.Þ. SKÓIASTJÓRINN 0G FRÆÐSLU- STJÓRINN RÉDU FYRIR RÁÐHERRANN Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra hefur óskað eftir að eftirfarandi skýring hans komi fram vegna skrifa um veit- ingu embættis aðstoðarskóla- stjóra við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Umsækjendur voru þrír, dr. Bragi Jósepsson, blaðamaður, Rögnvaldur Sæmundsson, skóla- stjóri, og Frímann Ingi Helgason, tæknifræðingur. Skólameistari, Guðmundur Sveinsson, segir í bréfi til fræðsluráðs dags. 28. ág.: „Hinn 20. ágúst s.l. rann út um- sóknarfrestur um starf aðstoðar- skólastjóra við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þrjár umsóknir bárust um stöðuna og fylgja þær bréfi þessu. Að vandlega athugðu máli er það tillaga undirritaðs að Rögnvaldur Sæmundsson. verði ráðinn í starí aðstoðarskólastjóra. Tillaga undirritaðs byggist i senn á því að Rögnvaldur Sæmundsson hafi þá fyllstu menntun sem kraf- ist verði til að rækja umrætt starf og óvenjumikla reynslu í skóla- stjórn er hlýtur að teljast ávinn- ingur, einkum þegar hins er gætt að mikið og gott orð fer af forystu hans í þeim skóla, er hann hefur starfað lengst við.“ Afgreiðsla fræðsluráðs Reykja- víkur á fundi 6. sept. 1976 var þannig: „Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til að dr. Bragi Jósepsson verði ráðinn í stöðuna. Rögnvaldur Sæmunds- son hlaut eitt atkvæði en einn seðill var auður. Atkvæðagreiðsla var skrifleg." Menntamálaráðuneytið leitaði umsagnar fræðslustjórans í Reykjavík, Kristjáns Gunnars- sonar. Er hún á þessa leið: „A grundvelli upplýsinga um menntun umsækjenda og starfs- reynslu þeirra við skólastjórn er fram koma í umsóknunum, tel ég með tilliti til gildis beggja þessara þátta að rétt sé að umsækjendur komi til álita viðráðninguístarfið í þessari röð: 1. Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri 2. Dr. Bragi Jósepsson 3. Frímann Ingi Helgason, tækni- fræðingur." Hinn 17.9. 1976 var Rögnvaldur Sæmundsson settur aðst.skólast. um eins árs skeið. Sú ákvörðun er byggð á sömu forsendum og fram koma í fyrrnefndu bréfi skóla- meistara og umsögn fræðslu- stjóra. Auk þess tel ég miklu varða fyrir Fjölbrautaskólann, sem er í mótun, að þar ríki sam- starfsvilji, góðvild og gagnkvæmt traust. Vilhjálmur Hjálmarsson. VARAHLUTURINN Á SVIPSTUNDU FRÁ OSTENDE TIL DALVÍKUR Skömmu fyrir síðustu helgi kom í ljós bilun í skuttogara og var ákveðið að gera við hana á Dalvík. Brátt kom í ljós að vara- hlut vantaði sem var aðeins fáanlegur í Belgíu og því góð ráð dýr því hver dagur er dýr- mætur á togurunum. Ekki stóð vel á flugferðum svo kannað var hvort einhver litlu flugvél- anna í Reykjavík gæti skotizt eftir hlutnum. Svo reyndist vera, því Sverrir Þóroddsson á m.a. tveggja hreyfla Cessnu sem hefur óvenjumikið flugþol, og lagði hún þegar af stað. Flaug hún í einum áfanga til Ostende á föstudag og eftir að varahlut- urinn var kominn um borð og tankarnir aftur fullir í einum áfanga til Dalvíkur og þaðan til Reykjavikur á bensíninu frá Belgíu. Allir urðu ánægðir á laugar- dagsmorguninn, útgerðin að fá varahlutinn og Vilhjálmur Vil- hjálmsson, annar flugmann- anna, að fljúga yfir gamla kunningja úr Sjallanum. — G.S. Með tilkomu umferðarljósanna ættu Njarðvíkingar að geta gengið óhultir yfir Reykjanesbrautina, ekki sízt skólabörnin sem eiga þar leið um oft á dag. A myndinni sést hvar Ingvar Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar Njarðvikur, gengur yfir akbrautina ásamt nokkrum ungmennum skömmu eftir að ljósin voru tekin i notkun. Einnig má greina Albert K. Sanders bæjarstjóra rétt við götuvitann að ræða við iögregluþjónana sem fylgdust með notkun Ijósanna og gangi umferðarinnar. Reykjanesbraut í Njarðvik: NÝ LJOS SKAPA ÖRYGGIÁ AL- RÆMDUM „Núna stöðvast umferðin að óþörfu," sagði Dagbjartur Sigur- brandsson, starfsmaður borgar- verkfræðings í Reykjavík, þegar unglingsstúlka ýtti á hnappinn á nýju umferðarljósunum sem tek- in voru formlega í notkun á mót- um Reykjanesbrautar og Borgar- vegar klukkan eitt í gærdag, — eftir að hún hafði farið yfir gang- brautina, „en ég vona að gang- andi vegfarendur geri slíkt ekki,“ bætti hann Við, ,,þá er hætta á að ökumenn og aðrir sem leið eiga um götuna hætti að virða ljósin og það hefur ntikla hættu í fðr með sér.“ Að öðru leyti gekk vegfar- endum vel að átta sig á umferðar- SLYSSTAÐ ljósunum sem eru hin fyrstu utan Keflavíkurflugvallar. Ástæðan til þess að ljósum hefur verið komið fyrir á þessum fjölfarna vegi er sú að á undanförnum 25 árum hafa þarna orðið 10 banaslys auk margra annarra slysa, sumra alvarlegra, svo timi var fyllilega kominn til að gera eitthvað sem miðaði að því að auka öryggi bæði gangandi og akandi. Umferðarljósin eru af svo- nefndri Pelikangerð, eins og notuð eru víða hér á landi og hafa re.vnzt ýel. Uppsett munu þau kosta talsvert á aðra milljón króna. —emin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.