Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. MWBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Útgefanili Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Berglind Ásgeirsdóttir, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir, Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Algild upplýsingaskylda Embættismenn, sérfræðingar og atvinnustjórnmálamenn hafa margir hverjir mikla ást á leyni- makki. Það kemur við hjartað í þeim, ef hinum almennu borgur- um er kunnugt um, við hvað þeir eru að fást. Þeir magna fyrir sér hin persónulegu óþægindi, sem þeir telja sig hafa af því að þurfa að starfa fyrir opnum tjöldum. Þess vegna vilja þeir, að útvatnað form sé á upptlýsingaskyldu stjórnvalda. Þessir hagsmunir embættismanna, sér- fræðinga og atvinnustjórnmálamanna ganga í berhögg við hagsmuni umbjóðenda þeirra, borgara landsins. Og réttur fólksins í landinu til að vita, hvað er á seyði, á að vera æðri. Með víðtækri upplýsingaskyldu er aðeins verið að reisa brýr milli almennings og valdsins í land- inu yfir þau gil, sem embættismenn, sér- fræðingar og atvinnustjórnmálamenn hafa grafið. Það má hugsa sér virka upplýsingaskyldu á ýmsan hátt. Til greina kæmi, að opinberar stofnanir og ýmsir aðrir mikilvægir aðilar séu skyldaðir til að senda daglega til Þjóðskjala- safns afrit af öllum gögnum, sem verða til í stofnuninni eða berast henni. Þessi gögn séu svo jafnharðan til sýnis á Þjóðskjalasafni. í þessum gögnum eru talin bréf til stofnana og frá þeim og milli stofnana. Ennfremur minnisblöð milli manna í kerfinu. Einnig skýrslur og greinargerðir, ekki aðeins í endan- legum útgáfum, heldur líka í bráðabirgðaútgáf- um. Og loks eru talin munnleg gögn á segul- böndum. Engar undantekningar séu til á þessari upplýsingaskyldu. Hins vegar geti viðkomandi ráðamenn óskað eftir því við sérstakan umboðs- mann alþingis, að sýningu tiltekins gagns sé frestað um ákveðinn tíma, þrjá daga, viku, mánuð, ár og allt upp í fimm ár, ef um viðkvæm utanríkismál er að ræða. Umboðsmaðurinn úr- skurði síðan, hvaða sýningarfrestur skuli veitt- ur. Á Þjóðskjalasafni þarf svo að vera myndar- legur lestrarsalur, þar sem allir borgarar, sem vilja, geti komið og kynnt sér, hvað sé á seyði í kerfinu. Sumir munu vilja kynna sér afgreiðslu og gang mála, sem snerta þá persónulega. Aðrir munu vilja sinna borgaralegum skyldum sínum og nota gögnin sem heimildir að lesendabréfum eða kjallaragreinum í dagblöðum. Líklegt má telja, að helztu fastagestirnir yrðu blaðamenn, sem reyndu að vinza fréttir úr þessum upp- lýsingastraumi. Jafnframt þarf skólakerfið að koma til skjal- anna og þjálfa hina verðandi borgara í að notfæra sér þessa þjónustu. Nemendur fengju það verkefni að fara á Þjóðskjalasafnið, rekja þar gang ákveðins máls, og yrðu svo að tjá sig um málið á eftir, ýmist munnlega eða skriflega. Slík þjálfun á að vera fastur þáttur í borgara- legu uppeldi. Markmið slíkrar upplýsingaskyldu stjórn- valda er, að lýðræðið í landinu fái meira inni- hald. Borgararnir geti gert sér betri grein en ella fyrir þeim málum, sem eru ofarlega á baugi, og framselji ekki endanlega réttindi sín í hendur embættismanna, sérfræðinga og at- vinnustjórnmálamanna, sem smám saman hafa verið að ýta hinum almenna borgara frá stjórn- velinum. . I ÓÞ0LANDI ÓÞOLANDI Laun opinberra starfs- manna eru afar lág. Þau eru að vísu misjöfn, en þegar á heildina er litið eru þau allt of lág. Um það deila menn varla eða ekki. Þegar sagt er hins vegar að laun opinberra starfs- manna — og raunar fleiri — séu misjöfn, þá dugar samt skammt að líta til grunnlauna, þó svo menn geri það gjarnan. Þar kemur annað og veiga- meira til. Nefnilega þeir mögu- leikar sem menn og konur hafa til aukavinnu. Raunverulegar tekjur fjölmargra launþega, en þó fyrst og fremst opinberra starfsmanna, ráðast miklu fremur af því en einhverju sem kallað er grunnlaun. Ónýtt launakerfi Það var bæði rétt og skyn- samlegt sem fram kom í útvarpsviðtali við Eið Guðna- son, fréttamann, I Ríkisút- varpinu á þriðjudagskvöld, þegar hann sagði stutt og ein- faldlega að launakerfi opin- berra starfsmanna væri ónýtt. Þetta vita menn og hafa lengi vitað. Það hefur líka átt sér stað á undanförnum árum að launa- mismunur sambærilegra starfa, annars vegar í ríkisgeiranum og hins vegar i einkageiranum, hefur orðið óeðlilega mikill. Eiður sagði ennfremur í þessu viðtali, að að því er sjónvarpið varðaði væri allt að tíundi hluti starfsfólksins að flýja frá sjón- varpi og í önnur störf, og þá hjá einkafyrirtækjum væntanlega, sem væru betur launuð. Allt er þetta satt og rétt. Ríkisfyrirtæki mega náttúrlega helzt ekki liðast í sundur, og það gildir vitaskuld um sjón- varpið eins og önnur fyrirtæki. Það blasir líka við hverjum manni að af einhverjum ástæðum er launakerfið oröið rammfalskt. Til að mynda eru undirmenn í fjölmörgum ríkis- fyrirtækjum — menntaskólum til að mynda — með mun hærri laun en yfirmenn þeirra, vegna þess að þeir bæta yfirvinnu við grunnlaun sín, þó svo allir í viðkomandi fyrirtæki viti, að bæði starfstími og ábýrgð er minni. Auðvitað er launakerfið falskt að þessu leyti og að öðru ieyti. En við raunverulegar ís- lenzkar aðstæður eru það þó iðulega ekki grundvallarlaun, ekki upp gefin grunnlaun, sem höfuðmáli skipta. Þarna er kannske mesta misræmið að finna. Þarna verður iðulega mismunun þegnanna mest. Víst eru blóðugar tekjur þær, sem öryrkjum eru ætlaðar og oft enginn möguleiki til þess að drýgja þær tekjur. Tekjur þær sem eldri borgurum eru ætlaðar eru ósæmilegar, þó svo einnig þar geti auðvitað verið aðstöðumunur. Lægstu laun verkamanna, þrátt fyrir tíu stunda vinnudag, eru þannig að það er nánast vonlaust að ætla að fleyta á þeim meðalstórri fjölskyldu. Sama gildir um fjöl- margar undirstöðustéttir, iðn- verkafólk til dæmis. En vand- inn er einnig sá að það eru ekki til nógar upplýsingar um það, hversu margir eiga hér raun- verulega í hlut. Dæmin sem maður þekkir sjálfur eru þó allt of mörg — að viðbættri þeirri óskráðu reglu, að þeir kvarta kannske sjaldnast sem verst eru settir. Það gildir samt um f jölmarga opinbera starfsmenn og ein- hvern hluta launþega — hversu stóran veit raunar enginn — að upp gefin grundvallarlaun eru ekki aðalatriðið eða ákvarð- andi um tekjur þeirra, heldur hitt, hversu mikla aukavinnu þeir vinna, hvernig hinir ýmsu sérsamningar eru, hver fríðindi starfið veitir og svo framvegis. Þá er það einnig svo, að í einkageiranum, þar sem verk- fallsréttur er lögleyfður, er aðstaða manna til að heyja verkföll ákaflega misjöfn. Dæmi um það hvar þetta er komið út í algjörar öfgar er svokallaður verkfallsréttur flugmanna. Flugmenn, og fjöl- margir aðrir hópar, sem hafa áhrif á það hvort flugvélar fljúga eða ekki, hafa aðstöðu sem upphafsmenn verkfalls- réttar gerðu ekki ráð fyrir: Þeirra verkfallsréttur er nánast orðinn að fjárkúgunar- tæki. Og flugmenn hafa mis- notað þennan rétt sinn. t þeim efnum að minnsta kosti þarf að gera uppskurð á vinnulöggjöf- inni, annaðhvort með því að setja allt fólk sem við flug vinnur í eitt og sama verkalýðs- félagið, þá sem þvo gangana 1 flugstöðvarbyggingunni og flugmenn, og láta síðan semja I heilu lagi, eða þá beinlinis með harðari aðgerðum stjórnvalda Svokölluð verkalýðsbarátta flugmanna er táknræn fyrir frekjulega kjarabaráttu sem hefur gert þjóðfélagið verra og óréttlátara en það annars þyrfti að vera. Gera má ráð fyrir að innan sjónvarpsins, þar sem verkfall rlkir í raun, þegar þetta er ritgð, gildi svipað ástand eins og almennt á vinnumarkaðin- um. Eins og allir opinberir starfsmenn hefur sjónvarps- fólk lág laun og hefur að und- anförnu dregizt langt aftur úr sambærilegum störfum sem unnin eru í einkageiranum. Þar fyrir utan má gera ráð fyrir að innan stofnunarinnar sjálfrar gildi miklu meiri munur en grunnlaunaskráin gerir ráð fyrir. Þessi mismunur ræðst meðal annars af möguleikum hinna einstöku starfsgreina til þess að vinna eftirvinnu. Auðvitað fá menn ekki há laun Lokun Tónabœjar gœti haft hroða- legar afleíðingar Æskulýosráð Reykjavíkur hefur ákveðið að dansleikja- hald skuli lagt niður í Tónabæ, eina skemmtistað þeirra íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins sem ekki hafa aldur til að sækja vínveitingastaðina. Þetta verður að vísu aðeins gert um tveggja mánaða skeið — og þó ekki alveg, þvi tvisvar í viku verða hljómplötudansleikir; á föstudögum fyrir sautján ára og eldri og á laugardögum fyrir 15—17 ára. í nýrri samþykkt Æskulýðs- ráös, sem hlotið hefur blessun borgarráðs, segir svo i kaflan- um Skammtímalausn: „Að loknu því tímabili verði gerð ítarleg úttekt á því hvernig til hefur tekizt. I samræmi við þær niðurstöður verði ákvörðun tekiri um framhald á dans- leikjahaldi á staðnum.“ Með þessari ákvörðun sinni fylgir Æskulýðsráð Reykjavík- ur nokkuð í kjölfar skólastjóra gagnfræðaskólanna í Reykja- vik, sem fyrir nokkrum misser- um bönnuðu alla hljómsveita- dansleiki í skólum sínum. Þó segir i greinargerð Æskulýðs- ráðs um málefni Tónabæjar, að sú stefna skólastjóranna i skemmtanamálum nemenda sé „fráleit". Aðsókn að skemmtunum í skólum borgarinnar minnkaði stórlega eftir að hljómsveitir hættu aö fá að leika þar - en það var byggt á þeirri forsendu, að liðsmenn hljómsveitanna æstu til óláta og jafnvel drykkju á dansleikjum þar. (Það minnir raunar einna helzt á hljómplötubrennur amer- ískra guðsgeldiriga, serr. telja sítt hár og rokktónlist eina af höfuðsyndunum ).Það er því stórlega hætt við, að aðsóknin að Tónabæ minnki einnig mjög við það að þar verður framvegis — að minnsta kosti næstu tvo mánuði, síðan kannski ekkert meir — miklu minni aðsókn en verið hefur. Hluti þess spenn- ings, sem fylgir því að vera unglingur og það, sem gert hefur Tónabæ að vinsælum og vel reknum skemmtistað, eru hljómsveitir. Plötur eru góðar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.