Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐTÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. 11 nema með mikilli vinnu. En til að mynda almennt skrifstofu- fólk hefur að auki ekki slíka möguleika. Gizka má á að slíkt gildi einnig um flesta tækni- menn. Alla vega er ljóst að launaástandið er víðast loðið og óhreinlegt. Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason En það eru lög í landinu Það er rétt: Launakerfið er ónýtt. Því þarf ekki að breyta, því þarf að bylta. Efnað sam- félag eins og okkar þarf ekki að skapa þær tvær þjóðir í landi sinu, sem Disraeli reit um á Bretlandi fyrir meira en öld, hina ofríku og hina þurfandi. Samfélag eins og okkar sem gæti verið siðað, á að tryggja öllum þegnum sínum rúmlega sæmandi laun, svo má deila um hitt: Hvernig við skiptum því sem þá gengur af. En það breytir ekki hinu að það eru lög í landinu. Einstakl- ingar eða hópar eiga ekki að taka lögin í sínár hendur við venjulegar aðstæður. Að vísu , getur ástand verið orðið svo al- varlegt að nauðsyn brjóti lög. Víst eru laun flestra sjónvarps- starfsmanna lág. En það er sama, verkfall opinberra starfs- manna er ólöglegt, oe svo djöfulleg eru kjör þessa fólks ekki, að það réttlæti ólöglegt verkfall þeirra. Fólk veit það, þegar það ræðst í opinbera þjónustu, að enn sem komið er hefur það ekki verkfallsrétt, en ýmis fríðindi í staðinn, ævi- ráðningu, stundum mötuneyti og hitt og þetta. Lög eru sam- eiginlegt tæki þegnanna til þess að halda þjóðfélaginu sam- an. Það er réttur hvers manns að berjast fyrir verkfallsrétti, en réttur hans er ekki að brjóta lögin, heldur að reyna að breyta þeim. I fyrrgreindu útvarpsviðtali gerði Eiður Guðnason sig sekan um alvarlegan misskilning. Hann sagði að sænsk sjónvarps- stúlka hefði sagt sér að sér þætti fáránlegt að íslenzkir sjónvarpsmenn hefðu ekki verkfallsrétt — þetta væru grundvallarmannréttindi . hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er skoðun út af fyrir sig. Nú er það samt svo að Eiður Guðna- son, starfsfólk sjónvarps, eða starfsfólk hvaða annars fyrir- tækis sem er, ákveður ekki landinu lög. Til þess höfum við alþingi, þó ómerkilegt sé. Vissulega eru laun fjöl- margra sjónvarpsstarfsmanna lág, vissulega er launakerfið ónýtt. Enginn veit hversu miklir fjármunir hverfa í skatt- svikum eða spilltum útlánum bankanna. Öllu þessu þarf að breyta. En það er óþolandi og það verður að sporna gegn því að óánægðir einstaklingar eða hópar ákveði fyrir sig, hvað séu landslög. Slíkar lögleysur hljóta að enda með skelfingu, á launamarkaði enda þær með því að þeir sem sterkasta hafa aðstöðuna kúga hina, sem hafa veikari aðstöðu, þar fara frum- skógarlögmál að gilda að nýju. Og hver vill það? Það sem ríkisstjórn œtti að gera Rikisstjórn landsins er öðru fremur til þess að halda uppi lögum, réttlæti og sanngirni, skyldi maður ætla. Ríkisstjórn- in ætti að vita það að fjölmörg- um opinberum starfsmönnum — og miklu fleirum — hefur fyrir löngu ofboðið lág laun og umfram allt aðgerðarleysi stjórnvalda. Ríkisstjórnin átti fyrir löngu að hefja leiðrétt- ingu þessara mála. Alla vega hefði ríkisstjórnin þegar á fyrsta degi, þegar hún sá ein- beitni starfsfólksins, átt að lofa að hefjast handa um einhverja leiðréttingu, éi'tthvert heildar- skinulag í þessum efnum. En á sama tíma hefði ríkis- stjórnin átt að snúast með full- um krafti gegn lögbrotum starfsfólksins. Það hefði átt að gefa því skamman frest til þess að hugsa ráð sitt, þá segja því upp. Það eru lög í landinu, og þeim ber að framfylgja. Ef ekki fæst fólk til þess að reka sjón- varp — þá leggjum við sjón- varp niður um sinn. Og ætli það hefðu ekki einhverjir fengizt, þegar um hægðist, til þess að vinna við þennan fjölmiðil. En slíkt er auðvitað ekki hægt að gera nema á sama tíma sé hafizt handa tím að leiðrétta það sem óánægju veldur og augljóslega á við rök að styðiast. Þetta hefði að minnsta kosti venjulég stjórn getað gert á venjulegum tímum. Sú stjórn hefði tilkynnt um sanngjörn framtíðarmarkmið, sú stjórn hefði raunar fyrir löngu byrjað allsherjarhreingerningu. En í landinu situr ekki venju- leg stjórn, og það er lóðið. Hún hefur ekki sinnt þessu fólki, og það finnur að almennt ástand er þannig að það tekur lögin i sínar hendur. Og hvað á ríkisstjórnin að gera? Hvaða ráðherra á að senda til þess að reyna að segja fólkinu að hætta að brjóta lög — leikreglur samfélagsins — og reyna heldur að koma málum sínum fram eftir þeim leikreglum, sem samfélagið gerir ráð fyrir? Á að senda þann sem fékk Volvobílinn sinn afgreiddan 1 banka eftir að bankarnir höfðu lokað á allan almenning þar sem þeir voru að fara að fella gengið? Á hann að segja fólk- inu að hlíta leikreglum sam- félagsins? Það er hætt við að fólkið mundi brosa. Á að senda ráðherrann sem keypti húsið sitt af stórfyrir- tæki á kjörum svo ótrúlegum, að um slíkt gerast ekki önnur dæmi, á sama tíma og stórfyrir- tækið átti undir ríkisstjórnina að sækja? Á hann að segja fólkinu að hlíta leikreglum samfélagsins? Það er hætt við að fólkið mundi hlæja. Á að senda ráðherrann sem lét ráðuneyti sitt halda verndarhendi yfir flokksvinum sem höfðu tekið traustataki vfn úr áfengisverzlun og svikið stórfé út úr ríkissjóði. Á hann að segja fólkinu að hlíta leik- reglum samfélagsins? Það er hætt við að fólkið mundi reiðast. Á að senda ráðherrann sem fékk 5,7 milljónir króna lánaðar I banka til átta ára, á meðan landsbankastjórinn lýsir því fjálglega f sjónvarpi, að bankinn lánaði ekki með þessum hætti? A hann að segja . fólkinu að hlfta leikreglum samfélagsins? Þá er hætt við að fólkið færi að ókyrrast. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk með lág laun, eins og margt þessa fólks vissulega er, telji sér skylt að hlfta reglum samfélagsins? Það veit sem er að þeir sem þessu eiga að stjórna hafa engan móralskan styrk, þeir eru búnir að fyrir- gera öllu trausti. Hafi einhvern tíma verið ástæða fyrir for- Þætisráðherra til þess að lfta sitt nánasta umhverfi alvarleg- um augum, þá er það um þessar mundir. Á morgun Það er hætt við að framtíðin beri þessa hættu í skauti sér. Það er hætt við að fleiri ein- staklingar, fleiri hópar, rísi upp og neiti að hlýða leikreglum samfélagsins, fari að taka lögin í sínar hendur. Fólkið fær að vita meira en það áður fékk, og menn láta ekki ofbjóða sér endalaust. Þess vegna er rfkis- valdið máttlaust og í raun óhæft að stjórna. Leikreglur samfélagsins eiga að vera sanngjarnar. Þær eiga sífellt að breytast í Ijósi nýrrar upplýsingar og breyttra að- stæðna. En þessar leikreglur á ekki að brjóta, og rfkisstjórn á meðal annars að vera til þess að sjá svo um að þær séu ekki brotnar. Það er fyrirmyndar- ástand. En stundum verða ríkisstjórnir óhæfar. Þessi er það. Þess vegna fer starfsfólkið sfnu fram, snjóboltinn heldur lfklega áfram og það er hætta á að hann verði stærri, stærri, stærri. út af fyrir sig, en reynslan hefur sýnt, að þær nægja ekki. En hvert fara þá þeir, sem til þessa hafa sótt dansleiki í Tónabæ, og þykir — þegar fram í sækir — ekki nægjan- legt að fara á hljómplötudans- leiki? Aðsókn að vinveitinga- stöðunum kann að aukast og fleiri undir lögaldri reyna að komast þar inn — og vafa- laust komast fleiri þar inn en nú. Og er þá vandamálið úr sögunni? Alls ekki, það hefur einfaldlega verið flutt til. Það hefur auk þess ekki aðeins verið flutt yfir á vínveitinga- staðina, heldur einnig á götuna. í nefndri greinargerð Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur segir samkvæmt viðtali við „einn af yfirmönnum lögreglu.. að þegar Þórskaffi var lokað f sumar jókst mjög umferð unglinga í miðborginni." Þess er skemmst að minnast, að þegar Tónabæ var lokað um tvær helgar, fjölgaði ungling- um í miðborginni að næturlagi enn, svo lá við „17. júní stemmningu“. En ekki er vfst að það hafi verið unglingar, sem að öðrum kosti hefðu verið í Tónabæ á dansleik. Vanda- málið þar hefur aldrei verið inni í húsinu, heldur fyrir utan það. En Æskulýðsráð skýtur sér undan þeim vanda með því að gefa dansleikjum f Tónabæ banvæna sprautu. Til allrar hamingju áttar ráðið sig þó á því. 1 upphafi greinargerðarinnar segir: „...vandamál unglinga hvað snertir þörf til skemmtana verður ekki leyst með lokun Tónabæjar." Ráðið treystir sér samt ekki til að reka staðinn „við það ástand er hafði skapast sfðla sumars 1976.“ Davfð Odds- son, formaður þessa makalausa ráðs og fulltrúi borgarbúa í stjórn borgarinnar, tók nokkuð dýpra í árinni í viðtölum við fréttamenn þegar staðnum var lokað til bráðabirgða á dögun- um. Hann vill ekki „bera ábyrgð" á því, sem þar gerist fyrir utan. Davíð ætti þá kann- ski að gera eitthvað annað en að vera formaður Æskulýðsráðs Reykjavfkur, á einhverjum þeim vettvangi þar sem hann þarf ekki að „bera ábyrgð á“ þeim vanda sem blasir við. Þá væri líka úr sögunni sú áhætta, að hann tapaði atkvæðum. En í tillögum vinnunefndar — sem vissulega hefur unnið vel eftir þeim fyrirmælum, sem ráðið fékk henni — er bent á leið til úrlausnar þeim vanda, sem við var að glíma og Ieiddi til lokunar Tónabæjar — ergo: aukningu vandans. Það kemur fram í öðrum tölulið skamm- tímalausnakaflans, að viljayfir- lýsing lögreglu um aukið eftir- lit f hverfinu (norðanverðu Hlíðahverfi) liggi fyrir.Á þeirri1 forsendu leggur. vinnunefuum til (og bæði ÆR og borgarráð leggja blessun sína yfir tillög- urnar) að: a) Rekin verði útideild í svipuðu formi og gert hefur verið í tengslum við starfsemi Fellahellis... 'd) Reynt verði að draga úr söfnuði unglinga utandyra með Kjallarinn Ómar Valdimarsson aukinni samvmnu við lögreglu og starfsemi útideildar Væri ekki heppilegra að leysa vandann með því að fara eftir þessum tillögum, f stað þess að smádrepa dansleikina og hefja 20—30 milljón króna breyt- ingarframkvæmdir við húsið svo það verði nothæft sem „félagsmiðstöð hverfisins", þegar fyrir liggur að vandinn er ekki inni f húsinu? í tillögum vinnunefndar- innar er gert ráð fyrir ýmsum frekari aðgerðum til úrbóta, en þær miðast flestar við að skemmtistaðurinn Tónabær verði lagður niður, enda beri að stefna að þvf að „unglingar á skyldunámsstigi þurfi ekki að sækja skemmtanir út fyrir sitt skólahverfi." . Starfsmenn Æskulýðsráðs haía sagt mér frá því, að félagsmiðstöðvarnar í úthverfum borgarinnar, t.d. Fellahellir, séu oft á tfðum tómar þegar dansleikir eru haldnir í Tónabæ. Það er eðli- legt, að fólk leiti út fyrir heimili sín (ekki sízt í Fella- hverfi Breiðholts, fyrsta sér- hannaða „slömminu" á Islandi) að félagsskap og skemmtun, að minnsta kosti endrum og eins. Hér má einnig benda á, að í Fellahelli og hinum félagsmið- stöðvunum tveimur eru ekki hljómsveitir, heldur aðeins sk. „diskótek". Fólk vill heyra lif- andi tónlist — diskótek á borð við Óðal og Sesar draga að með öðru, nefnilega áfengisveiting- um. Þar er komið að miklu stærra vandamáli — sem er raunveru- legt vandamál. Svokallað „Tónabæjarvandamál" er aðeins hluti af þvf vandamáli- — og raunar afleiðing. Starfs- menn Tónabæjar hafa sagt mér og öðrum frá því, að þegar þeir flytji drukkna og ósjálfbjarga unglinga, suma um fermingu, heim að loknu kvöldi f eða við húsið, þá sé ástand foreldranna heima fyrir stundum miklu verra en það hefur nokkurn tíma verið við Tónabæ. Áður en það unga fólk, sem hefur sótt Tónabæ, varð til var til annað ungt fólk. Það unga fólk tók þátt í Hreðavatns-, Þjórsárdals- og Þórsmerkurævintýrunum forðum. Ég fór á eina síðustu stórhátíðina sem haldin var f Þórsmörk. Siðan hef ég farið á margar útisamkomur, sveita- böll og dansskemmtanir f Reykjavík. Hvergi hefur ástandið verið f likingu við það, sem það var í Mörkinni forðum — þegar foreldrar Tónabæjar- unglinganna voru að skemmta sér úti f náttúrunni. Vinnu- nefnd Æskulýðsráðs Reykja- víkur víkur að þessu í greinar- gerðinni, þar sem segir að „svo virðist sem uppeldi íslenzkrar æsku sé í mörgu áfátt.“ Tónabæjarvandinn er aðeins örlítið brot af þeim félagslega vanda, sem við blasir. En það leysir engin vandamál að loka Tónabæ (að vísu segir í tillög- um nefndarinnar, að eftir það tveggja mánaða tfmabil, sem gera á tilraunir með hljóm- plötudansleiki í Tónabæ „verði gerð ítarleg úttekt á því hvernig til hefur tekizt", og að í samræmi við þær niðurstöður „verði ákvörðun tekin um framhald á dansleikjahaldi á staðnum“). Vandinn er aukinn og fluttur af herðum ráðsins — sem vissulega á ekki eitt að hafa áhyggjur af honum, heldur við öll — á aðra staði, einkum þó og sér í lagi götuna. Vonandi sér Æskulýðsráð að sér og heldur Tónabæ opnum á sama hátt og fyrr jafnframt þvf sem tekizt verður á við íslenzka siðferðið á öðrum sviðum. En fyrst og sfðast hlýtur nátt- úrlega að vera ósk manns, að ráðið hafi rétt fyrir sér um lok- unina og að hún leysi einhvern vanda. Annað gæti haft hroða legar afleiðingar. Ómar Valdimarsson blaðamaður. ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.