Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. 22 9 STJÖRNUBÍÓ M LAUGARASBIO I Emmanuelle 2 Heimsfræg ný frönsk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Sylvia Kristel, Unberto Orsini, Catherine Rivet. Enskt tal, íslenzkur texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miðasala frá kl. 4. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskírteini. Hækkað verð. TÓNABÍÓ Wilby samsœrið. Barizt unz yfir lýkur (Fight to the death) Ný hörkuspennandi sakamála- mynd í litum. Leikstjóri: Jose Antonio de la Loma. Aðalhlut- verk: John Saxon og Francisco Rabal. Sýnd kl.5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Isl. texti. Síðasta tœkifœrið Æsispennandi og djörf ítölsk kvikmynd sem gerist í Kanada og fjallar um gimsteinarán og óvænt endalok þess. Aðalhlutverk: Elí Wallach og Ursula Andress. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. f' AUSTURBÆJARBÍÓ (The Wilby Conspiracy) Mjög spennandi og skemmtileg ný mynd með Michael Cain og Sidney Roitier í aðalhlutverkum. Leikstjóri: Ralph Nelson. Bókin hefur komið út á íslenzku undir nafninu Á valdi flóttans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. 9 HAFNARBÍO I Sprenghlægileg og hrollvekjandi ný bandarísk litmynd með STELLASTEVENSog RODDY MCDOWALL Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.3, 5, 7, 9 og 11. íslenzkur texti Eiginkona óskast (Zandy’s Bride) Áhrifamikil og mjög vel leikin, ný, bandarísk kvikmynd í litum og Panavision. UV ULLMAN, GENEHACKMAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. Spennandi bandarísk sakamála- mynd í litum. James Garner Katharine Ross. £ýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Dularfullt dauðsfall 9 NYJA BIO I W.W. og Dixie. Spennandi og bráðskemmtileg ný bandarísk mynd með ísl. texta um svikahrappinn síkáta, W.W. Bright. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Conny Van Dyke, Jerry Reed og Art Carney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ------------------> HÁSKÓIABÍÓ Samsœri (The Parallax View) Heimsfræg, hörkuspennandi lit- mynd frá Paramount, byggð á sannsögulegum atburðum eftir skáldsögunni „The Parallax View“. ísienzkur texti. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Paula Prentiss. Sýnd kl. 5, 7 og 9 í dag vegna mikillar eftirspurnar. Útvarp í kvöld kl. 20,40: „Gamli hundurinn" HUNDAR EIGA AÐ FÁ AÐ DEYJA ER KALLIÐ KEMUR „Ég er mikill dýravinur og þó sérstaklega hundavinur," sagði Ásgeir Guðmundsson iðnskólakennari, sem flytur htigleiðingu í kvöld er hann nefnir „Gamli hundurinn.” „Ég átti tík, sem hét Táta,“ sagði Asgeir. Hún var hjá okkur frá 6 vikna aldri þangað til hún dó eðlilegum dauðdaga 12V4 árs. I þessu erindi minu vil ég benda fólki, sem á hunda, á mikilvægi þess að hundar, sem eru orðnir fullorðnir og farnir að tapa einhverju af léttleika hvolpsins, fái að lifa áfram. Það á að reyna að hjálpa þeim á allan mögulegan hátt til þess að lifa eðlilegu lífi og svo fái þeir að deyja þegar kallið kemur eins og við.“ Þá vitnar Ásgeir í orð Tómasar Guðmundssonar skálds um svipað efni, en Tómas er mikill hundavinur. Ásgeir hefur mikið starfað að dýravernd og skrifað í blöð um það efni jafnframt því sem hann hefur talað í útvarp. -EVI. Ásgeir Guðmundsson er mikill áhugamaður um dýravernd. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Sjónvarp Útvarp Útvarp kl. 21,15: I deiglunni „Dvinandi áhugi hér á er situr enn að segir Baldur Guðlaugsson „Tekst að ljúka gerð nýs haf- réttarsáttmála” er yfirskrift þáttarins I deiglunni, sem er á dagskrá útvarpsins I kvöld eftir lestur verðurfrétta kl. 22.15 Stjórnandi þáttarins er Baldur Guðlaugsson lögfræðingur. Viðmælendur Baldurs verða alþingismennirnir Eyjólfur Konráð Jónss. og Magnús Torfi Ölafsson, sem báðir eru ný- komnir frá New York. þar sem þeir sátu á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. „Velt verður vöngum yfir stöðunni á ráðstefnunni eins og hún er nú og vikið að úrlausn ýmissa mála og mismunandi viðhorfum til þess sem fram hefur komið,“sagði Baldur. „Það er ástæða til þess að minna alþjóð á að ráðstefnan er enn að störfum, þótt áhuginn á henni hafi óneitanlega dvinað hér á landi eftir að við færðum landhelgina út i 200 milur.” sagði Baldur ennfremur. A.Bj. Stjórnandinn Baldur Guðlaugsson. UMRÆÐUÞÁTTURINN FELLUR NIÐUR I kvöld átti að vera á dagskrá sjónvarpsins umræðuþáttur um afbrotaöldu þá sem hér hefur gengið yfir að undanförnu. Stóð til að Svala Thorlacius stýrði umræðunum en af sýningu þáttarins getur ekki orðið vegna verkfalls sjónvarpsstarfsmanna. -A.Bj. Q Útvarp i Grigory Feigin og Valentin Feigin leika Tríó í d-moll fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Glinka. Andrée Isselee og André Douvere leika „Gosbrunninn", tónverk fyrir flaut og selló eftir Villa- Lobos. föstudagur 24. september Í2.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Grœnn varstu, dalur'* eftir Richard Uowelyn. ólafur Jóh. Sigurðsson íslenzkaði. Oskar Halldórsson les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Igor Shukoff, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom 17.30 Ferðaþnttir eftir Bjarna Snmunds- son fiskifrnðing. óskar Ingimarsson k*s úr bókinni ..Ihn láð og lög'* (17) 18.00 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Daglegt mél. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Iþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.00 Sinfpniskir tónleikar fré svissneska utvarpinu. Flytjendur: La Suisse Romande hljómsveitin og Lola Bobesco fiðluleiKari. Stjórnandi: Armin Jordan. a. Symphonie Espagnole fyrir fiðlu og hljómsveit op. 21 eftir Edouard Lalo. b. „Keisara- valsinn" eftir Johann Strauss. 20.40 Gamli hundurinn. Ásgeir Guðmundsson iðnskólakennari flytur hugleiðingu. 20.55 Fré tonlistarhatíö í Björgvin. a. Ursula og Heins Hollinger leika á hörpu og óbó: 1. Andante von varia- zioni I F-dúr eftir Rossini. 2. Dúó nr. 2 í B-dúr eftir Boieldieu. 3. Ar\dante sostenuto í f-moll eftir Donizetti. b. Edith Tallaug syngur „Chansons madécasses'* eftir Ravel: Robert Levin leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „öxin'* eftir Mihail Sadoveanu. Dagur Þorleifsson les þýðingu sína (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. I deiglunni. Baldur Guðlaugsson sér um viðræðuþátt. 22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. 9 ^ Sjónvarp D Föstudagur 24. september 20.00 Fréttir og voður. 20.30 Auglýsingar og dagskré. 20.40 Eldurinn og eöli hans. Fræðslumynd um eldsvoða og margvísleg upptök þeirra. Þýðandi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 20.55 Afbrotaaldan. Umræðuþáttur um þá afbrotaöldu, sem gengið hefur yfir að undanförnu. Umræðunum stýrir Svala Thorlacius, lögmaður, en meðal þátttakenda eru ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, Sigurður Líndal, forseti lagadeildar, og Jónas Krist- jánsson, ritstjóri. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.35 A mannaveiöum. (From Hell to Texas). Bandarísk bíómynd frá árinu 1958. Aðalhlutverk Don Murray og Diane Varsi. Tod Lohman fær vinnu hjá stórbónda. Sonur bónda deyr af slysförum, en Tod er talinn valdur að dauða hans. Hann leggur á flótta, en bóndi eltir hann ásamt hópi manna. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.10 Dagskrérlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.