Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. Útvarp 22 Sjónvarp BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi m Simi 8-59-44 Lítið inn, það borgar sig til kl. 10 á | föstudögum og til hádegis á laugardögum \ BOLSTRUM OG KLÆÐUM GÖMUL HÚSGÖGN BORGARHUSGOGN GRENSÁSVEGI - SÍMAR 85944 OG 86070 Sjónvarp kl. 21,35 i kvöld: Vestri á skjánum en ekki við hœfi barna I kvöld fáum við að sjá vestra í sjónvarpinu. Er það bandarísk bíómynd frá árinu 1958 og nefnist Á mannaveiðum, (From Hell to Texas). Aðal- hlutverkin leika Don Murray, Diane Varsi og Chill Will. Kvikmyndabibiían okkar gefur þessari mynd ekki nema tvær og hálfa stjörnu, en þar segir jafnframt að þetta sé at- hyglisverður vestri, sem fjalli um ungan kúreka sem Don Murray leiki. Hann reynir að hafa hægt um sig og verða ekki á vegi byssuglaðra náunga sem láta gamminn geisa um sveitina hans. Hann ræður sig f vinnu til bónda nokkurs en sonur bóndans ferst af slysförum og er honum kennt um. Bóndinn eltir hann ásamt flokki manna. Þýðandi myndarinnar er Kristmann Eiðsson. Nú er betra að börnin séu komin í bólið áður en sýningin hefst, þvi myndin er alls ekki talin við hæfi barna. Sýningar- tíminn er ein klukkustund og þrjátíu og fimm mínútur. -A.Bj. Lék fyrst í „Sámsbœ" Unga stúlkan sem leikur í sjónvarpskvikmynd kvöldsins, Diane Varsi, er fædd 1938. Fyrsta hlutverk hennar var er hún lék Allison MacKenzie í Payton Place (Sámsbær í ís- lenzku þýðingunni). Fékk hún Óskarsverðlaun fyrir frammi- stöðu sína. Kvikmyndabærinn Holly- wood stóð síðan á öndinni af . undrun þegar hún neitaði mörgum góðum hlutverkum, hverju á eftir öðru. Hún gaf aldrei skýringu á þvf háttalagi sínu. En allt í einu tók hún svo hlutverki í kvikmyndinni sem við fáum að sjá í kvöld. Sama ár og sú mynd var tekin (1958) lék hún í annarri, Ten North Frederick, og það fékk svo mikið á hana að hún fékk taugaáfall. Smám saman náði hún sér þó á strik aftur og lék í nokkrum minni háttar myndum, þeirri síðustu árið 1970. -A.Bj. Chill Wills og Diane Varsi i hlutverkum sínum. LAGDI GJÖRVA HÖND Á ÝMISLEGT ÁÐUR EN HANN KOMST Á SVIÐIÐ w i/ Nmi NYTT! Leikarinn Don Murray, sem fer með hlutverk kúrekans í vestra kvöldsins, er fæddur í Hollywood árið 1929 og er sonur leikstjóra og fyrrverandi Ziegfield dansmeyjar. Hann vann ýmis störf í leikhúsinu, áður en hann komst upp á leiksviðið sjálft. Það tókst honum árið 1948 og á næstu árum gat hann sér góðan orð- stír í ýmsum hlutverkum á leik- sviðinu. Hann hefur leikið i all- mörgum kvikmyndum, en einna þekktastur er hann fyrir hlutverk prests í kvikmyndinni The Hoodlum Pripst. Þar var hann meðrithöfundur og meðleikstjóri og fyrir frammi- stöðu sfna fékk hann verðlaun á kvikmyndahátíðinni f Cannes árið 1961. -A.Bj. Don Murray fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir franmistöðu sína i kvik- m.vndinni The Hoodlum Priest. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFASETTUM MÖGULEIKAR 10% AFSLÁnURAF lU/O OLLUM AKLÆÐUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.