Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 6
* Innbyrðis tengsl reikningshafanna: LEIÐIN LIGGUR í — forsvarsmenn hússins og tveir aðrir eiga aðild að flestum tékkanna Nafnalisti var valinn í fram- haldi kæru Seðlabanka tslands til Sakadóms Reykjavíkur vegna meints tékkamisferlis forsvarsmanna Veitingahússins Borgartún 32 og Hreiðars Albertssonar. Nöfnin voru valin vegna meintra tcngsla innbyrðis. Samkvæmt framburðum 'Veikningshafa eru tengslin þessi: 1.-2. Jón Ó. Ragnarsson og Ásgeir H. Eiríksson eiga ásamt forsvarsmönnum Veitinga- hússins Borgartún 32 aðild að flestum tékkanna og þessir aðilar allir tengjast. 3-4. Forsvarsmaður Veitinga- hússins er nú aðallega Magnús Leópoldsson, en Sigur- björn Eiríksson á húsið sem veitingahúsið starfar í og tékkatengsl eru mikil þarna á 5. Guðmundur Þorvar Jónasson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni og forsvarsmönnum Veitingahúss- ins Borgartúni 32. 6. Asgeir H. Magnússon tengist Jóni Ó. Ragnarssyni og Ásgeiri H. Eiríkssyni. 7. Hreiðar Albertsson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni, Veitinga- húsinu, Borgartúni 32, Jóni Ó. Ragnarssyni og Eyþóri Þórarinssyni. 8. Eyþór Þórarinsson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni, Hreiðari Albertssyni og forsvars- mönnum Veitingahússins Borgartún 32. 9. Sigurjón Ingason tengist forsvarsmönnum Veitinga- hússins Borgartúni 32. 10. Arent Claessen tengist Jóni Ragnarssyni. 11. Guðjón Styrkársson tengist Jóni Ragnarssyni. 12-13. Haukur Hjaltason og Valdimar Olsen ávísa hvor á sinn reikninginn ásamt Ásgeiti H. Eiríkssyni. Hver hlutur þeirra er í útgefnum ávísunum er óljós enn. 14, 15, 16, 17. Hrafnhildur Valdimarsdóttir er kona Jóns Ó. Ragnarssonar, Jóna Sigurðardóttir er kona Ásgeirs H. Magnússonar, Björk Vals- dóttir er kona Magnúsar Leópoldssonar, Sigríður Sörensdóttir er starfsstúlka í Veitingahúsinu Borgartún 32. Sammerkt aðild þessara kvenna er það að þær segjast gefa út tékka og vera skrifaðar fyrir reikningum, sem aðrir sjái alfarið um. Tengsl þau, sem hér er rætt um, eru samkvæmt fram- burðum reikningshafa lán, sem gengið hafa á milli þeirra. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. ................. \ KLÚBBINN HÉR ER LISTINN Listi yfir þá sem vfirheyrðir hafa verið fyrir meint tékkamis- ferli. 1. Jón Ö. Ragnarsson, veitingamaður, Þórscafé, Valhöli, Hafnarbíó. 2. Asgeir H. Eiríksson, sölumaður. 3. Magnús Leópoldsson, frkvstj. Kiúbbsins. 4. Sigurbjörn Eiríksson, eigandi Klúbbsins. 5. Guðmundur Þorvar Jónasson, eig. Verzl. Kópavogur. 6. Asgeir H. Magnússon, stórkaupmaður. 7. Hreiðar Aibertsson, bifreiðarstjóri. 8. E.vþór Þórarinsson, bifreiðarstjóri. 9. Sigurjón Ingason, lögregluþjónn. 10. Arent Claessen stórkaupmaður. 11. Guðjón Styrkársson, lögfræðingur. 12. Valdimar Olsen, skrifstofumaður í Þórscafé. 13. Haukur Hjaltason (hefur verið yfirheyrður sem vitni. Tékkaútg. og framsöl enn óljós). 14. Hrafnhildur Valdimarsdóttir. 15. Jóna Sigurðardóttir. 15. Björk Valsdóttir. 17. Sigriður Sörensdóttir. Fleiri hafa enn ekki verið yfirheyrðir fyrir meint tékkamisferli í þessari rannsókn enda eru ekki aðrir kenndir við þá reikninga sem enn hafa verið teknir til rannsóknar. - Tvö ný Ferðafélagshús: Opna nýja gönguleið milll Þórsmerkur og Landmannalauga Tvö sæluhús hafa nú bælzt í eigu Ferðafélags íslands.Voru þau smíðuð i surnar og þykja mjög hentug og skemmtileg. Annað þeirra hefur þegar verið flutt inn á Emstrur sem eru aust- an við Markarfljót, milli Þórs- merkur og Hvanngils. Sökum ófærðar hefur ekki enn tekizt að Merki Sjálfsbjargar og ársrit verða seld á sunnudaginn kemur. Er þetta átjándi fjáröflunar- og kynningardagur Sjálfsbjargar. Helzta verkefnið núna er að safna fé fyrir innréttingu fjögurra hæða þar sem fyrirhugað er að verði 36 íbúðir. Er þetta i koma hinu húsinu á áfangastað en hann hefur verið ákveðinn í Reykjadal, sem er fyrir austan Hrafntinnusker, milli Hvanngils og Landmannalauga. Með tilkomu þessara húsa opnast möguleikar á skemmti- legr; gönguleið milli Þórsmerkur og Landmannalauga sem áður húsnæðinu að Hátúni 13, Þá er verið að byggja endur- hæfingarstöð á Akureyri sem fyrsta skóflustungan var tekin að í ágúst síðastliðnum. Mérki Sjálfsbjargar kosta nú krónur 100 og tímaritið 300 krónur. hefur verið erfitt vegna að- stöðuleysis. I þessum nýju húsum verður rúm fyrir 20 svefngesti í tíu tveggja manna kojum. Húsin eru vel einangruð og ættu því að halda vel hita en þau eru 27 fer- merar að stærð hvort um sig. Annað húsanna stendur nú í girðingu Vegagerðarinnar við Jörifa meðan beðið er færis að flvtja það. — JB Upptökuheimilið: Lokuð og opin deild „Það er ekki rétt að segja að. drengirnir sem stálu bílunum í fyrrinótt heyri undir Upptöku- heinilið,“ sagði Kristján Sigurðs- son forstöðumaður heimilisins. Einn af drengjunum þremur kvað hann aldrei hafa komið þangað. Annar hefði komið þangað um síðustu helgi eftir dvöl úti á landi. Treysti sá drengur sér ekki til að vera heima og fékk því að gista á lokaðri deild Upptökuheimilisins. Er hér um að ræða skammvistunardeild sem Upptökuheimilið er með sem þjónustu við lögregluna. Algengt er að menn dvelji þar í 2—3 daga. Pilturinn fékk leyfi til bæjar- ferðar klukkan 6 á föstudags- kvöldið en skilaði sér ekki aftur. Á hinni deildinni, sem er opin, fer fram endurhæfing og þar eru menn frjálsir ferða sinna. Annar drengurinn sem var með í bíl- þjófnaðinum kom inn um síðustu helgi eftir ferðina um Kleppsveg á stolnum bíl. Var honum sleppt út degi síðar og taldi Kristján að Upptökuheimilið gæti ekki fylgzt með þeim sem farnir væru út. — BÁ Svona er nýi Ferðafélagsskálinn sem kominn er að Emstru, upp af Þórsmörk. Sams konar skáli verður settur austan við Hrafntinnusker í Reykjadal. Það hús bíður enn í porti Vegagerðarinnar vegna snjóalaga í Reykjadal. DB-mynd Sveinn Þorm. 18. fióröflunardagur Sjólfs- bjargar ó sunnudaginn Við firrum okkur allri óbyrgð Viðgengum úti í náttúrunni einn kaldan desemberdag. Ég var í nýju fötunum keisarans, kona mín í Evuklæðunuin, en barnið í hlýjum og góðum ullar- fötum Barnið var kátt og lék sér að fölnuðum blómum og mér sýndist það hugsa, hvað við ættum gott að geta notið óspilltrar náttúru. Okkur varð kalt. Við fórum í leikhús. Forsetinn gekk í salinn Við stóðum upp til að sjá hann setjast í virðingarsk.vni við þjóðina. Leikararnir gengu fram einn eftir annan. Er þeir höfðu lokið leiknum stóð barn^ á fætur og söng. Pabbi segir, pabbi segir, en kunni ekki ineira og hætti. Heima hlustum við á fréltirnar. Síðan horl'um við á þaT i sjóiivarpi. Við hiðjum guð um slvrk IiI að lila af hörmungar fólksins í útlaudiuu. Kannski verður saminn friður þegar allir eru dauðir nema einn. Nóttin tcygir arma sina inn í svefnherbergið. Hún býr til börn. í syndum spilltan heim. Við firrum okkur allri ábyrgð af gerðum næturinnar. Við förum í banka og fáum víxil. Við greiðum mannsaldur í vexti, 'og fáum loforð um framlengingu í þrjár kynslóðir. Nú er hægt að kaupa steik sem nægja mun í öld. En þegar víxillinn er greiddur er steikin orðin köld. Eftir meðvitundarleysi næturinnar kemur morgunninn eins og elding inn í líf okkar. Við þráum nýtt líf, nýja nótt. Það ætti að set ja löghann á það lif sein við lifum. En við eruin of iniklir glæpamenn til að krafan uin slikt verði tekin til greina. Viðgetum ekki snúið við. A hringvcginum ereinstefna og enginn afturáhak gir á hilnum. Við kaupum happdrættismiða í háskóla lífsins og hljótum skattfrjálsan vinning. Það þarf ekki að endurnýja nema einu sinni á ári og við hljótum alltaf hæsta vinninginn: Dauðann, því að við eigum alla miðana. Svo dettur okkur allt í einu í hug að setja auglýsingu í blöðin. Mannahald bannað í sveitum. Við mótmælum kröftulega og skjótum máli okkar til dómstóla.. Varðhundar réttvísinnar skjóta málinu til stéttarsamtaka bænda. Rikisstjórnin segir álit þjóðarinnar. Hún hundsar mótmælin. Við erum á öndverðum meiði og kjósum stjórnina aftur og aftur, og aftur og aftur og aftur til þess að viðhalda lýðræðinu. Frelsið er fyrir öllu. Við leggjum til að rikisútgjöldin verði skorin niður um tvo ráðherra og tuttugu alþingismenn, þrjátiu launaðar nefndir. og föruin þar að auki fram á að ríkisstarfsnienn vinni i vininitiniaiiiim. Ljóð á laugardegi BENEDIKT AXELSSON Síðan brvðjum við eiturlyf og drekkum vín til að þurfa ekki að þjást eins mikið yfir óréttlætinu og látum okkur engu varða auka- verkanirnar. Þaðverða sett hráðabirgðalög. til að vernda okkur. Nóttin teygir arma sína inn i svefiiherbergið. Hún hýr til börn i syndum spilltan heim. \ ið firrum okkur allri áliyrgð al' gerðum iia'turinnar. -Ben. A\.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.