Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 7
DACBLAÐIÐ. LAUGARDAGl'R 25. SEPTEMBER 1976. 7 Sjónvarpsmenn DiJLJÍmaÍ MmI verða hýrudregnir: D|OOQST Tll QO $já kauplaust um útsendingu 6 kvðld „Deilunni er lokið, en þar með er ekki sagt að við séum fullkomlega ánægðir," sagði Eiður Guðnason fyrir hönd starfsmanna sjónvarpsins. Eiður sagði að sjónvarps- menn hefðu orðið að vega og meta hvenær ekki yrði náð lengra í samkomulagshátt. Hann bætti því við, að því stigi hefði verið náð í morgun. Eiður kvaðst telja þetta sigur sjónvarpsstarfsmanna, enda þótt ekki hafði allt náð fram að ganga varðandi orðalag í yfir- lýsingu menntamálaráðherra. Fyrstu viðbrögð frá félagsmálaráðherra Eiður sagði að fyrstu viðbrögð við aðgerðum sjón- varpsmanna af hálfu stjórn- valda hefðu verið þau að Gunn- ar Thoroddsen hefði kallað full- trúa á fund til sín. Síðan hefði Vilhjálmur Hjálmarsson gengið í málið og gert það sem hann gat. Sjónvarpsmenn komust hins vegar aldrei í talfæri við fjár- málaráðuneytið. Einn tilgangurinn með aðgerðum starfsmanna sjónvarpsins var einmitt sá að fá fulltrúa fjár- málaráðuneytisins til viðræðna. Það væri eitt af því sem hefði mistekizt í þessari baráttu fyrir því að fá störf sjónvarpsstarfs- manna metin á raunhæfan hátt. Ríkið verður að borga betur ef það vill halda góðum starfskröftum Megn óánægja kom fram hjá sjónvarpsmönnum með það hversu illa launaðir opinberir starfsmenn væru. Töldu þeir þetta bjóða heim þeirri hættu að aílir góðir starfskraftar myndu yfirgefa ríkisstofnanir. Þá töldu þeir að greiðari sam- gang þyrfti á milli ríkisins og starfsfólks þess. Töldu sjónvarpsmenn að hugarfars- breyting væri nauðsyn hjá þeim, er reka málin af hálfu ríkisins. Útilokað væri að hjá ríkinu ríktu atvinnurekenda- sjónarmið eins og þau voru f.vrir 40 árum. Verða hýrudregnir í morgun barst sjónvarps- starfsmönnum tilkynning frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að dregið yrði frá kaupi þeirra manna sem ekki hefðu unnið. Fjármálaráðuneytið hafði þarna hraðar hendur, en það er1 ekki alltaf. Fyrsta júlí áttu sjónvarpsmenn að fá eins launaflokks hækkun. Þá hækkun hafa þeir ekki enn fengið greidda. Sjónvarpsmenn vilja vinna þetta af sér. Starfsmenn hafa hins vegar boðizt til að vinna kauplaust að útsendingu 6 kvöld í staðinn fyrir þau 6 sjónvarpskvöld sem féllu niður. Kæmu þá fimmtu- dagar til greina. Ekkert svar hefur borizt við þessu enda gagntilboð ekki lagt frani fyrr en í gær. Yfirlýsing menntamálaráðherra: NEFND TIL AÐ BERA KJÖR SJÓNVARPS- MANNA SAMAN VIÐ KJÖR ANNARRA Menntamálaráðherra lagði í morgun fram tillögu sem sjónvarpsmenn töldu sér fært að ganga að. Leggur hann til að skipuð v.erði þriggja manna nefnd, þar sem ráðherra tilnefni fulltrúa. Hlutverk: Að gera samanburð á stöðu starfsmanna sjónvarpsins í launakerfi íslenzka ríkisins og bera það saman við stöðu sjónvarps- starfsmanna á öðrum Norður- löndum innan kerfis opinberra starfsmanna þar. Stefnt er að því að nefndin skili áliti fyrir lok þessa árs. Menntamálaráðherra lofar að beita sér fyrir því, að tekið verði mið af niðurstöðum nefndarinnar. -BAS. Lýsing 76 opnuð í dag Enn á ný opnar Bygginga- þjónusta Arkitektafélags Islands sérsýningu í sýningarsal sínum að Grensásvegi XI, og hefur „Lýsing" orðið fvrir valinu í þetta sinn. A þessari sýningu er fjölbreytt úrval af loft- og veggljósum, úti- ljósum, tenglum, perum o. fl„ en tilgangurinn er að auðvelda hús- eigendum. húsbyggjendum og fagmönnum að fá samfellt yfirlit yfir það helzta sem er á boðstólum. Sýningin verður opin alla daga frá 25. september — 3. október, kl. 14.00—22.00. A þessari mynd er unnið að uppsetningu sýningarinnar Lýsing ’76, sem verður opnuð i dag. -DB-mynd Arni Páll. Verzlunarstjóri — Afgreiðslumaður óskast sem fyrst. Landvélar h/f Síðumúla 21. Vcitingahú/ið GAPi-mn Reykjavikurvegi 68 Hafnarfirói Simi 5 18 57 RÉTTUR DAGSINS GRILLRÉTTIR SMURT BRAUÐ Héitur og kaldur VEIZLUMATUR Við erum á móti Norðurbænum. Senduin heim NÆG BÍLASTÆÐI AROH skólinn Námskeiðin hefjast mánu- daginn 4. október Leiðbeint verður um snyrtingu, hárgreiösiu, fataval, líkams- og limaburð, mataræði, alia almenna framkomu o. fi. Innritun og upplýsingar í sima 38126 frá kl. 20—22 e.h. Aldursflokkur 16-25 ára er nú fullskipaður, en tekið er við umsóknum á biðlista. Aldursflokkur 26 ára og eldri Enn geta nokkrar konur komizt að á næsta námskeiði. Vegna fjölda fyr- irspurna hef ég á- kveðið að halda námskeió fyrir sýningarfólk (dömur og herra) í byrjun otkóber- mánaðar. sbbitök / V____________ svnmcflFoiKs Nánari upplýsingar gefnar í síma 38126 eftir kl. 20 e.h. Hanna Frímannsdóttir. Einkaritaraskólinn starfsþjáifun skrifstofufólks. KJARNI A: Enska. Ensk bréfritun. Verzlunarenska. Pitmanspróf. KJARNI B: Almenn skrifstofustörf. Skrifstofutækni. SERNAMSKEIÐ: C. Bókfærsla— D. Vélritun — E. Notkun skrifstofuvéla — F. Kennsla á reiknivélar — G. Meðferð tollskjala — H. íslenzka, stafsetning . Brautarholt 4 — sími 11109 Mimir (ki. 1-7 e.h.) Nýkomnar ítalskar kvenmokkasíur úr mjúku leðri, með slitsterkum sólum A VERÐ AÐEINS KR. 3985 Teg. 860. Litur: Ljósbrúnt — leður Stærð: Nr. 36—41. Verð kr. 3.985, Teg. 2250. Litur: Dökkbrúnt — leður Stærö: Nr. 36—41. Verð kr. 3.985,- Skóverzlun I Póstsendum | Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.