Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. 3. Tveir mannanna draga Enrico með sér niður á botn laugarinnar þar sem þeir haida honum. en — 4. koma síðan upp til að anda. A meðan haida þeir Enrico niðri með fótunum en kafa brátt niður til hans aftur.... 5. Reynt er að koma Enrico Sidoli til meðvit- Raðmynd af einum hinna undar á ný. A meðan — 6. klifrar unglingur upp grunuðu. úr sundlauginni og yfirgefur svæðið. Lögreglan leitar hans nú. sem voru í sundlauginni þann 8. júlí, nema ef til hefði komið aðstoð dagblaða og sjónvarps. Þá voru hengd upp hundruð veggspjalda með hvatningu um að veita aðstoð og skólayfirvöld hjálpuðu einnig mjög til við að létta undir með lögreglunni. MORÐ í BRETLANDI ÁSGEIR TÖMASSON Skömmu eftir að rannsókn morðsins hófst veitti lögreglan því athygli, að margir unglingar voru mjög ófúsir að aðstoða hana nokkuð. Þá er einnig vitað um nokkur tilfelli, þar sem foreldrar bönnuðu börnum sínum að tala við lög- regluna. Lögreglan birti sérstakt sfma- númer sem fólk gæti hringt í hvenær sem væri, teldi það sig hafa einhverjar upplýsingar. Þar getur það lesið allt, sem það hefur að segja, inn á segul- band en þarf ekki að gefa nöfn sín upp. Þegar hafa rúmlega 150 manns notfært sér þennan síma. meðan 330 manns horfðu ó. Morðingjarnir ganga enn lausir hann niður. Þeir skrifuðu síðan blótsyrði á líkama hans með breiðum tússpenna. ,,Ég fæ ekki skilið hvers vegna einhverjir þurftu að myrða svona rólegan dreng, sem aldrei gerði flugu mein," segir móðir Enricos, Louise Sidoli, 53ja ára gömul. Náðst hefur til flestra áhorfendanna Lið frá Scotland Yard vinnur stöðugt að því að hafa uppi á sundlaugargestunum, sem horfðu á morðið. Nú hefur náðst í tæplega 900 af þeim þúsund, sem voru viðstaddir. Af þessu fólki hafa verið teknar skýrslur, sem fylla yfir 2000 blaðsíður. Lögreglumenn- irnir fara reglulega i yfir 30 skóla í Norður-London til að athuga hvort einhverjar við- bótarvisbendingar sé þar að fá. Lögreglan dregur þá ályktun að morðingjarnir séu búsettir einhvers staðar í úthverfunum Camden, Islington eða Harin- gey. Mannfjöldi þessara þriggja hverfa er 617.290. Þó er þeim möguleika haldið opnum að ungu mennirnir geti hafa komið hvaðan sem var frá London, sem hefur 7.281.080 íbúa. 1 svo stórri borg hefði lögreglan aldrei getað náð tali af 900 af þeim þúsund manris London Evening News hét verðlaunum fyrir beztu upplýsingarnar Það var þó ekki fyrr en kvöldblaðið London Evening News hét þeim 1.000 sterlings- punda verðlaunum (um 330.000 ísl. krónur) sem gæti komið lögreglunni á spor morðingj- anna, að verulegur fjöldi sím- hringinga tók að berast lögregl- unni. Þá gaf sig einnig fram mikill fjöldi fólks sem vildi fá verðlaunin og bað því um raðmynd af morðingjunum sem lögreglan hafði látið gera eftir lýsingu vitna. Scotland Yard er bjartsýnt á að málið leysist. Harry Clement lögreglu- maður hjá Scotland Yard stjórnar rannsókn morðsins á Enrico Sidoli. Hann hefur þetta að segja um málið: ,,Sá múr sem við rákum okkur á í byrjun rannsóknar- innar er nú aðeins hnéhæðar hár. Einhvern tíma fyrr eða síðar hlýtur ótti þeirra, sem þekkja morðingjana að hverfa og þeir leysa frá skjóðunni. Og þá er málið sjálfkrafa leyst.“ (Þýtt úr Sunday Times) 11 málum landsmanna má telja bæði efnahagslegt og stjórn- málalegt, en hinn stjórnmála- lega þátt þó stórum meiri, verða aðrir fjölmiðlar, sem ekki eru alltof bundnir á klafa sam- ábyrgðar stjórnmálaflokkanna að þekkja sinn vitjunartíma í baráttunni fyrir þeim fram- förum og framþróun, sem á sér stað alls staðar í kringum okkur, en hefur átt svo tak- markaðan áðgang að þeim aðil- um, sem t.d. telja hinu opin- bera, ríkinu, ekki heimilt að afsaia sér einkarétti, sem það hefur einu sinni fengið. Islendingar eru nú að byrja að gera sér grein fyrir því hag- ræði og þeim réttindum, sem þeir hljóta að hafa i sambýli við tæknivæddasta stórveldi heims- ins, varðandi uppbyggingu og framfarir í þeim efnum, sem við fyrirsjáanlega verðum ekki umkomnir að framkvæma hér einir. þótt áratugir líði. Einn liðurinn í þessum fram- kvæmdum er sjónvarpið og fullkomin dreifing þess til allra landsmanna. Opnun Keflavík- ursjónvarpsins er fyrsta skrefið í þeim málurn. Eftir að hugmyndin um endurskipulagningu varnar- mála var endurvakin fyrr í sumar og sl. vor, með því að leggja til að íslendingar gerðu gagnkvæman og hagkvæman samning við Bandaríkjamenn vegna þeirrar aðstöðu, sem NATO hefur hér á landi með þátttöku okkar í því bandalagi, gerir almenningur sér einnig grein fvrir því að ekki verður þessi hugmynd kæfð eða aftur af henm haldið af pólitískum ofjörlum, heldur mun henni áfram vaxa fiskur um hrygg, og víst er um það, að tekizt verður á um þessa stefnu, og því hyggi- legra fyrir forystumenn stjórn- málaflokka að taka formlega af- stöðu til málsins. Þessi hug- mynd ristir dýpra í huga alls almennings en stjórnmálamenn grunaði í fyrstu. Með samvinnu við Banda- ríkjamenn um fullkomna ireifingu sjónvarps til allra landsmanna, kemur auðvitað inn í þá mynd uppbygging ís- lenzks sjónvarps, sem ekki er ríkisrekið, heldur rekið af sterku almenningshlutaféiagi, sem aflaði tekna með aug- lýsingum. ásamt ákveðnum Kjallarinn Geir R. Andersen skatti, sem lagður yrði á sölu- verð hvers sjónvarpstækis, sem t'lutt væri inn í landið. Einn liðurinn í bessari upp- byggingu yrði að véra þjálfun starfsmanna og endurþjálfun þeirra, sem nú eru starfandi, ef einhver verður þá eftir, að lok- tnni þeirri baráttu, sem nú er háð milli starfsmanna og ríkis- ins. Það er staðreynd, að Bandaríkin eru brautryðj- endur í frjálslcgu íormi og gerð sjónvarpsefnis, allt án þess að skotið sé yfir markið í því er varðar velsæmi eða siðferðis- legt mat. Er ekki að efa, að starfsmenn hins íslenzka sjónvarps, sem þrátt fyrir tak- markaða aðstöðu til úrvinnslu, en þó einkanlega takmarkað frjálsræði undir opinberu eftir- liti, hafa margir hverjir sýnt, að áhugu og frumleika vantar ekki, myndu vera fljótir að til- einka sér þær aðferóir og þá þekkingu, sem Bandaríkja- menn hafa miðlað öðrum þjóðum vestrænum í þcssum efnum, þ.á.m. Þjóðverjum. Það væri vegiegasta gjöfin, sem ríkið gæti gefið íslenzka sjónvarpinu á tíu ára afmælinu. og þjóoinni allri, að losa sjón- varpið und tn því helsi, sem einkaréttur Ríkisútvarpsins er tii reksturs sjónvarps á islandi. Litasjónvarp, Keflavíkursjnn- varp. og síðast en ekki sízt ujalst sjonvarp á a.) vuia slefnumörkunin í islenzkum sjónvarpsmálum. (ieir R. Andersen \ * Til athugunar fyrir sósíalista Sú var tið að Þjóðviljinn virt- ist líta á það sem helstu köllun sína að verja allt sem skeði í Sovétríkjunum, jafnt illt sem gott. Svo bólusettu valdhafarSovét- ríkjanna kommúnistaflokka er- lendis gegn ofdýrkun á sér og sínu ríki með Stalinsupp- ljóstrununum frægu, og síðan hefur orðið lát á fyrri stefnu blaðsins. Nú er skynsamlegra mat Iagt á Sovétríkin, kostir þess og framfarir á mörgum sviðum látnar njóta sannmælis, en ókostir sem hljóta að vera áberandi í einræðisríki, gagn- rýndir. Það er lítill vafi á því að þessi breyting hefur eflt Sósíalistaflokkinn og í rauninni aftrað því að hann tæki að veslast upp. Endurskoðun kommún- ista og sósíalistaflokka Vestur-Evrópu á viðhorfum til Nato er sama eðlis og opnar möguleika á samvinnu verka- lýðsflokka Evrópu, sem einsýni og ofstæki rótækustu flokk- anna útilokaði að mestu áður. Þrátt fyrir allan áróður gegn Nato hefur verkalýður þessara landa ekki snúist gegn þeim varnarsamtökum, sem líf hans og frelsi veltur á, og því hafa leiðtogar þeirra um síðir séð að sér og komið til móts viðviðhorf alls þorra verkafólks — og það af fullri einlægni að þvi er best verður séð. Stjórnmálastefnur og viðhorf útheimta stöðuga endurskoðun engu síður en vísindi, ef vel á að vera, og það er virðingarvert að taka fram- förum. Vissulega hefur Sósíalista- flokkur Islands ekki minni ástæðu til að endurskoða við- horf sín til Nato og þeirrar stefnu sinnar að láta herinn fara því hún er byggð á sandi ónógra upplýsinga um hermál og hina hörmulegu staðsetn- ingu íslands, ef til styrjaldar kæmi. Sem séþeirrar staðreynd ar að ísland er í miðju „kverka- takssvæðinu", miðdepillinn i aðalvíglínunni í sjóstríði, ef til styrjaldar kæmi. Sú hörmulega leynd sem hefur verið látin hvíla yfir öllu því sem þurfti til að móta skynsamlega stefnu, gerir það að verkum að stefnu sósíalista og framsóknarmanna dagar í rauninni uppi, eins og draug í heiðríkju í ljósi ómót- mælanlegra hernaðarlegra stað- reynda. Því fannst mér það ekki sanngjarnt að taka þetta mál fyrir í síðustu kosningum, og Kjallarinn Þórður Valdimarsson geri það nú á miðju kjörtíma- bili, svo þessir flokkar fái sem mest ráðrúm til að endurskoða stefnu sína, ef þeim þóknast það og vilja ekki daga uppi með henni. Gerið þið sósialistar og fram- sóknarmenn ykkur í rauninni nokkra grein fyrir því hvað þið eruð að hugsa um þegar þið talið um að láta herinn fara? Hættan væri nákvæmlega sú sama og áður, aðeins meiri, vegna þess að sá öryggis- útbúnaður sem gerir oss fært að vita ef strið væri að brjótast út, mundi verða óvirkari. Viðbrögð Bandaríkjanna myndu óhjákvæmilega verða þau að taka fyrst hluta af 7. flotanum á Kyrrahafi til að hafa að staðaldri á hinu örlaga- ríka svæði sem ísland er miðdepillinn á. Það myndi veikja í bili varnir á Kyrrahafi og þess ber að gæta að þessi floti er búinn mjög fullkomnum kjarnorkuvopnum og studdur af flugvélum búnum sams konar vopnum. Kjarnorkuvopnum í námunda við Island mundi því stórlega fjölga og vera þar að staðaldri. Seinna myndu svo Bandaríkja- menn verða að koma sér upp sérstakri flotadeild til að vera að staðaldri við ísland. Það myndi kosta of fjár. Það versta við þetta allt saman mundi vera það at) spennan á Norður- Atlantshafi mundi margfaldast frá því að vera lágmarks- viðbúnaður, á örlagaríkasta svæðinu á öllu Atlantshafi væri kominn hámarksviðbúnaður! Núverandi ástand er það al- besta sem um er að ræða, einnig fyrir Sovétríkin. Næst þegar leiðtogar Sósíalista- flokksins gera reisu til Ráðstjórnarríkjanna ættu þeir að ráðgast við herfræðinga þeirra um þessi atriði. Mér er nær að halda að þeir segðu þeim það sama og ég. Fólk kann að furða sig á því af hverju stjórnmálasér- fræðingar eru farnir að láta hermál svo mikið til sín taka. Margar helstu bækur um her- fræði eru ritaðar af þeim og Kissinger stjórnar í rauninni hermálastefnu Bandaríkjanna úr ríkisöryggisráðinu. Það er tilkoma kjarnorkuvopna, sem veldur þessu. Aður var það tilgangur herja að sigra í stríði. Nú er því ekki lengur til að dreifa og höfuðtilgangurinn með öllu vopnabröltinu er sá einn að koma í veg fyrir kjarn- orkustríð, og á því sviði.nýt- ist menntun stjórnmálá- fræðingsins hvað best, sér í lagi ef hann samlagar fræðigrein sína þekkingu á hermálum al- mennt. Ég er sannfærður um að höfuðmarkmið Sovétríkjanna er riákvæmlega það sama og Bandaríkjanna. Það gæti í rauninni ekki verið neitt annað! Mesta hættan hefur stafað af hinum gagnkvæma ótta, sem nú orðið er mjög tekið að draga úr. Þegar heiðarlegir flokkar uppgötva að stefna þeirra b.vggist á fölskum forsendum er eðlilegt að þeir breyti henni. Vonandi bera bæði framsóknar- menn og sósialistar gæfu til að gera það. Þórður Valdimaisson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.