Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 15
DACBI.AÐIR I.AUíiAKDAGUK 25 SKBTKMBEK 1976. Allt sem kemur innan úr er vandlega flokkað i ser hakka og mrtn er látin niður rennurnar sem stúlkurnar hvíla hendurnar á. á bakka. Lifrin er send niður sérstaka rennu, þar sem hún er hiifð á sérstökum bakka. Nú kemur dýralæknirirnn til sögunnar. Hann eða fulltrúi hans skoðar hvern einasta skrokk sem kernur á rennibrautinni. Loks er kjötið meti, vegið og stimplað. Þá er það tekið af rennibrautinni og hengt upp í sérstökum kæliklefa þar sem það er fært í kjötpoka og látið kólna vel til næsta dags að það er sett í frystiklefann. Þetta sláturhús var reist árið 1948, en endurbyggt árið 1970 og þa var þetta fullkomna færibanda- og rennibrautarkerfi, sem hér hefur verið lýst, tekið í notkun. Stórgripaslátrun fer fram í sláturhúsinu nokkuð jafnt allt árið og þar vinna að jafnaði sextíu manns. A meðan á sauðfjárslátruninni stendur bætast hundrað og þrjátíu við tölu starfsmanna. Halldór Guðmundsson stöðvarstjóri sagði að ekki væri fjarri lagi að áætla vinnulaunin í sláturtíðinni á fjórðu milljón króna á dag. Áætlað er að slátrað verði 52 þúsund fjár í haust. Slátur- félagið rekur einnig sláturhús í Laugarási og þar er áætlað að slátra rúmlega 20 þúsund fjár. Daglega er slátrað 17-1700 fjár. Að sjálfsögðu lágu ekki fyrir marktækar tölur um fallþunga, en eftir fyrsta daginn var fall- þunginn 14,3 kg. Er það heldur meira en meðallag en að sjálfsögðu er ekki hægt að byggja á þeirri tölu. I fyrra var fallþunginn 14,1 kg. Eftir að hafa fylgzt með því hvernig sauðfjárslátrun fer fram finnst manni ekki undar- legt þótt „sunnudagssteikin“ sé orðin dýr. Það eru mörg hand- tök sem vinna þarf áður en hún er komin á diskana hjá okkur. -A.Bj. Þessi m.vnd er tekin í vinnusalnum þar sem lifrin kemur úr rennunni. Skrokkarnir eru klæddir „í ný föt“ og látnir kóina þarna i eina nótt þar til þeir fara í frystinn. t.d. gæruna frá hæklinum — alltaf hélt rennibrautin áfram — næsti sker hér og þar næsti þarna, og loks er skrokkurinn „afklæddur". Það veltur á miklu fyrir vinnslu skinnanna að rétt handtök séu notuð við „afklæðinguna." Nú liggur leið rennibrautarinnar í þvottinn og skrokkurinn fær öflugt bað í „sturtuklefanum. Næst eru skrokkarnir ristir þannig að „innmaturinn" fellur sjálfkrafa út. Hann er allur flokkaður í sundur og 'átinn sér Nákvæmt gæðamat fer fram áður en skrokkurinn fær hinn eftirsótta stimpil. þegar kindurnar eru komnar á enda skurðarborðins eru skrokkarnir hengdir upp á króka i rennibraut sem er í loftinu og nær um allt húsið eða fram þar sem skrokkarmr eru vigtaðir. Nú vinnur hver maður sitt ákveðna handtak, einti sker 1 garnastöðinni fór einnig fram vambahreinsun. Garnirnar eru notaðar utau um pylsur. Verkstjórarnir Karl Gunnlaugsson og Helgi Ólafsson ásamt slöðvar- stjóranum Ilalldóri Guðmundssyni. DB-myndir Sveinn Þormóðs- Alit verður að vega og mela vandlega. Kallþungi eftir fvrsla daginn var i göðu meðallagi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.