Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. C Bíóauglýsingqr eru á bls. 20 ) (| Útvarp Sjónvarp D Sjónvarp kl. 21.50: Eins konar ást Aldrei of varlega farið í rúminu I kvöld sýnir sjónvarpið brezka bíómynd frá árinu 1962. Nefnist hún Eins konar ást (A Kind of Loving). Leikstjóri myndarinnar er John Schles- inger sem er nú orðinn mjög frægur á sínu sviði. Hann leik- stýrði m.a. myndinni Midnight Cowboy með Dustin Hoffman og John Voight. Eins konar ást var fyrsta mynd Schlesingers og var hún ein af nokkrum brezkum kvikmyndum sem veittu nýja innsýn i líf hinna vinnandi stétta i Englandi. Þessar myndir virtust lýsa á hreinskilnari hátt þjóðfélags- legum og kynferðislegum vandamálum en mögulegt var að gera í myndum sem fram- leiddar voru í Hollywood. Myndin fjallar um' þessi sífelldu vandamál sem koma upp þegar óvarlega er að farið í rúminu og barn verður úr. Hinir tilvonandi foreldrar eru ekki alltaf tilbúnir að takást þá ábyrgð á hendur sem slíku fylg- ir. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd þrjár stjörnur og hrósar leik Alan Bates og June Ritchie sem fara með aðalhlut- verkin í myndinni. Alan Bates er að mörgu góðu kunnur bæði vegna frammi- stöðu sinnar á leiksviði og fyrir leik sinn í kvikmyndum. Hann hefur leikið á leiksviði í mörg- um kunnum verkum, svo sem Look Back in Anger (1956). Hann vekur fyrst athygli fyrir leik sinn í þessari mynd. Fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Fixer fékk hann útnefningu til Öskarsverðlauna. Af seinni myndum sem hann hefur leikið í er Women in Love. —KL m—--> Alan Bates og June Ritchic í hlutverkum sinum i myndinni í kvöld. Útvarp i dag kl. 13.30: Út og suður: Farið í réttir og rœtt við kindur og menn Klukkan 13.30 í dag hefst næstsíðasti þátturinn „Ut og suður“ sem Ásta Jóhannes- dóttir og Hjalti Jón Sveinsson hafa séð um í sumar. Asta sagði að þau ætluðu að ræða við kindur og fólk í Land- rétt. Réttað var þar í gær og voru þau mætt á staðinn með tæknimenn með sér. Söngkonan unga, Rut Reginalds, kemur í heimsókn, en hún hefur m.a. sungið lagið Simmsalabimm. Annar söngv- ari kemur í heimsókn, en það er Hallbjörn. Hjartarson frá Skagaströnd. Hann hefur m.a. unnið sér það til frægðar að hann söng inn á plötu sem gefin var út af SG hljómplötum í vetur. Hall- björn bæði söng og samdi lögin á plötunni en mágur hans og bróðir sömdu textana. Einar Örn Stefánsson les smellna sögu og slðan verða auðvitað skemmtilegar plötur á fóninum. Ásta sagðist ekki vera búin að ákveða hvaða lög hún léki þegar við ræddum við hana, en kannski yrðu nýjar plötur á dagskránni hjá henni. — Heldurðu ekki að þú saknir þáttarins þegar þið hættið? „Alveg örugglega, þetta er svo lifandi starf,“ sagði Ásta, en hún kennir núna við Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði. — A.Bj. » Asta Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson tóku það nýlega fram í Vikunni að þau væru alls ekki hjón, en það væru margir sem héldu það. Ljósm. Jim. Útvarpið í kvöld kl. 20.45: í kjölfar stríðsins Nútímaskáldska „Þetta er almennt rabb um nútímaskáldskap og áhrif þeirra skálda sem komu fram á fyrsta áratugnum eftir stríð,“ sagði Kristján Arnason menntaskólakennari, en hann hefur tekið saman þátt er hann nefnir ,,í kjölfar stríðsins". Kona hans, Kristín Anna Þórar- insdóttir, les Ijóð eftir þá Sigfús Daðason og Stefán Hörð Grims- son. Kristján sagði að þessir tveir höfundar væru kannski full- trúar fyrir þennan tíma, þótt vissulega væri um mörg önnur góð nútímaskáld að ræða. Krist- ján mun fylgja ljóðunum úr hlaði með nokkrum orðum. Sum af ljóðum Sigfúsar sem við fáum að heyra hafa ekki birzt á prenti. Kristján kennir bókmenntir við Menntaskólann að Laugar- vatni og Háskólann. Hann hefur aðallega kynnt sér forn- bókmenntir þótt áhugi hans beinist einnig að nútímabók- menntum. Hann hefur áður verið með þætti í útvarpinu bæði varðandi bókmenntir og Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona mun lesa upp nútíma- ljóð í kvöld. Þessa mynd tók Bjarnleifur er hún lék í leikriti Þjóðleikhússins „Fimm konur“. Sjónvarp kl. 21.00: Skemmtiþáttur Paul Simons Skemmtílegur söngvari Skemmtiþáttur með banda- ríska söngvaranum og lagasmiðnum Paul Simon verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.00. Þar mun Paul Simon syngja mörg vinsælustu lög sín, bæði gömui og ný. Vinsælustu lög hans eru án c-fa „The Sound of Silence" og „Bridge Over Troubled Water". Paul Simon fæddist árið 1941 I Newark í New Jersey. Foreldrar hans voru af Gyðinga/ungverskum ættum. Hann ólst upp við miðstéttarlíf í New York. Lög Paul Simons eru mjög ljóðræn og hugljúf og hann notaði oft einstaklinginn I þjóð- félaginu sem uppistöðu I lögum sínum. En oft reikuðu til- finningar hans og lögin urðu of væmin og smeðjuleg. Næstum öllum sínum tónlistarferli hingað til hefur hann eytt með Art Garfunkel, en þgir ólust upp saman. Þeir náðu miklum vinsældum saman á árunum frá 1960-70, en slitu samstarfi fyrir nokkrum árum og fóru að reyna fyrir sér hvor I sínu lagi. -KL Paul Slmon, söngvarinn og lagasmiðurinn vinssli, skemmtir sjónvarpsáhorfend- um í kvöld kl. 21.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.