Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 23
DAC.BLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. 23 1 Útvarp Sjónvarp Sjónvarpið annað kvöld kl. 21.25: Það eru komnir gestir Tízkuheimurinn er veröld út af fyrir sig „Þetta fólk á aðallega eitt sameiginlegt og það er að hafa á einhvern hátt komið nálægt fegurðarsamkeppni,“ sagði Edda Andrésdóttir blaðamaður sem hefur*umsjón með þætt- inum Það eru komnir gestir. Gestir hennar eru Guðrún Bjarnadóttir, Henný Her- mannsdóttir og Heiðar Jónsson. Þær Guðrún og Henný sigruðu báðar í alþjóða- fegurðarsamkeppni og Heiðar hefur mikið séð um að velja íslenzkar stúlkur í fegurðar- samkeppni hér. Guðrún er toppmódel og vinnur aðallega í Þýzkalandi. Þau Henný og Heiðar eru vel þekkt í tízkuheiminum hér á Fróni. Ekki er því ólíklegt að við verðum .margs vísari úr tízkuheiminum. „Andrés Indriðason, sem stjórnar upptöku, hafði sam- band við mig þegar Guðrún var hér í heimsókn fyrir stuttu, en hún kemur hingað f leyfum sínum oft á ári. Hann bað mig að sjá um þennan þátt og ég sló til. Auðvitað kveið ég dálítið fyrir en ég var ánægð. Mér fannst þetta ganga vonum framar," sagði Edda. Verðurðu eitthvað áfram I þessu? „Ég hef ekkert á móti þvi að reyna aftur.“ EVI Henný Hermannsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Helðar Jónsson og stjórnandinn, Edda Andrésdóttir. Útvarp sunnudag kl. 20.30: Dagskrárstjóri í klukkustund Sendir nemendum sínum kveðju „Það er úr svo miklu að moða að ég gæti haldið áfram enda- laust,“ sagði Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, kennari. Hún verður dagskrárstjóri r út- varpsins í eina klukkustund á morgun. „Baldvin Halldórsson mun lesa upp úr Sólarljóðum Sólar- ljóð eru að ég hygg höfundar- laus eins og mörg trúarljóð. Þau ættu að vera mjög auðskilin í góðum flutningi og mér finnst Baldvin flytja þau mjög vel. Flosi Ölafsson mun syngja hluta úr Glaumbæjar- grallaranum við mjög skemmtilega texta í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þá verður fluttur ívars þáttur Ingimundarsonar, Gils Guðmundsson flytur. Guðrún Tómasdóttir mun syngja og einnig systurnar Elísabet Einarsdóttir og María Markan. Þá verður flutt erindi Sigurðar Einarssonar um Einar Bene- diktsson. Þá sendi ég nemendum mínum úr Gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit kveðju. Guðrún Helgadóttir, höfundur bókarinnar Jón Oddur og Jón Bjarni, les kafla úr bók sinni -KL Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit, ræður dagskrá útvarpsins i eina klukkustund á morgun. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Útvarp kl 15.00: Hvernig var vikan? Hvaða viðburði ber hœst ó Austurlandi? „Við verðum með beina útsendingu frá Egilsstöðum," sagði Páll Heiðar Jónsson. Hann verður með vikulegan þátt sinn um helztu viðburði vikunnar í útvarpinu kl. 15.00 á morgun. „Að því mér skilst mun verða útvarpað úr stjórnar- fundaherbergi Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Gestir okkar að austan eru Jóhannes Stefánsson fram- kvæmdastjóri á Neskaupstað, Arnfríður Guðjónsdóttir oddviti á Fáskrúðsfirði, ein af fáum, ef ekki eina konan sem gegnir oddvitastörfum á landinu, Magnús Einarsson útibússtjóri Samvinnubankans á Egilsstöðum og Þuríður Skeggjadóttir Þormar húsfreyja að Geitagerði í Fljótsdal. Þau munu ræða um helztu viðburði vikunnar og væntanlega einnig um þau mál sem hæst ber á Austurlandi. Eins og sjá má er jafnvægi í þættinum. Það eru tveir fjarðarbúar og tveir Uéraðs- búar, tvær konur og tveir karlar svo mér er næst að halda að pólitíkin sé í jafnvægi líka,“ sagði Páll Heiðar. Þetta er þriðji staðurinn úti á landsbyggðinni sem Páll Heiðar tekur þátt sinn upp á. í sumar var útvarpað frá Akureyri og Höfn í Hornafirði. Þettí> eru þeir staðir, þar sem hægt er að komast inn á dreifingarkerfið. „Með þessu erum við að reyna að sanna og sýna hvað hægt sé að gera án þess að hafa útvarpshús og útvarpsaðstöðu," sagði Páll Heiðar. „Væntanlega verður einnig rætt við dr. Gylfa Þ. Gíslason sem var menntamálaráðherra þegar útvarpslögin nýju voru .sett árið 1971, um efnið hvað vakti fyrir honum með þessum lögum varðandi sjálfstæði útvarpsins. Þá ekki sízt fjár- hagslegt sjálfstæði." Jón örn Marinósson frétta- maður mun væntanlega sjá um frétt vikunnar. -KL. Útvarp kl. 13.20 á morgun: Mér datt það í hug VETURINN — samþjöppun sálnanna „1 þessu spjalli mínu mun ég koma inn á skólakerfið okkar góða,“ sagði Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri gagnfræðaskólans á Ólafsfirði. Hann mun rabba við hlustendur á morgun kl. 13.20. „Ekki get é'j sagt að ée sé hrifinn af skólakerfinu.Nú eru að koma fram ýmsii annmarkai' á grunnskólalögunum. í þcim er gert ráð fyrir að náms- aðstaða sé sem jöfnust um allt land. En með því að hleypa af stað valgreinafrelsinu, breikkar bilið að mun, því litlu skólarnir úti um land geta ekki boðið upp á sömu möguleika vegna mannfæðar. Síðan vendi ég kvæði mínu í kross og tala um samþjöppun sálnanna. Þegar vetur gengur í garð og snjórinn einangrar íbúa staða úti á landi, þjappar það fólkinu saman þannig að það er neytt til að vera virkir þátttakendur f félagslífinu. Fólk sem býr í dreifbýlinu á vetrum nýtur þeirra dásamlegu forréttinda að vera neytt til að vera sjálfu sér nógt. Ekki einungis þiggjendur. Listin er kannski ekki jafn hágöfug og á stórmörkuðum atvinnu- mennskunnar, en þátttakan er mikils virði." -KL. Sjónvarp onnoð kvöld kl. 20.35: David Copperfield hefur göngu sína Pat Keen fer með hlutverk vinnustúlkunnar Peggotty og Jonathan Kahn með hlulverk Davids ineðan hann var enn harn að aldri. I kvöld kl. 20.35 hefur göngu sina nýr brezkur myndaflokkur i sex þáttum. Er hann gerður eftir einni af vinsælustu sögum Charles Dickens, David Copper- field. I þættinum i kvöld segir frá David ungum þar sem hann býr með rnóður sinni, sem er ekkja. og þjónustuslúlkunni Peggotty. David unir hag sinum vel þar til niöðir hans tekur upp á því að giftasl aftur. Þýðandi er Öskar Ingimars- son. Árið 1935 var gerð kvik- mynd eftir þessu meistaraverki Dickens sem kom fyrst út árið 1849—50. Var það kvikmvnda- framleiðandinn David O. Selz- nick sem gerði myndina. Eitt af þekktustu hlutverkunum í mvndinni, Mr. Micawber, var leikið af W.C. Fields. Hann hefur sjálfur sagt að aðeins í þvi hlulverki hafi hann farið nákvæmlega eftir texta hand- ritsins. Micawber kemur ekki við sögu fyrr en David Copper- field er orðinn fullorðinn og hefur lent í mörgum ævintýr- um. Það er ekki að efa að þessi myndaflokkur verður skemmti- legur og trúlega miklu betur við barna hæfi heldur en myndaflokkurinn um Hróa hött. — A.Bj. i Sjónvarp Laugardagur 25. september 18.00 Iþrottir. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.35 IVIaður til taks. Breskur «aman- mvndaflokkur. Geymt, en ekki gleymt. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skemmtiþéttur Paul Simons. 21.o0 Fins konar ást. 2.J.4U uagskrérlok. Sunnudagur 26. september 18.00 Segan ef kinversku priwsessunni ítölsk teiknimynd byggð á gömlu ævintýri. Þýðandi Elisabet Hangartner. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumynda- flokkur. Þýðandi Jðn O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsmgar og dagskré. 20.35 Devið Copperfield. 21.25 Þeð eru komnir gestir. 22.10 Pilagrímsfor til Jerúsalem. Bresk heimildamynd um horgina helgu. Rifjaðir eru upp athurðii m Itihliunni o« sýndir lrúiirsö«ule«ir slaðir teriL'dir Knstindómintim Kiunig n lýst helgistöðum Gyðinga og Múham- eðstrúarmanna. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.35 Að kvöldi dags. Hákon Guðmunds- son, fyrrum yfirborgardðmari. flytur hugleiðingu. 22.45 Dagskréiiok. Laugardagur 25. september 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.,30 Út og suður. 17.30 Einsöngur: Nicolaj Ghjauroff syngur lög eftir Borodín, Glínka, Rubinstein, Dargomizsjký og Tsjaikovský. Zlatína Ghjauroff leikur á píanó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Rœða é Skélholtshétíð 25. júlí í sumar. Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri flytur. 20.00 Þnttir úr óperunni „Faust" eftir Gounod. Hilde Gíiden, Rudolf Schock, Gottlob Frick og Hugh Beresford syngja með kór og hljómsveit óper- unnar í Berlín; Wilhelm Schiichter stjðrnar. 20.45 f kjölfar striðsins. 21.30 Konsertar fyrír blésturshljóðfmrí og strengjasveit eftir Vivaldi. Flytjendur: Stanislav Duchon og Jirí Mihule óbóleikarar. Karel Bidlo fagottleikari, Frantisek Ceck flautuleikari og hljóm- sveitin Ars Rediviva. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 26. septesber 8.00 Morgunandakt Sera Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morauntónleikar. (lO.blO Vt’ðurfr.) 11.00 Messa í Dómkirkjunni Prestur: Séra Guðmundur Þorsteinsson. Organ- leikari: Geirlaugur Árnason. Kirkju- kór Árbæjarsóknar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar.Tónleikar. 13.20 Mór datt það i hug Jóhannsson skólastjóri rabbar við hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar. 15.00Hvernig var vikan? Umsjón Heiðqr Jónsson. 16.00 Einsongur: úlafur Þ. Jónsson syngur lög eitir islénzka höfunda. ólafur Vignir Alhertsson loikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf é sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatimi. Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar.' 18.00 Stundarkom með gitaríeikaranum Julian Bream Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orðabelgur Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur tvö islenzk tónverk Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Svíta eftir Skúla Itaiiuórsson. h. ..Þói ariii^minn! ’. syrpa af lögum eftir Þórarinn Guðmundsson: Dr. Victor Urbancic færði I hljómsveitar- búning. 20.30 Dagskrárstjóri í klukkustund Ásdis Kvaran Þorvaldsdóttir ræótir dag- skránni. 21.30 Kórsöngur Robert de Cormi- er kórinn syngur þjóðlög. 21.50 Þrir Ijóðaflokkar eftir Sigurð Ó. Pals- son. Höfundur og Jónbjörg Kyjólf? dóttir lesa. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslog Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Kristinn G. á Ólafsfirði Páll

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.