Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGLBAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. Afnotagjöldin gœtu orðið 287% hcerri árið 1980 Guðinundur J. Brjánslæk, skrifar: ,,Munið að groiða afnota- gjöldinr Þessi auglýsing hefir birzt í sjónvarpinu síðan 1. sept. Sjálf- sagt er það nauðsynlegt að minna fólk á að inna gjöld sin af hendi, en „fyrr er fullt en útaf flói" að vera að þessu á hverju kvöldi, einkum þó þegar búið er að því bréflega líka. I Dagblaðinu 10. sept. birtist nokkur gagnrýni á sjónvarpið, einkum þó um hækkað afnota- gjald. Svar innheimtustjóra út- varps og sjónvarps birtist neðan við greinina, furðuleg túlkun á staðreyndum. Sjón- varpsgjaldið nú sé kr. 13.000 og það hafi ekkert hækkað fyrri helming þessa árs frá fyrra ári. Þetta er ósatt, afnotagjöld sjón- varps fyrri og sfðari hluta árs- ins ’75 voru kr. 6.100 hvort misseri eða yfir árið 12.200. Fyrri heiming þessa árs er gjaldið kr. 8.000. Þetta hefði ég nú haldið að væri sem næst 25% hækkun, og teldu vist fleiri en ég að væri nægi- iegt. Ég er nú ekki sleipur í prósentureikningi en ég hefði haldið að með sfðari hækkun- inni yrði afnotagjaldið nálægt 42% hærra en f fyrra. Raunar er það svosem engin nýlunda og skai ég færa rök fyrir þvf. Árið 1973 er ársafnotagjald kr. 5.640. Árið 1974 er það komið upp í kr. 8.200, árið 1975 hefir það hækkað 1 kr. 12.200 og loks f ár í kr. 17.500 Hækkunin verður sem sagt til jafnaðar um 41% á ári eða 123%. Með þessu áframhaldi gæti það árið 1980 orðið 287% hærra en árið 1973. Veit ég vel, að skráður eig- andi sjónvarps/hljóðvarps er ekki krafinn um afnotagjöld nema fyrir sjónvarpið kr. 17,500 en það er fjöldi heimila hér f iandinu og nærtækt dæmi á mínu heimili, sem er þó ein fjölskylda, þar sem einn ein- staklingur er skráður fyrir hijóðvarpi en annar fyrir sjón- varpi. Eg er 83 ára gamall og er gjörsamlega heyrnarlaus. Þess vegna finnst mér ég verði að hafa sjónvarp, ég hef þó skemmtun af myndunum sem texti er við og krakkarnir skrifa fyrir mig það helzta úr fréttun- um. Væri ég spurður hvort gæði sjónvarpsins væru meiri en t.d. árið 1973, myndi ég segja að ég gæti ekki dæmt um það, því ég nem ekki talað mál, en tækni- leg framför þess er mikil. Enda er mér sagt að starfsfólk þess sé nú orðið 100 að tölu. ,,Fyrr má nú rota en dauðrota". Og næsta kátlegt er að sjá á skerminum 3 menn á bezta aldri lesa 20—25 mínútna fréttir og þann fjórða veðurfregnirnar og svo eru þulurnar víst 5 til skiptis, mikið assskoti hlýtur þetta að vera erfitt starf, eða er það kannski atvinnubótavinna? Og nú er þetta blessað fólk í verkfalli. Ætli við getum svo ekki átt von á dálítilli gjalda hækkun næsta ár? Og haldi svo fram sem hefir verið sl. 3 ár. verður afnotagjald sjónvarps fullar kr. 61.000 árið 1980. Það verður að finna ein- hverja aðra lausn á þessum mál- um því sjónvarpið megum við ekki missa ef annað er hægt. Hvernig væri að' fækka Þess- um mikla starfsmannafjölda, við skulum segja um 50%. Kanasjónvarpið, sem einn stakk upp á um daginn að yrði gefið frjálst ,,því það kostar okkur ekki neitt", finnst mér ekki koma til nokkurra mála, og furðulegt að nokkurt islenzkt blað skuli fást til að birta slík skrif. K „Munið að greiða afnota- gjöldin." Sjálfsagt er það nauðsynlegt að minna fólk á en skvldi sjónvarpið batna við hækkunina. með sama óframhaldi Einarsson, Spurn- ingar um sjón- varpsmál Garðar Garðarsson Fáskrúðs- firði hringdi og vildi koma á framfæri spurningum um sjón- varpsmál. Ekki náðist símasam- band við sjónvarpið fyrir helgi svo spurningarnar eru aðeins settar fram nú en engin svör. 1. spurning: Hvað hafa Eiður Guðnason, Ömar Ragnarsson og fleiri fréttamenn hjá sjónvarp- inu i kaup á mánuði? Hvað þurfa þeir að skila mörgum tímum á viku? 2. spurning: Er ekki hægt að endurtaka áramótaskaup síðastliðinna ára? Það er hvort sem er alltaf verð að endurtaka eitthvað. 3. spurning: Hefur það ekki komið til tals að afnotagjöld sjónvarpsins verði innheimt með skattinum og því jafnað niður á alla skattgreiðendur? ERU SJÓNVARPSEIGENDUR LÁTN- IR GREIÐA FYRIR ÞÁ DAGA ÞEGAR Þorgerður hringdi: Það er kannski að bera í bakkafulian lækinn að koma með ádeilur og kvartanir um útvarp og sjónvarp. En upp úr sauð hjá mér á fimmtudagskvöldið. Eg er mikið heirna og hlusta þar af leiðandi mikið á útvarp eða Stillimyndin sást ekki einu sinni þegar sjónvarpsnienn voru i verkfalliuu. Ká sjónvarpseigendur afslátl af afnolagjaldinu? EKKERT SJÓNVARP ER? horfi á sjónvarpið, og mér finnst gott að geta valið úr báðum dagskránum, Yfirleitt er þá eitthvað sem er við mitt hæfi. Því finnst mér fyrir neðan allar hellur þegar útvarpið leitast við að hafa dag- skrána á fimmtudögum svona leiðinlega. Oft eru valin hálfvit- laus leikrit, sem enginn getur hlustað á og annað efni er eftir því. Svo var annað sem gaman væri að fá upplýst. Þegar afnotagjöld sjónvarps eru ákveðin, er þá tekið tillit til þess að ekki er sjónvarpað 1 mánuð á ári og ekkert er sjónvarpað á fimmtudögum? Það eru ekki svo fáir dagar á ári sem þarna falla niður. Mér finnst ekki réttlátt að vera að greiða fyrir eitthvað sem ég fæ ekki. Nú var ekkert sjónvarp lengi vegna vcrkfalls sjón- varpsstarfsmanna. Verður ekki tekið tillit til þess næst þegar afnotagjöldin verða rukkuð og upphæðin lækkuð sem nemur þeim tíma sem sjónvarpseig- endur hafa farið á mis við? V-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.