Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 5
DAGLBAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. 5 íslendingar nota sykur mest allra þjóða Breytið matarvenjunum, og fyrirbyggið hjarta og œðasjúkdóma — Úr grein í Hjartavernd I timaritinu Hjartavernd, sem !»efið er út af samnefndum sam- tökum er m.a. grein eftir Ársæl Jónsson lækni, sem nú er kennari í lyflækningum við Háskólann í Leeds. Greinin nefnist Hjarta- og æðasjúkdómar á undanhaldi. Þar er drepið á ýmislegt varðandi orsakir þessara sjúkdóma og hvernig má fyrirbyggja þá með breyttu mataræði. Talið er mjög nauðsynlegt að minnka fitaneyzlu úr 40% í 35% af dagskammti hitaeininga. Talið er nauðsynlegt að mikill hluti þeirrar fitu verði ómettaðar fitu- sýrur. I greininni kemur einnig fram að þær breytingar, sem orðið hafa á mataræði Islendinga á síðustu 100 árum eru aðallega fólgnar t aukinni neyzlu kolvetna. Á þeim hefur einnig orðið mikil bre.vting. bæði hvað snertir gerð og gæði. íslendingar neyta allt of mikils af fínmöluðu hveiti svonefndu hvítu hveiti eða til hálfs á við sykur, sem íslendingar nota mest allra þjóða i heiminum. I grein Ársæls sgir að búðar- sykur sé 100% kolvetni en hann er unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, sem eru aðeins 16% kolvetni. Búðars.vkur er því hreint efni og er það furðulegt að hann skuli ekki vera flokkaður til iðnaðarefna eða lyfja fremur en matvæla. Ársæll telut að mikilla breytinga sé þörf á mataræði íslendinga. Hann segir: ,,Hér er þörf breytinga. Til þess að almenningur skilji það, þarf hann að vita að menningar- sjúkdómar stafa af rangri fæðu. Það er því rökrétt að neyta betri matar og hvorki vítamínstöflur né önnur lyf bæta til fulls lélegt viðurværi og slik lvf eru rcyndar óþörf þeim, er borða hollan.'mat. En ekki er nóg að almenningur skilji þetta. Verðlag ræður, hvað keypt er. Breytingar á matar- venjum þjóðarinnar verða ekki gerðar nema áhugi stjórnvalda komi til. Hlutur sykurs í tannskemmdum og offitu er nú augljós. Það sýnist því sjálfsögð aðgerð yfirvalda að skattleggja sykurinn og fjármagna viðeigandi heilbrigðisaðgerðir. Yrði það gert myndarlega myndi það draga úr sykurneyzlu, færri tennur skemmast og færri þjóðfélags- þegnar líða af offitu." í lok greinarinnar minnist læknirinn á að reisa þurfi nýjar kornhlöður á íslandi til þess að hægt yrði aö flytja inn ómalað korn og gera betri brauð og mjölvöru en nú er. Dagleg neyzla raunverulegra heilhveitibrauða er líkleg til að draga úr myndun gallsteina, botn- langabólgu, ristilkrampa og hægðatregðu hjá þjóðinni bæði fljótt og vel. Einnig mætti auka neyzlu ávaxta og grænmetis eins og gert hefur verið í Banda- ríkjunum og Svíþjóð, en einmitt í þessum löndum eru hjarta og æðasjúkdómar á undanhaldi. A.Bj. Bflamarkaðurinn Grettisgötu 12-18 Rétt fyrir innan Klapparstíg Á boðstólum í dag m.a.: M. Benz 280 SE '73 3.6 millj. Range Rover '74 3.1 mill j. Undir 2 milljónum: Citroen Super ’74 1.650 þús. Toyoia Mark II '74 1.550 þús. Volvo 145 station '74 2 nnlli. Volvo 145 station'73 1.750 þús. * Saab 99 74 l.SOOþús. Comet 2ja dyra 74 1.550 þús. Ford Pinto Riinahout '74 1.450 þús. l'ndir 1.400 þúsund: Saali 96'74 1.400 þús. Saab 96 '73 1.150 þús. Taunus station '73 1.200 þús. Eseort '75 950 þús. Vauxhall Viva '74 900 þús. i'iat 128 '74 ekinn 27 þús. ktn 750 þús. Sunbeani 1500 '73 650 þús. Broneo 8 eyl. 800 þús. Kjarakaup dagsins V\V Variant '71. allt’lánað. Skipti oft miiguleg. Bilar gegn skuRliibréfuni. Vcitin9ohú/iö GAPi-inn IU*ykjavikurvcgi 68 Hafnarfirði Simi 5 18 57 SÍMI í MÍMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám. Gegn samábyrgð flokkanna _ —. KASSAGERÐ REYKJAVIKUR Viljum ráða nokkra menn til ýmissa starfa í verksmiðju vorri. Mötuneyti á staðnum, ódýrt fæði. Talið við Hall- dór. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Kassagerð Reykjavíkur. Kleppsvegi 33 Blaðburðarbörn óskast strax í eftirtalin hverfi: BLABIB Uppi. I síma 22078 RETTUR DAGSINS GRILLRÉTTIR SMURT BRAUÐ Heitur og kaldur VEIZLUMATUR Við erum á móti Norðurbænum. Sendutn heim NÆG BILASTÆÐI •56* DATSUN 7,5 I pr. 100 kr Bilaleigan Miöborg Car Rental * 0 . oni Sendum 1-94-921 N0RSKA til prófs í stað DÖNSKU Allir nemendur sem taka norsku til prófs í stað dönsku á öllum skólastig- um mæti fimmtudaginn 30. sept. kl. 18 í stofu 11 í Miðbæjarskóla. Nómsfl. Rvíkur. Innritun í Nómsflokka Reykjavikur fer fram daganu 30. sept. og 1. okt. kl. 7.30-10.00 i Miðbœjarskóla (við Tjörnina), sjó auglýsingu í dagblöðum nœstu daga Yerkamenn Óskum eftir að ráða vana menn á loftpressu strax. L0FT0RKA SF. Sími 50877

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.