Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 11
DAGLBAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. 11 STORLAN OG YFIRDRÆTTIR Hallctór Halldórsson. blaóa- maóur. ritaói heilsíóugrein í Dagblaðió nú fyrir skömmu, þar sem hann skammar stjórn- málamenn og dylgjar unt óeóli- lega skuldasöfnun fyrirtækja og óskiljanlega greiðan aðgang þeirra að bankakerfinu. Jafn- framt birti maóurinn upplýs- ingar, sem eru trúnaðarmál, án þess að hirða hið minnsta um hverjar afleiðingar slíkt kann að hafa fyrir viðkomandi fyrir- tæki, starfsfólk þeirra eða þjóð- félagið. Höfundur þessarar greinar lítur ekki á það sem hlutverk sitt að svara fvrir stjórnmála- mennina, það gera þeir sjálfir, enda meginstarf þeirra að láta skamma sig, en hér á eftir verður reynt að svara þeim spurningum og fuilyrðingum sem Halldór Halldórsson setur fram í skrifum sínum um fyrir- tæki og íslenzkt viðskiptalíf. En hver getur tilgangurinn með skrifum Halldórs Halldórssonar verið? Hann ber ekki fram eina einustu spurningu sem ekki hefði fengizt eðlilegt svar við, ef eftir hefði verið leitað hjá við- komandi aðilum. Hitt er aftur á móti ljóst, að ef fjárhagsstaða þeirra fyrirtækja sem hann nafngreinir í blaðagreininni væri slæm, gæti birting þessa upplýsinga riðið starfsemi þeirra að fullu. Var það ef til vill tilgangurinn að valda eignatjóni, skapa atvinnuieysi og veikja efnahagsgrundvöll þjóðarinnar? Eða var aðeins ætlunin að hagnast nokkrar krónur á hálfkveðnum vísum, svo sem títt er um slúðucdálka- höfunda? Hvort heldur er, verður að teljast algjörlega sið- laust að grafa undan viðskipta- legu trausti fyrirtækja á þennan hátt, og því verður ekki trúað, að Halldóri Halldórssyni hafi ekki verið ljóst hvað hann var að gera Viðskiptaleynd Hvarvetna í veröldinni þykir eðlilegt að fyrirtæki skýri ekki hverjum sem er frá öllu varð- andi viðskipti sín og fram- leiðsluhætti. Án slíkrar Ieyndar geta fyrirtækin ekki starfað ótrufluð. Öll stórfyrirtæki starfa í harðri samkeppni og tilvera þeirra byggist á því að þau kunna og geta eitthvað sem önnur fyrirtæki geta ekki. Slík yfirburðaaðstaða getur byggzt á framleiðsluaðferðum, ' við- skiptasamböndum, auglýsinga- tækni eða trausti viðskiptavina. Hér á Islandi, þar sem fjár- magnið er skammtað með and- viðskiptalegum aðferðum, byggist tilvera stórfyrirtækja meira á trausti en nokkru öðru. Nú má enginn halda að uppbygging trausts sé í því fólgin að halda fjárhagsstöðu fyrirtækisins leyndri, enda verður engu haldið leyndu fyrir þeim sem heimtingu eiga á upplýsingum. Aftur á móti er fjárhagsleg uppbygging þess eðlis, að ekkert fyrirtæki kærir sig um að einstaka liðir fjár- hagsreiknings þess séu slitnir úr samhengi sínu og birtir þannig opinberlega. Gildi slikra upplýsinga verður ekki rétt metið og sá sem birtir slíkar upplýsingar er ekki að leita sannleikans heldur vill hann einungis ná fram fyrir- fram ákveðnum áformum. Nokkrar tilvitnanir Halldór Halldórsson segir í grein sinni: ,,Um leið og ýmsir svokallaðir athafnamenn sem þurfa rekstrarfé fá lán upp á milljónir er fátækum launa- mönnum neitað um skamm- tímalán upp á smápeninga." Setning sem þessi er hreint lýðskrum. 1 fyrsta lagi er það tilgangur banka að veita at- hafnamönnum rekstrarlán en ekki að lána þeim sem hvorki geta greitt vexti né afborganir. í öðru lagi á almenningur greiðari aðgang að bankalánum hér á landi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Annars væri fróðlegt að fá að vita meira unt hverjir þessir fátæku launamenn eru, sem bankarnir neita um smápening. Er Halldór Halldórsson með þessu að lýsa þeirri skoðun sinni. að nauðsyn beri til að auka neyzlulán og draga úr framleiðslulánum, eða telur hann rangt af bankastjór- um að neita mönnum um lán, ef þeir vegna fátæktar geta fyrirsjáanlega hvorki endur- greitt lánið né greitt af því vexti? Fátækur maður þarf styrk, lán eykur aðeins fátækt hans, og til þess að veita þá höfum við ekki banka heldur tryggingar og aðra opinbera samhjálp. Ætli Halldóri Halldórssyni fipaðist ekki lýð- skrumið, ef viðskiptabanki hans tilkynnti honum, að hans sparifé hefði verið gefið fátækum. Síðan segir Halldór: „Hvernig má það til dæmis vera að olíufélögin njóta yfirdrátta- heimilda upp á hundruð milljóna, fjárhæðum er nema nokkrum skipsförmum af olíu og bensini," Þá ræðir hann sér- staklega um bankaviðskipti Skeljungs eins og brýna nauðsyn beri til að sýna fram á óréttmæta fjáröflunaraðstöðu þess fyrirtækis. Því er til að svara, að einn skipsfarmur get- ur numið hundruðum milljóna króna. Meðalvelta Skeljungs er . nærri 600 milljónum á mánuði. Meðalyfirdráttur fyrirtækisins á síðastliðnu ári var um 240 milljónir eða um 12 daga velta. Hér er því ekki í neinum skiln- ingi um að ræða himinháar upphæðir þó Halldór Halldórs- son sundli. Þá segir Halldór: „í vor var mér kunnugt um að þetta fyrirtæki (Kassagerð Reykjavíkur) fékk tvo víxla í banka, annan að upphæð 80 milljónir kr. en hinn að upp- hæð 20 milljónir króna. Er það svo furða að talað sé um óskiljanlegan aðgang sumra fyrirtækja að bönkunum.“ Séu slík víxlaviðskipti Halldóri Halldórssyni óskiljanleg, þá er það hans vandamál og skiln- ingsleysi en ekki Kassagerðar- innar. Ekki verður heldur séð að Halldór Halidórsson eigi öðrum mönnum fremur kröfu á að menn eyði fé og fyrirhöfn í að skerpa skilning hans. Hitt er svo annað mál, að það er hverjum manni létt verk að neyða»aðra til andsvara á f þann hátt sem Halldór Hall- dórsson gerir. Kassagerð Reykjavíkur ver um 80—100 miiljón krónum á mánuði. Meðalbirgðir fyrirtækisins eru um 210 milijónir króna og úti- standandi skuldihjá viðskipta- mönnum eru að jafnaði um 16.5 milljónir króna. Þegar allt er talið er meðalrekstursfjárþörf fyrirtækisins um 400 milljónir króna. Hvernig getur svo 100 milljóna króna lánveiting til slíks fyrirtækis í verðbólgu- þjóðfélagi verið óskiljanleg. Hvort slík lánafvrirgreiðsla á að vera í formi víxla er svo annað mál. Leyndardómurinn mikli Það má vera undarlegt siðferði sem sá maður hefur sem finnst upphefð í því að brjóta trúnað, en þannig er framkoma Halldórs Halldórs- sonar. Virða má neyðarrétt manna til þess að bjarga sér og sínum, hvað þá ef verið er að bjarga heilu þjóðfélagi, en að brjóta trúnað eingöngu sér til skemmtunar eða fjárhagslegs á- vinnings og öðrum til tjóns er siðleysi. Til þess þó að geta einnig þess sem betur er gert, má segja, að þar sem Halldór Haildórsson fjallar um af- sagnarskrá Verzlunarráðs ts- lands kemst hann næst því að ná tengslum við raunveru- leikann. Þegar hann þó í greinarlok kemst að alrangri niðurstöðu, virðist þar mest vera um að kenna staðföstum ásetningi hans að finna illar hvatiraðbaki sérhverjum verkn aði fre nui eii ao lionuiii se um niegn að skilja samhengi máls- ins. Það er vissulega svo, að Verzlunarráð tslands vill veita fyrirtækjum aðhald og stuðla að betri efndunt á skuld- bíndingum þeirra. Vissulega kaua hankarnir sig heldur ekki kollótta en þeir geta ekki fremur en aðrir gert strangar kröfur til viðskipta- legs siðferðis fyrirtækja, i landi þar sem viðskipta- legt siðfcröi á jafn erfitt upp- dráttar og hér á landi. Það er mikill misskilningur hjá Halldóri Halldórssyni, að af- sagnarskrá Verzlunarráðs íslands gegni hlutverki biblíu. Þorvarður Eliasson þegar athuga þarf lánstraust fyrirtækja. Þvert á móti er ein meginástæðan fyrir þvf, að hver sem er getur ekki fengið afsagnarskrána sú, að það er einungis á færi þeirra sem vel þekkja til víxilviðskipta hér á landi að meta gildi þeirra upp- lýsinga, sem þar koma fram. Sumar víxiíafsagnir eru fyrir hreinan trassaskap, eins og þegar tryggingavíxlar sem engin skuld stendur á bak við eru afsagðir. Stundum er um tímabundna erfiðleika að ræða, vegna þess að það hefur mistek- izt að samhæfa nægilega vel innkaup og sölu. Slík sam- hæfing er mjög miserfið, eftir því hve taka verður ákvarðanir þar að lútandi með löngum fyrirvara. Sum fyrirtæki virðast nota van- skil til þess að útvega sér lánsfé og helzt þao uppi ef til vill mest vegna þess að almennt er vitað, að eignir þeirra eru ótvírætt meiri en skuldir. Svo eru önnur fyrirtæki sem veruleg áhætta virðist vera að eiga viðskipti við. Auk þessa eru fyrirtækin sem að víxlunum standa mjög misstór og eðli viðskiptanna er mismunandi. Hver og einn verður því að gera upp við sjálf- an sig hvaða viðskipti hann vill gera og hvaða áhættu taka. Þar er engin önnur biblía að fara eftir nema landslög, almennar viðskiptavenjur og siðferðis- vitund. Raunar virðist Halldór Halldórssqn átta sig á því í lok greinarinnar og er því enn erfiðara að afsaka trúnaðarbrot hans en ella. Þó grunar mig að við Halldór lítum mjög misjöfn- um augum á rétt fyrirtækja til að starfa í friði og á eigin ábyrgð. Verðbólqurekstur Þó verður ekki neitað, ao hér á la'ndi ríkir meira fjármála- öngþveiti og minna fjármálasið- ferði en víðast hvar hjá þjóð- um á svipuðu menningarstigi. Þegar slíkt gerist þá er rétt og eðlilegt að leita orsakanna. Benda má á fernt sem einkum virðist hafa stuðlað að þessari þróun: 1, verðbólgan, 2. ófrjáls fjármagnsmarkaður, 3. ófrjáls vörumarkaður, 4. hegð- un löggjafa og ríkisvalds. Ef dæmi er tekið af fyrirtaéki sem þarf Í00 milljónir í rekstursfé til þess að framleiða með fuli- um afköstum og verðbólgan er 50% á ári, þá er auðséð að á næsta ári þarf reksturinn 150 milljónir. En hvaðan á við- bótarfjárþörfin, 50 milljónir króna, að koma? Þær gætu komið: 1. frá bönkunum, 2. frá erlendum hráefnaselj- endum, 3. af hagnaði fyrir- ’tækisins. 4. með reksturssam- drætti. Vilji 'Halldór Halldórs- son vinna jákvætt starf í þágu íslenzkra fjármála, svari hann þessum spurningum. íslenzk olíulausn Hvernig fjármálum olíu- félaganna er háttað er dæmi- gerð íslenzk lausn á þeim vandamálum sem verðbólga og fyrirkomulag verðlagsmála skapa. Hér á eftir verða því rakin lítillega þau rekstursskil- yrði sem olíufélögin búa við í dag, þó fremur sem dæmisaga heldur en að um tæmandi og raunhæfa lýsingu á starfsemi þeirra sé að ræða. Þá er fyrst að innflutningur á olíu er bann- aður. Því næst gerir ríkisvaldið innkaupasamning við Rússa sem það framselur olíufélögun- um til að reka. Þá er olíufe- lögunum bannað að verð- leggja söluvöru sína. Verð- lagsnefnd er falið það hlutverk. Unnin er mikil forskrift sem notuð er við verðákvörðun verðlagsnefndar í þeim tilgangi að tryggja olíu- félögunum verð sem nægi til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði þeirra. Vegna gengissigs verða olíufélögin fyrir miklu fjárhagstjóni. For- skriftin meðhöndlar gengisstöp ekki sem reksturskostnað og því er búinn til sérstakur geng- isjöfnunarreikningur. Vegna tregðu verðlagsnefndar og ríkisstjórnar til að samþykkja nauðsynlegar verðhækkanir, vex hallinn á gengisjöfnunar- reikningnum og er til dæmis á yfirstandandi ári milii 400 og 600 milljónir króna. Til þess að fjármagna þennan halla er aðeins ein leið fær, það er inn- lendar lántökur. Aukin erlend vörukaupalán eru ekki leyfileg og aukinn hagnaður ófáan- legur í verðlagsnefnd og sam- dráttur á rekstri olíufélaganna er ekki heimill. A meðan á öllu þessu gengur gefur Seðlabanki tslands út tilmæli til viðskipta-, bankanna þess eðlis, að þeir verða að setja skorður við lán veitingum sínum. Þegar þannig er ljóst að nægilegt fé kemur ekki þaðan til þess að fjár- magna með axarsköft verðlags- nefndar, draga olíufélögin úr lánum til viðskiptavina sinna. I þeim efnum verður ekki gengið lengra en að neita að skrifa hjá viðskiptavinunum og ef þá vantar enn fé til að borga með gengistöp hvað á þá að gera. Því er fljótsvarað, það er ekkert hægt að gera. Ef þannig fer hefur tekizt að hrekja fyrirtækin út i vanskil. Hverjir cru svo ábyrgir? Varla for- stjórar fyrirtækjanna, þeir ráða minnstu um þennan þátt reksturs þeirra. Hver getur búizt við að uppskera gott sif ferði í árferði eins og þessu? Þorvarður Eliasson viðskiptafræðingur. Ijttkjartorfi s/i LITIÐ VIÐ A LÆKJARTORGI í dag bjóðum við ykkur m.a. 4ra herbergja ibúð við Fífu- sel. íbúðin er fokheld og selst þannig. Þetta er enda- íbúð með glugga á gafli og við höfum allar teikningar. Seljandi ætlar að bíða eftir kr. 2,3 milljónuni. 4ra herb. íbúð á annarri hæð við Vesturberg. Þetta er mjög snyrtileg íbúð un 110 ferm. og sameignin er full- frákgengin, Vélaþvottahús. V'erð ki 9,5 milljónir. út- iborgun 6,5 milljónir. 3ja herb. stór og góð kjall- araíbúð við Grænuhlíð. Góð lóð og rólcgt um verfi. Nokkur raðhús á byggingar- stigi í Seljahverfi. Við höfum allar teikningar á skrifstofunni. 2ja herb. snotur íbúð á efstu hæð við Jörfabakka, sameign fullfrágengin. Verð 6,0 milljónir, útborgun 4,5 milljónir. Sérlega skemmtileg 2ja herb. íbúð við Þverbrekku í Kópavogi. Laus til afhend- ingar strax. Verð 5,5 milljónir. LEITINNI LÝKUR Á LÆKJARTORGI lækjsirfoiHj s/{ fasteignasala Hafnarstræti 22 s.2/133 - 27B5B Páll Gudjónsson vidskiptafr. Knútur Signarsson vidskiptafr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.