Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 22
22 1 HÁSKÓLABÍÓ DAGLBAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. GAMLA BÍÓ Útvarp Sjónvai p Einu sinni er ekki nóg (Once is not enough) Snilldarlega leikin amerfsk lit- mynd í Panavision er fjallar um hin eilífu vandamái, ástir og awð og alls kyns erfiðleika. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Jacqueline Susan. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Alexis Smith, Brenda Vaccaro, Deborah Raffin. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. 1 NÝJA BÍÓ Þokkaleg þrenning I PETER FONDA SUSAN GEORGE DlltTY IVIARY GRAZY I.ARIIY Islenzkur texti. Ofsaspennandi ný kappaksturs- mynd um þrjú ungmenni á flótta undan lögreglunni. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I LAUGARASBIO I Barizt unz yfir lýkur (Fight to the death) Ný hörkuspennandi sakamála- mynd í litum. Leikstjóri: Jose Antonio de la Loma. Aðalhlut- verk: John Saxon og Francisco Rabal. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ísl. texti. ------------------s HAFNARBÍÓ Ensk úrvalsmynd, snilldarlega gerð og vel leikin. Leikstjóri: Ken Russell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Emmanuelle 2 Heimsfræg ný frönsk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Sylvia Krist- el, Umberto Orsini, Catherine Rivet. Enskt tal, íslenzkur texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miðasala frá kl. 5. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskírteini. Hækkað verð. AUSTURBÆJARBÍÓ I tslenzkur texti Magnum Force með Clint Eastwood. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5. Sprenghlægileg og hrollvekjandi ný bandarísk litmynd með STELLASTEVENSog RODDY MCDOWALL íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.3, 5, 7, 9ogll. f-----------------> BÆJARBÍÓ Grínistinn Ný, bandarisk kvikmynd gerð. eftir leikriti John Osborne. Aðalhlutverk leikur Jack Lemmon. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Allra síðasta sinn. Enn heiti ég Trinity (My name is still Trinity). Skemmtileg ítölsk mynd með ensku tali. Þessi mynd er önnur, myndin í hinum vinsæla Trinity myndaflokki. Aðalhlutverk: Bud Spencer Terence Hill. Endursýnd kl. 5, 7 og 9.15. Imyndunarveikin miðvikudag kl. 20. Sólarferð, 6. sýning fimmtudag kl. 20. Miðasala 13.15—20. Sími 1-1200. UFSHAMINGJAN ER EKKI í SAMRÆMIVIÐ BANKAINNISTÆÐURNAR Háskólabíó: Einu sinni er ekki nóg. AAalhlutverk: Kirk Douglas, AJexis Smith, Deborah Raffin, David Janssen, George Hamilton, Melina Mercourí. „Áttum við ekki saman dýr- lega daga?“ spurði January elskhuga sinn rithöfundinn þegar hann var að reyna að losa sig við hana. ,,Jú, einu sinni,“ svaraði hann. „En einu sinni er ekki nóg,“ sagði unga stúlkan, sem haldin var ákafri föðurást. Myndin fjallar um kvik- myndaframleiðandann Mike Wayne og dóttur hans, sem heitir því óvenjulega nafni January. Móðir hennar hafði drukkið sig i hel þegar hún var ekki nema sex ára og síðan hafði faðir hennar gert allt sem í hans valdi stóð til þess að uppfylla allar óskir dóttur- innar, og stundum meira en það. „Ég hef látið allt eftir henni frá því hún var barn,“ sagði hann við lækninn á svissneska sjúkrahúsinu. „Og ég mun halda áfram að gera það það sem eftir er.“ Þessi fallega mynd er gerð eftir metsölubók Jacqueline Susan og þar segir frá auðugu fólki sem býr í New York og Hollywood, fjallar um ástir þess og hamingju og óhamingju. Þetta auðuga fólk býr við allsnægtir en lífs- hamingja þess er samt ekki í réttu samræmi við bankainn- stæðurnar. Vera má að karlmönnum finnist myndin heldur væmin en eins og maðurinn minn sagði, þá er þetta hugnæm mynd. Konum fellur hún ábyggilega betur í geð og persónulega fannst mér hún Kvik myndir alveg með eindæmum skemmti- leg. En það er kannske fyrst og fremst af því að ég hafði lesið bókina og fannst sem ég væri að hitta fyrir gamla vini. Sögu- þræðinum er kann^ke ekki fylgt út í yztu æsar, en þó miklu betur en maður á yfirleitt að ' venjast. Kirk Douglas er ágætur I föðurhlutverkinu. Honum finnst ekkert of gott fyrir dótturina, — og telur ekki eftir sér að selja sjálfan sig með húð og hári til þess að hún geti haldið áfram að lifa í allsnægtum. Alexis Smíth, sem er ein af þessum „gömlu og góðu“, er ákaflega falleg og vel klædd en mér finnst eins og hún skili ekki kynvilluatriðinu nægilega vel. Það var engu líkara en að hún hefði hálfgert ógeð á Körlu vinkonu sinni (sem er ofur skiljanlegt). Deborah Raffin í hlutverki January er sérstaklega falleg stúlka sem býður af sér einstak- lega góðan þokka. Hún var mjög sannfærandi bæði i ástar-- atriðunum með elskhuganum og ekki síður þegar hún var með föður sínum. Frásögnin af lífi þessa fólks er áreiðanlega ekki fjarri lagi, — Jacqueline þekkti vel hvern- ig hlutirnir ganga fyrir sig I skrautbúðunum á Plaza þótelinu við Central Park. Hún bjó þar sjálf með manni sinum Irving Mansfeild, sem er fram- leiðandi myndarinnar. —A.Bj. Var January raunverulega ástfangin af föður sinum, eða var þetta bara venjuleg föðurást? Það var engu líkara en að Alexis Smith hefði háifgert ógeð á kynvillusambandi sinu sem leikið var af Meiinu Mercouri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.