Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 — 217 TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12-, SÍMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Belgisku togurunum með ólðglegu veiðarfœrin sleppt með skrekkinn: Gat í samningum bjar iii i þeim — verðo f ramvegis meðhöndlaðir skv. islenzkum lögum Framvegis verður_farið með mál belgískra togara sem gerast brotlegir við íslenzku fiskveiði- löggjöfina, sem þeir væru ís- lenzkir og alveg í samræmi við íslenzk lög. Sem kunnugt er leiddi skyndikönnun Landhelgisgæzl- unnar um síðustu helgi í ljós að fjórir af fimm belgískum togur- um, sem veiðarfæri voru könn- uð hjá, voru með ólögleg veiðar- færi á einn eða annan hátt. Þegar gerð var athugun hjá þeim nokkru síðar reyndust tveir þeirra enn vera með at- hugaverð veiðarfæri en ekkert slíkt kom í ljós um borð í ís- lenzkum, þýzkum og brezkum togurum sem einnig voru at- hugaðir. Þar s'em ákvæði vantar í samninginn við Belga um meðferð. mála þeirra, gerist þeir brotlegir, tóku dómsmála- ráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið þá sameiginlegu. ákvörðun í gær að sleppa hinum fyrnefndu brotlegu ^tog- urum með áminningu en" til- kynna um leið belgíska utan- ríkisráðuneytinu að framvegis verði tekið á þessum málum skv. íslenzkum lögum. Baldur Möller ráðuneytis stjóri sagði í viðtali við DB í gær að samningarnir við Breta og Þjóðverja væru að því leyti ítarlegri en við Belga að í þeim væru ákvæði sem segðu til um að brot á fiskveiðilöggjöfinni eða landhelginni kynnu að leiða til sviptingar veiðileyf a. Skv. botnvörpulögunum mega möskvar 1 botnvörpum ekki vera minni en 135 milli- metrar en möksvastærðin hjá einum belgíska togaranum var 90 mm. — G.S. Tók hólfan kvótann á heimleidinni „Það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim á Huganum VE 55 þegar þeir voru á heim- leið úr Norðursjónum. Rétt fyrir utan Vestmannaeyjar fengu þeir góða lóðningu af þessari fínu demantssild," sagði Ragnar Sigurjónsson fréttaritari DB í Eyjum, en Huginn kom að í gær. Huginn er einn af þeim bát- um sem leyfi hafa fengið til síldveiða. Þeir fengu 100 tonn í þessu eina kasti og eru þeir þá, búnir að fiska nærri helming- ihn upp í þann kvóta sem leyfi- legur er. EVI Pundið lœkkar stöðugt Sjó erl. fréttir bls. 6-7 // Neyðarljós" af Hótel íslandsplani Flugeldar sáust yfir Reykjavík í gærkvöldi og héldu sumir í fyrstu að hér væri um einhver neyðarljós að ræða. I ljós kom hins vegar að rakettunum hafði verið skotið upp af hinu fræga Hótel tslands plani i miðborginni. Munu ein- hverjir unglingar hafa verið þar að verki, án þess þó að í gærkvöldi hafi verið um nokkurn óvenjulegan sam- ansófnuð unglinga að ræða á þessum stefnumótsstað þeirra. —AS(. ALi HELT TITLiNUM — en Ken Norton segist hafa unnið niu eða tiu iotur af fimmtán — Sjó iþróttir i opnu veturinn Það þarf ekki, að hræðast kuldann í vetur ef maður er svo lánssamur að eiga eitt- hvað af finnsku skinnhúfun- um, sem getur að llta á finnsku sýningunni á Hótel Loftleiðum, en í dag er siðasti sýningardagur. Nánar er sagt frá sýning- unni á bls. 9. SPAÐ I Það er ekki átakalaust eða án hugsunar sem strætis- vagnakerfi borgarinnar mót- ast. Hér eru að minnsta kosti tveir „stjórar", forstjóri SVR og gatnamálastjórinn, ásamt öðrum spámönnum „að spá" í nýtt og hugsan- lega betra fyrirkomulag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.