Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. 3 NAUÐVÖRN SAKADÓMS AÐ ELTA UPPIKLÁMRIT Örn Asmundsson skrifar: ,,Nú ganga menn sakadóms um verzlanir höfuðborgarinnar í leit að blöðum, þar sem sjást berar yngismeyjar. Þetta sýnir ef til vill öðru fremur hina algjöru up[:gjöf sakadóms gagnvart hinum meiriháttar málum. er starfsmenn ráða alls ekki við. Þá er leitað á önnur mið í von um, að stærri málin falli í gleymsku. „Jú sko, hugsa þeir með sjálfum sér. Við erum önnum kafnir við að skoða klámblöð og megum ekki vera að því að finna Leirfinn. Við leitum klámblaða." Já, miklir menn. Nei og aftur nei, slíkt gengur ekki! Það er lágmarks- krafa að hér á landi ríki prent- frelsi enda er beinlínis til þess ætlazt og ráð fyrir því gert í stjórnarskránni. Því er þessi aðför sakadómsmanna óskiljan- leg með öllu. Fólk hefur gaman af að lesa og skoða blöð þar sem slegið er á léttari strengi. Því á að leyfa því að skoða blöð, — vilji fólkið það. Nóg er af verkefnum þó ekki sé ruðzt inn í hverja sjoppu í leit að myndum af nöktu kvenfólki. Nei, boð og bönn leiða ekki til gæfu — það hefur sagan kennt okkur. Boð og bönn á hinum ýmsu sviðum ergja borg- arana — svekkja þá. Óánægja þeirra kemur síðan fram þar sem sizt skyldi og þegar sízt skyldi. Nei, lofið heldur mönnum að lesa klámrit, vilji þeir það. Leyfið mönnum að skoða mynd- ir af nöktu kvenfólki, vilji þeir það. Boð og bönn leiða ekki til góðs.“ Hann er dýr dropinn Gísii Guðmundsson, Suðure.vri skrifar: Margir hér trúðu því fastlega, að upp mundi stytta á höfuðdag, enda fór það svo. Ekki hefur komið hér dropi úr lofti síðan. Sólskin hefur verið alla dagá og ekki ský sjáanlegt á himni. Veðurfræðingar hafa þó spáð skýjafari og súld, en trúin hefur þurrkað þá spá í burtu. En vindur er nú úr vesturátt og það er vætuátL Ég átti tal við Guðmund Pálmason, 88 ára gamlan höfðingja, sem ásamt konu sinni, Sigríði Kristjánsdóttur 69 ára býr smábúi á Sólstöðum hér úti í Staðardal niðri við sjó. 30. ágúst höfðu þau náð í hlöðu sem svarar til einnar heysátu, en voru þó bjartsýn á framtíðina Bú þeirra er ekki stórt, en þau una glöð við sitt. í fyrra var innlegg þeirra í kaupfélagið 30 dilkar. Utsvar hans þá var kr. 68.000.00 eða kr. 2.266.66 ádilk. Gömlu hjónin urðu fyrir því óláni í apríl í vetur að missa kúna sina. Ekki gátu þau unað kýrleysinu til lengdar. í vor leituðu þau á náðir stórbændanna í Botni hér í firði og fengu þar loforð um kaup á kú hjá Birki bónda Friðbertssyni. 100 þúsund krónur vor'u fram lagðar úr hendi Guðmundar bónda um leið og kaupin voru gerð en afganginn átti svo að greiða við móttöku. 19. júní kom svo kusa að Sólstöðum. Það eru um 12- 13 kílómetrar á milli býla. Heildarverð hennar var ákveðið litlar kr. 150.000.00. Flutningskostnað átti ekki að reikna. Sennilega hefur málefnasamningur okkar vinstri manna komið þar við sögu. Þar stendur, að tillit skuii tekið til aidraðra. Húsfrú taldi beljuna nokkuð dýra og hófst þá yfirlitsgerð seljandans. Kýrin átti að bera 10. júlí. Hún átti að mjólka 14 lítra á dag og það mætti reikna mjólkina að minnsta kosti þar til hún færi'á gjöf i lok ágúst og lítrinn væri nú á kr. 70 (kýrin bar sínum þriðja kálfi 15. júlí). Gamla konan taldi víst, að bændur fengju ekki þetta verð fyrir mjólkina, í mesta lagi kr. 50.00 fyrir lítrann. Var þá verð beljunnar fært niður í kr. 140.000.00 og 1.000.00 að auki fyrir flutninginn, sem gamli maðurinn rétti hinum miskunn- sama seljanda. Almennt er talið, að slíkt verð á kúm hafi verið nokkuð hátt. Búnaðar- félag Islands telur þetta verð algjörlega út í bláinn og of hátt. Kýrin sem kostaði 150.000 krónur. Þeir segja að hæfilegt kýrverð og sanngjarnt fyrir kú eins og þessa sem hér um ræðir, sé u.þ.b. 80-90 þúsund krónur. Þeir segja að frá Eyjafirði hafi heyrzt um verð á kostagripum sem sé 100 til 120 þúsund krónur. Eftir burð komst kusa þessi í 6,5 lítra á dag. Var því tekið það ráð að gefa henni 3 kg af fóðurbæti á dag og fulla heygjöf með, auk útibeitar. Komst þá þessi kostagripur í um 13 lítra á dag. Fóðurbætirinn kostar um kr. 50,00 kílóið eða um kr. 150.00 á dag.Hey er nú selt til Færeyja á kr. 29,00 kílóið. Hirðing og húsun á beljunni kostar líka penihga. Hagabeit mætti syo verðleggja eitthvað. Það gleymdist að reikna kálfinn og getur hann því staðið undir ein- hverjum af framangreindum uppihaldskostnaðarliðum belj- unnar. Guðmundur Pálmason fer sennilega ekki í það að endur- krefja seljandann um greiðslu. Innlegg seljandans var síðast eða á sama stað og Guðmundar, 212 dilkar. Utsvarið var kr. 43.900 kr., eða kr. 207.08 á dilk. Innlegg Guðmundar var eins og áður sagði 30 dilkar eða kr. 2.266.66 ádilk. MEIRIHLUTI EFNIS SJÓNVARPS- INS Á ERLENDUM MÁLUM Einn sem borgar ekki afnota- gjald: ,,Við höfum ekki efni á að halda úti sjónvarpi," segir Ólafur nokkur Jónsson og setur fram þá skoðun, að þeir eigi að vera þrír sjónvarpsdagarnir. Mér finnst nú bezt að hafa enga sjónvarps- daga. Mér finnst vænlegast að stoppa útsendingar. Við fáum svo lélegt efni og missum því ekki af neinu. Af hverju fáum við ekki að horfa á kanasjónvarpið. Hvers vegna i ósköpunum þurfti að rífa þetta af okkur? Svo er þetta afsakað með því, að tungumálið væri í hættu ef við fengjum að horfa á kana- sjónvarþið. Hann var lélegur brandarinn sá. Eg veit ekki betur en íslenzka sjónvaipið sendi út mestmegnis. erlent efni, nema þá fréttirnar. sem komast vurla óbrenglaðar út úr sumum fréttamöiinunum. Svo var hafizt handa og byrjað að kenna ensku og þý/.ku. Það hefur auðvitað halt afar skað- leg áhrif á íslenzkuna. Svo var sagt að kanasjónvarp v.eri stórhættulegt fyrir börnin. Þou skildu ekki myndirnar, þær væru á ensku. Nei, íslenzka sjónvarpið sýnir aldrei útlendar myndir og börnin skilja þær allar. Þau glata því ekki málinu, tala fallegt mál.“ Eigum við að hafa krónuna ófram sem gjaldmiðil? Reynir Valdimarsson læknir. Það væri eðlilegt að breyta þessu á einhvern veg.vegna stöðu krón- unnar út á við. Spurnðng dagsins Arni Tryggvason ieikari. Það væri ágætt ef við gætum eignazt góðan gjaldmiðil. Það er ekki orðið gott, þegar hlegið er að krónunni erlendis og enginn vill skipta íslenzkri mynt. Einar H. Hjartarson, Já, en við verðum að reyna að stuðla að því að gera hana verðmeiri. Erlendis er hún einskis virði og ekki hægt að fá henni skipt. Hún er ekki einu sinni á skrá. Jón Þórarinsson. dagskrárstjóri i Lista- og skemmtideild sjónvarps- ins. Já, en við ættum að taka tvö núll aftan af gjaldmiðlinum. Finnar .gerðu þetta m.a. og það gafst vel. Agnar Kofoed-Ilansen flugmála- stjóri. Til þess að við fáum alvöru- gjaldmiðii. þá þurfum við alvöru- stjórnmál. Gísli Eerdinandsson skósntióur. Það er alveg nauðsynlegt aö taka tvö núll aftan af krónum okkar. Þetta er að e.vðileggja alla buxna- vasa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.