Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. KAUPMANNASAMTÖK iSLANDS Kaupmannasamtök íslands gangast fyrir ráðstefnu um málefni smásölu- verzlunarinnar dagana 9—10 okt. n.k. að Hótel Loftleiðum. Frummœlendur þ. 9. verða: Albert Guðmundsson alþingismaður, Georg Ólafsson verðlagsstjóri og Ásmundur Stefáns- son hagfrœðingur ASÍ auk Gunnars Snorra- sonar formanns KÍ. Frummœlendur þ. 10. okt. verða: Ritstjórar dagblaðanna þeir: Styrmir Gunnarsson, Þórarinn Þórarinsson, Svavar Gestsson, Jónas Kristjánsson, Þor- steinn Pálsson og Árni Gunnarsson. Rœddar verða m.a. tillögur að nýrri verðlags- ráðgjöf. Upplýsingar á skrifstofu KÍ símar 19390 og 28811. Tilkynnið þátttöku nú þegar. RÁÐSTEFNUNEFNDIN. HITAVEITA REYKJAVÍKUR vill ráða nú þegar 2 starfsmenn, ann- an við viðhald tenginga innanhúss, hinn til mælaálestra (hálft starf). Laun samkvæmt samningum Starfs- mannafélags Reykjavíkur og borgar- innar. Upplýsingar á skrifstofu Hitaveit- unnar Drápuhlíð 14 kl. 10—12. Hitaveita Reykjavíkur. Matsvein vantar ó 75 tonna linubát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-8062 eða 92-8035 Hús í Þorlákshöfn til sölu: Verð 12-1300. þúsund Byggingastig: Hlaðið upp að sperrum, steypt bíiskúrs- plata, gluggar samkv. teikningu á staðnum. Grunnfiötur hússins ásamt bílskúrsplötu er 126 ferm. Uppl. í símum 72671 — 71464, einnig á skrifstofu Fasteigna Selfossi, sími 99-1884. Innritun í síma 3-21-53 kl. 1—6 daglega Byrjenda- og framhaldsflokkar BALLETSKOLI Stoppistöð SVR við Breiðholtsskóla sem gagnrýnd hefur verið af skólastjorunum. uagnrýni annarra er ekki síður talin stafa af missi bilastæðanna en áhyggjum af slysáhættu. DB-mynd Arni Páll. Dagblaðsmenn í ökuferð með forstjóra SVR: STRÆTISV AGN AFERÐIR VERÐUR AÐ MIÐA VIÐ ÞARFIR FÓLKSINS r Ibúar verkamannabústaða i Seljahverfi fó samgöngubót Á föstudaginn fá ibúar verkamannabústaðanna í Selja- hverfi langþráða samgöngubót, því þá munu SVR fara að aka þangað á kvöldin og um helgar. Hingað til hafa strætisvagnar aðeins gengið í það hverfi frá kl. 7 á morgnana til kl. 19 á kvöldin. Þetta kom m.a. fram er for- stjóri SVR bauð blaðamanni DB með sér í ökuferð um Breiðholtið í gær vegna gagnrýni á strætis- vagnakerfið á þessu svæði i les- endabréfum DB og í einu viðtali. Þannig telur t.d. skólastjóri Breiðholtsskóla að þær breytingar, sem gerðar voru á leiðakerfi SVR og leiddu af sér að vagn ekur alveg upp að skólanum, feli í sér slysahættu, sérstaklega á veturna, þá kynnu börnin að freistast til að hanga aftan í vagninum. Eiríkur sagði að ógjörningur væri aó miða leiðakerfið við þessa hættu, börn yrðu að læra að haga sér eftir umferðinni og auk þess ættu þau að vera á skóla- lóðinni en ekki á bílastæðinu sem vagninn ekur um. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að leiðir vagnanna skuli liggja inn í blokkahringi og aðra kjarna í hverfinu. Það sagði hann vera hagræðingaratriði >fyrir fólkið, með þessu fyrirkomulagi styttist vegalengdin í vagninn og jafn- langt yrði fyrir alla í vagninn. Einnig væri gjarnan skýlt inni í þessum kjörnum og því betra að biða þar í misjöfnum veðrum. Varðandi gagnrýni, sem kom fram í DB þess efnis að einn Breiðholtsvagnanna hefði verið svo troðfullur ekki alls fyrir löngu að vagnstjórinn varð að aka fram hjá nokkrum stöðvum án þess að geta tekið upp farþega, sem urðu þá að bíða næsta vagns, sagði hann það mjög óvenjulegar aðstæður. Taldi hann líklegast að þessi umrædda örtröð hefði staðið í sambandi við iþróttaleik í Laugardalnum, en ógerningur væri fyrir SVR að miða rekstur sinn við þess háttar eða t.d. popptónleikahald á Lækjartorgi. Sá hann ekki ástæðu til að bæta við vögnum við slík tækifæri. -K.P. Hafa íslenzkar konur áhugaá að vinna fyrir S.Þ.? Tíu konur leituðu upplýsinga i gœr SIGRIÐAR ÁRMANN Skúlagötu 34 — 4. hœð „Stöðurnar sem um er að ræða eru fyrir háskólamenntaðar konur, hagfræðinga, endur- skoðendur, „statistikera", og fleiri á því sviði,“ sagði frú Hui Chen Kwong, sem er starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún er stödd hér á landi á vegum sam- takanna til þess að ræða við konur og kynna þeim möguleika íslenzkra kvenna til að ráða sig til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún kom til landsins í gær- morgun. „Dagurinn hefur verið mjög lærdómsríkur," sagði frú Kwong þegar blaðamaður DB hitti hana að máli á Hótel Loftleiðum í gær- kvöldi. „Ég tók á móti og talaði við tíu konur sem vildu fá upplýsingar um störfin hjá Sameinuðu þjóðunum í utanríkis- ráðuneytinu i dag. Á 30. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna var afgreidd ályktunartillaga þess efnis að leitazt yrði við að fá fleiri konur til starfa hjá samtökunum. „Fyrir utan háskólapróf og helzt einhverja reynslu þurfa umsækjendur að vera vel að sér i ensku og/eða frönsku. Við viljum leggja áherzlu á að ráða fólk til starfa frá þeim iöndum sem eiga fáa starfsmenn hjá SÞ. Aðildarlöndin eiga sinn kvóta og kvóti íslands er 1 á móti sex." Það þýðir að starfs- mennirnir mega ekki vera færri en einn og ekki fleiri en sex. Frú Kwong sagði að hún hefði leyfi til þess að fara yfir kvótann ef því væri að skipta. I þær stöður, sem ekki er krafizt háskólamenntunar til, er oftast ráðið í gegum ráðningar- skrifstofur í New York. „Hér er um ráðningu til langs tíma að ræða,“ sagði frú Kwong og aðspurð um hvernig launakjör væru hjá starfsmönnum upplýsti frúin að hún teldi að byrjunar- launin væru nokkuð góð, en ekki treysti hún sér til þess að segja um launakjör þegar kæmi í hærri stöðurnar. Frú Kwong sagðist hafa unnið i mörg ár hjá samtökunum, jafnvel fleiri en hún kærði sig um að hafa orð á. „Ég vonast til að fá tækifæri til þess að heimsækja Iláskólann áður en ég fer,“ sagði frú Kwong. — Var þessi samþykkt allsherjar- þingsins gerð vegna kvenna- ársins? „Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki, heldur að það sé almennt farið að'gera sér grein fyrir því að konur eru ekki síður hæfar til starfa fyrir samtökin en karlar," sagði frú Kwong. Hún verður til viðtals í utan- rikisráðune.vtinu i dag. en hún fer utan á fimmtudag. -A.Bj. Frú Hui Chen Kwong ræddi við blm. DB á Loftleiðum í gær. DB- m.vnd Arni Páll. Mjólkurbúðalokunin: Leiðrétting I sambandi við grein sem birtist síðastliðinn mánudag um mjólkurbúðamálið vill Lilja Kristjánsdóttir að eftirfarandi misskilningur leiðréttist: Hallveig Einarsdóttir skrifaði ekki undir bréfin til verka- lýðsfélaganna í nafni stjórnar ASB heldur í nafni nefndar á vegum ASB sem sérstaklega var skipuð til að sjá um öll mál viðvíkjandi lokun mjólkurbúðanna. Hún skrifaði undir bréfin áður en hún bar fram þá tillögu á fundi stjórnar ASB að ASB tæki ekki þátt i kröfugöngunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.