Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. EMEBIAÐIB frfálst, nháð dagblað ÚtKcfandi Daííblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjðlfsson Ritstjðri: Jðnas Kristjánsson. Fréttastjðri: Jðn Birj-ir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helsason. Aðstoðarfrétta stjðri: Atli Stoinarsson. íþrðttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jðhannos Reykdal. Handri Asj'rímur Pálsson. Blaðamonn Anna Bjarnason. AsReir Tðmasson. BerKlind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. F.rna V Ingðlfsdðttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jðhanna Birgis- dottir. Kdtrin Pálsdðttir. Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jðnsson, Ómar Valdimarsson. Ljðsmyndir: Arni Páll Jðhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormððsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingárstjóri: Már E.M7 Halldðrsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu^O kr. eintakið. Ritstjörn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftirog afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umhrot: Daghlaðið hf. og Steindðrsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Réttlátir skattar Ein ljósasta lýsingin á göllum og nauðsynlegum endurbótum skattakerfisins kom nýlega fram í blaðaviðtali við Ólaf Nilsson, fyrr- um skattrannsóknastjóra. Þar kom fram, að verðbólgan hefur gert skattakerfið ranglátt með því að valda gróða af óverðtryggðu lánsfé, sem notað er til eignahreyfinga. Þar kom fram, að stjórnmálamenn hafa gert skattakerfið ranglátt með því að samþykkja lög um margvíslegar undanþágur frá skattlagn- ingu. Þar kom fram, að samsuða atvinnurekstrar og einkaneyzlu atvinnurekenda hefur gert skattakerfið ranglátt, því að taprekstur fyrir- tækja hefur verið notaður til að losna við skatta af einkaneyzlu. Eina mikilvæga atriðið, sem vantar í upptaln- ingu Ólafs, er, að skattskýrslan ein út af fyrir sig er ekki nógu gott tæki til aó mæla tekjur manna í þjóðfélagi, þar sem ýmis kaup og sala, einkum á vinnu og þjónustu, eru stunduð á óskjalfestan hátt. Ólafur Nilsson setur í viðtalinu fram ýmsar tillögur til endurbóta, sem yfirleitt er unnt að taka undir og þingmenn ættu að kynna sér, ef þeir hyggjast nú framkvæma gömul loforð um réttlátara skattakerfi. Ólafur vill sameina tekjuskatt og útsvar sem brúttóskatt. Hann vill fella niður ýmsa frá- dráttarliði, svo sem vegna fasteigna og vaxta og vegna útivinnu giftra kvenna. í stað hins síðast- nefnda vill hann láta koma barnafrádrátt til að vega upp á móti kostnaði við barnagæzlu. Öll þessi atriði mundu auka skattajöfnuð manna. Ólafur vill aðgreina atvinnurekendur og fyrirtæki þeirra við tekjuskattsútreikning. Sú tiilaga er í rauninni enn sjálfsagðari en tillagan um afnám frádráttar. Ólafur vill nota fyrningarákvæði til óbeinnar skattlagningar á söluhagnaði. En einnig mætti geta þess, að mögulegt er að verðtryggja fjár- skuldbindingar og skattleggja þá þann sölu- hagnað, sem er umfram verðbólgu. Ýmis fleiri atriði koma fram í máli Ólafs. Hann er andvígur sérsköttun hjóna. Hann er einnig andvígur því, að tekjuskatti verði breytt í söluskatt. Og hann telur núverandi eignaskatt mjög ranglátan, vegna þess að mat ýmissa tegunda eigna sé mjög mismunandi og að spari- fé sé vantalið. í sambandi við það síðasttalda vill hann, að allt sparifé í bönkum sé skráð á nafn. Við tillögur Ólafs er unnt að bæta einni veigamikilli tillögu, sem vantar í safn hans. Hún byggist á þeirri skoðun, að skattakerfið verði aldrei svo einfalt og skattskýrslan aldrei svo algildur mælikvarði, að sæmilegu réttlæti verói náó. Hún byggist á þeirri skoðun, að ákveðnir menn muni alltaf finna leiðir til að borga of litla skatta í samanburði viö nágrann- ann. Tillagan er sú, að skattstofur fái heimild og aðstöðu til að meta lífsgæðaaðstöðu manna, eins og hún kemur fram í íbúðum þeirra, húsbúnaði, bílaeign, skemmtunum og ferða- lögum og noti þetta mat til að fylla þá mynd, sem skattskýrslan gefur. Á bak við ákveðinn lífsstíl hljóta að liggja ákveönar tekjur, þótt þær komi ekki fram á skattskýrslu. Cederistarnir gegna hlut- verkistóro bróður ó Kúbu Þeir eru kallaðir CDR eða „cederistas". Á Kúbu býrð þú með þeim og þeir með þér. Þeir berjast gegn afbrotum — með mjög góðum árangri — þeir fylgjast með persónulegu lífi og starfi borgaranna og þeir taka verulegan þátt í félags!„gu og pólitísku starfi. Opinbert starfsheiti þeirra er Va.rnarnefnd byltingarinnar (C.Df.R.) og eru þeir um 80 þúsund talsins í landinu, þar semíbúar eru um fimm mijónir. Þessar nefndir voru stofnaðar árið 1960 og því halda þeir um þessar mundir upp á sextán ára afmæli sitt með pappírsblómum og krönsum. Reiði félaga Fidels var kveikjan Um eyjuna þvera og endi- langa, í hverri íbúðarblokk og allt niður í smæstu byggða- kjarna, koma íbúarnir nú sam- an til að snæða hátiðamat og taka sporið. Hvarvctna má sjá myndir af Fidel Castro forsætisráðherra og öðrum leiðtogum byltingar- innar ásamt borðum með áletr- uðum slagorðum Kommúnista- flokksins. Cederistarnir voru skipu- lagðir á fystu dögum byltingar- innar, sem kom dr. Castro til valda. Daglega mátti hann horfaupp á gagnbyltingartilraunir og árásir. Dag einn, á meðan hann var að flytja eina af sínum löngu ræðum, sprungu nokkrar sprengjur í nágrenninu. Fidel varð öskugeiður: „Ef þeir halda að þeir geti barizt við fólkið, þá skulu þeir fá það óþvegið. Við skulum setja upp kerfi sameinaðs eftirlits með framkvæmd byltingarinnar. Látum alla vita hverja aðrir hitta og hvað þeir hafa í hyggju.“ CDR-kerfið var sett upp og stækkaði skjótt. Þegar „cederistas" var kominn í hverja íbúðarblokk var undir- róðursstarfið smám saman úti- lokað. Siðgœðiseftirlit Eftir því sem gagnbyltingar- árásum fækkaði jókst aðstoð cederistanna við lögreglu í bar- áttunni gegn afbrotum. Jafnvel í dag, þegar friður og ró ríkir á Kúbu, fylgjast ceder- istarnir með öllu allan sólar- hringinn. Ef þjófur kemur heim með stolið sjónvarpstæki kann cederistinn á vakt að hugsa með sér: „Jæja, svo Rodriguez er búinn að fá sér sjónvarp.“ En ef Rodriguez kemur skömmu síðar með annað sjón- varpstæki er haft samband við lögregluna. Það sama gerist ef einhver, sem vitað er að hefur meðal- laun virðist njóta betri lífskjara en laun hans eiga að leyfa. Cederistarnir, sem stöðugt eru viðbúnir, hafa gert nærri hverja fertommu lands á Kúbu óörugga fyrir afbrotamenn. Þeim hefur einnig tekizt að auka mjög á samkennd kúb- önsku þjóðarinnar, þótt ekki eigi þeir einir heiðurinn af því. Fréttamaður Reuters á Kúbu, Francois Raitberger, segir að manni verði þá fyrst ljóst hve öruggt þetta kerfi sé, þegar tugir manna hlaupi niður eftir götunni á eftir þjófnum, sem staðinn var að verki. Ef gamli einbúinn sést ekki einn daginn En cederistarnir láta sér ekki nægja að fylgjast með öryggis málum. Ef gamall maður, sem V. BARBARIA i Það mun vera einsdæmi í sögu vestrænna lýðræðisþjóða, að þjónusta ríkisfjölmiðils falli niður með þeim hætti, sem nú hefur gerst hér á landi. Slíkt hendir aðeins í Afríku, Asíu eða hinni rómönsku Ameríku, þegar vopnaðar byltingar eiga sér stað. Það dylst því víst fæst- um — nema fulltrúum fjár- málaráðuneytisins — að bylt- ingarástand ríkir hjá launþeg- um hér á landi, þótt menn standi að visu ekki gráir fyrir járnum. Bylting eða uppreisn sjón- varpsmanna er í raun aðeins áfangi á langri leið stjórnleysis, siðleysis og upplausnar í þjóð- félaginu eða öllu heldur örlítill angi af miklu stærra og alvar- legra vandamáli: siðspilling- unni. Hvert afbrotamálið á fætur öðru steypist yfir þjóðina eins og Skeiðarárhlaup á leið til sjávar: Geirfinnsmál, Guð- mundarmál. spíramál, Klúbb- mál, Grjótjötunsmál, ávísana- mál, litsjónvarpsmál o.s.frv. Þetta hefur komið þjóðinni í opna skjöldu og hún hefur reynst gjörsamlega vanbúin að bregðast við þessum ósköpum. Friðsamt þjóðfélag bænda og sjómanna er nú orðið mjúkur leikvöllur skipulagðra glæpa- hringa og fjárglæframanna. Meinvættur taumlausrar gróða- hyggju og lífsþægindagræðgi leikur lausum hala. Og siðspill- ingin birtist ekki aðeins í nokkrum ytri teiknum, heldur virðist hún á góðri leið með að leggja undir sig allt þjóð- félagið. tsland er Barbaría. Þannig mætti lýsa ástandinu með nokkrum ýkjum. ísiendingar eru orðnir þegnar i Barharíu. Augljósasta skýringin á þessari uggvænlegu þjóðfélags- þróun síðustu ára er auðvitað óðaverðbólgan. Ilún er nú orðin þjóðarböl og flest illt í sam- félaginu má rekja á einn eða annan hátt til hennar. Það þarf enga spekinga til að segja fyrir um það, að ekkert þjóðfélag, sem býr um langt skeið við ámóta verðlagsþróun og við ís- lendingar. fær staðist til lang- frama. Lóur og lomb hverfa úr haganum, en hröfnumog refum fjölgar. Löghlýðnin vikur fyrir afbrotum, réttsýnin fyrir sið- blindu, reglan fyrir stjórnleysi. Verðbólgan lagar sig ekki að þjóðfélaginu.heldurþjóðfélagið að henni. Og siðspillingin mun halda áfram að grafa um sig með þjóðinni, svo lengi sem verðbólgan situr einráð við stjórnvölinn. Þess vegna er höfuðverkefni þjóðarinnar um þessar mundir að kveða niður drauginn. Ég vil segja að það sé beinlínis lífsskilyrði fyrir þjóðina.Flestir hlutir verða lítil- mótlegir við hliðina á þessu verkefni. Ráðamenn renna auðvitað grun t þetta og ættu því að skilja, hvaða áb.vrgð hvílir á þeim. Það þýðir ekki lengur að beita ómerkilegum áróðursbrellum og segja að þjóðin vilji hafa þetta svona. því að það er rangt, eða vikjast undan nauðsynlegum ráðstöf- unum til að þjóna þröngum flokkspólitískum stundarhags- munum. En umfram allt ættu valdsmenn að segja þjóðinni sannleikann um ástandið. en því fer fjarri. Þeir þvkjast vera að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. en það fer lítið fyrir þvi. Verðhækkunaraldan. sem hófst m.a. út af oliukupp-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.