Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 13
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 29. SEPTEMBER 1976. DAUBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. á-MJLaMBLiUJHHBHHHHflHHHHH!^HnHILá Arangur IBK i Evropumotum hefur verið akaflega misjafn i gegn um arin. En með aukinni leikreynslu hefur liðiö nað jafnari arangri og vafalitið er frammistaða Keflvikinga gegn Hibernian fra Skotlandi það bezta er Keftvik- ingar hafa gert — tap i Edinborg o-2 og jafntefli her heima 1-1. Ems var aranqurinn gegn Real Madrid athyglisverður — 0-3 uti og tap her heima 0-1 — en Real skoraði mark sitt, heppnismark a siðustu minutu leiksins. En litum a arangur ÍBK i hinum 1 5 Evropuleikjum liðsins: 1965 — IBK — Ferenvaros Ferenvaros — IBK 1-4 9 1 1970 — IBK — Everton Everton — ÍBK 1971 — ÍBK — Tottonham Tottenham — ÍBK 1972 — ÍBK — Real Madrid Real Madrid — ÍBK 0-3 I 1973 — IBK — Hibernian 6-2 Hibernian — ÍBK 1-6 1974 — IBK — Hadjuk Split 9-0 Hadjuk Split — ÍBK 0 1 1975 — IBK — Dundee United 3-0 I Dundec United — IBK 1-1 2-0 0 2 7-1 0 2 4 0 Þorsteinn Ólafsson hafði mikið að gcra í marki ÍBK i Hamborg — og varði oft glæsilega. Hér grípur hann knöttinn. Guðni tilbúinn ef eitthvað skyldi út af bregða. DB-mynd. Tekin í Hamborg af Bjarnleifi. Klaufi að skora ekki ótti að skalla niður! sagði Guðni Kjartansson, en hann skallaði rétt yfir mark mótherjanna í leik Hamborg og Keflavikur ytra — Leikurinn i kvöld hefst kl. 17.30 „Eg hef þá trú að við getum velgt Hamborg undir uggum hér heima. Við munum opna okkur meir en við gerðum í Þýzkalandi. Þegar allt kemur til alls eru þeir ellefu — við einnig og þessir menn geta gert mistök rétt eins og aðrir. Jú, af hverju eigum við ekki að geta sigrað — það gelur allt gerzt í knattsp.vrnu," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari og miðvörður Keflvikinga um leikinn í kvöld gegn þýzka liðinu Hamborg SV i Evrópukeppni bikarhafa. Hamhorg er meðal Lið IBK kvöld Lið Keflavíkur i kvöld gegn Hamborg SV hefur verið valið og verður það þannig skipað í kvöld: Þorsteinn Ólafsson verður í markinu. Astráður Gunnarsson Gunnar Jónsson Guðni Kjartansson Einar Gunnarsson Gísli Torfason Sigurður Björgvinsson Jón Ólafur Jónsson Steinar Jóhannesson rtlafur Júlíusson Friðrik Ragnarsson beztu liða Þýzkalands og Þjóð- verjar eru núverandi heimsmeist- arar og því gcta íslenzkir knatt- spyrnuunnendur átt von á að sjá mjög gott lið — ekki er Laugar- dalsleikvangurinn slæmur nú. Þannig ætti hann ekki að draga úr getu þýzku leikmannanna. Þetta er síðari leikur liðanna — Hamborg vann í Þýzkalandi 3—0 í leik þar sem staðan var 2—0 eftir aðeins 9. mínútna leik. „Jú, það er rétt við fórum illa af stað í Þýzkalandi hélt Guðni áfram. ,,En við náðum okkur ágætlega á strik og lékum að sjálf- sögðu stíían varnarleik. Þetta bitnaðiað sjálfsögðu á sókninni en þrátt fyrir það áttum við þrjú ágæt marktækifæri. Eg var kiaut'i að skora ekki — fékk knöttinn beint á kollinn á mér en skallaði yfir. Átti auðvitað að skalla niður. Einar Gunnarsson komst í gegn en var brugðið innan vítateigs og slakur dómari leiks- ins lét sem hann sæi ekkert. Og þriðja opna marktækifæri okkar kom er Steinar Jóhannsson komst i sendingu en knötturinn rúllaði eftir marklínunni. Eftir leikinn í Þýzkalandi fórum við i æfingabúðir á Spáni og andinn meðal strákanna er nú mjög góður. Skínandi gó.ður andi — allt annað en á miðju sumri er flest gekk okkur í óhag og þjálfarinn fór utan. Nú er mikill áhugi meðal strák- anna að standa sig. Við munum spila upp á meiri „sjensa" en úti. Að ég tali nú ekki um góða hvatn- ingu frá áhorfendum. Slíkt ýtir alltaf undir mann. Hamborg er mjög gott lið — um það er engum blöðum að fletta. Þeir reyna ávallt að spila upp kantana — nýta þá mjög vel. Spil situr alltaf í fyrirrúmi hjá þeim. Einar M/agnússon, sem leikur handknattleik fyrir Hamborg. var einmitt að segja úti að Hamborg SV væri með betra lið nú, en Bayern Munchen. Liðin eru að minnsta kosti mjög svipuð að styrkleika og Bayern Munchen er Evrópumeistari. Hamborg vann Bayern í undanúrslitum þýzku bikarkeppninnar og komst þannig í úrslit. Fyrri leikur liðanna endaði 2—2 en Hamborg vann hinn síðari 1—0. Af þessu má ljóst vera að þetta eru engir aukvisar sem við Kefl- víkingar eruro að fást við. En við höfum einnig hlotið okkar eld- skírn í Evrópukeppnum. Leikur- inn í kvöld er 16. Evrópuleikur okkar. Þetta hefur verið ómetan- leg reynsla f.vrir okkur i gegnum árin. Við höfum leikið á erlendri grund við ýmis beztu félagslið Evrópu. Strákarnir hafa fundið að þeir hafa staðið sig ágætlega — og það gegn mjög góðum knatt- spyrnumönnum. Þetta hefur gefið þeim aukið sjálfstraust er í keppni hér heima hefur komið. Við þurfum ekki lengur að vera hræddir við slæm úrslit. Eg held aó bezt frammistaða okkar í Evrópukeppni hafi verið gegn Hibernian frá Skotlandi Við töp- uðum 0—2 í Edinborg en gerðum jafntefli hér heima 1—1 í leik sem við allt eins gátum unnið. Einnig er mér minnisstæð frammistaða okkar gegn Real Madrid — 0—3 tap á Spáni en við töpuðum hér 0—1 og þeir skoruðu mark sitt á síðustu mínútu leiks- ins. En ef ég á að segja alveg eins og er þá var ég alls ekki svona bjart- sýnn á miðju sumri. Þá hafði ég á tilfinningunni að liðið væri slakt. Alls engin barátta var í liðinu — ekki sama lið og Keflavik fyrri ára. En við höfum tekið "okki’.r saman í andlitinu, :staðráðnir. i að standa okkur vel. Eg heid að í dag standi ÍBK jafnfætis beztu liðum hér heima og er sann- færður um að við mundum sigra hvaða lið sem er. Við stöndum öðrum liðum jafnfætis hvað getu snertir Þetta er þeim mun ánægjulegra þar sem ég veðjaði ekki á ÍBK á miðju sumri. En þetta er að koma — ungu strák- arnir eru mikið að koma til og ÍBK er og hefur aldrei verið neitt gutllið. 'Vegna þessa er ég bjart- sýnn — það eru allir staðráðnir í að standa sig vel. Slíkt veit alltaf á gott.“ Já, það er greinilega hugur i Keflvíkingum núna. Hin ága'ta frammistaða í Þýzkal. oe dviilin i æfingabúðunum á Spáni hafa þjappað leikmói.num saman svo vonandi fáuni við að sjá Kefla- víkurliðið eins og við þekkjum það frá f.vrri árum, i leiknum i kvöld sem hefst kl. 17.30. —h.halls. Frammistoða ÍBK í Evrópu Muhammad All sigurvegari, en tap- aði í fyrsta skipti lokalotunum! - Vann Ken Norton á stigum í nótt — átta lotur af fimmtán — Samhljóða niðurstaða dómaranna Múhammad Ali er enn kóngur hringsins. í 17. skipti varði hann heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt á Yankee-leikvanginum í New York. Sigraði Ken Norton á stigum í 15 lotum — og allir dómararnir gáfu Ali sigurinn. En mjótt var á munum. Tveir þeirra voru með sigur AIi í átta lotum — Norton sjö. Einn gaf Ali átta lotur, Norton sex, og að hans áliti var ein jöfn. Margir fréttamenn voru með sama skor — átta lotur á Ali. Norton sjö. Fréttamaður Reuters, Bert Allan, gaf Norton hins vegar sjö lotur, Ali sex, en tvær jafnar. Leikur kapp- anna var jafn nær allan timann — og hvorugur komst nokkurn tíma í hættu. Hins vegar tóku margir fréttamenn fram, að eini möguleiki Nortons til sigurs i leiknum væri að rota Aii, því heimsmeistarinn stæði alltaf betur að vígi hjá dómurum. Það reyndi Ken Norton líka í lok leiksins í nótt — en án nokkurs árangurs. Þetta var í 20. skipti, sem Aii keppir um heimsmeistaratitilinn. Aðeins einu sinni hefur hann tapað — fyrir Joe Frazier 1971, þegar hann reyndi að endurheimta titilinn eftir nokkur ár án keppni. Keppnin í nótt hófst hálfum klukkutíma á eftir áætlun. Miklar umferðartruflanir urðu við leik- vanginn — og áhorfendafjöldinn varð meiri en reiknað hafði verið með. Hátt í fimmtiu þúsund. Keppninni var sjónvarpað beint til 52 landa. Japanir greiddu til dæmis hálfa milljón dollara fyrir réttinn — hátt í 100 milljón króna íslenzkar. Ali voru tryggðar 6 milljónir dollara fyrir leikinn og 50% af tekjum yfir níu milljónir dollara. Norton fékk eina milljón í tryggingu og 5% í sinn hlut af því, sem var yfir níu milljónir. Askorandinn Ken Norton kom á undan í hringinn — og áhorfendur bauluðu á hann. Ali lét hann bíða eftir sér í átta mínútur. Áhorfendur hrópuðu þá Ali, Ali, Ali. Keppnin hófst um þrjú-leytið, að isl. tima, á útivellinum mikla. Hitastig var innan við 10 gráður — og töldu ýmsir það hættulega lágt fyrir keppendur. Hætta meiri á rothöggi — en hitinn frá ljósunum yfir hringnum yljaði köppunum. Gáfu frá sér um 30 stiga hita. Fyrstu leikir um héimsmeistaratitilinn á Yankeevellinum síðan Floyd P.atter son og Ingemar Johansson börðust þar 1959 og 1960. Mikið jafnræði með köppunum. Báðir 1.90 m á hæð — armlengd sú sama. Ali aðeins þyngri 100 kg, en Norton 99 og meiri brjóstkassi Alis gerði það að verkum. Gamli heimsmeistarinn Floyd Patterson lýsti leiknum milli lotanna fimmtán — sagði þar sitt álit. Hér á eftir verður að miklu leyti stuðzt við frásögn hans. Ali byrjaði miklu betur og mörg högg hans komust í gegn, en kraftur var ekki mikill í þeim. Högg Norton voru villt. Ali lék sér — einnig í annarri lotunni. I 3ju lotunni náði Norton sér á strik — og hann sigraði í fjórum næstu lotum að áliti Pattersons. Hins vegar tók hann skýrt fram, að Ali væri með sama bragð og þegar hann vann heimsmeistaratitilinn af George Foremann. Lá í köðlunum og lét Norton slá að vild — greinilega í þeim ásetningi að láta áskorandann „pumpa“ sig út. Norton er þó greinilega góður, sagði Patterson — en Ali — sem Patter-' son kallar þó alltaf Cassius eða Clay — veit hvað hann syngur. Greinilegt var, að Ali hafði ekki nein áform í huga með að rota Norton fyrir fimmtu lotu eins og hann hafði spáð fyrir leikinn. Það var aðeins sálfræðibragð af hans hálfu. Einnig það, aö daginn fyrir keppnina dró Ali allt til baka, sem hann hafði sagt um Norton. Hrósaði honum á hvert reipi sem miklum hnefaleikara. Ali breytti þrívegis um stíl í leiknum, sagði Patterson. Fyrst ákafur og vann tvær fyrstu loturnar — síðan lét hann Norton eftir frum- kvæðið. Kom svo út úr skel sinni 1 þeirri sjöundu og vann þá lotu létt. En Norton vann þá áttundu og staðan var þá Ali 3 lotur — Norton 5. Þá breytti Ali enn um stíl — byrjaði að dansa og skora stigin. Hélt því áfram í þeirri næstu. Sigraði í lotunum frá áttundu og upp í þá þrettándu og breytti stöð- unni í átta vinningslotur. Norton hafði þá unnið fimm. Hins vegar sigraði Norton í tveim- ur síðustu lotunum að áliti Patter- son. 1 fyrsta skipti, sem Ali tap- Muhammad Ali reynir að koma hægri handar höggi á áskorandánn Ken Norton í 1. lotu á Yankeestadium í nótt. lokalotunum, sagði Patterson. Greinilegt var þá, að aðstoðarmenn Nortons höfðu gert honum skiljan- legt, að hann var undir í stiga- keppninni. Þetta var örvænting hjá honum í lokin, sagði Patterson. Aðeins rothögg getur fært honum heimsmeistaratitilinn. Hann verður að rota Ali ef hann ætlar sér sigur í leiknum. En Norton tókst það ekki. Ali átti létt með að verjast höggum hans. Hvorugur hlaut alvarleg högg í leiknum. Sigurvilji Nortons var greinilega mjög mikill — og hann sýndi meira en ég bjóst við af honum fyrirfram. Keppnin var jöfn — en að mínu áliti var sigur Alis réttlátur, sagði Floyd Patterson. Ken Norton var heldur betur á annarri skoðun eftir leikinn. Hann var æstur og argur eftir leikinn og sagði við fréttamenn: — Þeir stálu leiknum frá mér. Hann meiddi mig aldrei og ég er viss um, að ég vann níu lotur — eða 'jafnvel tíu. Ég meiddi hann hins vegar oft og átti ekki einu sinni í erfiðleikum með andardráttinn í lok leiksins. Ég yfirboxaði hann algjörlega. Ég get ekki skilið hvernig þeir fóru að því að gefa honum sigur í leiknum. Allt og sumt sem hann gerði, var að Lota fyrir lotu á Yankee-leikvangi Fréttamaður Reuters, Bert Allen, seitdi eftirfarandi frásögn af keppni Muhammad Ali og Ken Nortons á Yankee-leikvanginum í nótt. 1. lota Heimsmeistarinn varð fyrri til og kom góðu vinstri handar húkki á Norton og fylgdi eftir með hægri handar krosshöggi. Annað húkk rétt missti höku áskorandans, en Ali kom inn „stuttri hægri“. Högg Nortons hittu iila — heldur villt í þessari fyrstu lotu. Ali sótti mun meira. Lota AIis. 2.lota Þegar Ali fór úr horni sinu sýndi hann bolo-húkk án þess Norton væri nálægur, en Norton komst inn á hann og hitti tvívegis með þeirri hægri á andlit Alis. Ali hristi sig eins og tii að sýna, að höggin hefðu meitt hann — en var greinilega að leika. Bein hægri lenti á kjálka Nortons, en kapparnir reyndu mest högg á líkama hvors annars. Lota Alis. 3.lota Norton kom strax vinstri handar húkki á andlit Alis — en síðan beittu kapparnir mest beinni vinstri. Ali- kom þremur á nef Nortons — en Norton mikiu hægri handar höggi á höfuð Alis. Hann sótti mun meira í lotunni. Lota Nortons. 4. lota. Ali vann stig á hægri-vinstri handar fléttum á andlit Nortons strax eftir að lotan hófst — en iagðist síðan í reipin. Þá kom Norton höggi á höfuð hans — og villt hægri fór rétt yfir höfuð Alis. Norton beindi þeirri vinstri á líkama Alis. Lota Nortons. 5. lota Norton hélt enn frumkvæðinu. Hringdómarinn, Arthur Mercante, aðvaraði Ali fyrir að halda höfði Nortons með annarri hendinni og slá með hinni. Meistarinn bakkaði í reipin — hélt hönzkunum fyrir and- litinu og leyfði Norton að slá. Norton greip tækifærið, en kom höggunum lítt í gegnum vörn Alis. Alir reyndi ekki högg lokamínútu lotunnar. Lota Nortons. 6.lota Ali fór strax í reipin eins og í lotunum á undan. Norlon reyndi vinstri og hægri og kom nokkrum höggum á Iikama Alis. Ali talaði stöðugt við áskorandann — en frétlamenn við hringinn heyrðu ekki orðaskil. Ali hörfaði úl í „hlut- laust“ horn og Norton hélt áfram með líkamshöggin. Lota Nortons. 7. lota Loksins fór Ali að slást — en flest högg hans fóru í fyrstu yfir höfuð áskorandans. Norton reyndi að hitta maga AIis — en meistarinn beindi höggum sínum á höfuð Nortons. Kom góðri hægri í gegn og þá — allt í einu — tók Ali frum- kvæðið og vinstri-hægri-handar krosshögg lentu á höfði Nortons. Lota Alis. 8.lota Norton kom Ali út í horn og hamaðist með vinstri handar húkk- um á líkama Ali. Ali greip stundum andann á lofti — og Norton vann mörg stigin. Þegar bjallan hringdi kallaði Norton til Alis, en ekki heyrðist hvað hann sagði. Lota Nortons. 9. lota I fyrsta skipti i leiknum beitti Ali sinum gömlu hreyfingum — dans- aði um hringinn. Norton reyndi að ná tökum á leiknum — elti Ali, en átti í erfiðleikum með að hitta. Hins vegar kom Ali inn mörgum léttum höggum, þar til í lokin að Norton kom góðri hægri á höku Ali. Jöfn lota — en margir aðrir fréttamenn löldu hana Alis. 10. lota Aftur kom Ali dansandi í hring- inn í gamalkunnum stíl og áhorf- endur hrópuðu Ali, Ali, Ali — en Ali hætti að dansa og Norton kom honum út i horn. Ali komst aftur í miðjan hringinn án þess að fá á sig högg. En í lokin kom Norton honum út í kaðlana og hlaut stig fyrir fimm til sex högg á iíkama Alis rétt áður en bjallan glumdi. Lota Nortons. 11. lota Norton reyndi taktik Alis — bakkaði í reipin og bauð meistaran- um að slá. Norton talaði við AIi allan tímann, en Ali svaraði með tveimur miklum hægrihandar- höggum á höfuð Nortons. Þá skiþti Norton um stíl og hitti Ali á hök- una. Ali svaraði með góðri hægri á andlit Nortons. Kapparnir æptu að hvor öðrum og tókust fangbrögðum. Dómarinn sleit þá í sundur. Lota Alis. 12.lota Ali ýtti við Norton og kom þungu vinstri handar bukki á höku hans. Hraði Norton virtist minni en áður. Hann hitti ekki með vinstri, en Ali kom stuttri hægri á andlit Nortons. Askorandinn virtist þreyttur og átti í vandræðum síðustu sekúndur lot- unnar. Þá kom Ali mörgum höggum á höfuð hans. Lota Aiis. 13. lota Bein hægri Nortonslenti á nefi Alis. Þcir börðust í miðjum hring og fjórar beinar vinstri Nortons komust í gegn. Þá kom Ali góðu hægri handar höggi á Norton, sem hristi höfuðið og virtist meiddur. Jöfn lota. 14.lota Ali kom Norton til að hörfa með tveimur vinstri handar húkkum — og sú hægri komst í gegn og lenti á andliti Nortons. Högg Nortons voru villt — og Ali kom nokkrum högg- um í gegn rétt áður en bjalian hringdi. Mesta yfirburðalota Alis — öfugt við skoðun margra, sem töldu AIi hafa tapað lotunni. 15. lota Báðir kapparnir virtust kraft- miklir í lokalotunni og virtust skynja að mjótt var á mununum, Ahorfendur hvöttu Ali mjög,, AIi, Ali, Ali. Norton kom höggi á kjálka Alis — og þeir skiptust á vinstri handar húkkum, en hittu ekki. Norton kom Ali í eitt hornið og var ákafari í lokin. Lota Nortons. berjast smákafla og þegar hann reyndi högg, blokkeraði ég þau, sagði Norton. Keppnin hjá Ali í nótt var hin 55. hans sem atvinnumaður. Unnið 53 — tapað tveimur (Frazier—Norton) Norton hefur unnið 37 leiki sem atvinnumaður, tapað fjórum. Hann er 31 árs og fær varla fleiri tækifæri á heims- meistaratitiiinum. Ali er 34ra ára og keppir næst við George Foreman. HALLUR SÍMONARSON Létt hjá Liverpool Liverpool vann auðveldan sigur í Belfast í gær. Sigraði Crusaders, N-írlandi, 5-0 í Evrópukeppni meistaraliða og þvi samanlagt 7-0. Ahorfendur voru 10.000. Kevin Keegan skoraði í f.h. Johnson, tvivegis. McDermott og Heighway í þeim síðari. í Turku í Finnlandi sigraði Turun Palloseura Sliema frá Möltu 1-0 í Evrópukeppni meistaraliða.Ahorfendurvoru 933. Heikki Suhonen skoraði sigurmarkið, sem nægði finnska liðinu til að komast i 2. umferð. Sliema sigraði 2-1 í heima- leiknum, en féll á útimarkinu. Arsenal tókst ekki að sigra Blackpool í gær, þegar liðin léku öðru sinni í 3. umferð enska deildabikarsins. Jafntefli varð 0-0 þó svo leiknum væri framlengt. Liðin leika á ný nk. þriðjudag og Arsenal hafði heppnina með sér. Aftur verður leikið á Highbury. leikvelli Arsenal. Hliðartöskur •• 011 vinsœlustu lið Englands og Skotlands Sportvöruverzhin Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðhoiti Simi 75020 Klapparstíg 44 Simi 11783

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.