Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 23
DACBI.AÐHX MIÐVIKn.DACIUR 29. SEPTEMBKR 1976. 2.'1 Útvarp Sjónvarp D Útvarp í dag kl. 17,30: Stundar enn smíðar ó óttrœðisaldri - Erlingur Doviðsson flytur þœtti úr œvisögu Nóo bótasmiðs „Þetta eru alls átta þættir i frásagnarformi um ævi Kristjáns Nóa Kristjánssonar bálasmiðs,“ sagöi Erlingur Davíðsson, ritstjóri í samtali við DB, en hann flytur þætti úr ævisögu bátasmiðsins I útvarp- inu í dag kl. 17.30. „Nói hefur stundað báta- smíðar frá barnsaldri. Fyrst í smáum stíl að sjálfsögðu,. en sína fyrstu aura fékk hann fyrir að smiða smábáta handa börnum. 16 ára gamal! hóf hann nám : skipa- smíðum á Þingeyri, en þar er hann einmitt fæddur og uppal- inn. Hann fluttist þó fljótlega til Akureyrar og hefur búið þar allan sinn starfsaldur. Nói er nú kominn hátt á áttræðis- aldur, en stundar ennþá smíðar af fullum krafti. Hann er ekkju- maður og mikill einstæðingur, en-mjög sérkennilegur í háttum og tali,“ sagði Erlingur. Erlingur Davíðsson er rit- stjóri vikublaðsins Dags á Akureyri. Hann er Eyfirðingur í húð og hár, fæddur og uppal- inn á Árskógsströnd, en hefur starfað sem blaðamaður á Akureyri undanfarin 25 ár. Annar þáttur þessara frá- sagna verður á morgun á, samatíma. —JB Sjónvarp kl. 21.30: Byltingarmaðurinn orðinn leiður ó leikaraskapnum ítalski framhaldsmynda- flokkurinn Brauð og vín er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.30. Er þetta annar þátturinn af fjórum sem byggðir eru á sögu eftir Ignazio Silone. Þýð- andi er Óskar Ingimarsson. 1 'síðasta þætti skildum við við byltingarsinnann Pietroþar sem hann leyndist i dulargervi prests í litlu sveitaþorpi. Hann fer að boða bændunum I kring sósíalisma, en finnst hann fá heldur lítinn hljómgrunn. Hann bendir þeim á að það sé verið að leiða landið út I styrjöld og það muni koma hart niður á þeim ef til styrjaldar Komi. t þessum þætti kemur fleira fólk við sögu en I sfðasta þætti, m.a. kennslukona ein í þorpinu. Hún er ákveðinn fasisti og finnst að bændurnir séu ótta- legir sveitamenn og fyrir neðan virðingu sfna að tala við þá. Svo kemur stúlkan sem var send til Rómaborgar aftur til þorpsins og hefur meðferðis skjöl til Pietros. Stúlkan var ákaflega hrifin af stórborginni og öllum dásemdum hennar en þangað hafði hún aldrei komið áður. Pietro er orðinn leiður á þessum feluleik og ákveður að hætta að dulbúast. Fyrst reynir hann að ná sambandi við Anninu á nýjan leik, en þá erú hagir hennar orðnir svo breytt- ir að hún hálfvegis rekur hann á dyr. Hann fer svo I járnbrautar- lestina og er að tala um að snúa til Rómaborgar á nýjan leik. Ekki kemur það fram I mynd- inni hvert hann fer. 1 lestinni eru margir her- skáir menn, sem vilja heyja styrjöld. Pietro þolir ekki við og fer úr klefa sinum. —A.Bj. IBIABIB er smóauglýsingablaðið Sjónvarp kl. 21.05: Fró Listahótíð 1976 Kynngimðgnuð listakona Gisella May, leikkonan syngjandi, skemmtir sjónvarps- áhorfendum í kvöld. Sjónvarpað verður frá Lista- hátíð 1976 1 kvöld kl. 21.05. Að þessu sinni s.vngur þýzka söng- og leikkonan Gisela May nokk- ur lög eftir Kurts Weills við ljóð eftir Brecht. Undirleik annaðist Henry Kirchill. Gisella May er sögð bezti túlkandi Brechts I dag og hún starfar nú við Berliner Ensemble leikhúsið I Þýzka- landi, leikhús Brechts. Hún hefur ferðazt víða, leikið gesta-f leik og sungið fyrir áheyrendur víðs vegar um heim. Hvar sem hún hefur farið hefur hún hlotið lofsamlega dóma fyrir túlkun sína á verkum Brechts, enda er þarna um fyrsta flokks iistamann að ræða. „Hún talaði, sönglaði og söng. rödd hennar lýsti ótal til- finningum, gleði, sorg, auð- mýkt, frekju, hún var falleg, ljót, undirgefin, háðsk, vonlaus, hrædd, hún var ung og hún var gömul,“ segir Jón Kristinn CorteS I gagnrýni um hana eftir að hún kom fram i Þjóð- leikhúsinu á Listahátfðinni. „Þessi kynngimagnaða leikkona negldi áheyrendur sina I sætin með flutningi og túlkun á lögum Kurt Weills, Hans Eisler og Pauls Dessau." t kvöld fáum við aðeins að heyra hana syngja lög‘ Kurt Weills, — og ef marka má tón- listargagnrýnandann okkar, þá ættu sjónvarpsáhorfendur að eiga ánægjulega kvöldstund með Gisellu May. —KL jQ Utvarp Miðvikudagur 29. september 12.25 Verturfruj>nir 0« fréttir. Tilk.vnn* in«ar. 13.00 Virt vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Græn varstu. dalur" eftir Richard Uewellyn. Olafur Jóh. Sigurðsson íslen/kaði. Öskar Halldórssson les (15) 15.00 Miftdegistónleikar. 10.00 l*’ró|iir Tilkynnintíar. (10.15 Veðurfretinir). 16.20 Tðnleikar. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan kvnnir óskalftt; barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Nói bátasmiður. Krlin«ur Daviðsson ritstjðri flytur brot úr minninfíaþátt- um Kristjáns Nóa Kristjánssonar bátasmiðs á Akureyri (1). 18.00 Tðnleikar. TilkynninKar. 18.45 Veðurfrennir. Datískrá kvftldsins. 19.00 rréttir. Fróttaauki. Tikynnint>ar. 19.35 Þrír knattspymuleikir í Evrópukeppn- inni sama daginn. Jón Asueirsson sef>ir frá leikjunum. fyrst 0« fremst leik Keflvíkint>a 0« IIambur«er Sport- verein á I,aut>ardalsvelli. Hinir leik- irnir fara fram erlendis. 20.00 Sónötur Mozarts (III. hluti). Des/ft Kánki leikur á pianó Sónftlu i a-moll ( K310). 20.20 Sumarvaka. a. ViAeyjarklaustur — 750 óra minning. Lesið úr bðk Arna Óla um klaustrið. ot> sjálfur les liann nýjan, frumortan ..Öð til Viðeyjar’*. b. Björgun úr sjóvarháska. Bertísveinn Skúlason fræðimaður flytur frásöj>u- þátt. e. Róttarkvöld. Sverrir Bjarnason les nokkur kvæði eftir Gunnlau« P'. Ciunnlauf'sson. d. Samsöngur: Tryggvi Tryggvason og fólagar hans syngja. I’ðrarinn Guðmundsson leikur undir á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Öxin” eftir Mihail Sadoveanu. I)a«ur borleifsson les þvðin«u sina (14). 22.00 Kréttir. 22 15 Veðurfre«nir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar fra Balaskarði. Indriði G. I»orstc*msson les (10). 22.40 Djassþáttur 1 umsjá Jðns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dat>skrárlok. (í ^ Sjónvarp í Miðvikudagur 29. september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagakra. 20.40 Pappirstungl. Bandariskur mynda- flokkur. Bonnie og Ctyda. þýðandi Knstmann Eiðsson. 21.05 Frá Listahátíð 1976. Þýska sftnj>- leikkonan Gisela May syntiur nokkur lftn Kurts Woills við ljóð eftir Breeht Við hljc'iðfærið Henry Krisehill. Stjórn upptftku KkíII F.ðvarðsson, 21.30 Brauð og vín. Italskur framhalds- myndaflokkur i fjóruin þattum. b.VfiKður á sft;iu eftir Ijiiia/.io Silone 2. þáttur. Ffm fyrsla þállar: Sapan hefsi árH) 1935. ltalskur bylt- ingarsinni snýr aftur heim úr útlegð á Frakklandi til að berjast gegn stjórn fasista. Lftgreglan er á hælum hans. en hann dulbýst sem prestur og sest að í fjailaþorpi. Þangað kemur stúlka. sem hann þekkir frá fyrri tíð. og hann biður hana að koma boðum til félaga sinna i Róm. Þýðandi öskar Ingimarsson. 22.30 Degakrárfok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.