Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 24
„Hnifurinn er uppspuni" — segir pilfurinn sem sakfelldur er „Ég var þarna ásamt nokkrum félögum mínum, þegar miðaldra maður fór að sniglast í kringum okkur,“ sagði ungur piltur sem borinn er þungum sökum fyrir líkamsárás á planinu fyrir framan verzlunina Þöll.“ Pilturinn sagði að maður- inn, sem er 42 ára, hefði skyndilega gripið í kraga sinn. Hann kvaðst hafa kunnað þessu illa og hrint manninum frá sér.Sá hafi dottið við, enda nokkuð mikið ölvaður. Maðurinn bjó sig nú undir árás en var haldið. Þá fór maðurinn sjálfur og kallaði á lögregluna. Þegar hún ætlaði að taka piltirin óskaði hann eftir að hinn kæmi með á stöðina. Þégar þangað kom hélt maðurinn því fram að piltur- inn hefði ógnað sér með hnífi. Þá kvartaði hann undan því að hann væri aumur í hnakka. En í DB í gær kom fram að hann kvartaði undan eymslum í úlnlið. Pilturini) óskaði eftir því að DB kæmi með hans frásögn þar sem að maðurinn mun hafa borið fram kæru. —BA wB fijálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. SEPT 1976. Skemmdarverk i og við skótaheimili Nokkrir unglingar geröu ærsl og unnu spjöll í og við barnaheim- ilið Laugaborg í gærkvöld. Fóru þeir m.a. inn í skátaheimili Dalbúa og unnu þar skemmdar- verk. Einnig gerðu þeir atlögu að Ijósastaur þar skammt frá og unnu á honum skemmdir áður en lögreglunni tókst að skakka leik- inn og koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. . —ASt. Konan fékk sér sundsprett í höfninni Erlendur Sveinsson lögreglu- varðstjóri á miðborgarstöð varpaði sér i Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi til að ná þar í konu, sem fékk sér sundsprett i höfn- inni. Konan hafði komið í leigubíl niður á Grandagarð að skemmum Eimskips. Er þangað var komið varpaði hún sér án nokkurs hiks í höfnina og synti frá hafnargarð- ínum. Bilstjorinn kallaði til lögreglu og er hún kom á vett- vang hafði konan snúið að landi aftur og var orðin örmagna og tekin að súpa og sökkva. En varð- stjórinn kom henni til hjálpar á karlmannlegan hátt. Konan var flutt í slysadeild og jafnaði sig fljótt.Erlendur er hraustmenni og sakaði á engan hátt. —ASt. EKKERT SAn — nema skipið sigldi milli St. Johns og New Haven — segir útgerðarmaður Frendo Simby „Vegna fréttar í Dagblaðinu 28. sept. undir fyrirsögninni „Utgerð á kostnað skipshafna og fjölskyldna þeirra“ vil ég taka fram eftirfarandi,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Franklín útgerðarmanni. „Umfram þaö að Jón Már Guðmundsson var ráðinn skip- stjóri á Frendo Simb.v 9. ágúst, og skipið sigldi milli þeirra staða er um getur, er ekkert íiatt sem í fréttinni stendur. Eg hef ákveðið að standa ekki í rifrildi við þessa tnenn um þetta mál en mun reka það fyrir dómstólunum og þar mun hið sanna konta i Viðskipti mín við þá og störf þeirra um borð i skipinu, sem og annaö.“ Til þess að rifja upp fyr lesendum hvað stóð i frétt DI gær, þá er meginmálið það ; Jón Már skipstjóri og Kristj; Vernharðsson 1. vélstjóri Frendo Simby ræddu við DB i sögðu að útgerðin skulda skipsntönnum á sjöttu milljór kaup, Allir skipsmenn, 7 i tölu, fóru af skipinu í Ne Haven i Englandi en misbrei ur var á því þegar skipió var St. Johns að skipshöfnin fen greitt kaup og matvæli voi takmörkuð unt borð i skipir þar og á tímabili engin. Einn var skipið kyrrsett i St. Joh 13.—21. ágúst vegna skuldar é geröarinnar. —E\ Fyrirframsildarsölurnar: Allt upp í 20% hœkkun Nú er búið að selja og i nokkrum tilvikum verið að ganga frá samningum um fyrirframsölu á tæplega 120 þúsund tunnum af saltaðri síld, en það er um 25% meira en saltað var á allri vertíðinni í fyrra þar sem þá voru saltaðar 95 þús. tunnur. Skv. upplýsingum síldarút- vegsnefndar kaupa Sovétmenn 60 þús. Svíar 43 þús., Finnar 8 þús. og aðrir aðilar afganginn. Síldin sem Svíar kaupa nú af okkur er nær þrefalt meiri en þeir keyptu í fyrra og verðið 20% hærra. Finnar kaupa heldur minna en í fyrra en verðið er 5% hærra. Sovét- menn kaupa heldur meira en í fyrra og á 8% hærra verði. Reknetasíld hefur aðallega verið söltuð á Höfn í Horna- firði en einnig hefur hún eitt- hvað verið söltuð I Vestmanna- eyjum, Djúpavogi, Rifi og Fáskrúðsfirði. Síld frá herpi- nótabátunum hefur m.a. verið söltuð á Akranesi og í Reykja- vík. —G.S. FYRSTI SPÆRLINGURINN TIL HORNAFJARÐAR Fyrsti spærlingurinn, veiddur ai' báti frá Höfn i Hornafirði, kom til Hafnar fyrir skömmu er bátur- inn Jón Helgason landaði þar 43 lonnum til bræðslu. Báturinn hélt strax aftur út og kom aftur að landi í morgun, en ekki fengust nákvæntar upplýs- ingar um aflamagnið. Jón Helga- son er 150 tonna bátur og nýlega kominn til Hafnar. Veiðarfærin við þessar veiðar eru nokkurs konar flottroll. Blaðið hefur áður skýrt frá þessunt veiðum báta frá Þorlákshöfn og nú í sumar frá Grindavik, en á báðum stöðum hafa þær gefið góða raun. Hjá Jens Mikaelssyni. verk- stjóra í frystihúsinu á Höfn, var það að frétta í morgun, að rek- netabátarnir kornu með dræman afla að í gærmorgun. eða unt 300 tunnur. en ekki hafði hann frétt af veiðunum í nótt. en bátarnir eru væntanlegir inn fvrir hádegi. —G.S. Brúðuleikurinn Litli prinsinn, sænski brúðuleikur- inn sem var á listahátíðinni í sumar, verður á stóra sviði Þjóðleikhússins klukkan 3 á sunnudaginn. Að þessu sinni er það Leik- brúðuland ásamt Þórunni Magneu Magnúsdóttur, undir leikstjórn Steinunnar Jóhann- esdóttur, sem sjá um sýning- una. Sænski brúðuleikhússtjór- inn Michael Meschke kemur til landsins og lítur eftir að allir hlutir séu í lagi. Sagan um Litla prinsinn hefur komið út í íslenzkri þýðingu Þórarins Björnsson. Þýðinguna á leikgerðinni gerðu þau Bríet Héðinsdóttir og Sigurður Pálsson. Þessi leiksýning hefur verið sýnd af M.arionettleikhúsinu víða um heim við miklar vin- sældir. Hluti sýningarinnar er leikinn í útfjólubláu ljósi, þannig að stjórnendur brúð- anna, sem eru svartklæddir sjást ekki. Brúðurnar eru málaðar í skærum litum. —A.Bj. r w BRUÐULEIKHUS I STAÐINN FYRIR ÞRJU-BI0? DB-mynd: Bjarnleifur Dýrt að vera ökuþrjótur ó íslandi: 15 þúsund krónur kostar að aka gegn rauðu Ijósi Ríkissaksóknari sendi þann 10. september bréf til lögreglustjóra um allt land. 1 því voru leiðbeiningar um sektarfjárhæðir vegna sektar- heimildar lögreglustjóranna. Upphæðirnar sem nefndar eru í bréfinu eiga að vera lögreglustjórum til leið-' beiningar við ákvörðun sekta. Er miðað við að eftir þeim verði farið frá 1. október en þar er þó ekki um skyldu að ræða. Sektir hækka verulega. Þannig verða menn að greiða 15000 krónur ef þeir aka gegn rauðu ljósi, og ef ökutæki er stórlega áfátt má sekta viðkom- andi um alll að 30 þúsund krón- ur. Akstur á öfugum vegarhelmingi Þeir sem aka á röngum vegarhelmingi þurfa að greiða 8 þúsund krónur. Ef ekið er öfugu megin við ökumerki verða menn að borga 6.500 krónur. Ef ljósabúnaður er í ólagi má sekta menn um 6.500 krónur. Séu aðalljós ekki tendruð er ljósatími hefst, má sekta þá um 4 þúsund krónur. Sé stefnuljós eða hættumerki ekki gefin, sé þess þörf, má sekta viðkomandi um 3 þúsund krónur. Ólöglegur ökuhraði Ef menn aka yfir 45 kílometra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn er 45 km, má sekta þá frá 8 þúsund allt að 15 þúsund. Slíkt fer eftir því hversu mikið yfir hámarks- hraða ekið er. Sé bifreið stöðvuð þar sem slíkt er ólöglegt eða henni lagt á þeim stað má sekta viðkomandi um 4.500 krónur. -BA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.