Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. — 218. TBL. .RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022 Islendingum haldið á steinaldarstigi i tœknimálum: SKÝRSLA UM UTSJÓNVARP FALIN OG MÁ ALDREISJÁST 35-40 MILLJONIR KOSTAR AÐ SENDA 80% DAGSKRAR- EFNIS ÚT í LIT OG 10 MILLJÓNIR AÐ KOMA Á STEREO- SENDINGUM ÚTVARPS TIL 70% ÞJÓÐARINNAR „Okkur íslendingum er haldið niðri á steinaldarstigi af ráðamönnum þjóðfélagsins og tækniþróun í landinu er tafin vegna þekkingarskorts og vilja- leysis stjórnvalda til að takast á við tæknileg málefni," segir Reynir Hugason verkfræðingur í athyglisverðri kjallaragrein í hlaðinu í dag. Sjónvarpið þarf ekki nema 3 kvikmyndavélar sem samtals kosta 15—20 milljónir króna og að auki filmuskanner, sem kostar aðrar 20 milljónir króna, til þess að hægt sé að senda um 80% alls dagskrárefnis sjón- varps út í lit. Reynir ljóstrar því upp að í iebrúar sl. hafi verið samin skýrsla um hvernig bezt yrði staðið að því að fara opinber- lega út i litaútsendingar hér á landi. Ráðamenn hvöttu sjón- varpið eiridregið til að stinga þessari skýrslu undir stól og láta hana aldrei koma fram. Reynir sýnir fram á að dreifi- kerfi sjónvarpsins verði ekki bætt nema litsjónvarp verði hafið. Tekjur af sölu ilitsjónvarpa eru lykillinn að því að bæta dreifikerfið. Lit- sjónvarp vilja menn þó ekki almennt fyrr en litsendingar dagskrárefnis verða auknar. Að koma því í 80% kostar ekki nema 40 milljónir. Reynir telur ástandið hjá hljóðvarpinu enn átakanlegra én hjá sjónvarpinu. Ýmsir möguleikar til úrbóta eru að skapast en eru ekki nýttir. Til að 70% þjóðarinnar geti notið stereo-sendingar útvarps þarf að kaupa sendi i Vatnsendastöð sem kostar 4—6 milljónir eftir styrkleika. Vantar þá einungis, smátæki á Skúlagötu til að geta komið útsendingunni við. Allt málið snýst því um 10 milljónir til að 70% þjóðarinnar njóti stereo-útsendingar. Reynir skýrir mál sín vel í kjallaragreininni. —ASt. Sjá bls. 11 Alþýðubankomálið: rannsókn ó viðskiptum Klúbbsins Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því við Sverri Einarsson sakadómara sem annazt hefur dómsrannsóknina á Alþýðu- bankamálinu að hann kanni nánar viðskipti tveggja fyrir- tækja við bankann. Bæði pessi fyrirtæki koma mjög við sögu í ávísanamálinu og bæði eru í eigu forráðamanna Klúbbsins, eða Bær hf. og Borgartún 32. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Dagblaðið hefur aflaó sér, mun hafa komið í ljós að f Alþýðubankanum lá töluvert af óinnleystum ávísunum frá þessum fyrirtækjum. —OV HANN HEFUR ÁSTÆÐU TIL AÐ FAGNA Veðurf'arið austanlands tín norðan hefur verið nii'ð eindæmum gott að undan- förnu. Hallormsstaðaskógur hefur dafnað betur nú en of'tast áður. Sigurður skógarvörður Blöndal á Hallormsstað hefur sannarlega ástæðu til að fagna þessu góða sumri. Sprotar tr.jánna hafa bætt verulega við sig. DB heimsótti Sigurð i lok síðustu viku og þá var þessi mynd tekin af honum þar sem har.n skoðar stoltur ólrúlega góðan sprota á Alaskaósp. 2-3 ára gamalli. sem vaxið hafa i sumar i ungum gróðri í uppeldisstöð skðgræktannnar. Lengstu sprotarnir eru allt að 1.70 m eftirsumarið —DB mynd JBP- N Kraf la bezti geymslustaður fyrir seinni vélasamstœðuna — sjá bls. 15 Þeir eiga 10 ára af mœli í dag, — sjónvarpsmenn — sjá bls. 8 og 9 Keflvíkingar fagna! Steinar Jóhannsson hefur skorað jöfnunarmark ÍBK gegn Hamborg SV og Þórir Sigfússon vefur Steinar iiniium. Jón Olafur Jónsson, hinn gamalreyndi kappi, sem leikið hefur alla 16 Evrópuleiki ÍBK, hleypur ánægður til þeirra félaga. Keflavík gerði jafntefli við Hamborg 1-1. En hinir tveir Evrópuleikirnir töpuðust — Skagamenn töpuðu naumt i Tyrklandi 2-3, en I'rani tapaði illa í Bratislava 0-5. Sjá íþróttir í opnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.