Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976. 30.000 íslenzk minkaskinn ó markað í vetur: EIGENDUR BEZTU MINKABUANNA FARNIR AÐ SJA TIL SOLAR „Það er gott útlitið hjá íslenzk- um minkaskinnsframleiðendum núna og búast má við að um 30 þúsund skinn fari á markað eftir sumarið," sagði Skúli Skúlason, formaður samtaka minkaskinns- framleiðenda í viðtali við DB. „Beztu búin hér á landi eru nú farin að sjá til sólar eftir margra ára erfiða uppbyggingu. Eftir að uppboðum lauk á sl. vetri tók verulega að rofa til. Á bætt af- koma einkum við um minkabúin fyrir norðan en unnið hefur verið að endurskipulagningu búanna sunnanlands," sagði Skúli. Skúli gat þess að búin nyrðra væru betur staðsett til allra að- drátta en búin hér syðra. Sparast nyrðra dýrir flutningar á fóðri sem sums staðar er langt að aka hér syðra. Fóður minkanna er að verulegu leyti fiskafskurður frá frystihúsum og einnig innvols úr lömbum, s.s. lungu, magar og fleira sem ekki er nýtt á annan hátt. Hér á landi eru nú 6 minkabú á sjö stöðum. Stærð þeirra er frá 1000 læðum til rúmlega 2 þúsund. Eru slík bú talin stór, jafnvel á erlendan mælikvarða. Öll sala minkaskinna fer fram á uppboðum erlendis. Sagði Skúli að uppboðin hæfust í byrjun desembermánaðar ár hvert og stæðu fram í febrúar með vissum millibilum. Smærri uppboð færu svo fram í maí/júní og hið síðasta í september. Verð minkaskinna er mjög mis- jafnt. Skinn af dýrum sem drep- ast að sumarlagi eru verðlítil, en seld kannski á hálft annað sterlingspund. Islenzkir minka- skinnsframleiðendur hafa líka séð verð allt að 25 sterlingspund- um fyrir skinnið. Meðalverð karl- dýraskinna væri 11—12 sterlings- pund en 7—8 pund fyrir kven- dýraskinn. Verðmunurinn stafar eingöngu af stærð skinnanna. Eini munur á skinnum karl- og kvendýra, ef stærðin er undan- skilin, er að kvendýraskinnin eru léttari. „Nú vonast minkaskinnsfram- leiðendur aðeins eftir hagstæðum vetri. Eiga þeir þá við kaldan vetur því kuldi hefur í för með sér meiri notkun felda. Tízkan'er minkaskinnsframleiðendum hag- stæð núna,“ sagði Skúli að lokum —ASt. eftir margra ára erfiða uppbyggingu Æskulýðsráð Reykjavikur: Frestar að ráða nýjan Tónabœjarstjóra Æskulýðsráð Reykjavíkur ákvaðá fundisínum í fyrradag að ráða ekki nýjan framkvæmda- stjóra að Tónabæ, eins og auglýst hafði verið, fyrr en tveggja mánaða tilraunatímabil um, breytt rekstrarfyrirkomulag hússins væri liðið. Fór ráðið þess á leit við Ömar Einarsson, full- trúa ÆR og framkvæmdastjóra hússins um tveggja ára skeið, að hann gegndi starfinu áfram þar til áðurnefndu tímabili væri lokið. —ÓV Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdœmi Reykjavíkur í októbermónuði Föstudagur 1. okt. R-40401 til R-40700 Mánudagur 4. okt. R-40701 til R-41000 Þriðjudagur 5. okt. R-41001 til R-41300 Miðvikudagur 6. okt. R-41301 til R-41600 Fimmtudagur 7. okt. R-41601 til R-41900 Föstudagur 8. okt. R-41901 til R-42200 Mánudagur ll.okt. R-42201 til R-42500 Þriðjudagur 12. okt. R-42501 til R-42800 Miðvikudagur 13. okt. R-42801 tii R-43100 Fimmtudagur 14. okt. R-43101 til R-43400 Föstudagur 15. okt. R-43401 til R-43700 Mánudagur 18. okt. R-43701 til R-44000 Þriðjudagur 19. okt. R-44001 til R-44300 Miðvikudagur 20. okt. R-44301 til R-44600 Fimmtudagur 21. okt. R-44601 til R-44900 Föstudagur 22. okt. R-44901 til R-45200 Mánudagur 25. okt. R-45201 til R-45500 Þriðjudagur 26. okt. R-45501 til R-45800 Miðvikudagur 27. okt. R-45801 til R-46100 Fimmtudagur 28. okt. R-46101 og þar yfir Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl.'8.00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, .tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skrán- ingarnúmer skulu vera læsileg. Vanrœki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sœta sektum samkvœmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar nœst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1976 skal sýna Ijósastillingarvottorð.Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 28. M-pIemhiT 1976. Sími 2525' Bflamarkaðurinn Grettisgötu 12-18 Rétt fyrir innan Klapparstíg Á boðstólum i dag m.a.: M. Benz 280 SE '7.3 3.6 millj. Range Rover ’74 3,1 millj. Undir 2 milljónum: Citroen Super ’74 1.650 þús. Tovota Mark II '74 1.550 þús, Volvo 145 station '74 2 millj. Volvo 145 station’73 1.750 þús. Saab 99 '74 1.800 þús. Comet 2ja dyra 74 1.550 þús. Ford Pinto Runahout '74 1.450 þús. Undir 1.400 þúsund: Saab 96'74 1.400 þús. Saab 96 '73 1.150 þús. Taunus station '73 1.200 þús. Escort '75 950 þús. Vauxhall Viva '74 900 þús. Fiat 128 '74 ekinn 27 þús. km 750 þús. Sunbeam 1500 '73 650 þús. Bronco 8 cyl. 800 þús. Kjarakaup dagsins VVV Variant '71. allt lánaó. Skipti oft mögulcu. Bílar gegn skuldabréfum. DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental « qj a Sendum l-74*7 ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl /iFallteltthvað gott í matinn STIGAHLIÐ 45^47 SIMI 35645 Mokofli hjó Suðurnesjotogurunum: Nú bíða menn á bryggjunum í von um óvœnt togaroplóss — Hósetahlutur losar tvœr milljónir að meðaltali fró óramótum Suðurnesjatogararnir hafa mokfiskað að undanförnu og er nú mikið að gera i fiskvinnslu- stöðvunum á Suðurnesjum að sögn Þórarins Guðbergssonar í Is- stöðinni f Garði. Guðmundur Jónsson kom til Sandgerðis á mánudag með 120 tonn eftir 12 til 13 daga, Dag- stjarnan til Njarðvíkur í fyrradag með 130 tonn eftir sjö daga, Erlingur til Sandgerðis í fyrradag1 með 140 tonn eftir sjö daga,. Framtíðin er væntanleg til Njarð- víkur í dag með 130 til 140 tonn eftir níu daga og Aðalvík er væntanleg til Njarðvíkur í dag með 140 tonn eftir sjö daga. Meðal-hásetahlutur fyrir þessa túra er um 100 þúsund og er þetta bezta aflahrota hjá þessum togurum um langt skeið, að sögn Þórarins. Annars losar háseta- hluturinn á Suðurnesjatogurun- um tvær milljónir króna frá ára- mótum og sagði hann að nú væri ástandið frá fyrri árum, að erfitt var að fá menn á togara, hvað þá góða menn, alveg öfugt og væri nú algengt að tveir þrír menn biðu á bryggjunum í von um að einhver pláss losnuðu óvænt. Meirihluti' aflans er karfi sem fékkst djúpt út af Jökli, en þrátt fyrir það er útkoman góð vegna magnsins og annar fiskur var góður. —G.S. Gífulegt hrun á pundinu: „Ekki trúaður á verð- lœkkun hérlendis" — segir Rolf Johansen stórkaupmaður Gífurlegt verðhrun hefur orðið á sterlingspundinu undanfarna daga og í fyrradag féll það enn á gjaldeyrismörk- uðum í Evrópu og Bandaríkjun- um. í heild hefur það fallið um rúman einn dollar frá því að það var látið „fljótá” i júní árið 1972. Er búizt við að það kunni að falla enn frekar þar eð enn er ekki vitað til hvaða ráð- stafana brezka ríkisstjðrnin hyggst grípa til að stemma stigu við þrðuninni. „Að verzla við lönd á storlingssvæðinu er svo lang- samlega hagstæðast í dag.“ sagði Rolf Johansen stórkaup- maður í viðtali við Dagblaðið. „Það er hlegið að manni fyrir að vera að verzla i dollurum, t.d. í dekkjum frá Bandarikjun- um. enda fl.vkkjast Norður- landabúar nú. til London til inn- kaupa, sem skiljanlegt er. þvi þeir fá ferðina nánast fría miðað við það verðlag sem áður- var. Hvort hér verður um ein- hverja verðlækkun að ræða á brezkum vörum vil ég ekki segja. það er nógu erfitt að halda sér í heildverzlun með þossum 12-13% sem maður hofur." —HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.