Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. — 226. TBL. .RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOÚTI 2, SÍMI'27022
r
Vi
Seltirningar sviptir
fógetafuíltrúa sínum
,,Þaö hefur kostað töluverða
röskun og erfiðleika fyrir íbúa'
Seltjarnarnesskaupstaðar, að
fulltrúa fógeta í Hafnarfirði,
sem starfað hefur á fógetaskrif-
stofu hér á Nesinu, hefur verið
kippt suður á fógetaskrif-
stofurnar í Hafnarfirði,“ sagði
Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri í viðtali við DB.
„Þessa breytingu tel ég
aðeins vera til bráðabirgða og
stafa af manneklu á
skrifstofunum í Hafnarfirði.
Okkur er tjáð að þetta verði
aðeins í mánaðartíma. Lengur
en það munum við ekki sætta
okkur við að vera fuiltrúa-
lausir,“ sagði Sigurgeir.
Bæjarstjórinn á Sel-
tjarnarnesi hefur lítillega
fjallað um málið, að sögn Sigur-
geirs, en ekki þótti ástæða til
sérstakrar ályktunar, þar sem
allir bæjarstjórnarmenn telja
þetta algert bráðabirgðaúrræði.
Sagði Sigurgeir að þörf fyrir
fógetaþjónustu væri ört
vaxandi, fasteignabreytingar æ
tíðari og fólksfjölgun mikil.
Sigurgeir sagði að með
kaupstaðarstofnuninni hefði
fjárveitinganefnd Alþingis
aukið fjárveitingu til fógeta-
embættis í Hafnarfirði vegna
fógetaþjónustu í Seltjarnar-
nesskaupstað, og breyting til
rýrnunar á þeirri þjónustu, sem
veitt hefði verið í kaupstaðn-
um, yrði ekki liðin þegjandi og
hljóðalaust. Öþægilegt hefði
verið, sagði Sigurgeir, að
fógetafulltrúanum hefði verið
kippt til starfa til Hafnarfjarð-
ar án fyrirvara.
Baldur Möller ráðuneytis-
stjóri kvaðst ekki getað tjáð sig
um þetta mál. Það væri mat
Þorleifs Pálssonar, eftirlits-
manns ráðuneytisins með
sýsluskrifstofum utan Reykja-
víkur og setts sýslumanns í
Hafnarfirði.að í Seltjarnarness-
kaupstað væri ekki þorf fyrir
fulltrúa í fullu starfi. Víða
annars staðar á landinu væri
lengra að sækja fógetaþjónustu
en fyrir íbúa Seltjarnarness.
Embættismannakerfið myndi
þenjast mjög út ef hafa ætti
fógetafulltrúa á öllum stöðum.
Að öðru leyti vísaði Baldur til
Þorleifs Pálssonar, en hann var
á ferð úti á landi í gær.
—
Hann lúnar rólegur og tryggur á svip í góðviðrinu'þessi gamli eikarbátur. Liklegast er hann að hvíla
sig eftir humarvertíðina og bíður nú nýrra átaka, sennilega með linu, eða einhver léttari veiðarfæri,
og sums staðar þykja þessir bátar gjaldgengir á vetrarvertíðina. I)b-mynd: Arni Páll.
Þ.vkj
þe
Afleiðingar þurrviðrisins
ó Héraði í sumar:
Vatnið að
verða dýrara
en viskíið!
Þetta er orðið eins og í Bret-
landi, þar sem vatnið er að
sögn orðið dýrara en viskiið,
sagði Þorgrímur Gestsson
kennari á Hallormsstað í
viðtali við DB í gær, en góð-
viðrið þar í sumar hefur leitt
af sér vatnsskort.
Þannig varð skólahúsið al-
veg vatnslaust einn dag, en
ráðstafanir hafa verið gerðar
til að tryggja nægilegt vatn,
m.a. með að dæla því úr á með
uppsprettuvatni. Gallinn er
bara sá að hún er nú 'mjög
vatnslítil og ekki unnt að dæla
úr henni allan sólarhringinn.
Einhverjar skúrir voru
eystra í gær og vona Héraðs-
búar að hressilega rigni áður
en fer að frjósa, svo vatnsbólin
taki við sér.
— G.S.
Róðherra
hefur
úthlutað
þrem
embœttum
lyfsala
í blóra við
sérfrœðinga
— baksíða
Hrútur festist í
skíðalyftu í Bláfjöllum
t fyrrakvöld komu menii við
á Arbæjarstöð og afhentu þar
gráan hrút, sem í sumar hefur
verið stór og stæðilegur, en var
nú aumingjalegur og af honum
dregið. Höfðu mennirnir komið
að hrútnum, þar sem hann var
fastur í vir einnar
skíðalyftunnar í Bláfjöllum.
Hafði snúið horn hans krækzt
utan um vírinn og honum ekki
tekizt að losa sig. Var vír þessi
uppi á fjallsbrún.
Hrútnum var komið í fjárhús
en ekki fékkst hann til að
bragða heytuggu og í nótt
drapst hann. Eigandinn
fannst og reyndist frá Innri-
Njarðvík. Var hrúturinn 3ja
vetra. -ASt.