Dagblaðið - 09.10.1976, Side 3
3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1976.
TANGO OG CHA - CHA Á
HÁALOFTINU - HVÍTIR DÚKAR,
KERTAUÓS OG RÓMANS
B.S. skrifar:
„Háaloftió hans Sigurðar
Hreióars sl. laugardag olli ekki
vonbrigðum. Úttekt han’s á
notagildi danskennslu hér-
lendis var bráðskemmtileg í
aðra röndina. Á hinn bóginn
var hún bókstaflega raunaleg. I
stuttu máli: Fjöldi manna og
kvenna leggur bæði tíma og
peninga í það að læra að dansa
samkvæmisdansa. Þegar til
kastanna kemur á almennum
skemmtistöðum, þá kemur í
ljós, að enginn viðstaddur kann
þessa dansa. Sem sagt allt í
steik, nema dansskólarnir. Þar
eru þessir dansar stundaðir, en
hvergi annars staðar.
Þetta er hér um bil alveg
laukrétt. A þessu sviði er
Sigurður Hreiðar eins og
Kolumbus. Leifur heppni var
búinn að koma auga á þessi
skringilegheit löngu áður.
Hér i bænum starfar nefni-
lega Samkvæmisdansaklúbbur.
Þar er dansað djæv, tango,
skottís, cha, cha, cha með
sveiflu, auk einfaldari dansa
svo sem sló fox og valsa. Vetrar-
starfsemin er hafin og síðastliðið
laugardagskvöld, þegar Háa-
loftið fann ekkert nema ein-
mana stjákl, dunaði dansinn í
Samkvæmisdansaklúbbnum.
Brautarholti undirágætismúsík
Þarna eru sýningaratriði
kunnáttufólks úr dansheimin-
um, hvítir dúkar á borðum,
kertaljós og rómans meó blóm-
um. Þarna er eins og maður sé
kominn á gömlu góðu Borgina,
sem er að sækja sig aftur með
Hauki Morthens, eða Vivex eða
National Scala með Svend
Amundsen.
Já Sigurður minn, drífðu þig
með þina elskulegu ofan af
Háaloftinu eitt laugardags-
kvöld og líttu inn í Samkvæmis-
dansaklúbbinn. Fyrr en þú
gerir það hefurðu ekki séð það,
sem þú leitar að. Þarna er
engin skylda að dansa eftir for-
skrift, en margir gera það. En
ef þú skyldir vera farinn að
kunna við stjáklið, þá er það
líka öllum heimilt. Blessaður
líttu inn og prófaðu hvað þú
manst frá Rigmor og Sigurði."
\
Kvíðirðu
komu
vetraríns?
Ingibjörg Pétursdóttir verka-
kona: Nei, nei. Ég hugsa að
þessi vetur verði ekkert verri en
sá síðasti. Annars er maður
orðinn svo vanur kuidanum að
maður kippir sér ekki upp við
neitt.
Fjóia Einarsdóttir húsmóðir: Nei,
alveg örugglega ekki.
Fáum nokkra slökkviliðsbila á þetta svokaiiaða Hallærisplan og sprautum á skrílinn, segir
gömul kerling sem alin er upp í sveit.
SPRAUTIÐ Á SKRÍLINN, ÞAÐ
ER ÞAÐ EINA SEM DUGIR
Hvernig er
með þessar
útsendingar
ó fimmtu-
dögum?
Ólafur Halldórsson hringdi:
„Hvernig er það með þetta
fólk sem fór i verkfallið hjá
sjónvarpinu, ætlar það ekki að
sjónvarpa á fimmtudögum?
Fólkið var búið að bjóðast til
þess og hvers vegna fram-
kvæma þessir menn þetta þá
ekki.
Ef ekki verður sjónvarpað á
fimmtudögum, þá finnst mér
alveg sjálfsagt að við sjónvarps-
notendur fáum endurgreiddan
hluta af afnotagjaldinu.“
Kerling, sem var alin upp í
sveit, skrifar:
„Eg hef verið að lesa um
þessi læti á gamla Hótel
íslandsplaninu, sem þeir kalla
nú Hallærisplanið. Ég á ekki
orð yfir þessi ólæti. Hvað
hefur komið fyrir uppalendur
þessa lands? Þessir unglingar
kunna hreint enga mannasiði
og ég er viss um að þeim hafa
aldrei verið kenndir neinir.Það
þarf enginn að segja mér að
þetta séu svona heimsk grey,
þau hljóta að skilja muninn á
réttu -og röngu. Það eru alltaf
innan um börn, sem alls ekki er
hægt að tala við, — þau eru í
raun og veru svo treggáfuð.
Þorrinn af þessum krökkum er
ekki þannig.
Fyrst þessir unglingar hafa
hagað sér eins og hver annar
skríll þá á að tala við þau eins
og skríl. Það á sem sagt ekki að
tala við þessa unglinga. Það er
ekki hægt, þau eru of heimsk
til að hægt sé að eyða orðum á
þau. Það eina sem hægt er að
gera er að fá slökkvibíl næst
þegar skrílslætin standa sem
hæst og sprauta vatni á þessa
grislinga. Ætli þeim yrði ekki
hverft við þegar þau stæðu í
vatnsgusunni.
Eina ráðið til að halda fress-
köttunum heima er að vana þá
Hildegard Þórhallsson
hringdi:
„Það er svo mikið af villikött-
um hér í Reykjavík og nú þegar
vetur gengur í garð verður
vistin hjá þeim væntanlega
slæm. Það er ömurlegt að sjá
þessar skepnur skinhoraðar og
illa til reika. Kattagre.vin væla
fyrir utan húsið hjá manni. þar
til einhver sér aumur á þeim og
'efur þeim eitthvað að éta.
Það er einnig fjöldinn allur
af heimilisköttum, sem týnist
og finnst aldrei. Sérstaklega
er þetta slæmt með fressketti.
Þeir þvælast út um allt. Eina
ráðið til að halda þeim heima er
að láta vana þá. Það er alveg
sjálfsagt að láta gera það, ef
fólk vill halda í heimilisköttinn
sinn. Það losnar við allt flakk
og að gera út leiðangra til að
leita að týnda heimilisvininum.
Mér finnst að ef bílstjórar
keyra yfir ketti. þá geti þeir
látið vita. Það er auðvitað ekki
hægt ef kötturinn er ekki
merktur, en ef hann er merktur
þá hafa þeir enga afsökun. Þeir
verða að láta vita.“
Bílstjórar sem aka yfir merkta
ketti eiga skil.vrðislaust að til-
kynna eigendunum það;
Kristján Bjarnason nemi: Nei,
ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég
hef alls engar áhyggjur af kuld-
anum.
Björgvin Jensson vörubílstjóri:
Nei, ætli það. Maður verður bara
að taka þvl sem kemur.
Anna Arnadóttir verkakona: Nei,
nei. Mér er ekkert svo átakanlega
illa við snjóinn og kuldann.
Sveinn Guðnason. ekur áætlunar-
bílnum milli Rvk og Keflavikur.
Já. ég geri það. Maður er alltaf
hálfsmeykur við hálkuna.