Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER 197 Kosið um sóknarpresta i Dómkirkju og Háteigskirkju Um helgina munu sóknarbörn í tveim sóknum Reykjavíkur ganga aó kjörborói. í Dóm- kirkjusókn og Háteigssókn veröur kjörinn nýr prestur. Dagblaðið ræddi við umsækjendurna, tvo presta sem sækja um Dómkirkjuna og þrj'á sem sækja um Háteigs- kirkju. Sr. Auður Eir Vilhjúlmsdóttir, umsœkjandi um Hóteigssókn: REYKVÍSKUR SÖFNUÐUR TEKUR í FYRSTA SKIPTI AFSTÖÐU TIL KVEN-PRESTS Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og eiginmaður hennar, Þórður örn Sigurðsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem prestvígð kona býður sig fram til prestsstarfs í Reykjavík, og hlýtur þessi staðreynd að setja svip sinn á kosningabaráttuna. Kirkjan hefur tekið þá afstöðu að konur skuli vera í presta- stétt og nú tekur reykvískur söfnuður í fyrsta sinn afstöðu til þess í almennum kosningum,“ sagði sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir í viðtali við DB er hún var spurð hvort hún teldi að það hefði einhver áhrif á kosningabaráttuna að hún er ^kvenmaður. Sr. Auður var spurð hvers vegna hún sækti sérstaklega um sHáteigssókn og svaraði hún: Við hjónin erum bæði Reykvíkingar og hér viljum við helzt búa og starfa. Við höfum átt heimili í Frakklandi í fjögur ár svo tími er til kominn að snúa heim. Um árabil hefur hugur minn staðið til prests- starfa. Við hjónin ákváðum fyrir tveimur árum að ég tæki að mér um eins árs skeið prests- þjónustu á Stað í Súgandafirði, þar sem prests væri þörf. Eftir það fór ég til Suðureyrar, en okkur var ljóst að slík ráðning kæmi ekki til greina til margra ára nema'á stað, þar sem mað- urinn minn gæti fengið starf í sérgrein sinni. Við erum for- eldrar fjögurra barna og viljum vitanlega að fjölskyldan geti verið saman. Raunar er margs að sakna frá Suðureyri. Fólkið þar er dug- andi og hreinskiptið og var starfið með því einstaklega ánægjulegt. Við mæðgurnar eignuðumst þar marga góða vini og það gerði eiginmaður minn líka, er hann kom þangað í starfsleyfum sínum. Þá var sr. Auður spurð hvort hún væri hlynnt prestskosning- um almennt.: Sá hluti kosningastarfsins, sem ég vinn sjálf, þykir mér mjög lærdóms- ríkur og raunar skemmtilegur. Þetta starf er fólgið í því að heimsækja safnaðarfólkið, ræða við það og kynnast þvi. Hvernig sem kosningarnar fara eru þessi kynni mín af fólki, sem allt hefur veitt mér hlýjar viðtökur, mjög mikils virði. A hinn bóginn tel ég ekki réttlátt að prestar séu hin eina stétt embættismanna sem verður að þeyja kosningabaráttu í sinni grein. Að lokum vildi sr. Auður koma fram þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa aðs.toðað hana í kosningabaráttunni. -G.S. Sr. Tómas Sveinsson, umsœkjandi um Hóteigssókn: VIL BÆTA Á MIG VERKEFNUM — telur kosningobaróttuna hafa verið drengilega Ég hef hug á auknum verk- efnum eða stærri yerkefna- hring og því valdi ég Háteigs- sókn fremur en t.d. Dómkirkju- sóknina, sagði sr. Tómas Sveinsson í viðtali við DB, en hann er sóknarprestur á Sauð- árkróki. Sagðist hann hafa mikinn áhuga á alhliða og miklu starfi innan safnaðarins og góðu sam- starfi við þá aðila sem vinna safnaðarstörfin, en sérstaka áherzlu hyggst hann leggja á barna- og unglingastörf. Kosningabaráttan nú er frumraun sr. Tómasar á því sviði, er hann var kosinn prest- ur á Sauðárkróki sótti enginn á móti honum. Hann var spurður hvort hann teldi hættu á óheppilegum af- leiðingum kosningabaráttu sem þessarar. Hann taldi það mál hafa tvær hliðar. Jákvætt taldi hann að ganga í hús sóknar- barnanna og ná þannig að kynnast þeim verulega. Hins vegar væri neikvæða hliðin sú að kosningabaráttan kynni að skipta fólki í hópa sem gæti verið erfitt að sætta eftir á. Sagði hann það vandamál ekki eins áberandi í Reykjavík og úti á landi. Er hann var spurður álits á þeirri hugmynd að skipa presta í stað þess að láta söfnuðina kjósa um þá sagði hann að það fyrirkomulag hefði einnig aug- ljósa galla og gæti valdið miklum deilum. Sr. Tómas hefur dvalið í Reykjavík að undanförnu og m.a. heimsótt fjölda fólks í Háteigssókn, sem fyrr segir. Um kosningabaráttuna vildi hann að lokum segja að hann Sr. Tómas: Prestskosningar hafa bæði jákvæðar og nei- kvæðar hliðar. vonaðist til að hún héldist jafn- drengileg fram á sunnudags- kvöld og hún hefur verið til þessa, taldi hann enga heiftúð hafa hlaupið í hana. —G.S. Sr. Hannes Guðmundsson, annar umsœkjenda um Dómkirkjuna: Prestskosningar hafa jaðrað við siðleysi - stefndi að þvi að beita ekki óróðri og opnaði ekki kosningaskrifstofu Eg hefi ekki hugsað mér að opna kosningaskrifstofu, ganga í hús, hringja til fólks eða senda frá mér bréf og bæklinga eins og tíðkazt hefur svo oft Sr. Hannes Guðmundsson: Fékk ákveðna bendingu í draumi. DB-mynd Arni Páll áður, sagði sr. Hannes Guðmundsson, annar umsækjenda um Dómkirkjuna í Reykjavík í viðtali við DB er hann var spurður hvers vegna hann gerði það ekki og hvort það þýddi að honum væri ekki alvara. Hann tók skýrt fram að sér væri full alvara og hélt áfram: Mér er fullkomlega ljóst að vel skipulögð kosningabarátta getur ráðið úrslitum en hún getur líka brugðizt, eins og dæmin sanna. Eg tel að safnaðarfólkið sé fullfært að mynda sér skoðun án þrýstings sem oft verður til þess að rjúfa vináttubönd og vekja úlfúð innan safnaðarins. Prest- kosning á ekki að bera svip af óvægnum veraldlegum kosningum, þó þær hafi gert það í þéttbýli undanfarna ára- tugi, svo jaðrað hefur við algert siðleysi, og prestinum hefur ekki enzt starfsævin til að jafna ágreininginn. Kosningin á að fára frám með þeim hætti að sem minnstum sársauka valdi bæði fyrir söfnuð og umsækjendur. Er sr. Hannes var spurður hvers vegna hann sækti um Dómkirkjuna sagði hann tvær ástæður til þess: Sú fyrri er að ég er þegar búinn að þjóna í strjálbýli rúma tvo áratugi og hefi aldrei sótt um annað prestsembætti. Ég tel að það gæti verið gott bæði fyrir mig og söfnuðinn að breyta nú til! Síðari ástæðan er sú að ég tel mig hafa fengið ákveðna bendingu um það í draumi, að ég ætti að sækja um þetta prestakall, en ekki eitthvert annað. Ég veit að mjög hæpið er, ef ekki hlægilegt að láta drauma ráða ákvörðun sinni, en engu að síður er þetta satt, sagði hann að lokum. Sr. Hannes er nú prestur að Fells- múla í Landssveit. -G.S. Sr. Hjalti: Dómkirkjan hefur verið mín kirkja mestaila æv- ina. DB-mynd Arni Páll. Sr. Hjalti Guðmundsson, annar umsœkjenda um Dómkirkjuna: KOSNINGAR BEZTA TÆKIÐ FYRIR SOFNUÐINN SJÁLFAN — var skirður, fermdur og giftur i Dómkirkjunni og hefur þjónað þar Eg sæki fyrst og fremst um Dómkirkjuna vegna persónu- legra tengsla við hana, sagði sr. Hjalti Guðmundsson, annar umsækjandinn um Dómkirkj- una, er hann var spurður um ástæðu fyrir umsókn sinni. Hann hélt áfram að skýra hana. Ég er fæddur og uppalinn í vesturbænum og hefur þetta verið mín kirkja mestalla mína ævi. Foreldrar mfnir sungu í Dómkirkjukórnum árum sam- an. Sfðan tók ég við af þeim og söng þar f um það bil 11 ár hjá Páli ísólfssyni. Þá þjónaði ég f Dómkirkj- unni I Vi ár fyrri hluta árs 1964 f ' veikindaforföllum sr. Jóns Auðuns og loks má geta að ég er skírður, fermdur og giftur þar svo hún stendur mér ákaflega nær hjarta. Er hann var spurður hvort hann hefði sótt um einhverja aðra sókn í Reykjavík, hefði Dómkirkjusóknin ekki verið laus til umsóknar, en sr. Hjalti er prestur í Stykkishólmi, sagðist hann ekki geta um það ságt að svo stöddu, hi-ns vegar hafi sér þótt einsýnt að sækja um þessa sókn þegar hún losnaði nú. Aðspurður hvort hann væri fylgjandi prestskosningum, eins og þær fara nú fram. Eins og prestskosningar eru nú, álít ég að þær séu að syngja sitt síðasta. Þær eru komnar út í öfgar og sennilega er það prestunum sjálfum að kenna og nánustu fylgismönnum þeirra, sagði Magnús Guðjónsson í viðtali við DB er hann var ' spurður álits á prestskosning- um. Hann sagði t.d. að ógjörningur væri að heimsækja fjögur þúsund heimili, eins og nú væri miðað við að umsækjendur gerðu. Það væri einfaldlega ekki tfmi til þess, prestar hefðu ekki þann tíma aflögu frá sóknum sfnum og væri þetta enn erfiðara úti á landi. Um kosningabaráttuna nú sagði hann að hún væri jákvæð að þvi leyti að þrátt fyrir mikinn áróður hefði hann ekki orðið illkvittinn, eins og umsækjendurnir hefðu reynd- ar allir vonað í upphafi. Ekki sagðist hann frekar en aðrir hafa hugmyndir um hvernig koma mætti vió skipunum presta í embætti, í stað kosninga en hann sagðist fylgjandi því ef það væri framkvæmanlegt á einhvern •lýðræðislegan hátt, svo sem að tekið yrði tillit til starfsaldurs og miklu fremur starfsferils. Sr. Magnús var f 20 ár prestur á Eyrarbakka og undanfarið hefur hann þjónað við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. sagðist hann ekki á þessu stigi sjá aðra leið betri. Hann sagði: Þær eru alltaf óþægilegar fyrir prestinn sjálfan en ég tel prestskosninguna bezta tækið fyrir söfnuðinn sjálfan til að velja sér prest. í kosningum fær vilji safnaðarins að koma fram. Um það hvort eðlilegt væri í prestskosningum að opna áróðursskrifstofur, eða upp- lýsingaskrifstofur, sagði hann einfaldlega: Sá sem ætlar að ná árangri verður að setja þess háttar í gang. Hann vísaði til reynslu sinnar frá Stykkishólmi þar sem hann sagði marga stuðn- ingsmenn keppinautanna úr prestskosningunum þar hafa orðið meðal beztu vina sinna eftir á, er hann var spurður hvort ýfingar kosningabarátt- unnar kynnu ekki að draga óheppilegan dilk á eftir sér. Loks vildi hann hvetja fólk til að taka þátt í kosningunum á sunnudag, án þess að vera að mæla með öðrum hvorum um- sækjandanum, heldur til þess að fólk sýndi hug sinn til Dóm- kirkjunnar. Tveir prestar eru við Dómkirkjuna, og er annar þeirra, sr. Þórir Stephensen, bekkjarbróðir sr. Hjalta. — G.S. Sr. Magnús: Lofa ekki upp i ermina. Hann var spurður að því hvers vegna hann sækti um Háteigs- sókn. „Mig langar að evða starfskröftum mínum I þágu þjóðkirkjunnar, sem ég hef þjónað í 20 ár, ég bý nálægt Háteigssókn sem er fjölmenn sókn með mikil verkefni. Til að valda þeim þarf starfsreynslu seip ég tel mig hafa,“ sagði hann. Að lokum var hann spurður hvort hann væri með einhver sérstök áform á prjónunum, yrði hann kosinn, en því vildi hann ekki svara en sagði: „Maður á aldrei að lofa upp í ermina og tíminn einn verður að skera úr um hvernig unnið er." -G.S. Sr. Magnús Guðjónsson, umsskjandi um Hóteigssókn: Prestskosningar i þessu formi að syngja sitt siðasta *Ó\'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.