Dagblaðið - 09.10.1976, Qupperneq 9
9
\
DACiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1976.
Minningarmótinu um
Tjisorin cr nýlokió í Sotsjl —
ráðstefnuborginni kunnu í
Sovétríkjunum — og þátt-
takendur voru sextán. Tveir
deildu með sér efsta sætinu —
Polugajevski, sem er meðal
þeirra. sem enn eru eftir í
heimsmeistarakeppninni, og
Svetsehnikov. Þessir sovézku
skákmenn hlutu tiu vinninga
af fimmtán mögulegum.
I þriðja sæti varð Tsejkovski,
einnig Sovétríkjunum, með níu
og hálfan vinning. I 4.-6. sæti
voru Adorjan, Sovétríkjunum,
Gheorghiu, Rúmeníu og Zait-
sev, Sovétríkjunum, með níu
vinninga hver. Af þessu sést vel
hve keppnin hefur verið
gífurlega hörð um verðlauna-
sætin.
Tjigorin var fremsti skák-
maður Rússlands á
zartímanum. Hann var fæddur
1850 og lézt 1908. Hann var
einkum þekktur sem frábær
sóknarskákmaður með fléttur
sem sérgrein. Skákbyrjun, sem
kennd er við hann, er mjög
þekkt og kemur fyrir á skák-
mótum enn þann dag í dag.
Hann revndi að verða heims-
meistari í skák - en tókst ekki.
Jötunn þess tíma — Steinitz —
var of sterkur fyrir hann.
Rússar hafa mikið dálæti á
minningu Tjigorins — líta á
feril hans með stolti og almennt
er talið þar austur frá, að það
hafi verið Tjigorin, sem lagði
grunninn að núverandi veldi
Sovétríkjanna á skáksviðinu.
Þótt 68 ár séu síðan Tjigorin
lézt gætir enn áhrif hans á
skáksviðinu — bæði vegna
þeirra nýjunga, sem hann kom
fram með á sínum tíma í skák-
b.vrjunum, svo og ýmissa af-
brigða, sem þekktustu stór-
meistarar heims þekkja nú og
beita.
En við skulum líta á eina
skák frá skákmótinu f Sotsjl í
ár. Hún er vel þess virði —
áhugaverð frá skákfræðilegu
sjónarmiði.
Franskur leikur
Hvítt: Zaitsev
Svart: Pokovtjik.
I. e4—e6 2. d4—d5
3. e5—c5 4. c3—Rc6
5. Rf3—Db6 6. a3—c4
Það hefur skapazt „veikur
blettur" á b3 og það ætlar
svartur sér að nýta. Það er
lærdómsríkt að sjá hvernig
hvítur mætir þeirri hótun á
áhrifaríkan hátt.
7. Rbd2—Ra5 8.g3—Bd7
9. Bh3—f6 10. exf6—gxf6
II. 0-0
Leikurinn, sem virðist liggja
beint fyrir 11 Re5 er ekki
góður vegna 11. —fxe5 12. Dh5+
— K-e7! 13. Dxeo — Rf6.
11.----0-0-0 12. Hel—Bg7
13. Hbl—Kb8
Nauðsynlegur öryggisleikur.
Eftir að 13. Re7 hefði getað
fylgt 14. b3—cxb3 15. Rxb3—
Ba4 16. Hxe6 og hvítur vinnur.
14. b3!
Akaflega sterkur og djúp-
hugsaður leikur.
14. ---cxb3 15. Rxb3—Rxb3
Svartur leggur ekki í að leika
15. — — Ba4, þar sem hann
hefur séð framhaldið 16. Hxe6
— Bxb3 17. Bf4+ — Ka8 18.
Dfl—Bc4 19. Del og drottning-
in glatast.
Staða svarts virðist traust —
en hvítur er með ýmislegt í
bakhöndinni.
16. Hxb3!—Ba4
17. Hxb6!— Bxdl
Hrókurinn á b6 er í uppnámi
svo og riddarinn á f3. En
áætlun hvíts er á-
kveðin og skýr og nii lýkur
Zaitsev skákinni á
skemmtilegan hátt.
18. Hbxe6—Bxf3 19.BÍ4+—Ka8
20. Bc7!
Þetta er leikurinn, sem var
þungamiðjan í áætlun hvíts. Ef
til dæmis 20. He8 á svartur
svarið Rh6. Nú getur svartur
ekki leikið 20.---Hc8 vegna
21. He8 — Re7 22.
H8xe7—Hcg8 23. Be6 og hvítur
vinnur.
20.----Rh6 21. Bxd8—Hxd8
22. He8
Svartur gafst upp.
Eftir 22.---Hb8 23. Hxb8+
— Kxb8 24. He7— Bf8 25.
He8+ og allt er tapað.
Skemmtileg sóknarskáí, sem
er áhugaverð tæknilega séð,
þar sem hún varpar Ijósi á
þýðingarmikið afbrigði í
frönsku vörninni.
og kannski viljið þið spreyta
ykkur á því hvernig Miles vann
skákina áður en þið lesið
lengra.
X w A
1 1 *
* 1 m J- X
; ■ $$11 & 1 ✓ ú
i g & & 1 ■
Cv •
I I
a -u— ö
Að lokum skulum við líta á
lok skákar Tony Miles, Eng-
landi, og Hollendingsins
Ligterink frá IBM-mótinu í
Amsterdam. Miles, sem er
yngsti stórmeistari heims, kom
þar á óvart með traustri og
góðri taflmennsku. Hollenzku
blöðin voru með stórar
fyrirsagnir eftir sigur hans á
Ligterink. Miles var með hvítt
og átti leik. Staðan var þannig
1. Rc4xd6! Hxd6
2. Rxd6 Dxd6
3. Hc6! Bxc6
4. Hxc6 og svartur gafst upp.
Ef 4.-----Dxb4 5. Hg6+ —
Kf8 6. Dh8+ — Ke7 7. Dh7+ —
Ke8 8. Hg8+ og vinnur
drottninguna. Skemmtileg lok
hjá hinum unga störmeistara,
sem stöðugt vekur meiri
eftirtekt á skáksviðinu.
ÉG GENG í ÁVÍSANAHRING
Þótt sólin skíni glatt fyrir utan glugg-
ann hjá mér núna er enginn vafi á því að
veturinn er á næstu grösum. Flestir
fuglar eru flognir til heitari landa,'
skólar eru byrjaðir, grös eru farin að
sölna og Dagblaðið segir frá því fyrir
nokkru að við Sigöldu sé háður æðis-
genginn endasprettur í kapphlaupi við
frostin.
Bragi tók endasprett í æðisgengnu
hlaupi
á undan frostinu varð.
í hlaupinu lagði hann
veturinn að velli,
því veturinn gekk í garð.
Mér hefur alltaf fundist. sjónvarps-
menn mega vera fegnir þeirri slæmu
gagnrýni sem erlenda sjónvarpsefnið
fær hjá almenningi. Þessi gagnrýni
sýnir svo ekki verður um villst að íslend-
ingar standa öðrum þjóðum framar um
gerð sjónvarpsþátta. Kunningi minn
einn kom til mín um daginn meðan á
verkfalli sjónvarpsmanna stóð og sagði
að það væri enginn vandi að bjarga
þessum launamálum þeirra. Það ætti
bara að setja þá alla í sama flokkinn;
Framsóknarflokkinn.
Ég horfi sifellt á sjónvarp
og sjálfsagt fæ aldrei nóg
af að horfa á hetjurnar mínar,
Helga og Columbo.
Kastljós er einnig ágætt
þar oft verður fjaðrafok.
Þó finnst mér þarna bestur
þátturinn Dagskráriok.
Vinur minn, sá heimski, kom til mín
um daginn. Ég spurði hann hvort hann
vissi að nú væri búið að hækka sektir við
því að aka á of miklum hraða. Hann
sagði að ser væri aiveg sama, hann æki
aldrei á of miklum hraða. Ef hann þyrfti
að fara eitthvað færi hann í bíl.
Ég geng í ávísanahring eftir hring
um ávísanahringveginn.
Ef færðin er slæm sest ég upp í
dollaragrínið mitt
og þegar það spólar
set ég á það ávísanakeðju.
Það er langt síðan ég hef verið eins
þunnur og núna, sagði maðurinn sem
lenti undir valtarann.
Ég fagna því hve laun mín eru lág.
Eg lofa myndi ríkið ef ég gæti.
Við kaupinu ég tek með bros á brá
og bið um öriitið af vanþakklæti.
Mér líður best við þessi kröppu kjör,
ég kann ei við mig oní nægtabrunni.
Þess ég ætíð bíð með bros á vör
að brenni þetta í óðaverðbólgunni.
í þessum málum löngum lítið vinnst
í lokin verður alltaf þyngsta raunin
að berjast fyrir því að fá sem minnst.
Þeir fást ei til að minnka við mig launin.
Ég þekki mann sem er svo útskeifur
að þegar hann gengur afturábak sýnist
manni hann vera innskeifur.
1 heilanum krap, engin hugsun er skýr.
Hálfkveðnar vísur þar dóla.
1 krapaelg hugans er hátturinn dýr.
Þar hugmyndir mínar spóla.
Er hríðarnar .byrja er baráttan ströng
í bendunni á svelli agans,
og biðin hefur reynst horngrýti löng
á hjólbarðaverkstæði magans.
En loksins er nagidekkjað níðið er ort,
það naumast á vegi sig heldur
því það er þá löngum af lélegri sort
og lífstíðarárekstri veldur.
Kunningi minn einn kom til mín ekki
alls fyrir löngu og spurði hvort ég vissi
hvað væri sameiginlegt með hatti og
útgerðarmanni. Ég vissi það ekki. Þeir
eru báðir yfirleitt alltaf á hausnum,
sagði hann.
Fyrir nokkrum árum var eftirfarandi
ort um vinsældir vorar
ísland er afar vinsælt
um alla heimsins byggð.
Norrænu hjálparhellurnar allar
halda við okkur tryggð.
Nú eru blessaðir bretarnir líka
bræður okkar í neyð.
Svo seljum við suður til Afríku
sérlega vinsæla skreið.
Ljóð á
laugardegi
I Asíuiöndum kynntist hann Kiljan
kærleik við íslenska þjóð.
Og frændsemi okkar við eskimóa
er innileg og góð.
Kananna stríðsmenn styrk oss veita
og standa við okkar hlið.
Þeir elska landið svo afar heitt
en einkum þó kvenfóíkið.
Hollustu, vinsemd og hjáip við okkur
eru hreint engin takmörk sett.
Það er furða hvað alheimur elskar og
dáir
einmitt þennan blett.
Að lokum vil ég votta lesanda þessa
þáttar innilega samúð.
Ben. Ax.