Alþýðublaðið - 05.12.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐÚBLAÐIÐ Ritstjóri Halldór Frlðjónsson. Argangurintt 5 kr. Gjaldd. 1. júní. Bezt rftaður alira núrðlenzkra blaða. Varkamenn kaupið ykkar blöðl Gerirst áskrifecdur É ýftjrsífchi ^IjiýMíL Veizlunin Grund Gruadarstíg 12 Sími 247 hefur allskonar matvöru: Haframjöl, Hveiti, Hrísgrjón, Kaffi, Sykur, Sild i dósum, Soyur. — Einnig Steinolíu o. m. fl. Alt með lægsta verði. Bifreidav teknar til hreins unar og aðgerðar. Einnig gert við primusa, grammófóna o. fl. á Laugaveg 24 (iak við gúmmí- vinnustofuna). 2000 krór\ur gefiris. Tvö þú8und krónur gefa eftirtaldar verzlanir viðskífta- vinum 8fnum i J ó I a g j ö f. Vetzlun Jóhanns ögm. Oddssonar, Laugaveg 63. L. H. Muller, Fataverzlua, Austurstræti 17 E. Jacobsen, Vefnaðarvöruverziun, Austurstræti 9. Verzlunin Björninn, Vesturgötu 39. Laugavags Apótek. Húsgsgnaverzíunin Áfram, Ingólfsstræti 6. Veizlun Hjálmars Þorsteinssonar, Skólavörðustfg 4. Jón Sigmundsson, Skrautgripavarzlua, Laugaveg 8. Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8 Tómas Jónsson, Matarverzlun, Laugaveg 2. Theódór Magnússon, Brauðbúðin, Frakkastíg 14 og Vesturgötu 54. R. P. Leví, Tóbaksverzlun, Ausiurstræti 4. Vigfús G ^brandsson, Klæðskeravinnustofa, Aðalstræti 8 O. Ellingser, VeiðarfærEverzlun, Hafnarstræti 15. B. Stefánsson & Bjarnar, Skóverzlun, Laugaveg 17. Júlíus Björnssoa, Rafcnagn-áhaldaverzlun, Hafnarstræti 18. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. PrentsmiSjan Gutenberg. ivae Turgnffilaw: -Æskuminnlngar. „Hver hefir sagt yður það?“ spurði Sanin hissa. . „Eg fæ að vita alla hluti, Dmitri Pavlovitsch. En eg veit llka að yðar málstaður var ágætur og að þér kom- uð verulega riddaralega fram. Segið mér: Var þessi stúlka kærastan yðar?“ Sanin hleypti brúnum. „Nei, eg skal ekki spyrja yður meira um þettal“ flýtti frúin sér að segja, „eg sé að yður fellur það ekki vel. Þér megið ekki reiðast út af þessul" Polosof kom inn 1 dyrnar með blað í hendinni. „Hvað vilt þú?“ spurði María Nikolajevna. „Er mat- arinn til?“ „Já, maturinn verður til rétt strax. En hvað heldurðu að eg hafi verið að lesa í „Severnaja Ptschela“ . . . Gromoboj fursti er dáinn.“ Maria Nikolajevna leit upp. „Guð gefi honum friðinnl . . . Hann var vanur á hverju ári," sagði hún svo við Sanin, — „að skreyta herbergin mín með kamelíum á afmælisdaginn minn 1 febrúar. Var hann ekki orðinn sjötugur?“ spurði hún og snéri sér að manninum sínum. „Jú, hérna er lýsing á jarðarför hans. Öll hirðin var viðstödd. . . . Og Kovrischkin fursti orkti eftirmæli um hann." „Það er nú aldrei!" „Á eg að lesa það fyrir þig? I'urstinn kallar hann andans mann!" „Nei, umfram alt ekki! Andans maður! Hann hefir aldrei verið annað en maður Tatiönu Jurevnu! En nú skulum við fara að borða! Við sem lifandi erum hugs- um um líf en ekki dauða! Réttið mér handlegginn, Dmitri Pavlovitsch!" — Miðdegisverðurinn var ágætur, eins og hann hafði verið í gær, og þau voru mjög fjörug yfir borðum. Maria Nikolajevna kunni vel að segja frá, sjaldgæf gáfa fijá kvenfólki, einkum iússnesku! Hún spaxaði ekki sterku orðin. Einkum talaði hún nokkuð hvast um rússnesku stúlkurnar og Sanin gat ekki annað en skelt upp úr öðru hvoru yfir fyndni hennar. Maria Nikoia- jevna hataði hræsnina og lygina rneira en nokkuð annað — en þetta var alstaðar. Hún var næstum því hreykin yfir því að vera af lágum stigum og sagði ýms- ar merkilegar smásögur af æsku sinni og foreldrunum. Sanin fanst, að hún myndi hafa reynt meira en flestar stúlkur aðrar á hennar aldri. Polosof borðaði í mestu makindum meðan hún var að segja frá og leit ekki nema einstöku sinnum á San- in eða konu sína, með þessum sijólegu augum, sem hann þó sá mjög vel með enda þótt ætla mætti að hann væri starblindur á þeim. „En hvað þú ert snjall!" sagði Maria Nikolajevna, „hvað þér hefir farist það vel að verzla fyrir mig í Frankfurt! Eg gæti kyst þig á ennið fyrir það, en það kærir þú þig nú víst lítið um „Nei . . .“ svaraði Polosof rólega og skar sundur ananas með silfurhníf. María Nikolajevna leit á hann og sló fingurgómunum í borðið. ;,Jæja, veðmálið á þá að standal11 srgði hún. Já.“ „Já, en þú tapar!“ Polosof teygði fram hökuna. „Þú ert nokkuð viss, Maria Nikolajevna, en það hygg eg þó, að í þetta sinn munir þú ekki vinnal" „Um hvað eruð þið að veðja?“ spurði Sanin. „Það megið þér ekki vita,“ svaraði hún hlægjandi. Klukkan sló sjö og þjónninn tilkynti, að vagninn væri kominn. Polosof fylgdi konunni sinni út, en fór svo strax aftur inn. „Mundu eftir bréfinu til ráðsmannsins!" kallaði hún utan úr anddyrinu. „Eg man eftir því, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur út af því; það er óhætt að treysta mér!“ XXXIX. Árið 1847 var leikhúsið í Wiesbaden fremur fátæklegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.