Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 se" „Þa mundi eg vist kölluð háþrýstihópur” [— sagði Ragnhildur Helgadóttir við atkvæða- greiðslu um geðdeild — tillögur nefndarinnar voru samþykktar samhljóða en tillögur stjórnarandstæðinga allar felldar „Svona þrýstihópur eins og ég mundi víst kallast háþrýsti- hópur, ef ég greiddi atkvæði með þessari tillögu,*- sagði Ragnhildur Helgadóttir(S) við atkvæðagreiðslu um breyting- artillögur við fjárlagafrum- varpið á Aiþingi í gær. Ummæl- in féllu um tillögu Magnúsar K.jartanssonar (AB) um, að varið sk.vldi 380 milljónum til byggingar geðdeildar við Land- spítalann á næsta ári. Ragnhildur sagði, að tiliagan stuðlaði að framkvæmdum í nauðsynjamáli. Hins vegar greiddi hún atkvæði gegn henni með það fyrir augum, að milli umræðna á þingi, áður en fjárlög verða endanlega af- greidd, næðist samstaða um frekari framkvæmdir við geð- deild en stefnt er að í fjárlaga- frumvarpinu. Tillaga Magnúsar var felld við nafnakall með 38 atkvæðum gegn 15, 1 sat hjá og 6 voru fjarverandi. Ragnhildur talaði um ,,þrýstihóp“, því að Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra hafði fyrir nokkru svarað gagn- rýni Ragnhildar vegna hæga-. gangs í framkvæmdum við; geðdeild með því að tala um ásókn þrýstihópa. Tillaga Magnúsar um aukin framlög vegna Tryggingastofn- unar ríkisins var einnig felld við nafnakall með 37 atkvæðum gegn 17, en 6 voru íjarverandi. Stjórnarandstæðingar stóðu' saman við atkvæðagreiðslur um' breytingartillögur manna úr sínum röðum, en stjórnarsinn- ar felldu þær allar. Hins vegar voru tillögur fjárveitinganefnd- ar í heild allar samþykktar með rúmlega 50 samhljóða at- kvæðum. Blaðið hefur áður greint frá þeim. Nafnakall var einnig vegná tillögu Svövu Jakobsdóttur (AB) um aukin framlög til dag- vistunarheimila. Hún var felld með 37 atkvæðum gegn 18, en 5 voru fjarstaddir. Nafnakall var vegna tillögu Skúla Alexand- erssonar (AB) og fleiri um 20 milljón króna framlag til að draga úr þeim mismun, sem nú er á upphitunarkostnaði skóla. sem eru hitaðir með olíukynd- ingu og þeirra sem eru hitaðir með jarðvarma. Hún var felld. Loks var nafnakall vegna til- lögu Gils Guðmundssonar (AB) um aukna aðstoð við þróunar- löndin, og var hún felld með 35 atkvæðum gegn 17, 2 sátu hjá, en 6 voru fjarstaddir. Ingvar Gíslason (F) gerði grein fyrir atkvæði sínu, kvaðst telja að of lítið væri ætlað þróunarlöndum í fjárlagafrumvarpinu en sagð- ist-- ekki vera viss um, að í tillögu Gils fælist heldur hió rétta. Hann sat hjá. Nafnakall fór ekki fram um fleiri tillögur, en allar tillögur Alþýðubanda- lags-, Alþýðuflokks- og Sam- takamanna voru felldar. Sumar tillögur bíða af- greiðslu við þriðju og síðustu umræðu um fjárlagafrumvarp- ið. -HH Gullastokkurinn, — leikfangasafn handa vangefnum bömum — Lionsmenn í Muninn gefa gjöf sem gladdi Liklega eru leikföng kærkomn- ari vangefnum börnum en öðrum. Þetta hafa þeir líklega vitað, fé- lagarnir i Lionsklúbbnum Mun- inn i Kópavogi. Komu þeir auga á það verkefni til að vinna að í vetur að gefa vngra vistfólkinu á Kópavogshæli leikföng að gjöf. Var þetta svo afráðið í samráði við stjórn hælisins og Auði Hannesdóttur, þroskaþjálfa. Lionsklúbburinn Muninn er 5 ára gamall og var stofnaður að undirlagi Björns Guðmundssonar forstjóra, sem þá var umdæmis- stjóri Lions-hreyfingarinnar hér á landi. Bað hann Friðrik Haralds- son bakarameistara að stofna nýj- an klúbb i Kój>avogi og var hann fyrsti formaður klúbbsins, en nú- verandi formaður er Helgi Magnússon tannlæknir. Félagar eru 29 talsins. Fjár til starfsins afla félagarnir með ýmsu móti, þeir selja perur árlega í hús í Kópavogi, jólakort, og á vorin selja þeir garðeigend- um mold. sem ekið er til garóa þeirra. Fénu er varið til stuðnings ýmsum góðum málefnum, til gamla fólksins, til heimila sem eiga af ýmsum sökum um sárt að binda. Þá hefur starfsemi hins unga Handknattleiksfélags Kópa- vogs verið studd, svo og skáta- starfið í bænum. Þegar leikfangasafnið var af- hent Kópavogshæli á dögunum fannst yfirlækni hælisins, Ragn- hildi Ingibergsdóttur, við hæfi að safnið hlyti nafn. Einn félaginn stakk upp a nafninu Gullastokk- urinn og mun safnið eftirleiðis ganga undir því nafni. Þarf ekki að orðlengja það að leikföngin vöktu óskipta ath.vgli barnanna og ánægjan skein þar af sérhverri ásjónu. -JBP- Slarfsstúlkur Kópavogshælis ásaml nokkrum harnanna virða fyrir sér nokkur leikfanganna. þegar húið var að laka upp pakkana. Við afhendingu leikfanganna: Friðrik Haraldsson. form. líknar- nefndar Munins heidur ræðu (lengst til hægri). Frá vinstri eru Helgi Magnússon. formaður Munins. Sturla Snorrason. Einar I. Sigurðsson. Auður Hannesdóttir. þroska þjálfi. Sigurður Guð- mundson. Ragnhildur Ingibergsdóttir. yfirlæknir. og bak við Friðrik er Eyjólfur Melsteð. sérfræðingur við hælið. Til hliðar sést í hiuta af leikfangasafninu. HREINSIPRÓFA ÍSLENZKIR FRAMLEIÐENDUR FLÍKUR? Athuganir sem Ne.vtendasam- tökin hafa gert eru tilefni eftir- farandi f.vrirspurna og athuga- semda til Félags íslenzkra iðnrek- enda og Félags efnalaugaeigenda. Hreinsiprófa íslenzkir fata- framleiðendur flíkur áður en þær eru látnar á markað? Ef svo er. væri Neytendasamtökunum þökk að fá upplýsingar um niðurstöður á meðan fratnleiðendur sjá sér ekki fært að merkja flikurnar með hreinsimerkjum. A markaðnum eru flíkur. inn- íendar og erlendar. með tölum sem le.vsast upp í algengasta hreinsivökvanum, „perklóri" og spennur. sem losna í sundur í hreinsivökvanum. Hér á landi eru íramleidd herraföt með barmfóðri. eða' millifóðri. sem aflagast í hreins- un. Svo við vitum, þola flíkur úr loðskinni. rúskinni. „mokka" og leðurflíkur hvorki „venjulega" hreinsimeðferð í efnalaug. sé um að ræða svokallaða fljót- hreinsun eða þurrhreinsun i litl- um sjálfvirkum vélum. Skinn eru mjög vandmeðfarin i hreinsun og seljendur ættu að brýna fyrir kaupendum að hreinsa þurfi þess- ar flikur á sérstakan hátt. þar eð venjulega eru engar leiðbeining- ar festar á flíkina sjálfa. w W PELSARIURVALI Hlý og falleg jólagjöf sem vermir. Ath. Góðir greiðsluskilmálar. Njálsgötu 14 Sími 20160. J

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.