Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 1
RITSTJQRN SínUMÚLA 12. SIMI 83322. 'AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. [ Einkennilegir hrossaflutningar að vetri: SJÖ TRIPPI í SJÁVAR- HÁSKAÁSUNDUNUM — voru á reki á pramma íroki og brunagaddi ínokkra klukkutíma Sjö trippi lentu í sjóhrakn- ingum á Sundunum noröan Reykjavíkur í gærkvöldi en eftir talsverða leit fannst fleyta þeirra strönduð og var trippun- um öllum bjargað í land. Svo var af einu þeirra dregið að ganga varð undir því og setja það inn í upphitaðan bíl til að fá í það hita, en hinum var öllum stirt um gang i fyrstu, enda komst frostið yfir tíu stig um tima, auk þess sem talsvert blés af norðri. Menn frá Víðinesi voru að flytja hesta frá Þerney til Víði- ness i gærdag og voru búnir að fara þrjár ferðir, sem aliar gengu vel. Hestana drógu þeir á öruggum fleka en dráttarbát- urinn var skemmtibátur með 50 ha. utanborðsmótor. í fjórðu ferðinni skall skyndilega á mikið hvassviðri og þegar báturinn var kominn með prammann fyrir Gunnunes gekk hvorki né rak svo báts- verjar Ieystu taugina á milli og sóttu einn mann um borð í flek- ann. Um það leyti barst Slysa- varnafélaginu hjálparbeiðni og að sögn Hannesar Hafstein var ekki ljóst í fyrstu nema bæði menn og hestar væru í hættu. Mennirnir munu þó ekki hafa verið í hættu því eftir að þeir leystu prammana frá fóru þeir út í Þerney og sóttu þangað fjóra menn sem höfðu smá jullu til umráða en utanborðs- mótorinn á henni fór ekki í gang. Um kl. 18, eða um leið og hjálparbeiðnin barst, hafði Hannes Hafstein þegar sam- band við hafnsögumenn sem fóru út á Magna og einnig náðist samband við olíubátinn Héðin Valdimarsson sem stadd- ur var út af Gróttu. Fóru bát- arnir þegar inn sundin og leituðu með ljósum en engin týra var á trippaprammanum. Þá var slysavarnadeildin í Mos- fellssveit kölluð út og um kl. 21 sáu bátsverjar á Héðni pramm- ann strandaðan NA á Geldinga- nesi. Björgunarsveitarmenn ásamt mönnum frá Viðinesi brutust eftir eiðinu út í nesið og tókst að koma bandi í prammann og draga hann nær landi, að sögn Jóns í Víðinesi. Var trippunum hjálpað í land og komið í sendiferðabíla sem óku þeim í Víðines. Þangað kom dýralæknir fyrir miðnætti og sprautaði þau pensilíni og skoðaði þau. Voru þau geymd i heitum húsum og að sögn Jóns f Víðinesi í morgun, voru þau öll farin að næra sig og hressast. ________________________-G^ NÝR STYRKUR Á 80 ÁRA AFMÆLILR Hjalti Rögnvaldsson leikari fékk í gær fyrstu viðurkenning- una úr Afmælissjóði Leikfélags Reykjavíkur, sem stofnaður var á 75 ára afmæli LR fyrir fimm árum, til styrktar og uppörvun- ar ungum leikurum sem eru að vinna sína fyrstu sigra. Hjalti, sem leikur Malcolm son Skota- konungs í Mackbeth, sem frum- sýnt var í Iðnó í gærkvöld, tekur á mynd Árna Páls við viðurkenningunni úr hendi Sveins Einarsonar Þjóðleikhús- stjóra. Við hlið hans stendur Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri í Iðnó. Húsfyllir var og mikil hátíða- stemmning í Iðnó í gær á 80 ára afmælissýningunni. Aö sýningu lokinni kom leikhúsfólk saman á sviðinu stutta stund. Leik- félagsmenn taka sér frí frá störfum í dag til að njóta samvista í rólegheitum. í kvöld verður sjálft afmælishófið. ÓV DB-mynd Arni Páll. Bensín „gufar upp” á Egilsstöðum Mælingar afgreiðslumanna flugvélabensíns á flugvellinum á Egilsstöðum leiddu til þess, að eigendur eldsneytisins sendu menn þangað austur í gærkvöldi til þess að kanna hvaða skýring gæti verið á mis- ræmi sem nemur 2—3 þúsund lítrum af flugvélabensíni á 3—4 mánuðum. Jóhann D. Jónsson, um- dæmisstjóri Flugféiags tslands á Egilsstöðum, sagði í viðtali við DB í morgun að vegna veðurs hefðu athuganir mælingamanna frá Skeljungi hf. enn ekki hafizt. Hann kvað ýmsar ástæður geta legið til þessa misræmis aðrar en rýrnun, meðal annars skakkar mælingar og Dilun í teljara. Eins og venja er til, þegar vart verður misræmis í birgðum og talningu, verður málið kannað af eigendum vörunnar. -BS. Alþýðubankamálið: Dómsrann- sókn lokið Rannsókn þeirri sem bankaráð Alþýðubankans óskaði eftir á sín- um tíma, er nú lokið í Sakadómi Reykjavíkur. Hefur málið nú ver- ið sent til ríkissaksóknara til meðferðar og ákvörðunartöku. Bankaráð Alþýðubankans óskaði eftir dómsrannsókn á til- teknum viðskiptum bankans. Af augljósum ástæðum var það mikið keppikefli, að rannsóknin yrði sem ýtarlegust en jafnframt, að henni yrði lokið sem fyrst. Rannsóknardómarinn, Sverrir Einarsson, sakadómari, hefur rannsakað mikinn fjölda skjala og yfirheyrt marga menn. Hefur rannsóknin gengið snurðuiaust og er henni nú lokið, sem fyrr segir, og gögn hennar öll send embætti ríkissaksóknara til frekari með- ferðar og ákvörðunartöku. -BS. /” \ Urslit vinsælda- kosninga Dagblaðsins -SjáPOPP ábls. 14-15 ^^m^mmmmmmmmmmmm^r Allir pólitískir fangarlátnir lausiráSpáni - Sjá bls. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.