Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1977. i Stórkostlegt framtak að skrúfa Raddir lesenda Starrinn einn algengasti f uglinn í Reykjavík Fuglaskuðari skrifar: „Ég hef hér frekar óvenju- lega spurningu fram að færa og þætti mér vænt um að við henni fengist nýtt svar. Mig langar að vita hvar starrar verpa á Islandi? Ég hef flett upp í fuglábókum og þar segir að þeir séu víða á Austurlandi og við Höfn í Hornafirði. Þar segir einnig að þeir séu í görðum í Reykjavík. En hversu útbreidd- ir eru þeir? Ég bý í Hafnarfirði og hér er töluvert um þessa fugla og eru þeir í bænum allt árið um kring. Nú veit ég að til eru tveir stofnar og annar er lítið eitt stórgerðari en hinn. Það væri gaman að fá upplýsingar um hvaða stofn væri hér í Reykja- vík.“ Dagblaðið hafði samband við Náttúrufræðistofnun Islands og Erling Ólafsson tjáði okkur að hér á landi væri talið að um tvo stofna væri að ræða. Annar væri svokallaður Færeyjastofn en hinn væri brezkur. Talið er að sá fyrrnefndi sé við Horna- fjörð og hafi verið þar í tugi ára. Hann verpir þar I eyjum úti fyrir landi. Starrinn er nokkuð útbreidd- ur hér á höfuðborgarsvæðinu og hann hefur sézt uppi í Borg- arnesi. Fuglar af þessum stofni munu hafa komið hingað um 1960 og verpa hér í görðum. Starrinn er nú einn algengasti fuglinn í Reykjavík. báðum, annars finnst hinu að það sé óréttlæti beitt og svo er það alltaf þessi eilífi saman- burður sem er vitnað I ef á að banna eitthvað. Þá er eflaust sagt að það eigi bara ekki að hlusta á slíkt og sjónvarpið eigi alls ekki að hafa áhrif á boð og bönn. En við verðum að hafa í huga að það er orðið stór þáttur í lífi hverrar fjölskyldu. Hún situr oft saman og horfir á kass- ann sinn. Pakkinn varð eftir einhvers staðar fyrir glæpaþættina við Laugaveginn Guðjón Jónsson hafði samband viðDB: Eg varó fyrir því óláni á Þorláksmessu á leið frá Húsgagnaverzlun Arna Jónssonar að tapa styttu sem þar var keypt. Ég fór í ýmsar verzlanir niður eftir öllum Laugavegi og mun hún hafa orðið eftir í einhverri þeirra. Nú langar mig til að beina því til verzlunarfólks á þessu svæði að athuga pakka sem orðið hafa eftir í búðunum. Þessi hlutur er mér mikils virði og því vona ég að hann finnist aftur. Éft Sigga Jóns hafði samband við DB: Miklar þakkir eiga þeir skil ið hjá sjónvarpinu fyrir að ætla að leyfa okkur að hafa sjónvarpið glæpaþáttalaust í sex vikur. Það er alveg stórkost- legt framtak að þora einfald- lega að gera þetta. Það eru ef- laust margir mjög fegnir þessu, 'við höfum fengið alveg nóg af þessum þáttum á undanförnum árum. Hvað ætli börn og ungl- ingar séu búin að horfa á mörg morð og alls konar glæpi í sjón- varpinu? Morðin skipta örugg- lega þúsundum og alls konar slagsmál eru í hverjum þætti sem kemur í sjónvarpið. Mér finnst því fullkomin ástæða fyr- ir því að losa okkur við þennan ófögnuð í smátíma. Þeir sem efast ekki um, að hér er strang- heiðarlegt verzlunarfólk og bið ég það að gæta að pakka sem er nokkuð fyrirferðarmikill og utan um hann er jólapappír. Þeir sem geta gefið mér vís- bendingu hringi í síma 35901. Ef svo ánægjulega vildi tii að pakkinn fyndist mundi ég að sjálfsögðu veita viðkomandi fundarlaun. eru að farast úr skorti á svona efni geta einfaldlega farið á bíó, þar er hver einasta mynd um einhvers konar glæpi og hrylling. Allt tal um að við getum þá bara slökkt á sjónvarpinu eða að börnin eigi að vera sofnuð á þessum tíma er út í hött. Krakk- arnir koma og segja að hann Siggi eða Kalli fái að horfa á Columbo eða McCloud og þá verða þeir líka að fá að sjá. Svo er það einnig með systki ni sem eru á svipuðum aldri, það yngra ætti eftir öllum reglum að vera sofnað þegar þættirnir byrja en það er bara ekki svo gott að ráða við þetta. Þá þarf að banna Margir eru fegnir að losna við sakamálaþættina úr sjónvarpinu um tíma og eins og komið hefur fram í fréttum sjáum við væntanlega ekkert af þeim félögum Columbo og MeCloud í bráð. EKKIRÉTT AÐ SENDA BÖRNIN ÚT í FRÍMÍNÚTUR í HVAÐA VEÐRISEM ER Kristín hringdi: Mig langar að vekja athygli á einu atriði sem varðar skóla- börn á Reykjavíkursvæðinu. Það hefur tíðkazt frá því að ég uar í skóla, og svo er enn, að börnin séu skylduð til að fara út í frímínútum. Undantekning frá þeirri reglu er ef þau fá t.d miða með sér i skólann þar sem er beðið sérstaklega um að þau fái að vera inni. Mér finnst að þetta mál eigi að taka til athug- unar. Ég man vel eftir því, þeg- ar ég var í skólanum, að við krakkarnir vorum sendir út á skólavöllinn í hvaða veðri sem var. Þar stóðum við undir vegg í óveðrinu og skulfum af kulda.' Svo voru allir sendir í raðirnar og við komum inn blaut og skjálfandi af kulda. Það tók upp í hálftíma að jafna sig eftir þessa útiveru. Þegar mín börn fóru að fara í skólann var þetta sama enn uppi á teningnum. Þau eru send út í hvaða veður sem er og híma undir veggjum. Það er ekki oft sem vel viðrar hér á landi og mér finnst alveg ótækt að láta þessi grey út í hvaða veður sem er. Þetta hlýtur að vera þreytandi fyrir þau yngstu að þeytast þetta fram og aftur. Það væri miklu nær að leyfa þeim að vera inni þegar veður er vont og föndra eða lesa fyrir þau einhverja skemmtilega sögu, sem vekur áhuga þeirra á hinum ýmsu bókum. Þau slaka vel á við það og gleyma verk- efninu sem þau eru að vinna að um stund. Svo þegar lestri er lokið þá taka þau til við verk- efnin sín aftur eftir skemmti- lega tilbreytingu. Þar með er þessari hugmynd komið á framfæri og ég vona að forráðamenn í skólamálum taki hana til athugunar. Þessir krakkar í Fellaskóla eru í fríminútum en í ágætu veðri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.