Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977. 3 Auðvitað átti að klára byggðalínuna fyrst Svavar Magnússon hringdi: Ég verö að lýsa furóu minni á þeim ummælum Gunnars Thor- oddsens að hann hafi aldrei sagt að Blönduvirkjun ætti að vera næsta virkjun sem átti að byrja á. Hann gerði það fyrir um það bil ári og það eru »r—rg- ir sem minnast þeirra orða. Svo sagði hann Magnús misminna þegar hann sagði sannleikann um þetta mál í Kastljósi á föstu- daginn. Mér finnst þetta eintómt hringl með orkumálin og þar er rokið úr einu í annað. Það er framkvæmt blint fyrir fleiri milljónir, eiris og t.d. við Kröflu. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að vera að minnast á það ævintýri, en ég geri það nú samt. En þegar er verið 'að kasta peningum okkar skattborgaranna út í loftið, þá er- engin furða þó almenning- ur láti heyra í sér. Auðvitað átti að klára byggðalínuna fyrst og fara svo í framkvæmdir á einhverjum stað þar sem einhverja orku er að fá. Það var allt í lagi að rannsaka málið við Kröflu og þreifa fyrir sér en það var bara ekki gert nægilega vel. Það var rokið í framkvæmdir áður en athuganir sýndu hvort þetta var yfirleitt virkjanlegt^ Það er allt í lagi að rannsaka málin og athuga hvort orka er fyrir hendi áður en byrjað er að framkvæma, segir Svavar. Eitt land sem er þess virði að fórna sér fyrir — ísland B.R. skrifar: Ég hripa þessar línur til þess að svara hr. Sigurði Haralds- syni sem skrifaði í blaðið þann 30/12 sl. Svar við áliti nr. 1: Þó að bandarískir hermenn hafi staðið sig afburða vel í seinni heimsstyrjöld þarf það ekki að þýða að þeir geti staðið sig eins vel í dag. Ljósasta dæmið um þetta er Víetnamstríðið þar sem þriðji stærsti her heims plús her S-Víetnam barðist við aumingjalegan her N-Víetnam. Og hverjir ,,unnu“? N- Víetnamar. Og hvers vegna? Jú, þeir beittu „vinsælustu" og áhrifaríkustu baráttuaðferð heims í dag, nefnilega skæru- hernaði. Skæruhernaði sem brezka „heimsveldið" ræður ekki við á N-trlandi. Skæruhernaði sem valdið hefur klofnun Líbanon. Skæruhernaði sem valdið hefur meiri sorg og ömurleika en nokkuð annað hér á jörðu að frátöldu hungri og bandarísku vetnissprengjunni. Og skæruhernaður sem varð til þess að bandaríkjamönnum varð ekkert ágengt í Víetnam. Nú dugar skipulagður her ekki lengur, heldur skipulagður skæruhernaður. Að mínu mati er það harla vafasöm leið að verja lýðræði með vopnum. Það er eins og að reyna að slökkva eld með olíu. 2: Kálfurinn, eins og þú segir, launar velgjörðirnar með vanþakklæti vegna þess að bandaríkjamenn létu ekki stáðar numið við borgarmörk Berlínar, heldur héldu áfram að efla áhrif sín í þeim löndum sem þeir höfðu frelsað. Bandaríkjamenn voru geysi- vinsælir I Evrópu og dyr menn- ingarinnar í frelsuðu löndun- um stóðu þeim galopnar. Þegar bandaríkjamenn hurfu úr Evrópu (að nokkkrum undan- skildum sem urðu eftir í her- stöðvunum út um hvippinn og hvappinn ) höfðu þeir haft of- boðsleg áhrif á menningu Evrópulandanna. Ahrif sem ekki urðu þurrkuð út. Er það furða þótt íslendingar (a.m.k. nokkrir) vilji losa sig við bandarisk „menningar“- áhrif áður en við köfnum í þeim og verðum 51. fylki Bandaríkjanna? 3: Bandaríkjamenn hafa eytt of fjár til uppbyggingar í S- Ameríku. „Seremónían“ fer þannig fram, að fjármálaráðu- neyti USA afhendir einhverj- um valdamanni einhvers ríkis sem á að styrkja vissa peninga- upphæð. En gallinn er bara sá að valdaklíkurnar í S-Ameríku (sem eru tilkomnar vegna bandaríkjamanna) nota pen- ingana barasta alls ekki til upp- byggingar í landinu heldur til eigin framfæris. Er það von að fólkið í löndum þessum sé óánægt og áætlar að banda- ríkjamenn séu viljandi að troða á sér? 4: Hr. Sigurður Haraldsson. Ég bið þig að athuga að þjóðir Sameinuðu þjóðanna eyða jafn- miklu fé til mannúðarmála á einu ári eins og þær gera á tveimur klukkustundum til hermála. Og finnst þér að blökkubarn fætt í Harlem í New York sé jafnrétthátt og eigi jafnmikla möguleika á lífsleiðinni og barn fætt í eina af hinum fáu út- völidu auðugu fjölskyldum Bandarikjanna, t.d. Rocke- feller-fjölskylduna? Ef svo er, er jafnréttiskennd þín í meira lagi brengluð og þú ekki dómbær á frelsi og jafn- rétti. Ég er viss um það að án bandaríkjamanna (og rússa) væri jörðin betri heimur en hræddur er ég um að slíkt gagn- aði lítið, þvf íslenzku höfðingja- sleikjurnar myndu eflaust finna sér önnur lönd til að lof- syngja. Að vísu eigum við banda- ríkjamönnum mikið að þakka með björgun mannslífa. En jafnframt hafa íslendingar sljóvgast á þessu og orðið kæru- lausir. Við treystum því hrein- lega að bandaríkjamenn bjargi okkur ef illa fer. Slíkt er mjög varhugavert. Bandarikjamenn eru ekki að verja okkur með herstöðinni, heldur sjálfa sig. Alveg eins og rússar eru ekki að verja hinar A- Evrópuþjóðirnar með herstöðv- um sínum þar, heldur sjálfa sig. Við erum þvi eins konar „stuð- ari“ fyrir Bandaríkin. Besla dæmið um þetta er landhelgis- stríóið síðasta, þegar tveir breskir dráttarbátar-réðust á varðskipið Þór innan varnar- lögsögu Islands og varnarliðs- ins og varnarliðið horfði á. Þó víla kanarnir ekki fyrir sér að leita að ímynduðum rússnesk- um flugvélum langt fyrir utan 200 mflurnar. Með þessu hafa bandaríkjamenn í raun virt sjálfstæði íslands að vettugi og sannað að þeir eru hér aðeins sjálfs sín vegna. Ef ég væri slökkvilið og i einu brennandi húsi væru 1000 menn og í öðru brennandi húsi væri einn maður, myndi ég lík- lega sprauta á húsið með 1000 mönnunum. En væru það 1000 bandaríkjamenn og einn is- lendingur myndi ég sprauta á hús íslendingsins. Og væru það 1000 bandaríkjamenn og 1000 rússar myndir ég hreint ekkert sprauta. Og hafið það hugfast, kæru landar, að það er aðeins eitt land í allri hinni víðu veröld, sem er þess virði að fórna sér fyrir. Og það eru hvorki Banda- ríkin né Rússland. Það er ISLAND. Með nýárskveðju. Hringið i síma 83322 kl. 13-15 eöa skrifiö „Helzt er mark að henda á því—sem hinn kærði segir” NN símaði til lesendadálksins: Oft má finna mikinn sann- leiksbrodd í gömlum kveðskap. Eg rakst fyrir nokkru á þrjár vísur, sína úr hverri áttinni. Sameiginlegt þessum vísukorn- um er það að þar er fjallað um þá sem aka.Keflavíkurveg rang- lætisins, „gamla Fjósa-Rauði“ sem ævinlega hafa farið að heil- ræðum þeirra sem telja að „illt mál sigri að lokum“. Fyrsta visan er um hina flóknu vegi sakamálanna. Athyglivert fyrir „núið“ er kannski sú staðhæfing að helzt sé að marka hvað hinn kærði segir. Kannast einhver við það? Sakamálum einatt 1, eru flóknir vegir. Helzt er mark að henda á því, hvað hinn kærði segir. Og svo kemur hér heilræða- vísa, allnokkuð lík heilræðavís- um Hallgríms heitins Péturs- sonar en hreint ekki i anda sálmaskáldsins: Veg ranglætis, vinur haltu, það verður drýgst í pokum. Efast þar um aldrei skaltu að illt mál sigri að lokum. Og svo er hér ein stórkost- lega lunkin, — þess skal getið að enn í dag eru menn kenndir við rauða litinn ef þeir aka um götur án þess að aka í takt við samborgarana: Aldrei keyrir eftir takt, illa vaninn sauður. Geispar oft á götujagt, gamli Fjósa-Rauður. Kannski á þetta ekkert heima í lesendadálkum DB — og þó. Er ekki sitthvað hægt að læra af þessum gömlu fer- skeytlum? Þær eru ortar í háðs- stíl um mennina sem aldrei geta lært að lifa heiðarlega og lifa af sínu, hversu smátt sem það kann að vera. Óheiðarlegir menn hafa víst lengst af verið uppi meðal okkar litlu þjóðar. Ég vona bara að Dagblaðið haldi áfram að stinga á kýlun- um og láti ekki staðar numið fyrr en úr er allur óþverrinn úr þjóðarlíkamanum. Spurning dagsins Áttu ávísana- reikning? Aad Groeneweg: Já, og mér finnst reglurnar sem gilda um þá alveg nógu strangar ef þeim er fylgt. Hannes Gissurarson: Já, og mér hefur alltaf verið sýnt umburðar- lyndi af bankakerfinu. Sigurður Jóhannsson: Já, og það á að fylgja þeim reglum sem gilda um notkun þeirra vel eftir. Sigurður Haraldsson: Nei, ég á enga peninga til að leggja inn á ávísanareikning. Stefanía Flosadóttir: Nei, ég læt mér nægja að hafa mína peninga á sparisjóðsbók. Jónina Stefánsdóttir: Já, og mér gengur nokkuð vel að hafa reglu á hlutunum og yfirdraga ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.