Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977. Nú eru farin 3 tonn og 354 kg af meðlimum klúbbsins, sem eru konur og karlar á aldrinum 10—75 ára. Inn- ritun í alla flokka frá kl. 3—7 mánu- daga til fimmtudaga í síma 22399. Akurnesingar Nú hafið þió einnig tækifæri til að losa ykkur við umframkílóin með þátt- töku í klúbbnum sem veröur stofn- aður á Akranesi. Innritun í sama síma. MEGRUNARKLUBBURINN (/.na/n Skipholti 9, sími 22399. JDtbovL Hitaveita Suðurnesja — Njarðvíkuræð. Ákveðið hefur verið að fresta opnun tilboða í Njarðvíkuræð til föstudags- ins 21. janúar kl. 14.00 og verða tilboð þá opnuö á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A Kefla- vík, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem mæ'ttir verða. HITAVEITA SUOURNESJA FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA minnir á að frestur til að skila tiilögum til fulltrúakjörs er til 15. jan. n.k. samkvæmt lögum félagsins. F. H. STJÓRNAR Sveinn Oddgeirsson framkvæmdastjórí Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til starfa á skrifstofu. Góð vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsynleg. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaösins merkt „Fljótlega — 555”. amiAna ÞAÐ Ufí! 1. Akraborgin siglir hvern einasta dag nema jóla- og nýársdag. þrisvar á dag á veturna og fjórum sinnum á sumrin. Akraborgin: Fæstir farþegar þegar vont er í sjó sjoveiki þá Það var ekki mikið að veðrinu i fyrradag þegar við horfðum á Akraborgina sigla fagurlega inn höfnina í Reykjavík, þótt heldur væri hann kaldur. Farþegar voru þó ekki mjög margir né bílar að þessu sinni en ferjan fer þrisvar á dag á milli Akraness og Reykja- víkur og fjórum sinnum á sumrin. „Akraborgin siglir alla daga nema nýársdag og jóladag," sögðu þeir Haukur Már Kristinsson, sem ýmist er skipstjóri eða 1. stýrimaður, og Ölafur Ölafsson sem ýmist er 1. eða 2. stýrimaður. Báðir hafa verið á skipinu svo til Hann Sveinn Guðmundsson bankaútibústjóri segir að gott sé að búa á Akranesi. enda stutt í allar áttir. Sigurkarl Einarsson nemi var að koma úr heimsókn frá frænda sínum. oB-mvndir Bjarnleifur. frá upphafi eða frá 16. júní 1974 þegar ferjan byrjaði að sigla á milli Reykjavíkur og Akraness. „Þetta er gott sjó'skip," fullyrti Haukur Már, en þegar við spurð- um um sjóveiki hjá fólki sögðu þeir að skipið léti verst í suðvest- an og vestanátt og helzt hætta á þeirri hvimleiðu veiki þá. „Við fengum að vita að fæstir Lárus Arnason afgreiðslumaður hjá Akraborginni (í miðið) lætur sig ekki vanta á bryggjuna og ræðir máiin við skipsmennina Ólaf Ólafsson t.v. og Hauk Má Kristinsson t.h. eru farþegarnir þegar veðrið er vpnt en alltaf er reytingur, og auðvitað eru farþegar flestir á sumrin. Akraborgin getur tekið allt upp í 44 bíla. Það fer vitan- lega eftir stærð þeirra. Við svifum á nokkra farþega og Sveinn Guðmundsson varð fyrst- ur fyrir valinu. Hann sagðist vinna hjá Samvinnubapkanum og lét lítið yfir sér. Samkvæmt síma- skránni er hann nefnilega útibú- stjóri bankans og hefur því örlög margra í hendi sér. ,,Ég segi bara ekki frá því hversu oft ég hef farið hér á milli um ævina," sagði hann, en bætti við að þegar hann var kaupfélagsstjóri á Akranesi hefði hann farið tvisvar í viku á milli. Á því byrjaði hann árið 1942. Nú fer hann að jafnaði þrisvar í mánuði. „Á Akranesi er gott að búa, þaðan er stutt í allar áttir. Jú, jú, þar er alveg nóg af menningunni. Við þurfum ekkert að sækja til Reykjavíkur hennar vegna," sagði Sveinn. „Nei, ég fer ekkert oft upp á Akranes. Ég var að heimsækja frænda rriinn þar núna,“ sagði Sigurkarl Magnússon sem er í síð- ustu önn í Hamrahlíðarskólanum. „En það er gaman að koma þang- að. Nei, nei, ég er ekkert sjóveik- ur.“ Sigurkarl er ættaður frá Eyrárbakka en býr nú í Reykja- vík. Hún Anna Arnardóttir af Skag- anum er hressileg ung mær. Hún er komin til þess að halda áfram í 3. bekk í Verzló. Hún ætlar að búa hjá afa og ömmu í vetur, annars er hún búsett á Akranesi. „Þar er fínt að vera. Ég vann á skrifstofu í fyrrasumár. Það geta flestir ef ekki allir fengið vinnu, að minnsta kosti í fr.vstihúsunum," sagði Anna. Að siðustu tókum við tali 2 unga menn sem voru að burðast með hljómflutningstæki niður landganginn. Þeir ætluðu að fara með þau í Hljómbæ og bjuggust ekki við að tapa á sölunni. Verð- bólgan hefði séð fyrir því. EVI Anna Arnardóttir er komin til þess að halda áfram í Verzló. ,.A Akranesi er fínt að vera. Þar geta flestir ef ekki ailir fengið vinnu, að minnsta kosti í frystihúsi." segir hún. Þeir Valur Bjarnason og Arni Gunnarsson bera frá borði hljóm- flutningstæki sem þeir ætla að selja i höfuðborginni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.