Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 9
1)Acm.AÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977. 9 Nýja fasteignamatið: Gíf urleg hækkun eignaskatta —nema ný lög komi til Gífurleg hækkun eignaskatta mundi leiöa af breyttu fast- eignamati, sem nú hefur tekið gildi. En reiknaó er með að sett verði fljótlega ný lög um skatt- inn sem dragi úr þeirri miklu hækkun. Nýja fasteignamatið er að jaínaði sexfalt miðað við það sem áður var. Eina breytingin sem fram- teljendur til skatts verða nú að athuga, umfram það sem var í fyrra, er um fasteignamatið, sagði Ævar ísberg í skrifstofu ríkisskattsstjóra í viðtali við Dagblaðið. í fyrra taldi fólk fram á gamla fasteignamatinu en nú er sem sé komið nýtt. Við álagningu eignaskatts í fyrra var fjárhæð gamla fast- eignamatsins margfölduð með 2,7 en nú hefur matið verið sexfaldað að jafnaði. Fyrstu 2,7 milljónirnar af hreinni eign, umfram skuldir, voru í fyrra skattfrjálsar og þar fram eftir götunum. Sexföldun matsins myndi auðvitað þýða margföldun skattsins sem fólk yrði að greiða. Og nú er beðið eftir aðgerð- um ríkisvaldsins til að hindra þá hækkun. -HH KARATE-BÚNINGAR VERD KR. 5790.- Sportvöruverzlun f Ingólfs Oskarssonar Holagardi Breidholti \noi 7S070 Öll ellefu ára gömul börn eiga þess nú kost að taka þátt í ritgerð- arsamkeppni. Til hennar er stofn- að til að efla þau og þroska í einhverjum þriggja þátta umferð- armála. Er til góðra verðlauna að vinna. Ritgerðarsamkeppnin er á vegum menntamálaráðuneytisins í samvinnu við Umferðarráð. Samkeppninni á að vera lokið 26. febrúar. Skólabörnin geta valið um eft- irfarandaritgerðarefni: 1. Hvernig get ég orðið góður veg- farandi? 2. Minnisstætt atvik úr umferó- inni. 3. f ófærð. Gert er ráð fyrir því að áður en börnin velja sér ritgerðarefni fari fram í bekk þeirra umræður um viðfangseínið. Með þeim hætti er tilgangurinn að vekja nemendur til umhugsunar um þá fræðslu sem þeir hafa fengið og tengja umferðarfræðsluna við aðrar námsgreinar. Síðan er ætlunin að skólastjóri og kennarar velji 2-6 beztu rit- gerðirnar í hverjum skóla og síð- an eru þær beztu sendar til um- sjónarmanns keppninnar, Guð- mundar Þorsteinssonar hjá Um- ferðarráði. Fyrstu verðlaun í samkeppn- inni eru reiðhjól, S.C.O. 26“, sem Reiðhjólaverzlunin- Örninn gefur. Önnur verðlaun eru Bosch-borvéi eða SHG-rafmagnshárbursti eftir vali sem Gunnar Asgeirsson hf. gefur. Þriðju verðlaun eru Nýja fjölfræðibókin sem Setberg gef- ur. í dómnefnd keppninnar hafa verið skipaðir: Haukur ísfeld kennari, tilnefndur af Umferðar- ráði, Herdis Egilsdóttir kennari, frá SÍB, og Indriði Gíslason náms- stjóri í íslenzku frá menntamála- ráðuneytinu. í fyrra var efnt til teiknimynda- samkeppni meðal 9 ára skóla- barna á líkum grundvelli og var þátttaka mjög góð. -ASt. IVtenntamálaráðherra með þremur verðlaunahöfum í teiknimynda- samkeppni 9 ára barna í fvrra. A vegg má sjá verðlaunamyndir. 11 ára börn í ritgerðar- samkeppni um umferðarmál Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF IHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn miðvikudaginn 12. janúar ki. 20.30 í Norrœna húsinu Öllum heimill aðgangur. íslenska ihugunarfélagið. Skipulagssýningin að Kjarvalsstoðum Á sýningunni íkvöld miðvikudaginn 12. jan. mun Trausti Valsson arkitekt hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar kynna aðalskipulag Ulfarsfellssvæðisins. (Kynningin er endurtekin.) Kynningarfundur hefst kl. 20.30 stundvíslega. Þrounarstofnun Reykjavíkurborgar ■ * Nýíslenzk framhaldssaga um ástirog ævintýri — Paul Getty og auðæfi hans George Harrison—Kristfn Lilliendal í forsíðuviðtali—Ný fslenzk smásaga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.