Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIjD. MIÐVIKUPAGUR 12, JANÚAR 1977 írfálst, nháð dagblað Utgofandi DagblaÖið hf \ Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamloifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 60tfckr. eintakiö. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgroiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda oq plötugerö: Hilmir hf.. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 19. Undir fölsku flaggi Merkilega langur vegur er frá skattaumræðum síðastliðins sum- ars að skattafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin hefur í vetur lagt fyrir alþingi. Frumvarpið fjallar í rauninni um allt önnur atriði en þau, sem vöktu sem mesta reiði skattgreiðenda í sumar. Þá tóku menn eftir því betur en nokkru sinni fyrr, að ótrúlega margir efna- og umsvifamenn komast hjá því að borga skatta. Hér í Dagblaðinu voru dag eftir dag birtir langir listar upp úr skattskrám, þar sem bornir voru saman Jón og séra Jón. Annað versta gatið á skattakerfinu virtist vera fólgið í möguleikum manna til að blanda saman einkarekstri heimila sinna og atvinnu- rekstri í eigin nafni. Bókhaldslegt tap af at- vinnurekstri var notað til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum, sem notaðar voru til einkaneyzlu. Hitt versta gatið á skattakerfinu virtist vera fólgið í möguleikum einyrkja, einkum í bygg- ingaiðnaði, til að semja við viðskiptavini sína um, hvernig gefa skuli upp til skatts. Þetta er auðveldast, þar sem einn og sami maðurinn er atvinnurekandi og starfsmaður, bókhaldari og gjaldkeri. Fleiri atriði skattalaga voru misnotuð, svo sem ýmsir frádrættir, einkum vaxtafrádráttur. Einnig skattfrelsi þess söluhagnaðar, sem er umfram verðbólgu eða byggist á óverðtryggðu lánsfé. Svo virðist hins vegar sem höfundar skatta- frumvarpsins og stjórnvöld hyggist lítið sem ekkert gera í þessum efnum, heldur nota bara tækifærið til að auka skattbyrðina á þeim, sem þegar borga mikia skatta. Það er ekki reynt að skattleggja hina fínu skattleysingja, heldur misþyrma þeim, er hafa mælanlegar tekjur á skattskýrslum. Það er alveg nýtt, ef útivinna giftra kvenna er orðin meiri háttar böl í þjóðfélaginu. Hinn fyrri frádráttur vegna slíkra tekna var ef til vill óhóflega mikill. En nýjungar frumvarpsins í því efni taka sáralítið tillit til margvíslegs kostnaðar, sem er samfara slíkum tekjum. Það er líka alveg nýtt, ef húsbyggingar ungs fólks eru orðnar meiri háttar böl í þjóðfélaginu. Frumvarpið gerir ráð fyrir niðurskurði vaxta- frádráttar þessa fólks um þrjá fjórðu hluta. Menn höfðu búizt við, að sett yrði þak á vaxtafrádrátt, þannig að innan þess mundu rúmast vextir af eðlilegum byggingafram- kvæmdum hverrar fjölskyldu, en ekki vextir af tugmilljóna umsvifum fjáraflamanna. Samkvæmt frumvarpinu á ungur húsbyggjandi, sem skuldar fjórar milljónir og borgar 600.000 í vexti, aðeins að fá 150.000 króna vaxtafrádrátt í stað 600.000 króna. Sá sem skuldar hins vegar áttatíu milljcnir í ódýrum lánum vegna hótela, flugfélaga, lax- veiðiítaka og ferðaskrifstofa, fær sama hlutfall í frádrátt og sparar sér persónulega milljónir í skatti. Hið nýja frumvarp er vart mælanlegt skref í átt til aukins réttlætis í skattamálum. Fyrst og fremst eru þar á ferðinni nýjar álögur, sem sigla undir fölsku flaggi. Stofnun mið-afríska keisara dæmisins breytir litlu Fyrir tveimur árum hvarf í niö aldanna síðasta keisara- dæmið í Afríku, Eþíópía Haile Selassies, fyrir hendi hers landsins. Þótt Selassie nyti al- mennrar virðingar sem kænn stjórnmálamaður, voru flestir Afríkuleiðtogar fegnir að sjá á bak kerfi, sem þeir töldu ekki heyra til hinni nýju Afríku. En það er heimsálfa, sem stöðugt vekur undrun manna og furðu, og I síðasta mánuði var stofn- sett fyrsta keisaradæmið í Afrfku eftir að nýlendutiman- um lauk. Jean Bedel Bokassa, fyrrum lífstíðarforseti Mið-afríska lýð- veldisins, er orðinn Salaheddin Ahmed Bokassa I. keisari Mið- afríska keisaradæmisins. Ný stjórnarskrá var samþykkt af sérstöku þingi stjórnarflokks- ins í landinu, Hreyfingar til r félagslegrar þróunar blakkrar Afriku (MESAN). Stofnun keisaradæmisins kemur í kjölfar trúskipta Bokassas, sem var kaþólikki þangað til í síðasta mánuði, er hann skírðist til múhameðstrú- ar og tók upp ný nöfn sam- kvæmt því. Bokassa hefur nýlega orðið fyrir miklum áhrifum af þjóðarleiðtoga Lýbíu, Moammar Gaddafi, sem nánast er ofstækismaður í trú- málum. Asamt keisaranum nýja gerðust flestir helztu stjórnmála- og embættismenn landsins múhameðstrúarmenn um leið. Mikið var um dýrðir þegar leiðtogar landsins höfðu ákveðið að taka upp nýja og betri trú. Gaddafi var meðal gesta og þakkaðj hann opinber- lega Allah sínum fyrir að hafa „opinberað ljósið" fyrir Bokassa. Hann notaði tæki- færið til að tilkynna, að Lýbía hefði tekið að sér að veita Mið- Afríkulýðveldinu (eins og það hét þá) umtalsverða fjárhags- aðstoð. Hefur verið látið að því liggja, að Bokassa hafi Selt kristna trú sína, enda eru aðeins 3% af 2.3 milljón íbúum í landinu múhameðstrúar. Stofnun keisaradæmisins breytir í raun ekki miklu í Mið- afríska lýðveldinu; Bokassa hefur ævinlega stjórnað þar eins og um væri að ræða hans persónulega eign. Auk þess að hafa verið Iífstíðarforseti Tiefúr hann gegnt ótrúlega mörgum ráðherraembættum. Um tfma var hann allt f senn: Land- Dunaðarráðherra, fiugmálarao- herra, ráðherra opinberra framkvæmda, viðskiptaráð- Landhelgismálið í Reykjavíkur- bréfi Moggans „Arið 1976 er vont ár“, stendur í upphafi Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins 9. jan. 1977. Ég var hættur að láta í mér heyra út af landhelgismálinu, vegna þess að mér þótti tíma- bært að slíðra sverðin út af því máli. Morgunblaðsmenn eru ekki á sama máli. Þá er að taka því og rifja upp sögu þess í samhengi, svo menn verði ekki blekktir með dylgjum eða einstaka brotum úr því stóra máli. Síðustu þættir landhelgis- málsins hefjast, þegar tekin er ákvörðun árið 1971, um út- færsluna í 50 mílur og í fram- L haldi af því útfærslan í 200 mílur. Þar á undan vorum við búnir að búa við mjög alvarlega efnahagskreppu, vegna verð- falls á markaðsvörum okkar á heimsmarkaði og hruns til tor- tímingar á sildarstofnunum. Að visu rétti heimsmarkaðurinn við aftur, en stóra spurningin var, hvað átti að koma til af nýrri verðmætasköpun í staðinn fyrir síldina? Árið 1970 vorum við búnir að búa við fyrirhyggjuleysi og þekkingar- leysi ráðamanna á skipakaup- um árin á undan. Þá var svo- kölluð skuttogaranefnd starf- andi, en einn dugmikill banka- stjóri fenginn til að koma í veg fyrir að hún gerði nokkuð af því sem henni hafði verið falið að gera. Þessar aðgerðir leiddu til hrikalegs ástands í fiskveiðimálum landsmanna. Við sátum uppi með gjör- samlega úreltan fiskveiði- flota og útlendingar voru einráðir um veiðar á nærri öllum djúpmiðum við landið og tóku um helming af öllum þeiro afla, sem veiddur var hér vié land innan við 200 mílur. Um áramótin 1969—’70 var flutt tillaga í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi um endurnýjun togara- flotans með eignaraðild starf- andi félagsmanna i Jtuga. Hvað er glæpur? Margir, og sjálfsagt flestir, kannast við þá tilfinningu, sem fylgir því að vakna að morgni, eftir að hafa aðhafst eitthvert það verk daginn áður, sem menn skammast sín fyrir, fram- ið annaðhvort í ölvimu eða þá undir áhrifum augnabliks geð- hrifa, reiði eða ótta. Maður vaknar með þá tilfinningu, að nú sé mælirinn fullur, svona geti þetta ekki gengið, og málar atburðina þeim svörtustu litum sem finnanlegir eru í hugskoti siðgæðiskenndarinnar. Eftir nokkra daga hefur þó sektartil- finningin sljóvgast svo, að það sem áður var býsna alvarlegt, er nú aðeins leið minning, og svo fer, að með tímanum fer maður jafnvel að tala og hugsa um viðkomandi atburð með bros á vör og gerir bara grín að öllu saman. Ekki kann ég neina sálfræði- lega skýringu á þessu fyrir- bæri, en geri þó ráð fyrir að þetta sé nokkurs konar öryggis- ventill frá hendi móður nátt- úru, því ef ekki væri þannig tekið á málum, væri hætt við að margur maðúrinn væri farinn að hengja hausinn illilega vegna eigin yfirsjóna, þegar á ævina tæki að líða. Þó er það svo, að sjaldnast er hægt áð ganga frain hjá þeirri staðreynd, að viðkomandi at- burðir hafa átt sér stað, og að Kjallarinn Hafsteinn Snæland þeir verknaðir, sem um var að ræða hafa verið framdir og haft sín áhrif, hafa skilið eftir sig spor, að vísu misdjúp, en eru eigi að síður orðnir hluti af lífshlaupi viðkomandi manns. En um leið og maður er kominn á það stig, að gera góð- látlegt grín að yfirsjónum sín- um, þá er einnig skapaður grundvöllur undir endurtekn- ingu sömu eða svipaðrar yfir- sjónar. Og enn hefst kapp- hlaupið um að gleyma, og enn á ný skal gert grín. Ég nefni þetta hér, vegna þess að ég hygg að flestum, sem sáu og hlýddu á þau gamanmál, sem okkur var boðið upp á á gamlárskvöld, hafi þótt sem þar •væri vægast sagt full- galgopalega farið með málefni, sem standa þjóðinni enn fyrir augum sem alvarlegur vandi, og eru þjóðfélagsmein á háu stigi. Grunur minn er sá, að ég sé ekki einn um þá skoðun, að þar sé um að ræða tilraun hins opinbera til að slæva sektar- kennd þjóðarinnar vegna þeirrar rotnunar, sem nú virðist hrjá siðgæðisvitund al- mennings og réttarkerfi lands- ins. Þeir vita það, sem okkur stjórna, að þegar farið er að gera grín að glæpnum, þá er stutt í gleymskuna. En það skulu þeir ágætu menn athuga, að þeir andlegu timburmenn, sem uppljóstranir hinna margþættu afbrotamála hafa skapað í huga almennings, eru langt frá því að vera komn- ir á það stig ennþá, að kominn sé tími til að grínast að öllu heila klabbinu. Almenningur er enn ekki búinn að átta sig, enn eru lausu endarnir of margir, og enn skortir þær upp- lýsingar og þær skýringar, sem almenningur getur sætt sig við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.