Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 12. JANÚAR 1977. herra, menntamálaráðherra, varnarmálaráðherra, iðnaðar- ráðherra, námumálaráðherra, tryggingamálaráðherra og sam- gönguráðherra. Ef Bokassa óskar eftir að hitta einhvern undirsáta sinna eða embættismanna, tilkynnir hann viðkomandi það í gegnum útvarp. Þannig sló hann tvær flugur í einu höggi: kom boðun- um til viðkomandi og losnaði við að nota frumstætt símakerfi landsins. A sama hátt og ldi Amin, forseti Uganda, er Bokassa mikið fyrir herskraut og orðufláka á brjósti sér. Hann er talinn afar tilfinninga- næmur maður, sem óhuggandi grét „pabbi, pabbi“ við útför Charles de Gaulles. 1971 sendi hann hóp diplómata til Víet- nam til að leita þar uppi stúlkubarn er hann hafði getið í framhjátöku mörgum árum áður. En Bokassa er þekktastur fyrir grimmd sína, einkum í garð þjófa og annarra afbrota- manna. Fyrir nokkrum árum fór hann sjálfur í fararbroddi hermanna sinna inn í Bangui- fangelsið til að berja fjörutíu Tillaga þessi var samþykkt á fundinum. Hans Sigurjónsson skipstjóri og undirritaður voru kosnir af fundinum til að fylgja málinu eftir við fjölmiðla og sjávarútvegsmálaráðherra, sem þá var Eggert G. Þorstei'nsson. Viðbrögð hans voru jákvæð. Til að gera langt mál stutt voru samningar að fyrstu 10 skut- togurunum þá gerðir strax um sumarið. En fyrstu skipin sem komust í notkun voru keypt nótuð frá Frakklandi seinni hluta ársins og komust þau I gagnið fyrri hluta árs 1971. Tvö þessara skipa, sem eru 330 tonn brúttó, yoru keypt til hafna á Austurlandi. Skipa- kaup þessi urðu afdrifarík fyrir landsbyggðina alla og uppbyggingu á heppilegri skipakosti en hér hafði þekkzt áður til . hráefnisöflunar fyrir fiskiðnaðinn og hefur gjörbylt atvinnuástandinu víða um land. Margir staðir, sem áður bjuggu við mjög alvarlegt árstíðabundið atvinnuleysi eru í dag í fremstu víglínu verðmæta- sköpunar útflutningsafurða. Þessi atriði eru forsaga þess, að tslendingum tókst að færa fyrst út í 50 mílur og seinna í 200. An skipakosts til að nýta land- helgina alla hefði það verið rökleysa og dæmt til að mis- takast. Þess vegna hygg ég, að fleirum en mér hafi þótt mælir- inn fullur, er sú frétt barst út, að búið væri að leysa Hauk Guðmundsson rannsóknarlög- reglumann frá störfum. Hvað var hér á seyði? Hverra erindi reka lögreglu- og dómsyfirvöld okkar, — almennings eða af- brotamanna? Fólkið í landinu hlýtur að hugsa sitt þegar þeir atburðir verða, að svo harka- lega er vegið að starfsheiðri þeirra manna, sem öðrum fremur hafa gengið fram fyrir skjöldu í uppljóstrun afbrota, sem þeir Haukur og Kristján Pétursson. Eg vil taka það fram, að ég hefi persónulega þekkt Hauk Guðmundsson um nokkurra ára skeið, og þrátt fyrir það að við höfum oftar en ekki verið á öndverðum meiði I skoðunum á ýmsu því sem okkur hefur farið á milli, þá hef ég aldrei reynt hann að öðru en fyllsta dreng- skap og hreinskilni. Þeir menn, sem ég þekki og kannast við Kristján hafa látið mjög svip- aða skoðun í ljós hvað hann áhrærir. Tvímælalaust verður að telja að Dagblaðið, með Vilmund Gylfason í broddi fylkingar, ásamt þeim Hauki og Kristjáni, séu þeir aðilar sem einna best hafa gengið fram í því að vekja þá andlegu timburmenn þjóðar- innar, sem áður er minnst á. Við skulum minnasl þess, að enn er tími íhugunarinnar ekki liðinn, — látum því grlnið bíða. Enn eiga of margir um sárt að binda af völdum þeirra mála, sem enn er ólokið og enn eru of og sex þjófa, sem þar voru. Her- mönnunum var sagt, að þjóf- arnir þyrftu ekki endilega að komast lifandi úr þeim leik. Þrír voru drepnir, hinir voru sýndir almenningi á torgi í höfuðborginni. Nú beitir Bokassa keisari öðrum ráðum gegn þjófum. Fyrir fyrsta brot missir þjófur- inn annað eyrað, hitt fyrir næsta brot, höndina fyrir það þriðja. Fyrir fjórða brot er hann drepinn. Salaheddin Ahmed Bokassa, keisari Mið-afríska keisara- dæmisins, ásamt konu sinni við krýningarathöfnina: höndin af fyrir þriðja brot. Kjallarinn Auðun Auðunsson Hik Sjálfstæðisflokksins í 50 mílunum fyrir þingkosningarn- ar 1971 olli því, að flokkurinn missti möguleika á áframhald- andi stjórnarsetu. 50 mílna út- færslan var rökrétt 1971, vegna þess að þá gátum við ekki nýtt 200 mílurnar með þeim skipa- stól, sem þá var fyrir hendi. 200 milna reglan var á móti sjálf- sögð um leið og úr því hafði verið bætt. En jafnframt urðu mörg mál óupplýst. Almenn- ingur krefst þess, að unnið sé að uppljóstrun þessara mála af fullri alvöru og að yfirmenn dómsmálakerfisins geri opin- berlega grein fyrir afstöðu sinni til starfsaðferða löggæslu- manna. Það er nefnilega svo, að enn er sú skoðun rík í okkur, að með illu skuli illt út reka, og þrátt fyrir það að orka kunni tvímælis um aðferðir við hand- töku misindismanna, þá er sú gjörð ekki til þess fallin að leysa viðkomandi undan því að standa reikningsskil gerða sinna. Fólk er búið að fá sig fullsatt af innbyrðis átökum löggæslunnar og heimtar að- gerðir út á við. Það ætlast til þess að dómsyfirvöld taki á sig rögg og sýni svo ekki verði um villst, að þau standi þann vörð um hinn almenna borgara", sem ætlast ver<Sur ti). Ég veit að ég mæli fyrir munn margra, er ég skora á dómsmálaráðherra að sjá til þess, að þeir Haukur og Kristján fái aðstöðu og aðstoð, til að koma í höfn þeim málum, sem þeir hafa átt meginþátt í að vekja. Það ætti ekki að vera neinum manni kærkomnara en Ólafi Jóhannessyni, manninum, sem talinn var hafa heiðarleika og réttlætistilfinningu sem aðalkosti, er hann skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórn- mála. Hætt er við, að flokkur ráðherrans þynnist ískyggilega um næstu kosningar ef ekki bólar á vilja frá hans hendi til að hreinsk til I kring um það þokukennda mistur, sem virðist umlykja samband ýmissa flokksmanna hans við þær erlendu rányrkjutogararnir að víkja, ef sóknarþungi erlendu fiskiskipaflotanna og hins nýja íslenzka átti ekki að ganga allt of nærri stofnunum. Þessa var ekki gætt sem skyldi. Gerðir voru allt of stórir undanþágu- samningar til handa útlending- um. Þetta sést bezt á því, að þrátt fyrir stóraukna sókn tslendinga sjálfra hefur aflinn ekkert vaxið. Þá menn sem sáu fyrir, hvert stefndi I fiskveiðimálunum leyfir Morgunblaðið sér að kalla öfgamenn. Morgunblaðið lætur að því liggja, að allir þeir, sem ekki voru sammála ríkis- stjórninni í framkvæmd land- helgismálsins, þar á meðal sjó- menn og útvegsmenn á Suður- nesjum og Hornfirðingar hafi verið glámskyggnir i öryggis- málum. Ég vona að þeir svari fyrir sig sjálfir. Stærstu sam- tök, sem mynduð hafa verið í þessu landi, Samstarfsnefndin til verndar landhelginni, en hana skipuðu þingflokkar allra stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi, Alþýðu- samband íslands, Sjómanna- samband íslands, Farmanna-og fiskimannasamband íslands, Verkamannasamband íslands, og Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál, voru mynduð til þess að vernda það sem eftir var af bólfiskistofnum við Island. Nefndin hefur unnið fram á þennan dag að því að tryggja íslendingum einum 20Ö mílna fiskveiðilögsögu, einfald- lega vegna ástands fiski- stofnanna, efnahagsástands þjóðarinnar og geysihraðrar þróunar i hafréttarmálum. Það er Morgunblaðinu til skammar, er það í dag beitir þeim blekkingum að reyna að telja þjóðinni trú um, að það hafi verið lítill hópur öfgamanna, sem hart barðist á móti samningum við útlendinga um áframhald veiða í fiskveiðilög- sögu íslendinga. Jafnframt leyfir Morgunblaóið sér að fullyrða, að þessir aðilar hafi viljað fórna varnarmálastöðu Islendinga fyrir landhelgismál. Þá er rétt að spyrja, af hverju Joseph Luns hafi komið hér tvisvar sinnum til að reyna að setja niður deilurnar og finna leiðir út úr vandanum? Málið kom NATO við, og forráða- menn NATO gerðu sér fulla grein fyrir gildi varnarstöðvar- innar i Keflavík og hvernig lífs- hagsmunamál þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti gat beint tengst varnarmálunum. íslendingar hafa Íítið við varnaröryggi að gera, þegar ekki er lengur lífvænlegt í landinu og þjóðin verður að flytja burt. Hér voru það Bretar með hernaðarofbeldis- aðgerðum sínum, sem voru að svipta bandalagið í sameiningu einum mikilvægasta hlekknum í varnarkeðju sinni, og það varð NATO að reyna að koma í veg fyrir: Það virðist vera, að Morgunblaðið skilji ekki enn í dag grunneðli þessara mála. Auðvitað var fiskveiðiað- staða Breta hér við land lítils virði borið saman við varnar- verðmæti Islands. Auðvitað lét NATO þessi mál til sín taka, en hlífði Bretum eins mikið og hægt var miðað við þann þrýsting sem ísiendingar settu í málið. t>að er nákvæmlega svona, sem hlutirnir ganga fyrir sig í samskiptum þjóða á alþjóðlegum vettvangi. Þetta skildi Samstarfsnefndin til verndar landhelginni. Mál málanna í dag er, hvernig bezt verður staðið að fiskvernd. Það vita allir ræktunarmenn, að hagkvæmast ér að slá ekki hálfsprottin tún og slátra ekki hálfvöxnum grip. Þetta á sér þó stað um flesta fiskistofna við landið. Ekki hefi ég séð að íslenzk stjórnvöld hafi gert nokkuð raunhæft í ræktunarmálum fiskistofn- anna. Afram er anað stefnu- laust í mistri og þoku að því er séð verður. Auðun Auðunsson skipstjóri. mafíur sem eru að skapast I þjóðfélaginu. En víkjum að öðru. Nú um áramótin bárust þær gleðifréttir til okkar, að togarar landsmanna kæmu nú hver um annan þveran með fullfermi af þorski til lands. Kvað svo rammt að þessu, að sumstaðar þurfti að senda fiskinn til ann- arra staða, svo hann fengist unninn óskemmdur. Kættust nú menn allverulega, og margir urðu til þess, svona í huganum, að óska sjávarútvegsráðherra til hamingju. — Sko Matta, hugsaði maður, — hann lætur ekki að sér hæða. Hver var að tala um síðasta þorskinn? Nei, það er greinilega nóg af þeim gula í sjónum enn. — En bakslagið lét ekki á sér standa. Þarna voru hetjur hafsins sem sagt að moka upp ókyn- þroska fiski, undirstöðu þess afla, sem á að verða lífsfram- færsla okkar á komandi árum. Og ekkert er enn gert til að stöðva þennan ósóma. Nema það, að landsins forni fjandi, hafísinn, virðist í þessu tilfelli ætla að taka ómakið af Matt- híasi og stöðva frekari rán- yrkju að sinni, og mætti þá kannski skíra hann upp og nefna hann bjargvættinn hvíta. Getum við í alvöru ætlast til að aðrar þjóðir taki alvarlega allt okkar hjal um verndun fiskistofna, á meðan svona vinnubrögð eru látin viðgang- ast? Ég held varla. Eg minnist þess er ég sem drengur fékk að fara nokkra veiðitúra með gamla Mai. Ein er sú minning, sem illt er að gleyma. Það er minning frá því er ég vaknaði á fögrum sumar- morgni á Halanum. Skipið hafði komið þangað um nóttina, og hafið veiðar. Með fögnuði hljóp ég upp í brú til að sjá hvernig að væri staðið. Margt var að sjá, en eitt vakti þó at- hygli mína öðru fremur. Það var sá gífurlegi urmull af karfa, sem flaut þarna út um allan sjó, svo nærri mátti segja, að sjórinn væri rauður á að líta. Þá þótti karfinn ekki fiskur, nú fæst hann ekki lengur nema í litlum mæli. Þetta var árið 1945. Sumarið 1949 eða 1950, ég man ekki vel hvort heldur, nema bæði væru, var ég aftur á móti skipverji á Jóni forseta. Þá stunduðum við aftur á móti svokallað skítfiskirí á þessum sama fiski, það er að segja, hann var veiddur til skepnufóð- urs. Allir þekkja sögu síldveið- anna hér við land. I þá daga mátti segja, að van- kunnátta og þekkingarleysi væru allt að því fullgildar af- sakanir fyrir því hvernig fór. En nú er því ekki til að dreifa lengur. Harðsnúið lið fiskifræð- 'inga, sem vel að merkja hefur unnið dágott starf við misjafn ar aðstæður, hefur varað við. En ráðamenn hundsa þessar ráðleggingar að miklu leyti. Og dansinn um gullkálfinn heldur áfram. En spurningin vaknar ósjálf- rátt: Ef þetta er ekki glæpur, hvað er þá glæpur? Að stela frá öðrum, er stundum gert í sár- ustu neyð, eða undir annarleg- um áhrifum. Það er glæpur og sjálfsagt að taka á þeim málum með festu. En að stela frá sjálfum sér og afkomendum sínum, — er það ekki glæpur? Svari hver sem vill. Og í þokka- bót er það gert af mönnum með fullu viti, og án afskipta þeirra stjórnvalda, sem um eiga að fjalla. Nei, nú er einfaldlega nóg komið. Nú skuluð þið vakna, drengir mínir, bæði Ólafur og Matthlas.þurrkaaf ykkur brosið frá því á gamlaárskvöld og hefjast handa. Minnist þess, að það er ætlast til þess af ykkur af kjósendum að standa þannig að málum, að þið skilið framtíð- inni betra þjóðfélagi, eða í öllu falli ekki verra. Þið skuluð minnast þess, að meirihluti þjóðarinnar stendur að baki þeim haukum, vilmundum og kristjánum, sem nú eru að rísa upp til andsvara því ófremdar- ástandi, sem þið virðist helst vilja halda dauðahaldi í. Við fengum ekki landhelgina til þess eins að rányrkja hana sjálfir. Og fólk leggur ekki sparifé sitt í banka, til að það sé síðan notað til útlána til handa okurkörlum, á meðan banka- kerfið skellir í lás fyrir almenn- ingi, að skipan Seðlabankans. Fólkið í landinu á heimtingu á að flett sé ofan af þeirri fjár- málaspillingu, sem augljóslega á sér stað, og meinið upprætt, og einnig að fiskimið okkar séu nýtt á skynsamlegan hátt, þannig að fullt tillit sé tekið til álits þeirra sérfræðinga er best þekkja til, þannig að við getum horft vonglöð götuna fram eftir veg. Hafsteinn Snæland.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.