Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Bannað skal að minn- um hörundsára skákmenn ast á slíkt hér Þakka vil ég sveitunga mínum og gömlum leikfélaga ágæta grein um skákeinvígi það sem nú er háð hér og fyrir að hann (Jón Sigurðsson) hafi einurð á að segja það sem segja átti og segja þurfti um bókabrennu aldarinnar og þátt ísl. skáksambandsins í þeirri athöfn. Venjulegu fólki er nefnilega óskiljanlegt hvers vegna ekki mátti minnast á það atriði á prenti er Spassky eða hans hjálparmenn komu fram með kröfur um athugun á ljósa- búnaði í Laugardalshöllinni 1972, svo og kröfu þeirra um rannsókn á stólum keppenda. Auðvitað fór sú rannsókn fram — hvað annað? — og þar fannst, að sjálfsögðu, ekkert at- „Styrkþegar ríkis og Reykjavikurborgar," segir bréfritarl. hugavert nema ein dauð fluga. Þetta er rifjað hér upp að gefnu tilefni, sem sé því, að ísl. fjölmiðlar hafa að undanförnu verið að smjatta á óstaðfestum og ótrúlegum sögum um Robert Fischer, sem virðist eiga að gjalda þess eins að falla ekki alveg nákvæmlega í fjöldann á þessari fjölmiðlaöld þar sem enginn virðist mega skera sig frá hópsálinni. En hverjir voru það annars sem báðu um hina fáránlegu rannsókn á annarlegum tækjum, er þeir áttust hér við Fischer og Spassky? — Ekki var það Bandaríkjamaðurinn. En bannað skal að minnast á slíkt hér á íslandi. Það ætla þeir styrkþegar ríkis og Reykja- víkurborgar, skáksambands- menn, að sjá um. Sigurjón Jónsson. Hvaða íþróttir stundið þér? Sigurður Pálsson málari: Ég stunda nú engar íþróttir lengur. Maður var einu sinni mikið á skíðum, skautum og í boltaleik, en það tilheyrir fortíðinni. Það væri nú ljóti auminginn sem aldrei hefði stundað neina íþrótt. Olafur Magnússon: Það er nú mest lítið nú orðið. Maður lék sér í fótbolta í gamla daga. Drukknum ekki afáfengis- og bjórþambi „Drekka menn af minni- máttarkennd?” William Tracy bilstjóri: Nú, fót- bolta auðvitað, hjá fótbolta- félaginu Frama, sem er félag Hreyfilsbílstjóra. Steinarr Benediktsson skrifar: Áfengisdrykkja okkar islendinga er til mikils vansa. Ekki eru allar ástæður ljósar fyrir drykkjunni en það er eins og vanti reisn í þjóðarsálina. Drekka menn af minnimáttar- kennd? Drekka menn af því þeir eru óagaðir? Málið er við- tækt og sé læknisfræðin ein- hvers megnug er það helzt hún sem á að hafa svarið. I æsku byrja menn að drekka af því þeir halda sig meiri menn, gangi frekar í augun á kven- fólki og svo framvegis. Hafi öðlast sjálfstraust sem þeir hafa ekki án þess. Sem sagt, menn drekka af minnimáttar- kennd. Þá skortir þrek til að biða eftir að þeir taki út þennan ákveðna þroska. Það vantar ögun í kerfið í byrjunar- samskiptum karls og konu. ..Hann er svo kaldur og fram- andi," segir æskukonan. „þegar liann er undir áhrifum áfengis að ég elska hann," og kyndir undir þvi að menn drekki. Slíkt má ekki verða hlutskipti æsku- konunnar því hún verður að gera sér grein fyrir að síðan er hún gift allt öðrum manni, vi'gna þess að áfengi kallar fram yfirgang, sem sumt kven- fólk virðist kunna að meta, en slíkir einstaklingar eru oft van- megnugir að berjast lífs-’ baráttuna á enda án áfengis. Eins og allir vita er. áfengi geysilegur bölvaldur, sem nánast eyðileggur einstaklinga og gerir þá vanhæfa til að berjast í stríðandi heimi. Og nú þykir suraura ekki nóg að verið. Nú skal enn deyfa sjálf- skaparviðleitnrna. Eg á þar við bjórinn. Eg er vissulega á móti bjór vegna þess að æskan er nýjungagjörn og mundi sækja þessa veitingastaði sem yrði engum til góðs og öllum til tjóns. Efnt var til skoðana- könnunar um það hversu menn hefðu almennan áhuga fyrir að fá bjórinn. 64% landsmanna sögðu nei við bjórnum en 36% sögðu já. Þessi úrslit sýna að til er í landinu fólk sem hefur sjálfstraust og vill að aðrir hafi það einnig. Það má kannski segja að okkur skorti öll sjálfs- traust en ég á aðeins eitt svar við því. Láttu drottin vorn Jesúm Krist búa í huga þínum. Gerðu hann að þínum andlega leiðtoga og vertu untfram allt sterkur í honum. Og vertu ávallt þess umkominn að láta æsku landsins 'erfa vit þitt. Þannig verðurðu sterkari einstaklingur. Þannig muntu sigra sjálfan þig. Þannig verðurðu færari um að elska konuna þina. Vertu vinur vina þinna. Neyttu ekki áfengis. því þannig muntu engan sigra. 28644 afdrep 28645 Fasteignasalan sem er íyöar þiónustu. Spararhvorki tíma né fyrirhöfn við að veitayðursem bezta þjónustu Höfum til sölu lóð í Garðabœ stærð 1375 ferm. Uppl. á skrifstofunni. Suðurvangur, Hf. 3ja herb. 100 ferm. íbúð á 1. hæð í blokk, þvottahús í íbúðinni. Ásvallagata 95 ferm, 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, eldhús með nýrri eldhúsinnrétt- ingu. Góð sameign. Verð 8,5 til 9 millj. Vesturberg 3ja herb. 85 ferm. íbúð á 5. hæð í háhýsi, teppi á gólfum, notaleg íbúð, mikil og góð sameign. Verð 8 til 8,5 millj. Leirubakki. 3ja herb. 90 ferm. íbúð á 1. hæð í blokk, aukaherb. í kjallara, þvottahús í íbúðinni, teppi á gólfum, falleg ibuð. Verð 8,5 til 9 millj. Furugrund 2ja herb. 75 ferm íbúð á 1. hæð i blokk, aukaherb. í kjallara. Verð 6,7 millj., útb. 4,5 til 5. Karfavogur 3ja herb. 100 ferm. íbúð í kjallara, arinn í holi, allt sér. Breiðós Garðabœ 5 herb. 130 ferm. efri hæð í tvíbýlishúsi, bílskúr, allt sér. Verð 13 millj. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. 100 ferm. íbúð á 1. hæð í blokk, mjög falleg og snyrtileg íbúð. Verð 11 millj. útb. 8 millj. Hóagerði endaraðhús sem var að koma í sölu, stærð 2x87 ferm, 4 herb. 2 samliggjandi stofur. Innri-Njarðvík, Njarðvíkurbraut einbýlishús, 158 ferm á 800 ferm eignarlóð, húsið er ekki alveg fullklárað, bil- skúrsréttur. Verð 14 millj. Hella, Rangórvöllum Drafnarsandur fokhelt einbýlishús, stærð 135 ferm. Verð 3 til 3,5 millj. Hveragerði, Kambabraun einbýlishús, 150 ferm, ásamt 50 ferm bílskúr, 3 herb., 2 stofur. Verð 12,5 millj. Guðbjartur Guðmundsson leigu- bílstjóri: Skák og ekkert nema skák. Maður boxaði og sparkaði bolta í gamla daga en nú á skáktn betur við mann. Gyða Atladóttir: Eg stunda engar íþróttir og hef aldrei gert. Ég hef ekki nokkurn áhuga á slíku. ____. JÍ0V Arni Grétar Árnason: Það er helzt sund. Eg fer einstaka sinn- um í laugarnar. Okkur vantar alla tegundir eigna á skra' Opið frá kl. 1—5 ídag clfdrCp f asteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Fmnur Karlsson heimasími 434 70 Valgarður Sigurdsson logfr

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.