Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Erlendar fréttir Ferðalag Castró um suðurhluta Afríku: REUTER Fellur brezka stjómin í dag? Minnihlutastjórn brezka verkamannaflokksins reynir nú allt hvað af tekur að ná samkomulagi við frjálslynda flokkinn til þess að koma í veg fyrir tap við atkvæðagreiðslu um vantraust á stjórninni sem fram á að fara í neðri deild þingsins i dag. Taliö er að flokkarnir tveir nái einhvers konar samkomu- lagi en ef vantrauststillagan veröur samþykkt verður efnt til nýrra kosninga. Talið er ljóst að íhaldsmenn myndu bera sigur úr býtum í þeim kosningum. Kemur til Angóla í dag Forseti Kúbu, Fidel Castró, heldur frá Mozambique í dag á ferð sinni um suðurhluta Afríku. Samkvæmt tilkynningu út- varpsins í Luanda í Angóla, mun Castró koma þangað í dag og sagði í tilkynningunni að heimsóknar hans væri beðið með „mikilli eftirvæntingu". Nokkur þúsund hermenn frá Kúbu aðstoðuðu frelsishreyfingu MPLA við að komast til valda í iandinu i borgarastyrjöldinni gegn hreyfingunum sem studdar voru af vestrænum ríkjum. Búizt er við því að Castró heim- sæki ennfremur Zambíu, þar sem ráðamenn höfðu undirbúið komu hans er hann fór frá Tanzaníu fyrr í vikunni. Mozambique, Angóla, Zambía og Tanzanía, ásamt Botswana, eru hin svonefndu „framvarðarríki" þeirra Afríkuríkja er berjast gegn stjórn hvíta minnihlutans í Ródesíu. Castró sagði við innlenda fréttamenn í Tanzaníu fyrr um daginn að Kúbumenn myndu ekki senda hersveitir sínar inn í ríki Suður-Afríku til baráttu við stjórnir hvítra manna „Sjálfstæðið kemur aldrei utan frá,“ sagði hann. „Þjóðir þær sem um er að ræða verða að berjast fyrir sínu eigin sjálfstæði." Ekki hefur verið gefið upp hvað þeim Castró og Samora Machel fór á milli en Castró sagði i ræðu f gær á útifundi, að hann vildi auka mjög tengsl Kúbu- manna og Mozambique. Blökkumenn í suðurhluta Afríku fagna Castro. Verkföll í ísrael Allar framkvæmdir í þrem stærstu hafnarborgum ísraels eru nú lamaðar eftir verkfall hafnarverkamanna, sem hófst í gær.Vilja þeir leggja áherzlu á auknar kaupkröfur. Athafnalíf og útskipun í borgunum Haifa, Ashood og Eilat er lamað nú, mitt í citrus- viðaruppskerunni, og liggja í allt 58 skip í þessum höfnum sem annaðhvort bíða lestunar eða losunar. Verkamannadómstóll mun reyna að miðla málum milli verkamannanna og yfirvalda. Ytzhak Rabin forsætis- ráðherra átti fund með atvinnu- og samgöngumálaráðherra landsins í gærkvöldi og svo virðist sem hann muni ekki gefa eftir í deilunni við hafnar- verkamenn. Bæði verkamenn á bryggjun- um og skrifstofumenn við hafn- arskrifstofurnar samþykktu nýja samninga fyrir aðeins fimm vikum, en hafa nú krafizt þess að fá að breyta þeim' Segja sérfræðingar að slíkt gæti aðeins haft í för með sér auknar launakröfur frá öðrum starfsstéttum, sem gæti haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Er talið að Rabin muni not- færa sér heimild í lögum að fyrirskipa mönnum að vinna á ný í krafti þess að citrusviðar- uppskerunni verði að bjargæ. Rabin hyggst nú láta hart mæta hörðu. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUCUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf íhugun veröur haldinn aö Ilverfisgötu 18 (beint á móti Þjóðleikhúsinu) í kvöld kl. 20.30. 1 fyrirlestrinum verður fjallað um áhrif tækninnar á þróun andlegs atgervis og heilsufars og hvernig einstaklingurinn getur þroskað alla hæfileika sína tii fulls. Sýndar verða vísindalegar rannsóknir þar að lútandi. ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANGUR íslenzka íhugunarfélagið. Hljóðfæraverzlunin HORNIÐ Hafnarstræti 22 Sími20488 auglýsir: Höfum tilsölu: Söngkerfi — hljómborð — gítarmagnara — gítara — bassa og trommusett. ■ Tökum hljóðf æri og hljómtæki í umboðssölu — lægstu umboðslaun, aðeins 8%. ■ Það borgar sig að verzla þar sem kjörin eru bezt. Hljóófæraverzlunin HORNIÐ Hafnarstræti 22 Sími20488 Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar: 1. Staða forstöðumanns tœknideildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og verkfræði- menntun. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. 2. Staða forstöðumanns fjórmáladeildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða samsvarandi. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. 3. Staða forstöðumanns rekstrardeildar Mikil áherzla er lögð á, að umsækjendur hafi starfs- reynslu í rekstri raforkuvirkja og raforkukerfa. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. Umsóknarfrestur er til 14. apríl 1977. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir rafmagnsveitustjóri rtkisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.