Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Iran: Rúmlega 60 manns láta Iffíð í iarðskiálfta Hundruð erlendra ferðamanna eru á svæðinu Björgunarsveitir eru nú að störfum í þorpum umhverfis hafnarborgina Bandar Abbas í suðurhluta trans, eftir jarðskjálftann sem þar varð. Talið er að um 60 manns hafi látið lífið og búizt er við því að sú tala geti farið hækkandi er öll kurl koma til grafar. í opinberri tilkynningu sagði að sennilega hefði enginn hinna 20 þúsund erlendra ferðamanna, sem eyða fríum sinum í Bandar Abbad, slasazt. Jarðskjálftinn, sem varð snemma í gærdag og mældist rúm sjö stig á Richterkvarða, olli hvað mestum skemmdum í þorpunum Khorjou og Quale qazi, rétt fyrir utan borgina. I borginni sjálfri flýðu hundruð hótelgesta herbergi sín út á götu er sprungur tðku að myndast í veggjunum. Reuter-fréttastofan náði sam- bandi við einn hótelstarfsmann í borginni. ,,Þú hefðir eiginlega þurft að vera hér viðstaddur til þess að trúa þessu öllu saman. Gestirnir ruddust út úr hótelinu, flestir fáklæddir, höfðu bara þotið upp úr rúminu og fundið stigana í myrkrinu." Sagði hann að ljós hefðu öll farið af og lyftur setið fastar er jarðskjálftinn skók hótelið. „Það var hræðilegt að sjá fólkið í hnipri á götum úti skelfingu lostið," sagði hann ennfremur, Allir gestirnir væru nú á förum frá borginni — allir vildu hverfa aftur til Teheran, enda þótt sumir þeirra hefðu meira að segja greitt allt að þrjá mánuði fyrir- fram fyrir herbergi sín en þarna eru vinsælar baðstrend- ur og dvelst fólk gjarna lang- dvölum. Tjöld og lyf hafa verið send frá höfuðborginni til Badar Abbas og hermenn og lög- reglumenn vinna nú með björgunarsveitunum. Flestir þeirra er eitthvað hafa slasazt hafa verið fluttir frá svæðinu á nærliggjandi sjúkrahús. Iran er á jarðskjálftabelti sem nær frá ölpunum til Hima- lajuafjallanna og oftsinnis hafa orðið jarðskjálftar í Bandar Abbas. Hefur flugfélag landsins, Iran Air, nú hafið aukaflug til borgarinnar til þess að flytja erlenda ferðamenn í burtu. Iranskeisari er sjálfur í fríi á eyjunni Kish úti á Persaflóa, en ekki var vitað hvort hann muni snúa til stjórnarstarfa vegna þessara atburða. Róm: Tveir lögreglumenn skotnir til bana Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana og sá þriðji særður alvarlega er tveir félag- ar öfgasinnaðra skæruliða hófu skothríð í Rómaborg í gær. Annar lögreglumaðurinn var skotinn einum sex eða sjö skotum í höfuðið, er hann bar kennsl á konu úr skæruliðasam- tökunum í strætisvagni. Félagi hennar skaut að lögreglu- manninum. Annar lögreglumaður sem kom aðvífandi hlaut einnig skotsár en fólkið náði að flýja að járnbrautarstöð þar sem umferðarlögreglumaður var skotinn til bana skömmu síðar. Ekki hefur tekizt að hafa hendur í hári skæruliðanna. 0 Rómverskir stúdentar voru í vígamóð í gær og nótt. Öfga- sinnar úr röðum þeirra myrtu tvo lögregluþjóna. Ródesía: Auka Sovétmenn framlag sitttil skæruliða? Forseti Sovétríkjanna, Nikolai Podgorny, mun eiga viðræður við forsta Tanzaníu, Julius Nyerere, einn áhrifa- mesta leiðtoga svartra manna í þessum heimshluta í dag, en forsetinn er fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna sem heimsækir suðurhluta Afriku. Mun hann síðar halda til Zambíu og Mozambique en í þessum ríkjum er almenn ánægja með framlag Sovét- manna til frelsisbaráttu svartra manna gegn ríkisstjórnum hvitra manna. Er jafnvel talið að Sovét- menn hafi í hyggju að auka framlag sitt af vopnum til skæruliðahreyfingar Ródesíu. Holland: Stjórnin fallin —kosninga- baráttan hafin afhörku Hörð kosningabarátta er hafin í Hollandi eftir að stjórn Joop den Uyl’s forsætis- ráðherra varð að segja af sér aðeins tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaðar kosningar. Fimm flokkar sem áttu aðild að stjórninni gátu ekki komið sér saman um tillögur um jarðabætur. Sagði forsætisráðherrann, að fjórir kaþólskir og tveir ráðherrar mótmælenda hefðu fremur kosið að segja sig úr stjórninni en að samþykkja endanlegt uppkast að lögunum og því hefði verið gripið til þess ráðs að efna til kosninga nú þegar. SELJUM: Saab Cope árg. 1974, selst á góðum kjörum t.d. skulda- bréfi. Range Rover árg. ’73, gott verð gegn staðgreiðslu. Passat árg. 1974 2ja dyra. Peugeot 504 GL árg. 1974, lítið ekinn einkabíll. Gaz jeppi árg. ’68 , dísilbíll í algjörum sérflokki. Willys Wagoneer árg. 1976. IVIazda 929 árg. 1974, 4ra dyra> VW Piek up '73 með 6 m. húsi Taunus 17 IVl '71, fallegur bíll. VANTAR: Mercedes Benz 1513 árg. 1971-1973 með túrbinu. Síaukin sala sannar öryggi þjónustunnar GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Reykjavik Símar 19032 & 20070

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.