Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. 9 Sérkröfur verzlunar- manna „kosta lítið” Jöfn aðild að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Sérkröfur verzlunarmanna i þessum samningum kosta ekki mikinn pening segja þeir. Stefanan hjá forystumönnum verzlunarmanna er að l'eggja áherzlu á aðalkröfur, kaup- hækkanir. Þeir tala um að standa ekki upp frá samningaborði í þetta sinn án þess að fá jafna aðild að stjðrn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna. Þar eru hlutföllin nú 3:2 atvinnurekendum í vil. Verzlunarmenn töldu sig hafa fengið fram jafna aðild í síðustu samningum en svo hefur ekki orðið. Ganga bensínafgreiðslumenn í verzlunarmannafélögin? Þau semja nú fyrir bensínaf- greiðslumenn á Akureyri og rætt hefur verið um að ein- kennilegt sé að þessir af- greiðslumenn í Reykjavík séu ekki í verzlunarmannafélaginu. Þeir verða þó að afgreiða sífellt fjölbreytilegri söluvörur. Lokað á faugardögum í 11 mánuði? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vill að verzlunum verði lokað á laugardögum í ell- efu mánuði ársins. Þá vilja verzlunarmenn að dagvinna verði bundin við tím- ann frá 9 til 18 mánudaga til föstudaga. Kaffitími skrif- stofufólks er nú bundinn við tímann eftir hádegi og er krafa um að hann verði færanlegur, honum verði jafnvel skipt í tvennt. Þá er krafa um að atvinnu- rekendur greiði kostnað við læknisvottorð. Krafizt er sam- ræmingar fæðingarstyrks, þannig að verzlunarmenn fái það sama og sum önnur félög hafa fengið. Verzlunarmenn itreka kröfur um endurskoðun flokka- skipunar. Þá er krafizt sam- ræmingar milli verkalýðsfélaga á kauptöxtum starfsheita sem eru sameiginleg. Til dæmis ættu sendibílstjórar eða lager- menn að vera á sömu kjörum, í hvaða verkalýðsfélagi sem þeir eru. Ennfremur vilja verzlunar- menn lagfæringar og samræm- ingu á ákvæðum um vakta- vinnu, vinnutíma við vakta- vinnu og álag vegna hennar. Verzlunarmenn úti á landi telja að svonefndir söluturna- samningar hafi verið mis- notaðir í sumum tilvikum. Kaupmenn hafi notað þá til að halda opnum búðum öðrum en söluturnum á slikum söluturna- kjörum. -HH ATHUGULIR FUNDU HJÓLIN Þeir bræðurnir Viggó og Tjörvi Dýrfjörð og kunningi þeirra Sigurður Ágústsson fundu hjólin. DB-mynd Sv. Þorm. —sem stolið var ,,Ég var að hjálpa kunningja mínurn við að rukka þegar við sáum tvö hjól liggja niðri hjá Hellu og steinsteypunni. Okkur fannst svo sem ekkert skrýtið við það en þegar ég kom heim fór ég að lesa Dagblaðið. Sá ég þá frétt- ina um litlu stelpurnar sem hjól- unum hafi verið stolið frá. Þá fórum við aftur að athuga málið og sáum að hjólin áttu alveg við lýsinguna á þeim sem var stolið.“ Þetta sagði ungur 11 ára herra- maður, Viggó Dýrfjörð. Hann og kunningi hans, Sigurður Ágústs- son, og bróðir Viggós, Tjörvi, urðu til þess að 7 ára telpur, sem við sögðum frá í Dagblaðinu fyrir nokkru að hefðu tapað hjólunum sínum, fengu þau aftur. Urðu þær heldur betur ánægðar eins og nærri má geta. Vitanlega fengu svo strákarnir fundarlaun fyrir en mamma Viggós og Tjörva var fljót að hringja í foreldra telpnanna og segja þeim frá hjólunum. EVI Leggst orlof húsmæðra niður? Ráðstefna um orlof hús- mæðra var haldin að Hótel Esju um sl. helgi. Þar voru mættir um 80 þátttakendur hvaðanæfa af landinu. Aðalumræðurnar á ráðstefn- unni snerust um breytingar þær sent gerðar voru á lögum um orlof húsmæðra í desember 1975. Þá var fellt niður framlag ríkisins til orlofs húsmæðra og sveitarfélögunum ætlað að fjár- magna þessa starfsemi. Á ráðstefnunni var gerð sam- þykkt þess efnis að harmað væri að framlag ríkisins hefði verið fellt niður. Litið er á þessa lagabreytingu sem, óheillaspor og ef ekki verður snúið við hið bráðasta muni starfsemi orlofsins leggjast niður. Orlofið er viðurkenning fyrir störf í þágu þjóðarheildar- innar, segir í samþykktinni. Ríkið ætti því að vera rétti greiðandinn. Þetta leggur ráð- stefnan mikla áherzlu á. Ráðstefnan vill benda á að orlof húsmæðra er því Leðli sínu alls ekki sveitarstjórnar- málefni. Framkvæmdir eru því hvergi í höndum sveitarstjórna og hafa aldrei verið. Skorað er á Alþingi og ríkis- stjórn að láta endurskoða lögin um orlof húsmæðra hið allra fyrsta. -KP Tombóla til styrktar fötluðum „Það er búið að tala svo mikið um Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í blöðun- um, þess vegna datt okkur í hug að halda tombólu og gefa fötl- uðum ágóðann," sögðu fjórar m.vndarstelpur úr Breiðholtinu. Þær sögðu okkur að miðinn hefði kostað 50 kr. og allt selzt upp. Þarna var margt góðra muna svo að tombólugestir græddu allir. Hlutina, svo sem kerti. sápur, perur og föt, höfðu þær fengið gefins hjá hinu og öðru fólki. „Allir tóku okkur vel þegar þeir heyrðu til hvers ætti að verja peningunum.“ Og lamaðir og fatlaðir eru orðnir 8.500 kr. ríkari. EVI Þetta eru stelpurnar úr Breiðholtinu sem héldu tombóluna heima í kjallara hjá sér að Völvufelli 48. Sigrún Bára Eggertsdóttir, Guðriður Anna Jóhannesdóitir, Margrét Magnúsdóttir og Lína Þyrí Jóhannesdóttir. DB-mynd llörður. Nýjasta tölva með hornaföll- um frá CASIO Fljótandi kristall í stafa- borði, notar aðeins 1 raf- hlöðu. Þykkt 14 mm. Lengd 128 mm. Breidd 67 mm. Þyngd 93 g. Smellur í brjóst- vasann. Verð kr. 12.900. CASI0 umboðið STÁLTÆKI Vesturveri. S. 27510. Samkeppni um einþátt- ung fyrir Ustahátid — Dómnefnd ákveöur verðlaun og fyrirkomulag Framkvæmdastjórn Lista- hátiðar í Reykjavík 1978 hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð einþáttunga. Er stefnt að uppfærslu verðlaunaverka á Listahátíð 1978 og sýningu þeirra á því leikári sem í kjöl- farið fylgir. Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð en henni er ætlað að ákvarða fyrirkomulag keppn- innar og auglýsa hana í fjöl- miðlum i byrjun apríl. Á sama tjma verður tilkynnt um upp- hæð verðlauna, yrkisefni og skilafrest. Dómnefndina skipa: Davíð Oddsson form. framkvæmda- stjórnar Listahátíðar, Erik Sönderholm forstjóri Norræna hússins, Bríet Héðinsdóttir leikari og leikstjóri, Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri og Sigríður Hagalín leikari og leik- stjóri. -ASt. Dráttarbif reið til sölu Dráttarbifreið til sölu, Mercedes Benz Lapk 2632 árgerð 1973, ekin 160 þús. km, nýupptekin vél 320 hestöfl, drif á öllum hjólum, læst þrískipt drif. Bif- reiðin er öll í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 81550. BREI0H0LT HF. Spil Muggs komin aftur Verð kr. 975.- og 1950.- (tvenn í kassa) Sendum í póstkröfu Burðargjald kr. 320,- Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 a S.: 21170.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.