Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 23. MARZ 1977. þá ekki sakaðir um að hafa skipt Pðllandi með Hitler árið 1939? Og þar að auki bendir hann á það skammarlega atriði, að Sovétmenn fengu einir að leggja fram sannanir um það, að Þjððverjar hefðu myrt fimmtán þúsund pðlska liðsfor- ingja í Katyn vorið 1940, nokkuð, sem nú þykir sannað af flestum sagnfræðingum, að Sovétmenn hafi sjálfir framið. Maser birtir meira að segja bréf undirritað af Franklin Roosevelt 28. marz 1945, þar sem bannað er að birta upplýs- ingar um aðild Sovétmanna að morðunum. Þá gagnrýnir Maser ennfremur grundvallaraðferðir réttarhaldanna, en um leið mjög umdeildar. Það er, að í stað ríkisstjórna, sem lögðu grundvöllinn að stefnu þjóðar- innar, voru hermenn, sem hlýddu skipunum, sóttir til saka sem einstaklingar. Bendir hann á, að skömmu fyrir réttarhöldin var ákvæðum þar af lútandi breytt í herlög- um Bandaríkjamanna og Breta, en síðan breytt á ný eftir réttar- höldin til þess að firra alla her- menn ábyrgð gerða sinna, hafi þeir hlýtt skipunum yfirboðara sinna. Þá segir hann, að tak- mark réttarhaldanna, bann við valdbeitingu hvers konar, hafi ekki náð fram að ganga og nefnir þar til fjöldamörg dæmi, sem við þekkjum öll. En þrátt fyrir allt segir hann Núrnberg réttarhöldin hafa haft „grundvallarbreytingu" í för með sér. Hann segir: „Þrátt fyrir alla gallana, voru réttar- höldin réttlát og nauðsynleg. Þar varð til sagnfræðilegt sið- ferði, sem ekki má vanmeta.“ En í stað dómstóls þeirra sem aðild eiga að átökunum vill Maser, að settur verði á lagg- irnar „alþjóðlegur hlutlaus dómstóll, sem fer að alþjóðalög- æskilegt er, að einhverjum öðrum aðferðum sé hægt að beita. í 7. gr. áfengislaganna er með öllu bannað að brugga áfengi á íslandi. Nú fást í mat- vöruverslunum efni og tæki, sem ætluð eru til framleiðslu áfengis í heimahúsum. Sala þessara efna er nú orðin svo mikil, að komnar eru á markað- inn dósir með prentuðum leið- beiningum á íslensku. Sala þessara vara er lögleg, vegna þess að unnt er að framleiða úr efnunum drykki, sem standast íslenskar lagakröfur. Fylgja efnunum leiðbeiningar um, hvernig forðast skuli, að áfengisinnihald verði of mikið. En allir vita, að meginþorri þeirra, sem þessar vörur nota, fer ekki eftir íslensku leið- beiningunum og brýtur því áfengislögin Viðurlög gegn slíkum brotum er að finna í 16. gr. og 36. gr. laganna og eru sektir og sölubann (16. gr.). Samkvæmt 16. gr. er óheimilt að seija þeim manni áfengi, sem gerst hefur sekur um óleyfilega bruggun áfengis, að því er virðist ævilangt. Svartir listar yfir slíka menn eiga að vera á öllum útsölustöðum áfengis og á vínveitingastöðum. Barþjónninn á víst að athuga listann áður en hann afgreiðir viðskiptavininn. Skyldu slíkir listar vera til? Ef framfylgja á þessum laga- ákvæðum virðist liggja beinast við að setja lögregluvakt við alla þá staði, þar sem framan- greind öi- og víngerðarefni og -tæki eru seld. Hver kaupandi liggur undir rökstuddum grun um brugg. Því liggur beinast við, að lögreglan afli sér húsleitarheimildar hjá hverj- um kaupanda, síðan verði gerð þar húsleit og með málið svo farið að lögum. Trúað gæti ég að fjölga þyrfti löggæslumönn- um og dómurum, og langur yrði svarti listinn og skemmtilegur aflestrar. Reyndar lýsti al- þingismaður einn nýlega þeirri skoðun í sjónvarpi að slík heimabruggun væri í eðli sínu ekki alvarlegt brot. Vel má það rétt vera, en samkvæmt giid- andi áfengislögum er hún al- varlegt brot og vill þá þessi alþingismaöur greinilega ekki Hluti sakborninga við réttarhöldin árið 1945. Neðri röð: Göring. Hess. von Ribbentrop, Keitel marskáikur. Efri röð: Dönitz aðmfráll, Raeder, von Shirach, Saukel og Jodi. um. Eg veit ekki hvort þetta er hægt, en ég vona það.“ Hugmyndir og aðferð Masers hafa vakið mikla athygli í Þýzkalandi og nú þegar hafa um 60 þúsund eintök selzt af bókinni. Hins vegar líkar ekki öilum niðurstaða hans og ný- nazistar hafa m.a. sent honum morðhótanir. Er fjölskyldu hans því stöðugt gætt af lög- reglunni. En eins og Maser segir sjálfur: „Það sfðasta sem ég vil, er að hægri mennirnir segi: „Hann er okkar maður“.“ taka lögin alltof alvarlega. Þetta er vitaskuld forkastanleg- ur hugsunarháttur hjá einum þeirra, sem ábyrgð bera á íslenskri löggjöf. Svo virðist sem láta eigi lögin liggja dauð og ómerk, sem ekki er til þess fallið að auka virðingu al- mennings fyrir áfengislögun- um, né íslenskri löggjöf yfir- leitt. Betra er þá að breyta lögunum, þannig að þau verði framkvæmanleg. Enn eitt athygli vert ákvæði áfengislaganna ætla ég að gera að umræðuefni. Það er að finna i 10 gr., en þar er bannað að setja upp útsölustaði áfengis nema i kaupstöðum og einnig að heimila vínveitingar utan kaupstaða, nema á tímabilinu frá 1. júní til 30. september. Getur verið að ástæða þessa banns sé sú, að íbúar Seyðis- fjarðar, Ólafsfjarðar og Dal- víkur séu taldir þroskaðri og því hæfari til umgengni við á- fengi en íbúar Selfoss og Borg- arness? Breyttist andlegt þroskastig Garðhreppinga þeg- ar þeir urðu Garðbæingar? Margt er fleira skrýtið í áfengislögunum.' Þau eru raunar eitt samansafn boða og banna og furðulega nákvæmra reglná, svo ekki sé minnst á öll viðurlögin. En samt er ómögulegt að koma auga á, að þau hafi á nokkurn hátt stuðlað að aukinni drykkjumenningu á íslandi né dregið úr ofdrykkju. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að áfengislögin hafi ekki reynst vel og því sé ástæða til að breyta þeim. Það er skaðlegt að setja lög, sem ekki er farið eftir nema að litlu leyti, laga- setning á að samrýmast sam- visku hins almenna og yfirleitt löghlýðna borgara. Við upphaf þjóðveldis á íslandi var sagt: „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.“ Réttlát og skynsamleg áfengislöggjöf, sem er í samræmi við siðferðis- vitund þjóðarinnar, er uppbyggileg. Gildandi lög eru ólög og hafa niðurrifsáhrif. Baráttan við áfengisbölið Þessi l>arátta hefur nú staðið' lengi, alla þessa öld og eitthvað betur. Flest hefur verið reynt. Kjallarinn Bjarni Einarsson jafnvel algjört áfengisbann. Þeir, sem mest áhrif hafa haft á aðgerðir gegn áfengisbölinu, og þ.á m. á lagasetningu um áfengismál, eru templarar og aðrir bindindismenn, menn sem ekki fjalla um þetta viðkvæma vandamál af skilningi og jákvæðum úrbóta- vilja heldur af ofstæki og þrjósku. Kenningin er einföld. Það á að gera mönnum eins erfitt fyrir og mögulegt er að komast yfir áfengi, setja sem þrengstar reglur um meðferð þessa og selja það rándýrt. Ég tek helst undir hvað varðar síðastnefnda atriðið, en verðinu eru samt ákveðin takmörk sett, sem ekki skal tíundað hér. Við, sem munum böilin I Vetrar- garðinum og Breiðfirðingabúð á sjötta áratugnum ættum að geta gert okkur grein fyrir hve haldlitlar ósanngjarnar reglur eru. Ekki skorti þar ráðstafanir til að koma í veg fyrir flutning áfengis inn í húsin, en alltaf fundu menn aðferðir til að plata verðina og hvergi var meira drukkið. Lögfræðingur nokkur, sem talaði nýlega um daginn og veginn, sagðist hafa brugðið sér til Kanada og rætt við sérfræðinga þarlenda um áfengismál. Reyndust sér- fræðingarnir hinum íslensku sérfræðingum, sem staðið hafa að stjórn áfengismála, sammála um aðferðir. Nú er Kanada ekki frjálslegasta land i heimi, hvað snertir meðferð áfengis, þó frjálslegra sé en ísland. Þætti mér því eðlilegt að hinir kanadísku sérfræðingar kæmu hingað og kynntu sér til hvers það ástand leiðir, sem þeir vilja taka upp hjá sér. Væri þá athygli vert að gera athuganir á hinum samstæðu hópum, kanadískum Vestur- Islendingum og okkur. Ég tók í fyrra þátt í miklum útihátíða- höldum í Kanada með Vestur- íslendingum. Oft hef ég verið þátttakandi í slíkum hátíða- höldum hér heima og haft raun af miklum drykkjuskap al- mennings. Því var notalegt að í Gimli sáust hvergi ölvaðir menn á ferli þessa hátiðardaga, og var þó enginn skortur á áfengum bjór eða öðru áfengi. Áfengisvandamálið er ekki eins einfalt og templarar og fleiri vilja láta menn halda. Þetta er fyrst og fremst félags- legt vandamál sem nauðsynlegt er að rannsaka sem slíkt af þar til færum mönnum. Það er at- hyglisvert að drykkjuskapur virðist aukast með vaxandi stressi lífsgæðakapphlaupsins. Sérstakt samhengi finnst mér vera með tímaleysi foreldra vegna vinnuþrælkunar og drykkjuskap unglinga. Getur ekki verið að haldbesta aðgerðin gegn áfengisbölinu sé virkilegt átak í félagsmálum unglinga og þjóðfélagsþróun, sem tryggi endurreisn heimil- anna og afnám vinnuþræl- dómsins? Fyrst er að spyrja, svo rannsaka og síðan á að hefja aðgerðir. Bjór eða ekki bjór Hvort áfengur bjór er fram- leiddur og seldur á íslandi skiptir ekki höfuðmáli, enda eiga flestir nú auðvelt með að búa hann til sjálfir. Eg get þó ekki fundið rökrænt samhengi í því að banna hann sérstaklega, að því tilskildu að farið sé með hann og hann verðlagður sem annað áfengi. Grundvallarat- riði er að fullt samræmi sé í framboði og verðlagningu áfengis, hverrar tegundar sem er. Sé einhver tegund þess aðgengilegri ogódýrarien aðrar, leiðir það til ofnotkunar henn- ar miðað við aðrar tegundir, sbr. sænska milliölið, sem var ódýrt og selt i matvöruverslun- um og nægilega sterkt til þess að unglingar gátu orðið drukknir af því. Bent hefur verið á, að drykkjusjúklingar í Belgíu drekki aðallega bjór. Þetta er auðskilið, því þar í landi er bjór mjög ódýr og hvar- vetna fáanlegur. Hér á landi drekka margir slíkir menn brennsluspritt. Ætti þá ekki að banna það? Eg ætla að Ijúka þessu máli mínu með lýsingu á hvernig setja mætti bjór á markað á íslandi þannig að framboð hans sé í samræmi við annað áfengis- framboð. Ég er þeirrar skoðunar að ef þetta væri gert svona séu fyrst og fremst líkur á að bjórinn kæmi í stað annars áfengis og hefði þá áhrif til að draga úr drykkjuskap. Við er- um margir sem lítum framhjá sterkum drykkjum ef við höf- um aðgang að léttum og ljúf- fengum drykkjum. Tillögurnar eru sem hér segir: 1. Leyfð verði bruggun, inn- flutningur og sala öls af hvaða áfengisinnihaldi sem er en það selt í ATVR, einungis í heilum kössum og í vínveitingahúsum. 2. Ölið verði skattlagt þannig að hver ml vínanda kosti það sama og í ákveðnum viðmiðunarteg- undum sterkra drykkja. Þetta tryggir samræmi í verðlagi. Dæmi: Brennivín (40% alkóhól) kostar 2.900 krónur 750 ml flaska. Hún inniheldur 300 ml hreins vínanda og kost- ar hver ml þá tæpar 10 krónur. í 350 ml flösku af bjór sem er 5% af styrkleika, eru 17,5 ml af vínanda og ætti flaskan þá að kosta 175 krónur. Taka mætti viðmiðun af dýrari drykkjum, sem kosta t.d. 4.400 krónur flaskan, og myndi slíkur bjór þá kosta um 260 krónur flaskan. Vil ég nú biðja menn um að hugleiða þessar tillögur, sér- staklega hópinn, sem treystir sjálfum sér til að umgangast bjór en ekki öðrum. Rjarni Einarsson framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.