Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. 16 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ísland í Evrópu- mót í körff ubolta —sem háð verður á Englandi íapríl. Leikur þar við Austurríki, Portúgal og England. íslenzka landsliðið valið eftir pressuleik nk. mánudag Mikil forföll og afboðanir hafa orðið í landsliði islans í körfu- knattleik en ísiand tekur þátt í undankeppni Evrópukeppni landsliða, fyrst í apríl — er þar í riðli með Austurríki, Portúgal og Eng- landi. Þó mun íslenzka landsliðinu bætast verulegur liðsauki þar sem risinn ungi— Pétur Guðmundsson mun fara með iiðinu til Englands. Landsliðsnefnd KKt hefur valið 10 leikmenn sem leika munu pressuleik mánudaginn 28. marz í Laugardals- höll — 10 leikmenn hafa orðið fyrir valinu. Þeir eru: Ríkharður Hrafnkelsson, Val Kristinn Jörundsson, IR, fyrirliði. Kári Marísson, UMFN Jón Sigurðsson, Ármanni Pétur Guðmundsson, sem kemur frá Bandaríkjunum. Bjarni Gunnar Sveinsson, ÍS Bjarni Jóhannesson, KR Torfi Magnússon, Val Gunnar Þorvarðarson, UMFN FAÐIR HEIMSMET- HAFANS ÍSLENZKUR Hver er Lóa Ölafsson, sem setti nýtt heimsmet í 10 km hlaupi á laugardag? Skýrt var frá meti Lóu í Dagblaðinu á mánudag og síðan hafa borizt margar fyrirspurnir til blaðs- ins um þessa ungu stúlku, sem er 19 ára. Faðir hennar, Halldór Ólafsson, fæddur í vesturbænum i Reykjavík og góður hlaupari hér áður fyrr, flutt- ist til Danmerkur fyrir 40 árum. Er nú 62 ára og var bakari að iðn, en hættur því starfi. Tvíkvæntur — átti son í fyrra hjðnabandi, en þrjú börn með síðari konu sinni, Anitu, son og dæturnar Sigurlaugu og Lóu. Synir Halldórs eru búsettir í Texas, en dæt- urnar í Höfn. Sigurlaug var judó- meistari Danmerkur og er gift Sigur- jóni Kristjánssyni, kunnum judó- manni, sem er nemi í húsasmíði í Kaupmannahöfn. Ólafur, bróðir Halldórs, er einnig búsettur í Kaupmannahöfn og starfar sem bakari. Tvær systur þeirra hér heima — og önnur þeirra Sigurlaug Ólafsdóttir er móðir hinna kunnu Hólm-bræðra. Þeir eru sjö — og Sigurlaug er heiðursfélagi í ÍR og fékk úr frá félaginu í þakklætisskyni. Björgvin Hólm var í mörg ár einn kunnasti frjálsíþróttamaður landsins og Islandsmethafi —og bræður hans Helgi og Karl eru einnig mjög kunnir íþróttamenn eins og hinir flestir. Lóa Ölafsson hefur verið i fremstu röð í Danmörku í mörg ár, þrátt fyrir að hún er ekki nema 19 ára. Lands- liðskona, sem m.a. hefur keppt hér á landi. Jón Jörundsson. Landsliðið varð fyrir verulegu áfalli þegar Símon Ólafsson meiddist nýlega og verður frá keppni það sem eftir er keppnistímabilsins. Eins er Birgir Guðbjörnsson meiddur svo og Einar Bollason, Jón Héðinsson, Guðsteinn Ingimarsson, og Jónas Jó- hannsson gátu ekki gefið kost á sér til fararinnar til Englands. Lokakeppni Evrópumótsins verður í Belgíu í september í haust en þegar hafa 8 lið unnið sér rétt til þátttöku, Júgóslavía, Spánn, Tékkóslóvakía, Belgía, Sovétrikin, Ítalía, Búlgaría og ísrael. Einnig munu koma lið frá Finnlandi og Svíþjóð úr undan- keppnum þaðan en úr riðli íslands komast 2 lið áfram. Þá hefur heimsókn Harlem Globetrotters, sem vonir stóðu til að kæmu hingað, dottið upp fyrir. Æfingaprógramm landsliðsins verður mjög stíft — en tslandsmótinu í körfuknattleik lýkur væntanlega um helgina en hugsanlegt er að leika þurfi aukaleik — ef Islands- meisturum Ármanns tekst að sigra ÍR þurfa ÍR og KR að leika aukaleik um íslandsmeistaratignina í ár. Fari svo verða úrslit íslandsmótsins ráðin mánudaginn 28. marz og mun þá pressuleiknum frestað. 231 keppandi í Raf ha- hlaupinu íFirðinum! í blíðskaparveðri á laugardag mætti 231 keppandi við Víðistaða- skólann og keppti í Rafhahlaupinu. Piltarnir í hlaupinu voru 126 en telp- urnar 105. Allir luku hlaupinu, enda var til mikils að vinna. Keppt var um Rafhabikarana. Að þessu sinni sigraði Víðistaðaskóiinn með miklum glæsibrag, en Öldutúnsskólinn sigraði tvöfalt í pilta- og telpnaflokki. Allir keppendurnir fengu verðlauna- skjal sem Axel Kristjánsson í Rafha gaf. Fyrstar 1 stúlknakeppninni: Guðrún Árnadóttir, Ö, 4:19 Bára Friðriksdóttir, Ö, 4:26 Laufey Baldursdóttir, L, 4:35 Margrét Agnarsdóttir, L, 4:35 Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, V, . 4:35,5 Jóhanna Guðmundsdóttir, V, 4:35,5 Kristín Guðbjörnsdóttir, V, 4:36 Jóhanna Hafsteinsdóttir, V, 4:38 Anrdís Einarsdóttir, V, 4:39 Sigríður Einarsdóttir, ö, 4:41 Fyrstir í piltakeppninni: GuðmundurS. Hartvíksson, Ö, 3:47 Sævar Leifsson, Ö, 3:49 Ingvar Þórðarson, V, 3:49 Benedikt Ingþórsson, V, 3:51 Steinþór Agnarsson, V, 3:53 Sigurður Ragnarsson, Ö, 3:54 Ingvi Ö. Hafsteinsson, V, 3:59 Johann Þ. Jóhannsson, V, 4:02 Agnar Gunnarsson, V, 4:06 Óskar Traustason, Ö, 4:08 J”. . ;, íðpjBfe'.í, Stórsigur Valsmanna Ungir piltar í Valsliðinu, Magni Pétursson, 19 ára, og Úlfar Másson reyndust Skagamönnum erfiðir, þegar Meistarakeppni KSÍ hófst á Melavelli í gærkvöld. Valur sigraði 3-0 og Magni skoraði tvö af mörkunum. Hið fyrsta bráðfaliega í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik kom Úlfar Val í 2-0 og Magni skoraði svo síðasta markið í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af — en í s.h. var Vaiur sterkara liðið og hafði þá heppni, sem með þurfti í markaskoruninni. Þessi mikli sigur Vals var nokkuð óvæntur því þrjá aðalmarkaskorara Vals vantaði, þá Guðmund Þorbjörns- son, Hermann Gunnarsson og Inga Björn Albertsson. i ieiknum siasaðist einn leikmaður Skagamanna, Guðbjörn Tryggvason, ungur piltur, rotaðist og var fiuttur á slysavarðstofuna, þar sem hann náði ser fljótt. Á DB-mynd Bjarn- leifs er sókn á Valsmarkið.en Sigurður Dagsson slær knöttinn frá. Ipswich í efsta sæti eftir þrennu Mariner —sigraði West Ham 4—1 en Liverpool-liðin gerðu jafntef li Enski landsliðseinvaldurinn Don Revie valdi iandsliðshópinn í HM-leikinn gegn Lusemborg í gær og einn nýliðanna, sem hann valdi, var heidur betur í sviðsljósinu í gær. Það var Poul Mariner hjá Ipswich og hann skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt gegn West Ham. Ipswich vann 4-1 og komst við það í efsta sæti 1. deiidar. Hefur 43 stig eins og Liverpool, sem gerði jafntefli við Everton á Goodison Park, 0-0, en markamunurinn er betri hjá Ipswich. Bæði liðin hafa ieikið 32 leiki — en til gamans má geta þess, að Aston Villa er nú það liðið í 1. deild, sem tapað hefur fæstum stigum. eða 20. en Ipswich, Liverpool og Manch. Utd. 21. Það var ekki fyrr en eftir klukkustundarleik, að Ipswich náði tökum á leiknum gegn West Ham, og það fyrir óheppni miðvarðar WH, Tommy Taylor, sem sendi knöttinn í eigið mark. Fljótt á eftir skoraði Mariner tví- vegis á þremur mín. og í síðara skiptið skallaði hann í mark eftir að Wark hafði átt skot í þverslá. Leikur WH hrundi eftir að sjálfs- mark Taylors. Leikmenn Lundúnaliðsins drógu sig úr varnarskelinni, reyndu að sækja, en þá galopnaðist allt. Mariner skoraði svo fjórða mark Ipswich áður en Pop Robson skoraði eina mark WH fjórum mín. fyrir leiks- lok. Úrslit í deildakeppninni í gær: 1. deild Everton-Liverpool 0-0 Ipwich-West Ham 4-1 Middlesb.-Birmingham 2-2 QPR-Manch. City 0-0 2. deild Bolton-Carlisle 3-4 Nottm. For.-Southampton 2-1 Odham-Charlton 1-1 3. deild C. Palace-Preston Gillingham-Peterbro Walsall-Chester 4. deild Halifax-Aldershot 1-0 1-1 1-1 2-0 visvar hæsta getraunavinninginn! —á einum mánuði. Þátttaka ígetraununum vex stöðugt Frá Rafha-hlaupinu 1977. Kcppnin i stúlknaflokki hafin. Ljósmynd Ingvi I. Ingasun. Guðbergur Sigursteinsson, Smáratúni á Vatnsleysuströnd, hefur gert það gott í getraunun- um að undanförnu. Hann hefur ekki gert mikið af því „að tippa£t en komst vel á bragðið fyrir unt ‘ mánuði. Var þá einn með 11 rétta. Hlaut 358 þúsund í verðlaun — og i 27. Ieikviku hlaut Guðbergur aftur efsta vinninginn. Að visu dreifðist vinningurinn þá mjög, því 35 seðlar voru með 11 réttum. Guðbergur átti einn þessara seðla og hlaut 16.500 krónur — og hann hafði einnig aðstoðað eiginkonu sína. Hún var einnig með 11 rétta — og samtals hlutu hjónin því 33 þúsund krónur. Vinningur fyrir 10 rétta féll niður, þar sem fjöldi raða reyndist of mikill og vinningsupp- hæðinni bætt við fyrsta vinning- inn. Frá áramótum hefur verið mun meiri þátttaka í Getraunum en á sama tínia undanfarna vetur og í síðustu viku var þátttakan tvöföld á við sörnu viku í fyrra, eða tæplega 1.200.000 - kr. Áf þessari sölu er K.R. með um 20% og sölulaun félagsins á viku er um 50.000 - kr. fyrir 4.500 raða sölu. Næst kemur Ármann með 3.000 raðir, og Valur og Fram með 1.500 raðir, og Þróttur með 1.300 raðir. Stóran þátt í söluaukningu K.R. og Þróttar, eiga flokkar, sem fara utan næsta sumar, 2. fl. K.R. og Meistaraflokkur Þróttar, sem afla hluta farareyris með getrauna- seðlasölu. Frá upphafi getraunastárf- seminnar hefur sala getrauna- seðla í knattspyrnubænum Akra- nesi verið í lágmarki og ekki jafnast á við Kópasker, en síðan á áramótum hefur sala á Akranesi vaxið jafnt og sígandi, og er sala þar nú orðin álíka og á Ákureyri, en vantar enn talsvert til þess að jafnast á við Keflavík. Swansea-Stockport 4-4 Dennis Tueart, einn af þeim, sem eru í landsliðshópi Revie, fór illa að ráði sínu gegn QPR. Mis- notaði tvívegis upplögð færi og Manch. City náði aðeins jafntefli. Everton var betra liðið framan af í innbyrðisviðureign Liverpool- liðanna, en þegar Roger Kenyon meiddist rétt fyrir hlé, náði Liver- pool undirtökunum. Heighway og Kennedy voru nálægt að skora — og einkum þó David Fairclough eftir mikinn einleik frá eigin vallarhelmingi. Komst í dauða- færi, en spyrnti framhjá, sem er ólíkt þessurn mikla markaskorara. Bolton tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Carlisle, og það getur reynzt liðinu örlagaríkt. Herida Bolton sömu örlög og í fyrravor?.Þá virtist liðið öruggt ’ mbð sæti;!j 1. deild, en fell á lokasprettjnum. rAMBðal Áýliða hjá Revie voru &uk Marfner John Gidman, Aston og-jPou] Jones, 21 árs mið- ‘^y.örður Boiton. Þá valdi Revie Gordon Hill, Man. Utd., Ray WUkins, Chelsea og Ray Kennedy, Liverpool, á ný. Tony Waddington, framkvæmdastjóri Stoke, sagði starfi sínu lausu í gær, en hann hefur stýrt Stoke mörg undanfarin ár. W Sigurður badminton- meistari í mark ÍBV? — Ásgeir Sigurvinsson var á æfingu í Vestmannaeyjum Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnukappi, er nú staddur hér í Vestmannaeyjum, og var æfingu með sínum gömlu félögum í fyrrakvöld. Sýndi þar snilldartakta og hreif menn til dáða. Æfingin tókst mjög vel — og Ásgeir sýndi ýmislegt sem sést ekki á hverjum degi í Eyjum. Hann er í fríi frá félagi sínu, Standard Liege, en ekki verður LiðTBRí efsta sæti Deildakeppni Badmintonsam- bands islands er nú hálfnuð — nema hvað einum leik er ólokið i B-riðli. Keppt er í 1. og 2. deild. Sex lið í 1. deildinni, en 2. deild þriskipt í riðia og þar leika níu lið. Staðan er nú þannig. TBRa, 5 leikir, 61:4 10 stig KRa, 5 ieikir, 53:12 8 stig TBRb, 5 leikir, 38:27 6 stig ÍAa, 5 leikir, 25:40 2 stig TBRc, 5 leikir, 16:49 2 stig KR b, 5 leikir, 12:53 2 stig II. deild: A-riðill KRc, 2 leikir, 20:6 4 stig TBRd, 2 leikir 12:8 2 stig BHa, 2 leikir 7:19 0 stig Briðill Vaiur, 2 leikir, 22:4 4 stig Víkingur, 3 leikir, 18:21 4 stig ÍAb, 2 ieikir, 16:10 2 stig Gerpla, 3 leikir, 9:30 3 stig í C-riðli eru aðeins tvö lið frá Siglufirði og hafa fréttir þaðan ekki borizt enn. Jan Peters meiddur Jan Peters, ungi hollenzki mið- herjinn, sem skoraði bæði mörk Hollands í landsieiknum við England á dögunum, getur ekki leikið með hollenzka landsliðinu í HM-leiknum gegn Belgiu á sunnudag vegna meiðsia. leikið í deildakeppninni í Belgíu um næstu helgi vegna HM-Ieiks Belgíu og Hollands. Æfingar hafa verið vel sóttar í vetur og vor í Eyjum — 18-20 manns á æfingum. Hins vegar hafa Vestmannaeyingar misst marga, góða leikmenn. Ársæll Sveinsson, markvörður, er farinn til náms í Danmörku og mun leika þar með Svendborg. Vera kann, að Sigurður Haraldsson, badmin- tonmeistarinn kunni, sem áður lék í marki Vals, leysi vandamál Vestmannaeyinga í sambandi við markvörzluna í sumar. Þá er Örn Oskarsson á förum frá Eyjum og mun leika með KR í sumar. Viðar Elíasson er fluttur til Reykjavíkur og leikur með Víking — og Kristján Sigúrgeírs- son, sem fyrir tveimur árum var einn bezti leikmaður ÍBV, mun leika með Fram i sumar. I fyrra- sumar lék hann með Aftur- eldingu í Mosfellssveit. Þá er Þórður Hallgrímsson meiddur. Hann var á æfingunni í fyrra- kvöld, sem áhorfandi, en litlar líkur eru á, að hann geti leikið í liði ÍBV fyrr en siðari hluta sumars. -R.S. Hörður Ragnarsson afhendir Sigurði Haraldssyni — til hægri — verðlaun á eftir mótið á Akranesi. A myndinni er Hanna Lára Pálsdóttir, sem sigraði með Sigurði í tvenndarkeppninni. Ljósmynd Gunni. Björnsson. SIGURÐUR VANN — íöllumflokkumá móti á Akranesi Á opnu móti í badminton á Akranesi á sunnudag varð Sigurður Haraldsson, TBR, mjög sigursæll. Hann sigraði Jóhann Kjartansson, TBR, í úrslitum í einliðaleik með 15-6 og 15-7, og þeir Sigurður og Jóhann urðu sigurvegarar saman í tvíiiðaleik. Unnu Akurnesingana Hörð Ragnarsson og Jóhannes Guðjóns- son í úrslitum 15-3 og 15-8. Sigurður lét ekki við það staðar numið. í tvenndarkeppninni varð hann einnig sigurvegari með Hönnu Láru Pálsdóttur. Þau sigr- uðu Vildísi Kristmannsdóttur, KR, og Sigfús Árnason, TBR, í úrslitum 15-6 og 15-8. 1 einliðaleik kvenna sigraði Kristín Kristjáns- dóttir, TBR, Hönnu Láru í úr- slitum 15-6 og 15-8 og í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Kristín og Hanna Lára. Léku til úrslita við Oddfríði Jónsdóttur og Stellu Matthíasdóttur, TBR, og unnu 15- 6 og 15-10. Þátttaka var mjög góð á mótinu m.a. 16 í einliðaleik karla og þar allir beztu badmin- tonleikarar landsins. Markakóngur Hauka ímarkið hjá FH! —Hörður Sigmarssontarð Ktglegur leikmaður með FHíknatt»ymunniígær Hörður Sigmarsson, marka- kóngurinn mikli hjá Haukum, er genginn í FH og varð löglegur félagi með sínu nýja féiagi í gær, 22. marz. Það er þó ekki í hand- knattieiknum, sem Hörður mun leika með FH — heidur í knatt- spyrnunni. Hann var‘ varamarkvörður unglingalandsliðsins i knatt- spyrnu um 19Í0 og lék þá með FH. Var þá einnig einn af efnileg- ustu handknattleiksmönnum FH. En Hörður venti síðan kvæði sínu í kross. Byrjaði að leika með Haukum í markinu i knatt- spyrnunni og skipti svo einnig um félag í handknattleiknum. Ekki þarf að efa, að Hörður Sig- marsson mun verða styrkur fyrir FH-Iiðið í hinni hörðu keppni 1. deildarinnar í knattspyrnunni í sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.