Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Frú Margaret Trudeau ræðir við Bill Wyman bassaieikara (efst). A miðmyndinni eru frá vinstri Keith Richard, Ron Wood, forsætis- ráðherrafrúin og Mick Jagger. Neðsta myndin var tekin af Mick Jagger er hann tróð upp ásamt Rolling Stones í Toronto í Kanada. (Myndirnar eru teknar úr Time). Forsætisráðherra- frú i slæmum félagsskap Það þykir sjaldnast í frásögur færandi að vera aðdáandi Rolling Stones en ef nafn aðdáandans er Margaret Trudeau er annað uppi á teningnum. Allt og sumt sem frú Trudeau, eiginkona for- sætisráðherra Kanada, gerði í raun og veru, var að fara á tvenna hljómleika með Rolling Stones er þeir skemmtu á næturklúbbi í Toronto. Blöð um allan heim — og einnig hér á Islandi — slógu upp stórfréttum um að frú Trudeau og Mick Jagger væru að draga sig saman. Aðstæður allar gáfu kjaftasögum einnig Ityr undir báða vængi. Ein ástæðan var sú að helgina sem Rolling Stones léku í Toronto áttu Trudeau- hjónin sex ára brúðkaupsaf- mæli. Engin kona, hvað þá for- sætisráðherrafrú Kanada, gæti látið hjá líða að fagna slíkum tímamótum með manni sínum ef allt væri i lukkunnar vel- standi. Einnig bjó Margaret Trudeau á sama hóteli og hljómsveitarmennirnir. Hún e.vddi heilli nóttu í gleðskap í hótelíbúð þeirra félaga. Frú Trudeau skemmti sér vel í glaðværum félagsskap Steinanna. Einn þeirra var þó ekki ýkja brosmildur — Keith Richard. Aðeins viku áður hafði kanadíska lögreglan fundið 22 grömm af heróíni í hótelherbergi gítarleikarns og hann var ákærður um að hafa haft í hyggju að dreifa því. Samkvæmt kanadískum lögum á Richard nú í vændum lífs- tíðarfangelsi verði hann sekur fundinn. Einnig fannst kókaín í fórum hans en viðurlög við slíku eru mun vægari. heyrðist hvísla að Bill Wyman bassaleikara: „Ekki vildi ég hafa mína konu í þessum félagsskap.*' Slúðursögurnar náðu loks hámarki sínu er Margaret Trudeau hélt til New York- borgar. Mick Jagger og Ron Wood, annar gítarleikari hljómsveitarinnar, fóru einnig þangað — en með annarri flug- „Ekki vildi éghafamína konu f þessum félagsskap,” heyrðist Charlie Watts hvísla að Bill Wyman ísamkvæminu um nóttina Þetta var félagsskapurinn sem eiginkona forsætisráðh. Kanada skemmti sér í. — Var hann samboðinn eiginkonu valdamesta manns landsins? Flestir aðrir en frú Trudeau sjálf virtust álíta að svo væri ekki. Jafnvel trommuleikari Rolling Stones, Charlie Watts, vél. Frekari sannana þurfti ekki við. Jagger og frú Trudeau voru að draga sig saman. Er slúðrað hafði verið í tvo daga, kom frú Trudeau skyndi- lega opinberlega fram á ný í fylgd með Yasmin Kahn prinsessu. Þær bjuggu sampn á meðan hún dvaldist i New York og fóru meðal annars saman á ballettsýningu. Að sjálfsögðu var Margaret umsvifalaust spurð álits á öll- um orðróminum um samdrátt sinn og Mick Jaggers. Hún svaraði: ,Sjáið til, ég er gift kona. Eg elska manninn minn og mér þykir gaman að hlusta á tónlist." Hún bætti því við að hún væri í fríi í New York til að taka ljósmyndir. — Pierre Elliott Trudeau forsætis- ráðherra var allan tímann í Ottawa. Hann hafði lítið um málið að segja: „Þessi ferð var ráðgerð fyrir nokkru." Mick Jagger dvaldist sjálfur í íbúð sinni á Manhattan ásamt konu sinni og fimm ára dóttur. Hann sagði um allan orðróminn um samdrátt þeirra forsætisráðherrafrúarinnar að hann væri báðum skaðlegur. -Þýtt úr timaritinu Time. ASGEiR TÓMASSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.